Þjóðviljinn - 28.03.1981, Page 6

Þjóðviljinn - 28.03.1981, Page 6
6S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28.-29. mars 1981 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis titgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. íþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon. útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Slmavarsia: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sfðumúla 6, Reykjavfk, sími 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. ritstjornargrcin Vaskleg vörn • Þjóðviljinn birti i gær töluröð byggða á upplýsingum Þjóðhagsstofnunar um þróun kaupmáttar ráðstöfunar- tekna heimilanna annars vegar, og þróun viðskiptakjara okkar i utanrikisviðskiptum hins vegar á árunum 1977- 1981. Þetta voru fróðlegar upplýsingar. Við verðum þó að biðja lesendur velvirðingar á þviað i þessum tölum var ein villa. • Þjóðhagsstofnun hafði ibyrjun þessa árs gert ráð fyrir þvi að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hefði lækkað um 5% á siðasta ári, og við þetta var miðað i okkar uppsetningu. í þeim gögnum frá Þjóðhagsstofnun, sem fylgja þeirri fjárfestingar- og lánsfjáráætlun sem lögð var fram á Alþingi nú i vikunni,koma hins vegar fram nýjustu upplýsingar stofnunarinnar, sem eru þær að ráðstöfunar- tekjur á mann hafi ekki lækkað um 5% á siðasta ári, heldur um 3%. Og þetta stig ráðstöfunartekna, þeirra tekna sem heimilin halda eftir þegar allir skattar hafa verið greiddir. telur Þjóðhagsstofnun að muni haldast óbreytt á árinu 1981, eins og nú horfir. Litum svo á samanburðinn: • Árið 1977 var siðasta heila árið sem rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar fór með völd. A þvi ári voru gerðir kjara- samningar, sem styrktu mjög kaupmátt launa á siðara hluta ársins. • Þjóðhagsstofnun telur að nú i ár verði viðskiptakjör okkar út á við nær 15% lakari en þau voru árið 1977, en ' spáir þvi engu að siður, að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna verði 7-8% meiri en hann var á árinu 1977. • Þessi smanburður segir sitthvað um breytilegt stjórn- arfar. • Enn ljósari verður þó myndin ef árið 1976 er borið saman við árið i ár. • Þjóðhagsstofnun telur að viðskiptakjör i utanrikisvið- skiptum okkar verði 7-8% lakari i ár en þau voru á árinu 1976. Samt er það dómur hagfræðinga stofnunarinnar að eins og nú horfir megi vænta þess að kaupmáttur ráðstöf- unartekna heimilinna verði i ár nær 21% meiri en hann var fvrir fimm árum, á árinu 1976. • Hér er sannarlega ærinn munur á. Og þessi saman- burður sýnir reyndar svo glöggt sem verða má, að kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings er nú um 20% hærri en búast hefði mátt við samkvæmt fyrri reynslu, ef hægri öflin hefðu verið einráð i stjórnarráðinu siðustu árin. úr aimanakínu Það hefur trúlega farið fram hjá fáum sá mikli ágreiningur sem risinn er I borgarstjórn vegna skipulags framtiðar- byggðar i Reykjavik. Það er ekki aðeins eitt eða tvennt sem borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins finna nýja skipulag- inu til foráttu heldur bókstaflega allt. Þegar þeir eru svo spurðir hvað þeir vilji gera i staðinn kemur i ljós að þeir vilja halda sig við úrelt, óframkvæmanlegt og rokdýrt skipulag sem þeir létu vinna fyrir þremur árum. Allan þann tima sem núverandi meirihluti i borgarstjórn hefur starfað hefur ihaldið tönnlast á aðgerðaleysi hans i skipulagsmál- um. Söngur hans um lóðaskort og fyrirhyggjuleysi hefur verið uppí- staðan i öliu málflutningi Sjálf- stæðisflokksins og svo hefur skattpiningarlagið verið leikið undir. Þessi samræmdi kór fær að sjálfsögðu inni i Mogga, sem að öðru leyti lætur sig borgarmálin litlu skipta og hefur t.d. ekki séð ástæðu til að skýra 'frá þvi einu orði i fréttum að það sem af er kjörtimabilinu hafa ein átta dag- vistarheimili tekið til starfa. Hvað sem segja mátti um Sjálf- stæðisflokkinn i meirihluta. verður ekki sagt