Þjóðviljinn - 15.11.1980, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15. — 16. névember 1980
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
Ctgefandi: 0 gáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ö’.c'fsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Ölafsson.
Umsjónarmaður sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson.
Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson.
Blaöamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi-
björg Haraldsdóttir, Kristfn Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason,
Sigurdór Sigurdórsson.
tþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson.
(jtlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir, Jóhannes Haröarson
Afgreiðsia: Kristfn Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir,
Bára Sigurðardóttir.
Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir,
Karen Jónsdóttir.
(Jtkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6,
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaðaprent hf.
Einn eyöir annar aflar
• ( riti Seðlabankans, Hagtölum mánaðarins, sem út
komu fyrir fáum dögum,er merkan f róðleik að f inna um
þróun f járhagsafkomu ríkissjóðs nú og á undanförnum
árum. Þar segir m.a. að öll árin 1973 til 1978 að báðum
meðtöldum hafi orðið greiðsluhalli hjá ríkissjóði, en í
f yrra varð nokkur greiðsluaf gangur og gert er ráð f yrir
afgangi í ár.
£ Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans varð útkom-
an lökust hjá ríkissjóði fyrsta heila árið sem stjórnað var
samkvæmt f jáclögum ríkisstjórnar Geirs Hallgrímsson-
ar með Matthías Á. Mathiesen sem f jármálaráðherra.
Það eina ár varð greiðsluhalli ríkissjóðs 37 miljarðar
króna á núverandi verðlagi, en þetta er álíka upphæð og
gert er ráð fyrir að ríkið fái í tekjur af öllum tekjuskatti
einstaklinga samkvæmt f járlögum ársins 1980.
# Þeir sem svona stjórnuðu ættu að hafa enn hærra um
lækkun skatta nú, svo hróp þeirra nái upp í himininn. Það
þarf auðvitað engan tekjuskatt að borga í ár, ef núver-
andi stjórnvöld vilja fara eftir forskrift fyrrverandi
sparisjóðsstjóra úr Hafnarfirði, Matthíasar Á.
Mathiesen, og taka bara alla tekjuskattsupphæðina að
láni í staðinn.
• Svona fara menn að þegar þeim þykir gaman að
baða sig í völdunum, en treysta því að svo verði bara
komnir einhverjir aðrir til að glíma við verkefnin þegar
kemur að skuldadögunum og þegnarnir verða að borga
skattana.
# Þá er gott fyrir pólitíska trúða að skella skuldinni á
aðra og þykjast hvergi nærri skattheimtunni koma, —
okkar er að eyða ykkar að afla!
k.
Valhallarbardagi
# i hinni frægu Bolungavikurræðu, sem Geir
Hallgrímsson flutti á s.l. sumri,gaf hann út dagskipun
um viglínu — sú víglína skyldi dregin innan Sjálfstæðis-
flokksins milli réttlátra og ranglátra, milli sannra Sjálf-
stæðismanna annars vegar og óværunnar í flokknum
hins vegar.
# Auðvitað hlýddu margir kalli formannsins og höm-
uðust við að draga víglínuna sem skarpast.
# Og árangurinn, hann kom skýrast í Ijós á aðalfundi
Varðarfélagsins, stærsta flokksfélags Sjálfstæðis-
f lokksins,nú í vikunni. Þar mættust fylkingar við víglínu
Geirs Hallgrimssonar og sló í hinn harðasta bardaga. En
það var ekki Geir Hallgrímsson sem þar bar sigur af
hólmi, þrátt fyrir herhvötina frá Bolungávík og klukku-
stundar eintal f lokksformannnsins úr ræðustól Valhallar
þar á fundinum. Sjaldan hafa stórmæli verið flutt fyrir
daufari eyrum, en á þessum Valhallarf undi. Og enginn
gekk þar sárari frá leik en vígamaðurinn Geir
Hallgrfmsson. Mjög var hann þá móður og illa leikinn.
En í valnum lá Engeyjarblóminn, sjálf Ragnhildur
Helgadóttir, skjaldmey Geirs Hallgrimssonar og
skærast Ijós. Hún féll í þessum Valhallarbardaga fyrir
nafnlausum strákum. Ein var sú Valhöll þar sem hinir
föllnu risu upp að morgni, en í Valhallardilk Geirs
Hallgrímssonar rís nú enginn upp lengur.
# Eins og menn muna bannaðí .Geir Hatlgrímsson að
Gunnar Thoroddsen yrði annar ræðumaður i sumarferð ;
Varðarfélagsins fyrir nokkVum máhuðum. Þar talaði
Geir Hallgrímsson því einn og veittist hart að Gunnari,
sem ekki mátti bera hönd fyrir höfuð sér á sama vett-
vangi samkvæmt lýðræðisreglum formannsins.
