Þjóðviljinn - 28.03.1981, Qupperneq 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28.—29, mars 1981;
Kafbátaárásarkerfl
bandaríska flotans
Framhald af 15. siöu.
c) Möguleíkum til að greina
ákveðnar bylgjutegundir, sem
koma i kjölfar kafbáta upp á
yfirboröiftog vinnur DARPA aö
þróun nema fyrir bylgjur
þessar i gervitungl.
d) Þá er taliö mögulegt aö geta
greint meö blágrænum leiser-
geisla allt niöur á hundraö
metra dýpi frá gervitunglum
og telja ráöamenn hjá DARPA
sig vera á sporinu meö kerfi,
sem bæöi getur gert vart viö
kafbáta og einnig gefiö
nákvæmar upplýsingar um
hitastig og seltuinnihald hafs-
ins.
Tækniundur nú-
tímans: Kjarn-
orkukafbátar
Skæðustu vopn bandariska flot-
ans til eyðingar á kafbátum óvin-
arins eru hraðskreiðir kjarnorku-
knúðir árásarkafbátar, og eru
þeir einkar öflugir þegar granda
á þeim kafbátum Sovétmanna,
sem dýpst geta kafað i undirdjúp
úthafanna.
Árásarkafbátafloti ASW-kerfis
Bandarikjamanna telur nú 73
kafbáta, þar af 10 af gerðinni
SSN-688, sem oft eru kallaðir Los
Angeles gerðin og ganga áætlanir
bandariskra stjórnvalda út á að
þessi floti telji a.m.k. 90 kafbáta
fyrir árið 1990 ef ekki verður búið
að eyða öllu mannlifi fyrir þann
tima.
Rétt er að taka fram að hér er
einungis rætt um þá kafbáta
Bandarikjamanna, sem falla
undir ASW-kerfið en þar fyrir ut-
an ráða Bandarikjamenn yfir
griðar flota kjarnorkukafbáta,
sem sveima nú um undirdjúpin,
m.a. yfir islensku fiskimiðunum
með langdræg kjarnorkuskeyti
ætluð skotmörkum (m.a. mann-
fólki) i Sovétrikjunum og
A-Evrópu. Bandarisku kjarn-
orkukafbátarnir hafa það fram
yfir þá sovésku að þeir eru sæmi-
lega óhultir i fylgsnum sinum i
undirdjúpunum.
Svo við höldum okkur við árás-
arkafbáta bandariska
ASW-kerfisins þá eru þeir sérlega
hijóölátir og hrein tækniundur
þegar þeir þurfa að villa á sér
heimildir, enda hannaðir ti)
hernaðaraðgerða á hafsvæðum.
sem viðbúið er að Sovétmenn ráði
i lofti og á yfirborði sjávar t.d. i
Barentshafinu og allt inn i höfn-
ina i Murmansk. Vopnin sem
þessir bátar bera eru með þvi
þróaðasta sem þekkist i dag, s.s.
Mark 48 ADCAP (Advanced
Capacity) tundurskeyti og ný-
tisku Mark 46 Neptrine tundur-
skeyti. Einhver hluti þessara
skeyta er hlaðinn kjarnorku-
hleðslum, en viðbúið er að i
styrjöld sem bandariskir hers-
höfðingjar ætla sér að sigra og
lifa sæmilega af sjálfir verði
kjarnorkuhleðslum beitt hæfilega
i sjónum og töluvert treyst á hina
miklu hittni tundurskeyta án
kjarnorkuhleðslna. Mark-tundur-
skeytin eru mjög hraðskreið og
draga 50 km. Þeim má skjóta úr
kafi upp til yfirborðsins og áfram
ofansjávará áfangastað, þar sem
þau falla I hafið eins og djúp-
sprengjur.
Þá eru ótalin hin tölvustýrðu
Harpoon tundurskeyti sem ætlað
er að granda kafbátum og her-
skipum og SIAM-skeytin, (Self
Initated Attack Missile), sem
hönnuð eru til að granda flugvél-
um og þyrlum.
Yfirburðir Bandarikjamanna á
sviði rafeindatækni og örtölvu-
tækni veldur að kafbátar þeirra
geta staðsett af nákvæmni óvina-
kafbát og eytt honum áður en
óvinurinn svo mikið sem verður
hans var.
Hlutverk
ORION-
flugvélanna
Flugvélar, sem einkum eru not-
aðar til að þjóna ASW-kerfinu eru
fjögurra hreyfla Lockheed P-3
Orion vélar, sem Islendingar
kannast við frá Keflavikurher-
stöðinni. Þessar flugvélar hafa
nokkur mismunandi kafbátaieit-
arkerfi, en mikilvægasta leitar-
kerfi þeirra byggist á baujum,
sem sleppt er niður frá flugvélun-
um á hafflötinn, þaðan sem þær
senda út hljóðmerki. Hljóðnemar
á baujunum greina endurkast
þessara hljóðmerkja og önnur
hljóð úr undirdjúpunum og
nákvæmar staðarákvarðanir
baujanna eru gerðar út frá
Omega-staðarákvörðunarkerfinu.