að hann hafi staðið sig vel i minnihluta og mál- efnafátæktin hefur verið þá alveg lifandi að drepa. Manni hefur stundum orðið á að hugsa hvar þeir eiginlega væru staddir ef þeir hefðu ekki hana Sjöfn. En nóg um það. Ég veit satt best að segja ekki hversu oft ég er búin að hlusta á samræmdan ræðufiutning þeirra um skipulagsmálin og langar að- eins til þess að rifja upp hvernig þeir sjdlfir skildu við þann mála- flokk einkum hvað varðar ný byggingasvæði og benda á i hverju tillögur þeirra um gamla skipulagið eru fólgnar. DQoddd □ Ddodo dodddd DODODD QOD DQo Odoood DDQQOo dqddqo □QQDoa □qqoqd □ QDQdd Doqodd vitað ein leið opin til þess að gera skipulagið að veruleika, — sú að taka landið eignarnámi. Þó það virðist fáránleg tilhugsun að biðja rikið vinsamlegast að leyfa borg- inni að taka land rikisins eignar- námi er ekki loku- fyrir það skotið að alþingi hefði fallist á slikt en eftir hve langan tima? En það var ekki aðeins að nýju byggingasvæðunum hafði verið ætlaður staður á landi sem ekki var tiltækt heldur kom i ljós að skipulagið var i heild reist á sandi. Það miðaðist m.a. við að Reykvikingum myndi fjölga um tugi þúsunda fram til aldamóta en nýjar mannfjöldaspár sýndu óverulega eða enga aukningu á sama tima. Og fleira kom til. Óhætt virtist að létta vatnsvernd af stórum svæðum, m.a. við Rauðavatn og að öllu þessu samanlögðu var ákveðið fyrir einu ári að endurskoða hugmynd- ir um framtiðarbyggð borg- arinnar. I maimánuði voru fjórir val- kostir lagðir fram. öllum var þeim sameiginlegt að gera ráð fyrir að fyrst skyldi byggt i Selási og á Artúnsholti og áður en gert var upp á milli þeirra var sam- þykkt i borgarstjórn að hefja undirbúning að deiliskipulagi á þessum svæðum tveimur. Sá valkostur sem skipulags- nefnd hefur nú samþykkt — að býggja umhverfis Rauðavatn i beinu framhaldi af Arbæjar- hverfinu og Breiðholtinu er ólikt betri en hinn: að byggja ails ekki neitt á komandi árum. Um það Valkostur Oialdslns • Þessar beinhörðu staðreyndir er hollt fyrir menn að hafa i huga i öllu þvi moldviðri, sem stjórnarandstaðan reynir að þyrla upp um kaupgjaldsmálin. • Töluraðirnar frá 1976 lita svona út-. Viðskiptakjör Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna á mann: 1976 100.0..............................................100.0 1977 108.4..............................................112.5 1978 108.4..............................................121.5 1979 97.2...............................................124.5 1980 93.8..............................................120-8 1981 92.4...............................................120.8 • Þetta eru tölur Þjóðhagsstofnunar, og getur hver og einn dregið sinar pólitísku ályktanir af þeim. Það sýnist ekki erfitt verk. • í rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar hinni siðari krafð- ist Alþýðuflokkurinn þess frá upphafi til loka, að i heilt ár yrðu aldrei greiddar hærri verðbætur á laun en 4% i upp- hafihversverðbótatimabils hvað sem verðlagshækkunum liði. Þessi krafa Alþýðuflokksins var i fullu samræmi við ákvæði kaupránslaga stjórnar Geirs Hallgrimssonar frá febrúar 1978, en þau lög náðu aldrei að standa óbreytt nema i þrjá mánuði vegna kosningaskjálfta og siðan falls þeirrar rikisstjórnar i júni 1978. • Kröfu Alþýðuflokksins var siðan algerlega hafnað af Alþýðubandalaginu og náði hún aldrei fram að ganga. • Með „leiftursókninni” fyrir kosningarnar 1979 boðaði svo Sjálfstæðisflokkurinn þá stefnu að banna með lögum allar verðbætur á laun. Þeirri stefnu höfnuðu kjósendur i kosningunum. • Menn mættu gjarnan velta þvi fyrir sér, hvernig launamálin stæðu nú, ef „viðreisnardraumurinn” hefði Eins og fiestum mun ljóst þarf að vinna skipulag nýrra bygg- ingasvæða með miklum og góðum fyrirvara og þó ákveðið sé að taka eitthvert svæði undir byggingar líöur langur timi þar til búið er að ganga frá hönnun svæðisins og gera þaö byggingarhæft. A þeirri löngu leið