Þjóðviljinn - 28.03.1981, Page 28

Þjóðviljinn - 28.03.1981, Page 28
t 4 » DJÚÐVIUINN Helgin 28.-29. mars 1981 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- 81333 81348 greiöslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81663 nafn vikunnar Haukur Már Haraldsson Þaf) hefur væntanlega ekki farift fram hiá inorgum að Haukiir 'lár Isson rit- slj, Vi nnunnar og 1 lahafull- triii A.si vai i Póilandi á (lög- uniim Má varl á milli sjá hvort hefur fengiö ineiri uni- fjöllun i hérlendum fjölmiftl- um. nokkurra daga vist Ifaiiks íPóllandi efta barátta l.ecli Walesa og félaga hans þar i landi siiiasta hálfa mánuftinn. Hvert var tilefni þessarar nafntoguöu Póllands-dvalar? t fyrsta lagi fór ég til að safna efni íyrir Vinnuna kynna mér uppbyggingu þessara nvju verkalýðssam- taka og hlutverk þeirra. t öðru lagi færði ég forsvars- mönnum þeirra boð um að senda 2—3 menn i heimsókn hingað til lands á þessu ári á vegum miðstjórnar Alþvðu- sambandsins. Ég rækti þetta svona eins og mér var unnt á þessum stuttatima: boðið fór inn á borð hjá Lech Walesa og það var þegið og ég safnaði aéætis efni. Ég varð ansi undrandi þegar ég kom heim og fór að lesa blöðin: það má segja að mér hafi ekki verið fullkom- lega ljóst mikilvægi mitt sem einstaklings fyrr en ég las Morgunblaðið eftir heim- komuna. Vitanlega er ég gífurlega hreykinn af þessu hlutverki minu. Það gefur auga leið að sá sem öll aftur- haldspressan i landinu með Svarthöfða i broddi fylkingar ræðst á með þvilikum svi- virðingum er mjög áriðandi persóna. Þetta hefur allt saman haft það i för með sér að hégómagirnd min hefur vaxið hröðum skrefum. Mér sýnist einnig að grein sem ég skrifaði i Morgun- blaðið á dögunum um Lúðvik Jósepsson hafi valdið þvi að ýmsir hugmyndafræðingar hafi fengið ákveðinn vökva fyrir brjóstið. Morgunblaðið hefur sagt að þú sért launaður málsvari Sovétrikjanna. Þessi ásökun er nú svo frá- leitt að tekur þvi varla að svara henni. Staksteinar Morgunblaðsins, sem ber vist að lita á sem framlag ritstjóra blaðsins, segja að ég sé erindreki félaga Brésnévs á minum vinnu- stað; þetta hefur nú raunar hvergi borið á góma nema i umræddum Staksteinum. En til að svipta hulunni af þess- um óttalega leyndardómi svo að þeir Morgunblaðs- menn geti sofið rólegir þá er rétt að upplýsa það að ég út- litsteikna blað sem heitir Fréttir frá Sovétrikjunum og kemur Ut einu sinni til tvisvar á mánuði. Þetta geri ég i minum fritima og á eld- húsborðinu heima hjá mér. Þetta er nú mitt framlag til heimskommúnismans. j Einhver besti kaflinn í Brennu-Njálssögu er frá- sögnin af Birni í Mörk og liðveislu hans við Kára Söl- mundarson. I gamalgrón- um hluta austurbæjar í Reykjavík er hverfi þar sem götur eru kenndar við hetjur fornsagna. Þar er Njálsgata, Bergþórugata, Gunnarsbraut og þar er líka Kárastígur. En Björn karlinn í Mörk. Fær hann engin eftirmæli í götu- með Einari Braga Bjarnarstigurinn lætur ekki mikið vfir sér, þar sem hann ligur að baki Kárastigs. (Ljósm.: Ella) „Björn að baki Kára” Kinar Bragi fvrir utan hiis sitt nr. 4 við Bjarnarstig. Silfurrevnirinn fagri til vinstri (Ljósm.: Ella). nafni? Reyndar. En svo vel er þessi gata falin að flestum yfirsést tilvist hennar. En hvar er hún þá? Skopskyn borgaryfir- valda hefur verið í besta lagi þegar Bjarnarstíg var valinn staður. Hann er bak við Kárastíg. Björn að baki Kára. Bjarnarstigur er ör- mjór og liggur á milli Skólavörðustígs og Njáls- götu í dálitlum sveig þegar kemur að síðar- nefndu götunni. Þarna er litil vin í ys og þys borgar- innar. í einu húsinu býr Einar Bragi skáld og við fengum hann til að spjalla við okkur um stíginn hans. — Ertu búinn að eiga heima hér lengi, Einar? — Við höfum nú búið hér i tæp 20 ár og ég veit satt að segja ekki ýkja mikið um þessa götu til að segja þér. Ýmsir nágrannar minir hafa búið hér miklu lengur og eru sumir barnfæddir við göt- una. — Finnst þér Bjarnarstígur hafa eitthvað af eiginleikum Bjarnar i Mörk? — Ég hef nú aldrei nokkurn tima hugleitt það og veit ekki um eiginleika þessarar götu i þeim skilningi. Kárastigur er lika alltof likur þessum stig til þess að sú samliking geti staðist. En tvi- mælalaust er hann nefndur eftir Birni og heitir þvi Bjarnarstigur en ekki Bjarnastigur eins og sumir vilja nefna hann. — Verðurðu var við að fólk