Þjóðviljinn - 18.02.1981, Síða 9

Þjóðviljinn - 18.02.1981, Síða 9
Mi&vikudagur 18. febrúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Hvorki Þrymskviða né Blindisleikur til á filmu Jafnréttisráð: Málin enn í athugun Jafnréttisráð hélt annan fund sinn i gærdag vegna stöðuveit- ingar i læknadeild og lyfsölu- leyfisveitingar á Dalvik og komst ekki að niðurstöðu. Að sögn Berg- þóru Sigmundsdóttur, fram- kvæmdastjóra ráðsins eru mál þessi enn i athugun og ekki ákveðið hvenær næsti fundur verður haldinn. Bergþóra varðist allra frétta um fundinn i gær og sagði aðeins að menn væru að velta fyrir sér túlkun á Jafnréttislögunum. Fyr- ir fundinn lá greinargerð frá heil- brigðisráðherra, en menntamála- ráðherra hefur ekki enn skilað greinargerð sinni. Sagðist Berg- þóra ekki vilja afhenda fjölmiðl- um greinargerðina meðan málið væri i umfjöllun, — hún liti á hana sem túnaðarmál. —AI Frá setningu Búnaðarþings igær. Formaður Búnaðarfélags tslands, Ásgeir Bjarnason, flytur þingsetn- ingarræðu. Mynd: —eik— Búnaðarþing hafið: Byggjum landið allt á myndarlegan hátt sagði formaður Búnaðarfélags Islands, Ásgeir Bjarnason, i setningarræðu Búnaðarþing, hið 63. i röðinni, var sett að Hótel Sögu kl. 10 i gær- morgun. Fjöldi gesta • ar við- staddur þingsetninguna þar á meðal forseti islands, Vigdis Finnbogadóttir. Formaður Búnaða rfélags tslands, Asgeir Bjarnason, bóndi i Ásgarði, setti þingið með ræðu, bauð fulltrúa og gesti velkomna og minntist siðan þeirra Búnaðarþingsfulltrúa og annarra forvigismanna landbúnaðarins er látist hafa frá þvi að siðasta Búnaðarþing sat að störfum. Eru þeir þessir: Gunnar Þórðarson frá Grænumýrartungu, Benedikt Grimson, bóndi á Kirkjubóli i Strandasýslu, Arni Eylands, Georg Arnþórsson, bókavörður Búnaðarfélagsins, Ingólfur Þorsteinsson, starfsmaður Búnaðarfélagsins, Snæþór Sigur- björnsson, bóndi Gilsárteigi i Múlaþingi, Ólafur Jónsson ráðu- nautur og framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands á Akureyri og Sigurgrimur Jóns- son, bóndi að Holti i Stokkseyrar- hreppi. Viðstaddir risu úr sætum i virðingarskyni við hina látnu. Asgeir Bjarnason hóf mál sitt að öðru leyti með þvi að minna á hversu bændur væru enn, þrátt fyrir alla tækni, háðir veður- farinu. Svo væri raunar um alla landsmenn og benti i þvi sam- bandi á þau áhrif, sem veðurfarið hefði á raforkuframleiðsluna. Asgeir sagði, að sl. ár hefði að ýmsu leyti markað timamót i landbúnaðinum vegna þeirra breytinga á framleiðsluráðs- lögunum, sem þá komu fyrst til framkvæmda, enda þótt bændur hefðu oftsinnis á undanförnum árum óskað eftir heimildum til að breyta lögunum. En nú hefðu loks fengist „nægar heimildir til þess að skipuleggja framleiðslu búvara á þann hátt, sem nauðsyn krefur”. Búnaðarþing 1979 markaði heildarstefnu i málefnum land- búnaðarins og var þar byggt á þremur höfuðatriðum: 1. Byggð verði viðhaldið i öllum meginatriðum. 2. Búvöruframleiðslan fullnægi jafnan innanlandsþörf, leggi til iðnaðarhráefni og beinist að út- flutningi þegar viðunandi verðlag næst erlendis. 3. Tekjur og félagsleg aðstaða sveitafólks sé sambærileg við það, sem aðrir landsmenn njóta. 