þarf llka að mörgu að hyggja. Þegar vinstri meirihlut- inn komst á I sumarbyrjun 1978 lá ekki mikið eftir Sjalfstæðisflokk- inn I þessum efnum fremur en öðrum. Þar var ekki fyrirhyggj- unni fyrir að fara. Orlitil svæði I Breiðholti og eitthvað á Eiðs- granda var enn óbyggt en þó til- tölulega langt á veg komiö varö- andi allan undirbúning. Þaö sem slðan átti að taka við skv. sam- þykktum borgarstjórnar var byggöi í Keldnalandi, — landi sem Háskóli íslands á og rlkið var alls ekki tilbúiö aö sleppa. Þétting byggðar var svar meirihlutans i þessu óíremdar- ástandi, — þó ekki einvörðungu vegna þess að engin bygginga- svæði lágu á lausu, heldur vegna hins fyrst og fremst að það var hagkvæm byggðaþróun og stefnumörkun hjá meirihlut- anum. Um réttmæti þeirrar stefnu efast fáir nú, enda hefur ekki orðið ágreiningur eða deilur nema um lltinn hluta svonefndra þéttingarsvæða. Jafnframt þvi sem þéttingar- svæðin voru skipulögð var byrjað að huga að framtlðar- býggð, — landi sem borgin gæti byggst upp á um ókomna tlð. Til- tölulega nýtt skipulag lá fyrir, — frá 1977, og samkvæmt þvi átti aö byrja að byggja I Keldnalandi við Grafarvog. Þeg- ar það skipulagvartil afgreiðslu I borgarstjórn á sinum tima var ekki minnst á það einu orði að það væri ekki framkvæmanlegt og þáverandi meirihluti þagði vand- lega yfir þvi að Keldur væru ekki falar undir byggingar. Að þvi komst núverandi meirihluti fyrst eftir kosningar þegar hann ætlaði að fara að framkvæmá skipu- lagið. Þá fyrst urðu hörð mótmæli Keldnamanna að umræðuefni i borgarstjórn og I ljós kom að árum saman hafði staðið i þófi um landið. Meirihlutinn fór strax að leita nýrra leiða til lausnar þessari deilu. Samningaviðræður komust aftur á, en uppúr þeim hafði slitn- að með litlum kærleikum i tið ihaldsins; kannað var hversu stórt landsvæði þyrfti að vera fritt umhverfis tilraunastöðina vegna hugsanlegrar smithættu, framtiðaráform Keldnamanna voru athuguð og svipast var um eftir nýju landsvæði sem flytja mætti stofnunina á. Allt kom fyrir ekki, — skipulag ihaldsins og óskir Keldnamanna voru engan veginn samræmanleg. Það þarf vart að taka framaðallan þennan timaglumdiviö söngurinn um að- geröaleysi meirihlutans i skipu- lagsmálum og skammir yfir þvi að ekki var farið að byggja á svæðinu. Þegar samningaleiðin hafði verið reynd til þrautar var auð- Álfheiður IngadóttirjL skrifar eru flestir aðrir en ihaldið sam- mála en valkostur þeirra: að halda i gamla skipulagið og byggja á Keldum þýðir einfald- lega ekki neitt annað. Afmörkun Keldnalands á nýja skipulaginu er gerð i fullu sam- komulagi við forsvarsmenn Keldna. Hins vegarer margt ófrágengið I skipulaginu eins og það nú liggur fyrir og fyrirvarar hafa verið gerðir um nánari útfærslu þess, m.a. varðandi golfvöllinn, að- stöðu Fáksmanna i Selási, af- mörkun Arbæjarsafns og tvö svæði á Bæjarhálsi sem sýnd eru sem atvinnulóöir. Þessir fyrir- varar hafa komið fram hjá meiri- hluta skipulagsnefndar og um- hverfismálaráðs og hér er um að ræöaatriði sem snerta fjölmarga borgarbúa og skipta þá miklu máli. Hins vegar er ekkert sem bendir til þess að ekki megi leysa þessi atriði svo allir megi vel við uha og aö þvi er nú unnið. Afstaða Sjálfstæðisflokksins er hins vegar allt annars eðlis en gagnrýni og hagsmunir ibúa i Arbæ og hestamanna svo eitthvaö sé nefnt. Þeir hafa verið kjrönir i borgarstjórn til þess að samræma hagsmuni þegar þeir rekast á og höggva á hnúta með pólitiskum ákvöröunum. Þeim ber skylda til þess sem slikum að leggja fram raunhæfa valkosti þegar þeir hafna i heild tillögu um skipulag nýrra byggingasvæða. Það hafa þeir hins vegar ekki gert og er það I samræmi viö öll þeirra verk i minnihluta I borgarstjórn Reykjavikur. Þeirra eina svar er úrelt, óframkvæmanlegt og fok- dýrt skipulag þ.e. engar byggingaframkvæmdir á komandi árum. Svo tala þessir herramenn um fyrirhyggjuleysi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.