# Sagt er að Gunnar Thoroddsen hafi verið fámáll á
Valhallarfundi Varðarfélagsins nú og látið orðasukk
Geirs Hallgrímssonar sér um eyru þjóta sem storm úr
vatnsglasi. Stundum eru orðóþörf. Geir Hallgrímsson og
þeir Engeyjarvinir spöruðu ekki orðin þegar á hólminn
kom þar í Valhöll nú á miðvikudaginn, en sagt er að liðs-
mönnum haf i fækkað þvi meir sem teygðist á orðalopan-
um, og sneri þá öllu mannfalli í sveit Geirs.
# Sennilega verðu^ Geir Hallgrímssyni tregt tungu að
hræra í næstu Varðarferð að sumri. Hitt má vera að
Gunnar Thoroddsen eigi eftir að segja nokkur vel valin
orð innan og utan Valhallar og blessa enn einu sinni yf ir
klofinn hjálm og sundrað sverð Sjálfstæðisflokksins.
IV.
Skammt er nú um liöið síðan
launþegasamtökin og atvinnu-
rekendur gerðu með sér
rammasamning um kaup og
kjör á hinum almenna vinnu-
markaði. Ekki skal hér fjallað
um einstök efnisatriði samnings
þessa en ýmsar spurningar
hljöta að vakna hjá þeim sem
láta sig verkalýðsmál einhverju
úr aimanak inu
Er samið til eins
eða tveggja?
ars
skipta, þegar árangurinn er
metinn i ljósi þess tima sem tók
að ná samkomulagi.
Það tók samningsaöila 10
mánuði að ná endum saman.
Alla þessa 10 mánuði hefur þvi
launafólk i þessu landi i raun
verið undir samningsbundnu
kaupi og fær þaö I engu bætt.
Samningur sá sem undirritaður
var, tók aðeins gildi frá undir-
ritun hans og á að gilda til 1.
nóvemberá næsta ári. Ef að lik-
um lætur kemur hann i raun
með aö gilda miklu lengur, etv.
allt aö einu ári til viðbótar.
Hvað á svona skollaleikur að
þýöa? Af hverju hefur Alþýöu-
samband tslands ekki krafist
þess fyrir löngu að samningar
þess viö atvinnuveitendur gildi
alltaf frá uppsögn næsta samn-
ings á undan? Við höfum heyrt
forystumenn ASI koma fram á
opinberum vettvangi og agnú-
ast út i Vinnuveitendasam-
bandið fyrir aö tefja samninga.
Auðvitað hlýtur hverjum heil-
vita manni aö vera ljóst að eina
ráöið gegn slikri svikamillu er'
aö krefjast þess að hið nýja
samkomulag sé afturvirkt. Og
dæmi eru sllks hér á landi.
Allt frá öndverðu hafa verka-
lýösfélögin I Alverinu i
Straumsvik haft grein inni I sin-
um samningum, þar sem kveöið
er á um afturvirkni samninga.
Þetta hefur einfaldlega haft það
I för með sér að samningar
dragast aöeins nokkra daga
fram yfir uppsögn þar sem at-
vinnurekandinn hefur engan
hag af öðru.
t einu dagblaðanna ekki alls
fyrir löngu var haft eftir einum
samninganefndarmanna ASt aö
launþegar I landinu hefðu tapað
tugum milljóna á degi hverjum
þar sem samningar höfðu dreg-
ist svo úr hömlu. Hér er á ferð-
inni auðvelt reiknlngsdæmi sem
afar athyglisvert er að JÍta
‘nánará.
Samkvæmt upplýsingurp'
blaðafulltrúa ASt eru laun i 6.
flokki nú kr. 324.000.-Laun i 30.
flokki eru hins vegar I dag sam-
kvæmt nýgeröum samningi kr.
555.327.- Meöallaun hinna al-
mennu launataxta skv. fyrsta
þrepi eru þvi kr. 439.686.- Nú
veit ég ekkert um hvernig hinir
hartnær 50.000 félagsmenn ASt
skiptast á þessa 24 flokka sem
samiö var um núna, en miöaö
við 10% launahækkun almennt
fyrir þessa hópa, lætur nærri að
hver einstakur launamaður hafi
orðið af tæplega 440.000.-vegna
seinagangs við samningsgerð-
ina þá 10 mánuði sem hún tók.
Þessu dæmi er svo hægt að velta
upp áfram og margfalda þessa
tölu með félagsmannafjölda ASl,
og þá fáum við út summuna 22
milljarðar króna. Þetta er i
raun það gjald sem rikisvaldinu
(félagsmálapakki) og atvinnu-
rekendum (beinar launahækk-
anir) hefur veriö greitt fyrir 10
mánaða seinagang. Og auðvitað
er það hinn almenni launþegi
sem borgar brúsann.
