Þjóðviljinn - 11.10.1980, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.10.1980, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. október 1980 Viðtal við Karólínu Eiríksdóttur tónskáld 1 septeraber s.l. voru haldnir Norrænir Músikdagar i Hel- sinki. Þeir eru haldnir á tveggja ára fresti, og skiftast Norftur- iöndin fimm á aö vera gest- gjafar þannig að dagarnir eru haldnir á tiu ára fresti i hverju landi. tsiendingar sáu um Músíkdagana I þriðja sinn fyrir fjórum árum og þóttist takast með miklum ágætum. Þetta er einn helsti kynningarvett- vangur nýrrar tónlistar á Norðurlöndum og þvf eftir tals- með heiðursgestaland er ekkert nýtt, t.d. var Kanada hjá okkur fyrir fjórum árum, og Austur- Þjóðverjar voru siðast f Svi- þjóð. Þetta er eflaust tilraun til að tengja Norðurlandatónlist inni heimstónlistina, hvernig sem það nú tekst. SP: Þú hefur væntanlega fengið inspirasjónir þarna. Ertu þá ekki með eitthvað nýtt i smiöum? K: Jú, ég var svo heppin að fá starfslaun til niu mánaða, svo ég þarf ekki aö kenna i vetur og sinni þá bara heimilinu og tón- smiöunum. Ég er komin vel áleiðis með verk fyrir einleiks- fiölu, fyrir hana Guðnýju Guð- mundsdóttir, og er jafnvel að vona að hún geti leikið það á tónleikum Músikhópsins um miðjan nóvember. Það er spennandi. Svo er ég með nýtt hljómsveitarverk i huganum, og er að vona að það verði að veru- leika seinna i vetur. — Það er alveg ótrúlegur munur að þurfa ekki að skipta sér á milli tón- smiða og kennslu og með þennan niu mánaða styrk þykist ég aldeilis fær i flestan sjó. SP: Músikhópurinn, sem þú nefndir i sambandi við fiðlu- verkið, hvað er hann? K: Hann er afskaplega laus- Karólina: Það er alveg ótrúlegur munur að þurfa ekki að skipta sér milli tónsmfða og kennslu. Ljósm. :gcL fæðast ekki á hverjum degi verðu að seilast að fá þar flutt verk eftir sig. t Helsinki voru flutt verk eftir fjögur fslensk tónskáld: Atla Heimi Sveinsson, Jón Asgeirsson, Karólinu Ei- rfksdóttur og Pál P. Pálsson. Við hittum Karólfnu að máli á dögunum og þýfguöum hana ögn um þetta og annað f leiðinni. „Notes” heitir hljómsveitar- verk Karólinu sem var flutt i Helsinki, og við spyrjum hvað það eigi að þýöa. K:Nafniðmeinaröu? Þaðerá ensku vegna þess að þetta var samið sem meistrarprófsverk- efni við háskólann i Michigan i Bandarikjunum, þarsem ég var fjögur ár við nám. Eg er alltaf i vandræðum meö nöfn á það sem ég geri, en þetta gæti samt lýst sæmilega andanum i þessu, semsé einfaldlega að þetta sé athugun, tiiraun — með músik- nótur. („notes of notes)”. SP: Þetta er þá ekki músik sem byggist á lagrænum eða hljómrænum skýrskotunum? Út frá hverju gengurðu þá? K: Ja, ég get eiginlega illa lýst þvi i orðum. Þessi músik einsog önnur talar best fyrir sig sjálf. En það er rétt, ég hugsa ekki lagrænt beinlinis og ekki „tematiskt” svo að endurtekn- ingar á stef jum koma ekki fyrir hjá mér. Ég reyni i upphafi að gera mér grein fyrir ákveðnu formi að visu, en framkvæmd þess byggist fyrst og fremst á sifellum, breytingum eða til- brigðum efnisins, sem getur verið röð tónbila, hljóðfalls eða hljóðfæraskipunar — tón- listar — . Ertu nokkuð nær?” SP: Ég er það nú kannski ekki, og þó virðist mér þú ekki standa svo fjarri „serialist- unum” svonefndu þó