Þjóðviljinn - 18.02.1981, Qupperneq 7
Miðvikudagur 18. febrúar 1981. ÞJóDVILJINN — SIÐA 7
Fundaröð um starf og stefnu flokksins
Markmidin
og árangurinn
Undirbúningur að tillögugerð um starf
Alþýðubandalagsins i
Alþýðubandalagið i Reykja-
vik er nú að hrinda af stokkun-
um sex funda röð um starf og
stefnu flokksins. Ætlunin er að
tengja saman fræðslu og um-
ræðu um hugmyndagrundvöll
flokksins og starf hans i rfkis-
stjörn og bæjarstjórnum.
Margre't Björnsdóttir formaöur
Alþýðubandalagsins i Reykja-
vík sagði f viðtali við blaðið að
he'r væri á ferðinni tilraun til
þess að ræða hina daglegu
baráttu, starfið og árangur þess
með tiiliti til þeirra markmiða
sem sett eru i stefnuskrá flokks-
ins.
„Á siðasta fundinum sem
haldinn verður 1. april verður
reynt aö taka saman hvaö hafi
tekist vel og hvað illa i starfi
flokksins. Ætlunin er að nota
þær niðurstöður við tillögugerð
um starf félagsins i Reykjavik
og flokksins. t ráði er að gera
itarlegar fundargerðir á öllum
fundunum og vinna upp úr þeim
efni til Utgáfu og dreifingar til
annarra Alþýðubandalags-
félaga. En samskipti milli
Reykjavík
flokksfélaga er eitt af mörgu,
sem auka þarf innan
Alþýðubandalagsins”, sagði
Margrét Bjömsdóttir.
Fyrstu tveir fundirnir i funda-
röðinni verða haldnir i Sóknar-
salnum við Freyjugötu. A þeim
fyrri, sem verður á morgun,
flytur Svanur Kristjánsson
erindi um hugmyndir Marx um
sósialisma og lýðræði. A þeim
siðari, 26. þessa mánaðar, ræða
þeir Hjalti Kristgeirsson og
Loftur Guttormsson um hug-
myndagrundvöll sósialiskrar
hreyfingar á tslandi frá stofnun
Alþýðubandalagsins sem flokks
1968.
Á fundi 3. mars verður rætt
um meirihlutasamstarfið i
borgarstjórn Reykjavikur með
tilliti til þeirra markmiða sem
sett eru i stefnuskrá flokksins,
og eru málshefjendur Gunnar
H. Gunnarsson og Sigurjón Pét-
ursson. 12. mars fjalla þeir
Svavar Gestsson og Þröstur
Ólafsson um rikisstjórnarþátt-
töku flokksins ’71—’74, ’78—’79
og i núverandi rikisstjórn. A
Margrét Björnsdóttir formaður
Aiþýðubandalagsins i Reykja-
vik.
næstsiðasta fundi, 17. mars,
verður rætt um verkalýðs-
baráttu á Islandi siðastliöinn
áratug.
Margrét Björnsdóttir sagði að
annað sem á starfsáætlun væri
hjá félaginu væri að halda
áfram þvi vinsæla nýmæli i
starfinu, að hafa opið hús á
Grettisgötunni einu sinni i mán-
uði og verða þau næstu
þriðjudaginn 24. febrúar og
fimmtudaginn 19. mars. Vegna
fjölda tilmæla hefur verið
ákveðið aö halda námskeið i
fundarsköpum og ræðumennsku
seinni partinn i april og verður
Baldur Óskarsson leiðbeinandi.
Þá er og stefnt að þvi að ljúka
aðalfundum deilda félagsins
fyrir aprillok.
—ekh
Nýtt Sundamál í uppsiglingu:
Landssmiðju-
húsi mótmælt
Gerir varðveislu útsýnis að engu, segja Sundasamtökin
Ekki er óliklegt að nýtt deilu-
mái vegna skerts útsýnis við
Sundin blá sé i uppsiglingu en
Sundasamtökin, sem börðust
hvað mest gegn þvi að StS reisti
háa skrifstofubyggingu við Hoita-
garða hafa mótmælt fyrirhugaðri
byggingu Landsmiðjunnar við
Skútuvog og telja hana gera að
engu fyrri ákvarðanir um að
varðveita nokkurt útsýni á þessu
svæði.
Magnús óskarsson, formaður
Sundasamtakanna sagði i samtali
við Þjóðviljann á föstudag að sér
kæmi það undarlega fyrir sjónir
ef leyfa ætti á þessum stað bygg-
ingu húss sem risi 6 metrum
hærra en hús ofan við sömu götu
en mjög strangar kvaðir hafa
verið settar á húsahæðir þar.
Hér er um að ræða svæðið milli
Skútuvogs og Elliðavogs og sagði
Magnús að Sigurjón Pétursson
hefði á sinum tima lagst gegn þvi
að lengjan þar yrði hækkuð i 3
metra. Nú væri hins vegar verið
að samþykkja fyrsta húsið neðan
við sömu götu og gert ráð fyrir að
leyfa miklu hærri byggingu þar.