1 samræmi við þessi markmið er nú unnið en Róm var ekki og verður ekki enn byggð á einum degi. Otflutningsverðmæti búvara nam sem næst 7% af heildarút- flutningi 1980, eða 30.334 miljörðum kr. Á sama tima voru útflutningsuppbætur 0,6% af Þjóðarframleiðslunni. Asgeir vék þvi næst að Lifeyris- sjóði bænda. Samtals veitti hann 1770 lifeyrisþegum kr. 1.490.200.000 i elli- og örorkulif- eyri 1980. Jafnframt lánaði sjóðurinn Stofnlánadeild land- búnaðarins til endurlána 1,5 miljarða kr. auk 500 milj.. sem ganga til Stofnlánadeildar á móti eftirlaunagreiðslum, sem henni ber að inna af hendi. Þá lánaði sjóðurinn Framkvæmdastofnun rikisins 650 milj. kr. á sl. ári. Rýmkað hefur verið um tekju- öflun Bjargráðasjóðs með þvi að hækka búvörugjald bænda úr 0,35% i 0,60% og almenna gjaldið Framhald á bls. 17. Áhugaleysi sjóvarpsins viö Þjóöviljann í gær, þegar hann var inntur eftir því hvernig væri háttað varöveislu þess efnis, sem Þjóöleikhúsiö flytur. 1 sjónvarpinu sl. sunnudags- kvöld kom fram i viðtali við Jón Ásgeirsson tónskáld að hvorki Þrymskviða né Blindisleikur væru til á filmu, annars vegar fyrsta islenska óperan og hins vegar eitt stærsta verkefni islenska ballettflokksins. Bæði þessi verk voru frumflutt i Þjóð- leikhúsinu, en einhverra hluta vegna hefur sjónvarpið ekki séð ástæðu til að eyða nema sem svarar litlum fréttafilmubútum á slika menningarviðburði. Sveinn Einarsson sagði að hann hefði oft lagt fram tillögur um samstarf þessarra tveggja stofn- ana, leikhússins og sjónvarpsins, en það virtist ekki vera mikill vilji fyrir þvi að hálfu sjónvarps- ins, enda væri þeim þröngur stakkur skorinn i f jármálum. Það væri hins vegar alltaf spurning hvað ætti að velja við gerð dag- skrár, þvi ekki slika stórmenn- ingarviðburði og hér um ræðir? Sveinn nefndi að það hefði t.d. verið gaman að eiga kvikmynd af Helga Tómassyni þegar hann dansaði hér i Hnotubrjótnum, en sliku er ekki fyrir að fara. Leikhúsið sjálft stendur vel að þvi að varðveita á myndum og i tónum það sem þar er gert. Leik- myndir eru ljósmyndaðar og i tvö ár hafa allar sýningar verið teknar upp á myndsegulband svo sem áður segir, en þær myndir eru aðeins teknar frá einu sjónar- horni og ekkert unnar til sýn- ingar-, þær eru fyrst og fremst heimildir. Þvi er svo við að bæta að júgóslavneska sjónvarpið tók eina frægustu sýningu Þjóðleik- hússins, ,,Stundarfrið”,upp þegar leikhópurinn var þar á ferð. Ef- laust þætti mörgum gaman ef önnurfrægðarsýning „Inúk” væri til á filmu, en þvi er ekki að heilsa. — ká „Þjóðleikhúsið tekur allar sýningar upp á mynd- segulbandog í 20 ár hafa allar sýningar verið teknar upp á segulband", sagði Sveinn Einarsson í samtali Kvikmynda- hátíðinni 1981 lokið: 18000 manns sóttu sýningar Um 19000 manns sóttu kvikmyndahátíðina 1981 sem lauk í Regnboganum nú um helgina. Að sögn Viðars Víkingssonar sem sæti átti í hátíðarnef nd- inni eru aðstandendur mjög ánægðir með aðsóknina. í fyrra sóttu öllu fleiri há- tiðina, eða rúmlega 22 þús. manns, en þá var hátiðin fram- lengd um nokkra daga. Eins og alltaf vill verða um slikar hátiðir gengur á ýmsu, myndir detta út á siðustu stundu eða koma ekki i tæka tið og gerðist slikt einnig að þessu sinni. Það sem einkenndi þessa hátið öðru fremur, var að þar voru bæði gamlar myndir og nýjar, sem gaf mjög góða raun, þvi mikil aðsókn var að mynd- um Buster Keatons. Hátiðin þjónaði þvi öllum þeim sem biða nýjunga með óþreyju, krökkun- um sem vilja sjá eitthvað skemmtilegt og þeim sem dýrka gamla meistara eins og Keaton og Hitchcock. Regnboginn mun halda áfram kynningum á Bust- er Keaton og má þvi segja, að maðurinn með dapurlega and- litið hafi svo sannarlega haft er- indi sem erfiði á kvikmynda- hátiðina 1981. —ká

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.