Hérer á feröinni stóralvarlegt
mál. Höfuðið er siöan bitið af
skömminni með þvi að telja
fólki trú um aö samningar
hverju sinni gildi I td. eitt ár en
miöað við nýfengna reynslu er
alveg óhætt aö bæta allmörgum
mánuðum við. Það hlýtur þvi að
verða megin krafa launþega i
þessu landi til forystumanna
sinna samtaka annars vegar og
félagsmálayfirvalda hins
vegar,að frá þvi sé gengið undan-
bragöalaust að samningar um
kaup og kjör á hverjum tima
gildi aftur til þess dags sem
samningar voru lausir.
En það er meira blóð i kúnni.
Svo sem kunnugt" er hefur
launajöfnunarstefna um all-
langt árabil verið ofarlega á
óskalista alþýðusamtakanna.
Vissulega hefur nokkuð áunnist
i þessum efnum en auðvitað
langt frá þvi að viðunandi sé.
Hæstu launin hafa alltaf náð að
hækka mesLenláglaunahóparnir
sitja eftir i neðstu rim launa-
stigans. Launabilið innan
rammasamnings ASI er i dag
rúmlega 70% ef tekið er mið af
6. flokki og 30. flokki. Hafi þetta
bil einhvern tima verið meira,
er það hins vegar öllum til van-
sæmdar I dag að það skuli vera
svo stórt sem raun ber vitni.
Þess verður þó aö geta aö
félagsmálapakkar undanfarin
misseri hafa minnkað þetta bil
frá þvi sem launastiginn einber
sýnir, en J>aö skekkijr ekki
dæmið verúlega. , -
Af tur kann að vera lærdóms
rfktnð athuga gang mála I þess-
um efnum suður f Straumsvik.
Þegar Alverið tók til starfa 1969
var launabil milli efstu og
lægstu flokka almennra laun-
þega rúmlega 101%. Strax
fyrstu árin náöist samstaða um
það innan samninganefnda
launþega aö stefna að þvi aö
Valþór
Hlöðversson
skrifar
minnka þetta bil. 1 dag liggur
það fyrir að launabiliö er aðeins
37% !Á sama tima hefur forysta
ASÍ náð þeim árangri aö koma
þessari tölu niöur 170%! Hér eru
svo auðvitað ónefndir þeir
félagsmálapakkar og auka-
greiðslur sem báðir aðilar hafa
samið um,en hlutfallið ætti ekki
að breytast svo nokkru nemi.
Hvers vegna standa málin
svona i dag? Hvers vegna hefur
forystumönnum ASI mistekist
svo hrapallega að ná árangri i
sinni launajöfnunarstefnu?
Spyr sá sem ekki veit,en svari
sá sem veit.
Hér var ekki ætlunin að gera
ýtarlegan samanburð á árangri
launabaráttu i Straumsvik
annars vegar og á hinum al-
menna vinnumarkaði hins
vegar. Það væri efni út af fyrir
sig I heila blaðagrein og kann aö
veröa gert siðar. Hitt dylst eng-
um að launakjörum á þessum
tveim stöðum er ekki saman aö
jafna. Engum skal detta i hug
að ástæðan sé gæská og gjaf-
mildi auöhringsins svissneska,
þvi þar hljóta menn að halda
fast I aurinn sem og annars
staðar. En baráttuaðferðirnar
eru allt öðru visi. Verkalýðs-
félögin i Straumsvik eru i einu
sambandi innan vinnustaöarins
svo að allir semja fyrir einn og
einn fyrir alla. Þá má og nefna
að þeir samninganefndarmenn
suður þar miða oft og einatt við
starfsbræður sina hjá álverk-
smiðjum úti I heimi, t.d. I
Noregi. En hvers vegna gera
samningsaöilar okkar þetta
ekki lika? Hvers vegna eru
okkar launakjör svo lök sem
raun ber vitni I samanburöi við
kjör launþega t.d. i Færeyjum.
Þar er fiskvinnslufólk, svo
dæmi sé tekiö, á mun hærra
kaupi en starfsbræður þeirra
hér, þrátt fyrir sölu afurða á
sömu markaði fyrir sama verð.
Eða er etv. einungis annars
flokks vinnuafl á Fróni um þessi
ár’
Barlómur atvihnurekenda i
þessu landi hefur haft viötæk
áþrif. A þvf er engirth vafi. l>au
i áhrif eru svo sterk að umbjóö-
endur launastéttanna I þessu
landi láta hafa sig út i þá ó -
svinnu að semja um lakari kjör
en tiðkast annars staöar. Og það
þarf ekki aö leita samanburöar
út fyrir landsteinana. Það
nægir að skreppa suöur fyrir
Hafnarfjörð. — v.