Þá sagði Magnús að fyrirhugað
væri að reisa skipaverkstöð á
þessu svæði og er búist við að hún
geti orðið allt að 40 metra há.
Auðvitað veröa að vera hús og
byggingar á þessu svæði, sagði
Magnús, en ég sé ekki skyn-
semina i þvi að byggja hæstu
húsin næst voginum og hafa lág
hús fyrir ofan. Það ætti að vera
öfugt.
I gærkvöld barst Þjóðviljanum
afrit af bréfi Sundasamtakanna
til borgarstjórnar þar sem skoraö
er á borgaryfirvöld að taka þess-
ar byggingartillögur til endur-
skoðunar og gefa sér tima til að
vinna það verk sem best. Telja
samtökin að i þeim ráðagerðum
sem lýst er hér að framan felist
svo mikil röskun á fyrri ákvörð-
unum um Sundasvæðið að ekki
verði við unað. Jafnframt er bent
á að vanrækt hafi verið að kynna
þetta mál opinberlega svo og að
umhverfismálaráð borgarinnar
mætti láta mál sem þetta til sin
taka af fyrra bragði. —AI
Lóðinni úthlutaö i tengslum viö skipaverkstöð
Iðnaður af þessu
tagi þarf háhýsi
Hús Landsmiðjunnar verður
verulega langt frá Elliðavoginum
og ætti þvi að skyggja minna á út-
sýni en þau hús sem nær eru,
sagði Sigurjón Pétursson, þegar
Þjóðviljinn spurði hann um þetta
mái. Þarna mun Landsmiðjan
hafa viðgerðaraðstöðu, m.a. i
tengslum við skipasmiðastöð
sem einnig mun risa á þessu
svæði. Iðnaður af þessu tagi þarf
á Háu húsrými að halda og það er>
útilokað að úthluta lóðum undir
tiltekinn iðnað án þess að heimila
mönnum að byggja hús sem geta
rúmað starfsemina, sagði hann.
— Nú lagðist þú sjálfur á móti
hækkun á húsunum ofan við
Skútuvog. Er ekki mótsögn i þvi
að samþykkja siðan hærri hús
neðan við götuna?
Ég er algerlega á móti hárri
byggð milli Elliðavogs og Skútu-
vogs, m.a. vegna reynslunnar af-
Klettagörðum en lengjan þar
virkar eins og veggur og byrgir
allt útsýni. Þvi miöur var húsahæð
ofan við Skútuvog ákveöin þaö há
aö útsýni verður verulega tak-
markað af Elliðavogi og þvi var
ég andsnúinn. Hins vegar geri ég
mikinn greinarmun á samfelld-
um byggingavegg sem lokar svo
til öllum möguleikum til útsýnis
og aftur þvi hvort einstaka bygg-
ingar risa hærra i landinu þannig
að sjóndeildarhringurinn sé rof-
inn á einhverjum stöðum.
— Nú kom upp inikiö deilumál
við ibúa vegna skrifstofu-
byggingar SÍS við Sundin. Er
hægt aö láta Landsmiðjuna fá
aðra lóð ef mikil mótmæli verða
gcgn þessum byggingar-
áformum?
Nei, — skipaverkstöð verður af
augljósum ástæðum að vera við
sjó og það er ákaflega erfitt og
óhagkvæmt að flytja starfsemi
tengda henni langt inn i land. I
skipulagi borgarinnar hefur lengi
verið ætlað land undir þessa
starfsemi á þessu svæði, þó teikn-
ingar hafi ekki verið gerðar fyrr.
Það hefur lengi verið baráttumál
Alþýðubandalagsins að reist yrði
skipaverkstöð hér, enda er það
gifurlega þýðingarmikið fyrir allt
atvinnulif i borginni. Það er von
min að svo verði sem fyrst.
—AI
Tollaívilnanir jyrir 500
bifreiðar öryrkja:
Eftirgj öfin
getur orðið
24-48 þús.
Upphœð eftirgjafar nú bundin
þróun framfærsluvisitölu
Samkvæmt stjórnarfrumvarpi
sem Ragnar Arnalds fjármála-
ráðherra mælti fyrir á mánudag
geta öryrkjar nú sótt um eftirgjöf
aðflutningsgjalda á 500 bifreiðum
árlega og er það fjölgun um 100
bifreiðir miðað við núverandi
ákvæði. Þá felur frumvarpið
einnig I sér að eftirgjöf á opinber-
um gjöldum verði hækkuð og get-
ur svonefnd lægri eftirgjöf numið
allt að 24 þús. kr. (2.4 miljónir
gamalla króna) og svonefnd
hærri eftirgjöf sem veitt er 25
aðilum sem mestir eru öryrkjar
getur numið allt að 48 þús. krón-
ur. Er hér um að ræða 60% hækk-
un á eftirgjöf.