Með þessu kerfi geta Orion
fiugvéiarnar staðsett kafbát með
nákvæmni innan við 200 metra
eftir að SOSUS hlerunarkerfin
hafa leiðbeint þeim um grófa
staðsetningu.
NATO-rikin eiga ca. 600 flug-
vélar af sömu eða svipaðri gerð
og Orion P-3 og að auki stunda
flugvélar frá Astraliu, Nýja-Sjá-
landi og Japan eftirlit með ferð-
um sovéskra kafbáta i samhæf-
ingu við ASW-kerfi Bandarikja-
manna. I einni flugferð getur
Orion P-3 flugvél spannað 725 000
ferkílómetra og það flugvéla-
eftirlitskerfi, sem er skipulagt i
tengslum við ASW-kerfið spannar
i allt 51 milj. ferkilómetra haf-
svæði.
Bandarikjamenn hafa tiltækar
216P-3C Orion flugvélar i 15 flug-
sveitum og framleiða 12 slikar
vélar árlega. Að auki eru enn i
notkun 117 eldri P-3A og P-3B
flugvélar i 13 flugsveitum. Allar
þessar flugvélar hafa það hlut-
verk að striða yfir haffletinum i
tengslum við ASW-kerfið i
styrjöld. Vopnin sem þessar flug-
vélar munu beita gegn kafbátum
eru Mark 46 Neptrine skeyti og
tölvustýrðu Harpoon-skeytin.
Enn fullkomnara og markvissara
skeyti ALWT (Advanced Light-
wight Torpedo) er i hönnun fyrir
Orion flugvélarnar og einnig er
unnið að bættum vopnum gegn
herskipum og flugvélum Sovét-
manna, sem gerir þær hæfari til
athafna viðerfið bardagaskilyrði,
eins og t.d. nálægt ströndum
Sovétrikjanna.
Vilji menn sjá samhengi miili
hlutverks þessara flugvéla til
árása inn I sjálft hreiður sovéska
kjarnorkukafbátaflotans i
Barentshafinu annars vegar og
áætlana Bandaríkjamanna um
oliubirgðastöðvar i Helguvik
hins vegar og svo óska þeirra um
aukin afnot af flugvöllum i
Noregi, þá er margt vitlausara
A1UNID BARATTUSAMKOMU
HERSTÖDVKKNDSTÆÐINGK
í Háskólabíói
sunnud. 29.mars. kl.2.
VÍSNASÖNGUR:
Aöalsteinn Ásberg Sigurösson
Bergþóra Árnadóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Bergþóra Ingólfsdóttir
Böðvar Guömundsson
DAGSKRÁ:
RÆÐUMAÐUR: Heimir Pálsson.
KYNNIR: Sólveig Hauksdóttir.
UPPLESTUR ÚR EIGIN VERKUM:
Birgir Svan Símonarson
Pétur Gunnarsson
Ingibjörg Haraldsdóttir
Þorsteinn frá Hamri
Siguröur Rúnar Jónsson kynnir væntanlega hljómplötu SHA.
Útifundur á Austurvelli kl. 6.00, 30. mars.
Ræöurmenn: Bragi Guöbrandsson og Arni Hjartarson
Tölvustýrð
tundurdufl
Enn eru ótelinn CAPTOR
tundurduflin, sem geta með sjálf-
virkum stýribúnaði grandað
óvinakafbátalltniðurá 760metra
dýpi. Þessi tundurdufl hafa eink-
um það hlutverk að varna óvina-
kafbátum undankomu i úthafs-
álana og er einkum ætlað að
granda kafbátum á svæðinu milli
Grænlands og Bretlands þ.e.a.s.
umhverfis Island. Óvinakafbátur
sem kemur innan 10 km fjarlægð-
ar frá sliku tundurdufli hefur þar
með hengt I slóð sina tölvustýrða
sprengihleðslu, sem eltír hann
hvaða krákustigu sem hann reyn-
ir að fara.