að vinnu- brögðin séu kannski frjálsari, ekki eins kreddubundin. K: Mér finnst ég heldur ekki vera bundið neinni aðferð eða stefnu og ekki skulda neinum neitt þó ég hafi vissulega lært af mörgum. SP: Hvernig gekk annars i Helsinki, hvernig var t.d. verkið þitt flutt og hvernig var þvi tekið? K: Það var sæmilega flutt, en það var betur leikið hér i Reykjavik á sinfóniutónleikum i fyrra. Það er svosem ekkert fallegt að vera að kvarta yfir svonalöguðu, en það er stað- reynd að flutningur verka er sjaldnast eða aldrei fullkominn, og sist á svona hátiðum. Það eru svo mörg ný verk á dagsskránni og æfingatiminn er takmark- aður. En miðað við aðstæður heppnaðist þetta ljómandi vel. SP: Er þá eitthvað gagn i svona músikdögum, ef búast má við að verkin séu þar meira og minna rangtúlkuð? K: Rangtúlkuð er nú kannski einum of mikið sagt, en það gefur auga leið að 30-40 ný verk á einni viku fá trauðla nema hálfa meðferð hvorki hjá flytj- endum né áheyrendum. Hins- vegar er gifurlega gott og lær- dómsrikt fyrir okkur tónskáldin að sækja þetta og kynnast ólik- um viðhorfum, jjvi hvert land hefur sin sérkenni og tilbreytnin er ótrúlega mikil á ekki stærra svæði en Norðurlöndin eru. Annars var þarna lika músik frá landi utan Norðurlanda, Bret- landi, sem var heiðursgestur að þessu sinni, og það var skemmtilegt að heyra hvaö tón- skáldin þar hafa að segja. Það var eitthvað allt annað en Norðurlandasöngurinn,])ó ég sé alls ekki að segja að það hafi verið eitthvað betra eða merki- legra. En Bretar tefldu þarna fram sinum bestu mönnum, t.d. Maxwell Davis og Birthwistle, sem var mikill fengur i. Þetta leg samtök, og varla hægt að kalla hann samtök, frekar kunningjahóp, sem hefur áhuga fyrir að koma verkum sinum og annara á framfæri eftir þvi sem efni og ástæður leyfa. A þessum tónleikum i nóvember verða tvö elektrónisk verk, eftir Þorstein Hauksson og Snorra Birgisson, kammerverk eftir Askel Más- son og liklega fiðluverkið mitt. Við höfðum tónleika i fyrra sem gáfust bara vel, og vonum þvi að þetta geti haldið eitthvað áfram. Hinsvegar höfum við ekki áhuga að koma upp „seriu” af tónleikum, ekki eins óg er a.m.k. þvi að það gæti leitt til að farið væri að halda tón- leikana tónleikanna vegna og án þess að til þess væri knýjandi nauðsyn. Við viljum semsé biða og vita vissu okkar að við höfum eitthvað i pokahorninu sem við getum staðið við. Ný verk fæð- ast heldur ekki á hverjum degi. „Hausthljóð í sinfóníunni” Fyrstu almennu tónleikar Sinfóniuhljömsveitar tslands á þessuhausti voru i Háskólabíói i fyrrakvöld. Heldur voru þeir nú daufir. Auðvitað er stórkost- legt að fá að heyra Blöndal Bengtson, jafnvel I D dúr kon- sert Haydns, þvi hann er lista- maður sem á einna greiðastan aðgang að hjartanu. En hljóm- sveitin var einfaldlega ekki nógu lifleg til að styðja hann til mikillar sköpunar þetta kvöld, hvort sem um má kenna vetrar- kviða eða einhverju þaðan af verra'. Spyr sá sem ekki veit. Við stjórnvölinn var nýráðinn „sjeffi” Jean-Pierre Jacquillat, og komst hann þokkalega frá fyrsta verkefninu, Sinfóniu eftir J. C. Bach. En I lokaverkinu brást honum algjörlega að vekja upp lýriska angurværð og stórmannlegan baráttuhug, sem maður tengir ósjálfrátt i 2. sinfóniu Brahms. Eiginlega skilur