viti ekki um tilvist götunnar? — Meginhluti Reykvikinga veit ekki af henni. Flestir uppgötva hana þannig að þeir eru á gangi annaðhvort á Njálsgötu eða Skólavörðustig og þurfa að kom- ast á milli og sjá þarna leið opn- ast. — Villist þá ekki fólk sem á cr- indi til þin? — A fyrri árum vissu leigubil- stjórar ekki hvar Bjarnarstigur var en það er minna um það núna. Oft álpast þeir lika niður á Bjargarstig en það er þá mis- heyrn. Þegar ég er að visa útlend- ingum hingað miða ég lýsinguna við þessa stóru skandalakirkju upp á holtinu og þá er auðvelt fyrir þá að finna stiginn. — Er ekki friösælt að búa hér? — Það er ákaflega friðsælt. Eins og i litlu þorpi þó að við sé- um i miðbænum. Helsti átroðn- ingurinn er af bilum. Fólk sem vinnur i grenndinni hefur upp- götvað þessa litlu götu og rennir i gegnum hana á morgnana til þess að athuga hvort ekki sé laust stæði og skilur svo bilinn kannski eftir allan daginn. Ég held að Bjarnarstigur eigi það skilið að vera lokaður fyrir bilaumferð og verði þá gerður að steinlagðri göngugötu. Þeir sem eiga hér heima mættu þó fara um hana á bilum sinum en einnig mætti hugsa sér þá lausn að útbúa bila- stæði einhvers staðar i grennd þar sem fólk i götunni gæti átt að- gang að. Stigurinn er svo mjór að það er varla hægt að aka hann en það bætir þó úr skák að eftir hon- um er einstefna. Þetta á raunar við um fleiri af þessum litlu göt- um. Borgaryfirvöld þurfa að fara að huga að þvi að þær hafa hlut- verki að gegna, að gera bæinn vinalegan. Sumum ætti skilyrðis- laust að loka fyrir bilaumferð. — Þú átt við að borgaryfirvöld a'ttn að hugsa meira uni ..karakter" bæjarins en hingað til hefur verið gert? — Já, þessi gata var malbikuð rétt eftir að við fluttum hingað en áður var hún bara moldarflag. Það var auðvitað til bóta en siðan hefur ekkert verið gert, og hún er orðin ákaflega illa farin. Ibúarnir gætu náttúrlega haft meiri sam- tök með sér að hlynna að henni. — Þú nefndir áðan að gatan væri eins og litiö þorp. Þekkjast þá ibúarnir? — Ekki eins og i þorpi en ég þekki þó orðið töluvert af fólki i götunni og allir vita sjálfsagt meiri eða minni deili hver á öðr- um. Þó verður að játast að nokkrir veit ég ekki hvað heita þó að ég þekki þá i sjón. En ég hef eignast góða kunningja meðal ná- granna, bæði hér og i næstu göt- um. — Veistu nokkuð um upphaf þesarar götu? — Nei, ég hef ekki gruflað út i þá hlið, hvorki i skjölum né öðrum gögnum. Húsið, sem ég á heima i, er reist árið 1930 og ég reikna með að hin húsin hafi ýmist verið byggð á áratugnum á undan eða rétt á eftir. Húsið nr. b er til dæmis i funkisstil og einnig gráa húsið upp við Skólavörðu- stig. Þau eru þvi örugglega frá 4. áratugnum. — Húsið beint á móti þér nr. 5 er eitt sérkcnnilegasta og mest áberandi húsið við götuna. Get- urðu sagt mér eitthvað um það? — Já, sumir halda að það hafi verið kirkja en þannig mun standa á þvi að sá sem reisti það hafði skömmu áður byggt að- ventistakirkjuna við Hallveigar- stig og hafði sama stil á þessu. I húsinu býr góðkunningi minn, Þorvarður Magnússon sem lengi var verslunarstjóri i bókabúð KRON. Hann er mikill bókabéus. — Gelurðu nefnt mér fleiri merka menn scm eiga heima við götuna? — Kristinn Pétursson listmálari býr við nr. 7. Hann er orðinn aldr- aður og hefur óvenjulega mikið og fagurt skegg. Og i nr. 10 býr Sverrir Bjarnason tónlistar- maður sem þekktur er i vissum hópum. Hann er sonur Bjarna Bjarnasonar og þótti sumum merkilegt að maður með þessu nafni byggi við Bjarnarstig. — Er ekki litið um börn hér? — Þegar við fluttum hingað fyrst var feikilega mikið af börn- um i götunni. Við höfum alltaf haft það fyrir reglu að leyfa þeim að vaða yfir garðinn okkar eins og gott þykir og hann var alltaf fullur af börnum. Svo kom tima- bil i miðbænum sem hann þurrkaðist upp af börnum. Þau sáust varla. Nú er þetta að snúast aftur við og þeim er að fjölga enda hvergi betra fyrir börn að alast upp heldúr en i þessu indæla og friðsæla hverfi. — En það eru nú ansi miklar umferðargötur i nágrenninu. — Já, en þær eru ekki siður i út- hverfunum. — Ég sé að það er dálitill barnaleikvöllur hér inn á inilli húsa. —Já, nokkur leiktæki voru sett þar upp fyrir löngu siðan. Þar mætti lika hafa bekki og gróður Framhald á 26. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.