Gervitungl og
heimsins afkasta-
mestu tölvur
Og þá er komið að ailsherjar
samhæfingu hinna mismunandi
þátta ASW-kerfisins. Gifurlegar
framfarir á sviði fjarskiptatækni
m.a. I gegnum gervitungl hafa
gert mögulegt að stýra frá tölvu-
væddum stjórnstöðvum marg-
brotnum og umfangsmiklum að-
gerðum hvar sem er á jarðkringl-
unni. Fjarskiptagervitungl
bandariska flotans FLTSATCOM
(Fleet Satellite Communications
System) eru nú fjögur og miklu
fleiri bætast i þann flota á
næstu árum. Þetta gervitungla
net getur haldið uppi hröðum
samskiptum milli tölvuvæddra
höfuðstöðva i landi og allra ein-
inga ASW-kerfisins i lofti, á yfir-
borðihafsinsog I undirdjúpunum
Þó Sovétmenn reyni að fá hrað-
skreiðari og hljóðlátari kafbáta,
sem geta kafað dýpra, þá hafa
Bandarikjamenn I fullu tré við
þá. Fyrrum hermálaráðherra
Bandarikjanna Harold Brown
lýsti yfir að jafnvel þó sovéskir
kafbátar gerðust hljóðlátari og
vandfundnari þá... „hefur flotinn
okkar viðhaldið og i sumum til-
fellum jafnvel aukið forskot okk-
ar á tæknisviðinu”.
Niðurstaðan af þróun
ASW-kerfis Bandarikjamanna er
sú fyrirsjáanlega staða að þeir
geti i náinni framtið eytt öllum
kjarnorkukafbátaflota Sovét-
manna i skyndiárás, sem einnig
eyðir öllum meiriháttar hernað-
armannvirkjum og mestum hluta
sovésku þjóðarinnar á stuttum
tlma.
Skv. Scientific American eru
einungis 11% sovéskra kjarn-
orkukafbáta utan heimahafnar i
einu að staðaldri, á sama tima og
Bandarikjamenn halda úti yfir
60% af slnum kjarnorkukafbáta-
flota i einu. Astæðuna fyrir að
89% sovésku kjarnorkukafbát-
anna er bundinn við bryggju segir
Scientific American vera skort á
þjálfuðum áhöfnum og lélega við
gerðarþjónustu.
Þeir yfirburðir bandarisku
hernaðarvélarinnar umfram þá
sovésku, sem virðast viðurkennd-
ir i allri umræðu um þessi mál
nema i islensku Rússagrýlu-
pressunni hljóta að leiða til mjög
flókinnar herfræðilegrar stöðu
fyrir herforingja að rýna i
Spenna i alþjóðastjórnmálum
hefur lika óneitanlega aukist og
umræða um mögulega stór-
styrjöld er áberandi i nágranna-
löndum Islands.
ísland — skot-
mark nr. 1
Gagnvart okkur á Islandi horfir
staðan vissulega nokkuð alvar-
lega og er umræða og yfirlýsingai
ýmissa ráðamanna m.a. i utan-
rikisráðuneytinu ekkert til að
hrópa húrra fyrir. Blind trú á vel-
vilja bandariskra striðshöfðingja
i garð islensku þjóðarinnar og
barnaleg trú á ágæti forsjár
þeirra fyrir velferð okkar sýnir
kaldhæðnislega skammsýni og
ábyrgðarleysi i meðferð utan-
rikismála islenska rikisins.
Hér á landi fer nú fram upp-
bygging stórs hluta þess kerfis,
sem ógnar heimsfriðnum og færir
Islensku þjóðina i miðja skotskifu
kjarnorkuátaka stórveldanna.
Viðhorf bandarisku striðshöfð-
ingjanna til 200 þús. mannslifa á
eyju I N-Atlantshafi er greinilega
sú, að við séum peð i miðjutafl-
inu, peð sem liklega verði að
fórna f fyrstu uppskiptum þeirrar
örlagaskákar sem þeir leika sér
nú að.
Og i augum Sovétmanna er
ísland liklega fyrst og fremst
bandarisk herstöð, sem ógnar
möguleikum þeirra á gagnárás.
Þannig gætu þeirra striðshöfð-
ingjar staðið frammi fyrir að til
að geta bægt frá hættu á allsherj-
ar skyndiárás bandarisku
hernaðarvélarinnar yrðu þeir að
vera fyrri til að ná upp ógnarjafn-
vægisstöðu sem stöðvaði stór-
styrjöld með þvi að eyða hernað-
armannvirkjum á Islandi og
nokkrum bandariskum gervi-
tunglum.
Það er leitt að vera skotmark
sem verður að eyðast til að koma
megi i veg fyrir stórstyrjöld.
íslandsmót
í fimleikum
um helgina
Islandmeistaramótið i fimleik-
um verður haldið i Iþróttahúsi
Kennaraháskóla tslands um
þessa helgi, 28. og 29. mars.
Keppt veröur i skylduæfingum
karla og kvenna fyrri daginn og
frjálsum æfingum siðari daginn.
Keppendur á Islandsmeistara-
mótinu eru frá Reykjavik, Kópa-
vogi, Hafnarfirði og Akureyri.
Búast má viö jafnri og spennandi
keppni hjá fimleikafólkinu.