þessi flutningur fátt eftir nema vangaveltur um það sem Ravel sagði einu sinni: Brahms? Svoleiðis valsa leikum við ekki i Paris. Það er annars fróðlegt að skoða efnisskrá Sinfóniuhljóm- sveitar Islands fyrir komandi vetur. Ekkisfst ef mannskapur- inn sem skipar svokallaða verk- efnavalsnefnd er tekinn með i reikninginn. I nefndinni eru þjóðkunma r manneskjur sem þekktar eru aö góðu einu, svo nöfn þeirra ættu að vera bestu fáanleg meömæli: Guöný Guð- mundsdóttir, konsertmeistari, Jón Sen, varakonsertmeistari, Páll P. Pálsson, aöstoðarhljóm- sveitarstjóri og tónskáld, Lárus Sveinsson, trompetleikari, Guð- mundur Jónsson, söngvari og framkvæmdastjóri og Siguröur Björnsson, sem er lika fram- kvæmdastjóri og söngvari. Tveim siðastnefndu, sem vissu- Auðvitað er stórkostlegt að fd að heyra Blöndai Bengtson, jafnvel i D-diir konsert Haydns. lega eru bæði góöir söngvarar og framkvæmdastjórar, má ef- laust þakka hvað mikið er af óperumúsik á þessariefnisskrá. Þar eru kunngeröar tvær stórar óperur ( (I konsertformi) seinna i vetur, Fidelio og Othello. Framkvæmdastjórarnir eru væntanlega sjálfkjörnir þar i hlutverk, þd eflaust eigi þeir óhægtum vik, sökum anna. Þeir hafa kannski lika stungið upp á Vinarkvöldi (eru það Strauss og Lehar?) með einsöngvara frá Volksoper i Vin og ööru „kvöldi” meö atriðum úr ameriskum söngleikjum. Þaö eru aðeins tveir islenskir ein- leikrar kynntir á skránni, Guðný Guðmundsdóttir, sem á að leika fiðlukonserta eftir Her- bert Agústsson (annað tveggja nýrra Islenskra verka) og Sibeilius, og Lárus Sveinsson, sem verður með trompetkon- sertinn eftir Haydn. Ekki veit ég hvað eru margir i einleikara- félaginu (FIT), þeir skipta alla- vega tugum, en þessir lágu auð- vitaö beinast við. Það er vissulega ánægjulegt, aö von skuli á nýjum fiðlukon- sert eftir Herbert Ágústsson, sem lengi hefur verið einn af traustustu starfsmönnum hljómsveitarinnar, eða allt frá þvi að hann flutti hingað til landsins og var ráðinn fyrsti hornisti, um eða uppúr 1950. Þaö er lika gaman aö sjá að Páll P. Pálsson ætlar að stjórna eftir sig nýju verki, á tónleikum i janúar, þvi hann hefur alltaf haldið vel á sinu. Þessi tvö islensku tónskáld frá Austurriki eiga fátt skilið nema kærar þakkir fyrir velunnin störf i þágu islenskrar tónlistar osfrv. osfrv. En hvað er Jón Sen aö gera i nefndinni? Jú, eflaust er hann meö til að tryggja aö gætt sé fyllsta hlutleysis og að eigin- hagsmunir fái hvergi að ráöa. Bengtson og Blyme selló og píanó í Norræna- húsinu í dag Tveir af fremstu hljóöfæra- snillingum Danaveldis gista Reykjavik þessa dagana. Þeir eru Erling Blöndal Bengtson sellóleikari, sem við lslendingar köllum gjarnan hálflanda, og Anker Blyme pianóleikari. Þeir hafa báðir látiö heyra i sér, svo um munar, Erling á sinfóniutónleikum og Blyme á einleikstónleikum I Norræna Húsinu. 1 dag kl. hálf fimm munu þeir svo leika saman sitthvað fallegt, i Norræna Húsinu, og samanstendur efnisskráin af Beethoven, Mendelsohn og Hermann Koppel. Sá siðast- nefndi er eitt af þekktari tón- skáldum Danmerkur af eldri kynslóðinni og hefur samið fleiri eneitt verk fyrir Bengtson, m.a. selló konsert, sem var fluttur hér á Norrænum Músikdögum 1954.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.