Þjóðviljinn - 19.12.1980, Síða 2

Þjóðviljinn - 19.12.1980, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. desember 1980 Kærleiksheimilið Mér finnst gaman þegar amma og afi eru hér. Þá höfum viö einn fullorðinn á mann. Tilraunir kínversks læknis: y HYGGST BUA TIL MANNAPA [ — sem ætti að gegna ýmsum dæðri störfum V Klnverskur Ueknir, Ji Yongxiang, \ hefur greint frá þvl. aö hann hafi um / miöjan sjöunda áratuginn gert ul- \ raunir til aö búa til mannapa. I þfim f tilgangi kveðst hann hafa sxtt apa art \ simpansategund og hafi hann veríð ■ kominn ..þrjá mánuöi á leiö" er J tilraunastofan var eyöilögö i \ menningarbyltingunni 1967 og apinn Tilgangurinn var sá aö skapa eins' konar mannapa eöa millistig á milli apa og manns, og þessa nýju tegund átti siðan aö nota i þjónustu manna. Hinn kinverski Ueknir greindi frá þessu I blaöaviðtali nýverið og kvcðst hafa i hyggju aö hefja þessar tilraunir á njrjan leik. Læknirinn segist vera viss um að str heföi tekizt aö koma visindamönnum á sviði Ueknisfræöi mjög á óvart ef menningarbyitingin heföi ekki komiö I veg fyrir þessar til- raunir hans. Hann segist telja aö þessi nýja skepna heföi veriö fær um aö vinna ýmis verk fyrir mennina, svo sem gæia fjár og kúa. og einnig segir hann aö þessar skepnur hefði mátt nýla við ýmiss konar tilraunastarf- semi. viðtalið Rætt við unglinga- meistarann í skák, Svein Gylfason Ég vil gjarnan verða atvinnu- maður Ef ég verð nógu sterkur, þá vildi ég gjarnan verða atvinnu- maður i skák, sagði Sveinn Gylfason hinn nýbakaði íslandsmeistariunglinga i skák, þegar Þjóðviljinn rabbaði við hann. Sveinn hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum i mótinu, sem er aldeilis frábær árangur. Hann tapaði fyrstu skákinni, en vann svo þær sem eftir voru. Sveinn Gylfason. Er þetta fyrsti titillinn, sem þú vinnur i skák? — Nei, ég varð unglinga- meistari Kaupmannahafnar þegar ég var 12 ára. Við áttum þá heima i Kaupmannahöfn og ég skellti mér i þetta unglinga- mót, en sigurvegarinn fékk að taka þátt i danska unglinga- meistaramótinu. Og gerðir þú það? — Já, en það gekk nú ekki eins vel, ég lenti þar i 7. sæti. betta voru strákar 14 ára og yngri, og það munar um 2 ár. Hvað ertu gamall núna? — Ég er 14 ára. Ferðu á eitthvert mót á næstunni? —■ Já, ég fer núna þann 27. des. á alþjóðlegt mót unglinga i Hallsberg i Sviþjóð, það fylgir unglingameistaratitlinum hér heima að taka þátt i þessu móti. Ferðu einn eða hefurðu aðstoðarmann? — Nei, ég fer aleinn. Og kviðir ekkert fyrir? — Nei, nei, alls ekkert. Liggurðu mikið yfir skák? — Já, nokkuð mikið, einkum byrjunum, ég á svo mikið ólært i þeim. Nú sem stendur stúdera ég af kappi fyrir mótið i Halls- berg. Rekst þetta ekki á við námið I skólanum? — Nei, ekki svo að umtalsvert sé. Hefurðu einhvern til að hjálpa þér við skákstúdiu? — Nei, ég er alveg einn að þessu. (Þess má geta að Sveinn á heima i Keflavik, þannig að hann er ekki i snertingu við það mikla skáklif, sem fram fer i Reykjavik). Og þú ert ákveðinn i að hella þér út i skákina af fullri alvöru á næstu árum? — Alveg harðákveðinn, sagði þessi ungi og stórefnilegi skákmaður að lokum. — S.dór. Raunveruleikinn er lygilegri en skáldskapurinn! 1 leikriti Valgarðs Egilssonar, „Dagshriðarspor,” sem sýnt er i Þjóðieikhúsinu um þessar mundir, býr visindamaður til mannapa, millistig manns og apa, og nefnir hann mapa. Þessi úrklippa hér sannar það sem oft hefur veriö haldið fram, að raunveruleikinn er skáldskapn- um lygilegri... Þekkirdu þau? Nýrri mynd á 19. siöu. Eða eins og Jónas Kristjánsson sagöi forðum: Fyrir sjötiu árum var stofnaöur Visir að dagblaði — nú er Dagblaðið komið. Hvað er það? Hvað er það sem er rautt og hvitt og f jtílublátt og hoppar og lætur öllum illum látum? Svarið er: Auövitað Tóti trúður. Svo segir í litilli bók um Tóta trúö sem nýlega er komin út og er prýdd mörgum myndum af umsvifum trúðsins. Höfundur Tóta er Ketill Larsen og bókar- innar lfka. Þessi mynd er af Tóta trúð úti i garöi. í (breskum) rósagarði Heima er best að vera Scotland Yard skýröi frá þvi að fang^ I Brixton skiptist á um að strjúka úr klefum sinum og koma siöan aftur eftir „næt- urrölt á pöbbum”. Grunsemdir lögreglunnar staðfestust þegar einn af hundraö föngum i C- flokki var handtekinn snemma morguns þegar hann var að reyna aö brölta yfir fangelsis- múrinn til að komast inn aftur. Daily Telegraph. Við freistingum gæt þin Mr. Foot (hinum nýja for- manni Verkamannaflokksins) var fagnað með hyllingu i lok fundarins og allur salurinn reis á fætur til aö syngja Rauða fánann af slikum eldmóð, að jafnvel fréttaritari the Times gat ekki stillt sig um aö syngja meö. TheTimes. I rósagardi Dánarfregnir og jarðarfarir tff Fylkis er óðum að f jara út. Fyrirsögn á iþróttasfðu Tómans Framsóknarmönnum fjölgar ,,! pólitik tala menn gjarnar um vinstri og hægri stefnur eins og þau hugtök hafi ákveðna merkingu.’tLeiðari Vfsis) < Q d Þ-l Sjáðu, ég er með lausa ' \ tönn. Ég legg hana undir koddann minn og þá koma rotturnar og gefa mér pening.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.