Frumvarpiö gerir jafnframt
ráð fyrir að fjármálaráðherra
verði heimilt að breyta ofan-
greindum fjárhæðum til sam-
ræmis við þróun framfærsluvisi-
tölu svo og vegna breytinga sem
kunna að verða gerðar á
álagningu og innheimtu að-
flutningsgjalda vegna innflutn-
ings á bifreiðum. Þetta þýöir að
ekki þarf framvegis laga-
breytingar til að leiðrétta ofan-
greindar tölur i samræmi víð
verðlagsþróun.
I frumvarpinu er einnig að
finna nýmæli þarsem kveðið er á
um lágmarkstima þann sem liöa
verður frá fyrri eftirgjöf þar til
öryrki getur sótt um eftirgjöf að
nýju. öryrki sem fengið hefur
lægri eftirgjöf getur nú sótt um
eftirgjöf að nýju að f jórum árum
liðnum frá tollafgreiðsludegi bif-
reiðar vegna eldri eftirgjafar, en
öryrki sem fengið hefur hærri
eftirgjöf getur sóttum eftirgjöf að
nýju að þremur árum liðnum.
Bifreiðastjórar sem stunda
akstur leigubifreiða til fólksflutn-
inga, akstur sendibifreiða eða
kennslu i bifreiðaakstri og eru
jafnframt öryrkjar hafa fengið
ákveðna tollalækkun á bifreiðum
sinum til þessara starfa, en sam-
kvæmt frumvarpinu fá þeir auk
þess hálfa eftirgjöf samkvæmt
hinni lægri eftirgjöf.
Frumvarpið heimilar einnig
fjármálaráðuneytinu að lækka
eða fella niður gjöld af gervilim-
um og hjálpartækjum.
Jóhanna Sigurðardóttir og
Alexander Stefánsson lýstu
ánægju sinni meö aö þetta frum-
varp skyldi vera komið fram og
sögðust bæöi telja brýnt að það
yrði afgreitt i þessum mánuði þvi
brátt á að hef jast úthlutun á ofan-
greindum eftirgjöfum. Albert
Guðmundsson taldi frumvarpið
ekki fullnægjandi einkum hvaö
varöaði að binda eftirgjöf við
ákveðna tölu. Taldi hann að veita
ætti öllum eftirgjöf sem sannan-
lega hefðu þörf fyrir þaö.
—Þ
Heilbrigöisráöherra boöar frumvarp um
heilbrigöis- og vistunarþjónustu fyrir aldraöa
19800 manns eru
67 ára og eldri
Heilbrigðisráðherra, Svavar
Gestsson, skýrðifrá þvi á Alþingi
á mánudag að hann muni á næst-
unni leggja fram frumvarp um
heilbrigðis- og vistunarþjónustu
fyrir aldraða. Skýrði ráðherrann
frá þessu i umræðu um frumvarp
Péturs Sigurðssonar o.fl. um sér-
hannað húsnæði fyrir aldraða og
öryrkja. t frumvarpi Péturs Sig-
urðssonar er gert ráð fyrir að
ibúðir og heimili, sem sérhönnuð
eru fyrir aldrað fólk og öryrkja,
skuli njóta sérstakra styrkja,
framlaga og lánafyrirgreiöslu ú
By ggingarsjóði rikisins og öðrum
sjóðum sem slikar heimildir hafa.
Svavar Gestsson þakkaöi flutn-
ingsmanni fyrir frumvarpið og
sagði að hér væri um aö ræða mál
er nauösynlegt væri að ræöa itar-
lega enda snerti það stóran og
vaxandi hóp. Gat ráðherra þess
að þann 1. des. s.l. hefðu verið hér
á landi 19800 einstaklingar 67 ára
og eldri og gert væri ráð fyrir að
fjöldi þeirra yrði um 27000 um
næstu aldamót. Ljóst væri þvi að
þörf væri á risavöxnu átaki á
þessu sviði.
1 máli Svavars kom fram að nú
eru alls 1918 rúm á elli- og dvalar-
heimilum auk endurhæfingar- og
sjúkradeilda sjúkrahúsa. Tala
þessi hefur aukist um 500 siðustu
lOár.Þáer i byggingu húsnæði á
þremur stöðum fyrir aldraöa og
er þar um að ræða samtals 291
rúm. Þá væri um aö ræða pláss
fyrir 400 manns er þyrftu veru-
lega eða takmarkaða hjúkrun.
—Þ
Nýlög:
Sumir vélstjórar
verða vélfræðingar
Tvcnn lög voru samþykkt á Al-
þingi í gær. 1 fyrsta lagi er um að
ræða breytingu á lögum um nám
vélstjóra og samkvæmt breyting-
unni skulu þeir nefnast vél-
fræðingar er lokið hafa sveins-
prófi í iðngrein auk fyllsta náms
við Vélskóla tslands. Þeir sem
ekki hafa próf, aðeins sveinspróf,
skulu kallast vélstjórar.
I öðru lagi voru samþykkt lög
um söngmálastjóra og Tónskóla
þjóökirkjunnar. Helsta nýmæli
iaganna er að stofnaður er Tórt-
skóli þjóðkirkjunnar i tengslum
við embætti söngmálastjóra. Lög
þessi byggjast I meginatriðum á
frumvarpi sem samþykkt var á
Kirkjuþingi.
—Þ