Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA —‘þJóÐVILJINN Fimmtudagur 16. apríl 1981. Suður í lönd Búlgaría. Hvaö dettur þér í hug þegar þú heyrir nafnið? Skautlegir þjóð- búningar, bændafólk á ökrum, hveitiöx sem sveiflast í golunni, paprika, og vín? Eða kannski eitthvað allt ann- að? Ríkið Búlgaría austur við Svartahaf heldur um þessar mundir upp á 1300 ára af mæli sitt. Þar verður mikið um dýrðir, enda margs að minnast. Um aldir var Búlgaria undir Tyrkjum, þar var barist fyrir frelsi öldum saman eins og þjóð- skáldin hafa lýst i kvæðum og sögum. Sfðan varð Búlgaria kön- ungsriki, þar til þjóðskipulag- inu var kollvarpað eftir siðari heimsstyrjöldina og komið á kerfi þvi sem þeir þar eystra kalla sósialisma (en likist um fáttþeim sósialisma sem okkur sum hver dreymirum). Búlgarar eru sagð- ir einkar elskulegt og gestrisið fólkog á undanförnum árum hafa þeir verið að opna land sitt fyrir ferðamönnum og byggja upp þjónustu fyrir þá. Leiðir margra _lslendinga hafa legið tilBúlgariu, en hvað er þar að sjá og upp á hvað erboðiði þessari nýjuferöa- mannaparadis? Um það spuröum við Astu Ragnheiði Jóhannesdótt- ur, sem var fararstjóri i Búlgariu sl. sumar. Hún var þar ásamt manni sinum Einari Erni Stefánssyni og krökkunum sinum tveimur, sem undu sér vel við sjó- böð og sund alla daga meðan foreldrarnir fóru um landið til að segja frá og sýna. Þverskurður af þjóðlff inu — Hvernig eru Búlgaríuferðirn- ar skipulagðar Astá? bað er flogið héðan til Kaup- mcinnahafnar og þaðan 'er flogið til Sofiu. Þegar þangað er komið er um tvennt að velja. Annað hvort að hoppa af i Sofiu og fara i vikuferð um landið, eða fljúga áfram til Varna og þaðan á hótel- ið. Það má segja, að sjálf ferðin sé nokkuð erfið, einkum fullorðnu fólki, en þegar á ströndina er komið hefst hiö ljúfa lif. Ef farið er i ferðina frá Sofiu er komið við á mörgum markverðum stöðum, islenskur fararstjóri er með og ferðin endar við Svartahafið. Sllk ferð kostar álika mikið og viku- dvöi á finu hóteli. Fólk er yfirleitt m jög ánægt, það sér þverskurð af þjóðlffinu, fjölbreytt landslag og atvinnulifið. Það er komið niður á Dobrutsja-sléttuna, sem er korn- forðabúr Búlgara, farið niður með Dóná að Svartahafinu. Þeir sem ekki fara i þessa ferð fljúga beint til Varna, þar sem fararstjórar taka á móti hópnum. Ferðafólkið fær matarmiða, hálft fæði er innifalið, og þessir matar- miðar gilda alls staðar á strönd- inni. Þeirhafa dugað sumum sem fullt fæði. — Hvernig er staðurinn sem dvalið er á? Það er ffn strönd, hvítur sand- ur, gróður alveg að sandinum og sjórinn er heitur og hreinn. Þarna gætir hvorki flóðs né fjöru, og af þvi að Svartahafiö er innhaf er það saltara en t.d. Atlantshafið. — Er ekki einmitt talið hollt að baöa sig i söltum sjó? Búlgarar segja sjóinn mjög hollan, enda er mikil áhersla lögð á heilsurækt, þarna, sjóböð, leir- böð, nudd og allt það sem hrjáðir vinnuþjarkar þurfa á að halda tfl að ná aftur heilsunni. Það fara margir Islendingar i meðferö. Ég hafði heldur litla trú á þessu i fyrstu, en ég sá fólk stórlagast af jinsum kvillum. A stærstu hótel- unum eru læknar, t.d. á Grand Hotel Varna og þessi þjónusta er ódýr. Búlgarar nota hveravatn i allar sundlaugar en I Búlgariu er að finna 530 heitar uppsprettur 37—100 gráöu heitar. Ævintýraferð til Istanbúl — Hvernig er hitinn þarna við Svartahafið? Yfirleitter mjög þægilegur hiti, niöur við ströndina er alltaf goia, Bulgarar eru ákaflega stoltir af klaustrinu I Rila, skammt suður af Sofiu. Það var upphaflega stofnaö á 11. öld, en var hvaö eftir annað brennt tii grunna af Tyrkjum. Klaustnö hefur nu verið endurbyggt oghefur þar veriö safnað saman mjög merkilegum munum úr menn- mgarsogu Bulgara. Kiaustrið hlaut i fyrra „gulleplið”, verölaun alþjóðaferðamálaráðsins, fyrir fegurð og stórfenglegt menningarsafn. Ljósm B.Ó. Eins og ævintýri í en inni i landinu getur orðið ansi heitt. Þegar hitinn er mestur skipta bændurnir vinnudeginum þannig að þeir byrja kl. 5 á morgnana og vinna til hádegis og byrja svo aftur siðdegis. — Hvað er fólki boðið upp á aö skoða miili þess sem Iegið er i sói- baði? Það eru nokkrar ferðir sem gefa hver sina mynd af landinu. Auk þess er farið til Istanbúl i Tyrklandi og það er best að ég byrji á þvi að segja frá henni. Sú ferð er algjört ævintýri. Það sagði einn ferðalangurinn að hún væri eins og að gangainni ævintýri !• 1001 nótt. Það er farið á skemmti- feröaskipum, rússneskum, sem bjóða upp á algjöran lúxus. Við fórum oft með einu sem smiðað var i Finnlandi og þar um borð voru sundlaugar, sauna og allt sem hægt var að hugsa sér. Það er lagt af stað að kvöldi til og snætt um borð. Siðan er siglt um nóttina og komið að Bosporus- sundinu árla morguns. Við hvött- um fólk til að vakna snemma tfl að fylgjast með siglingunni inn sundið þvi hún er alveg stórkost- leg. Eftir morgunverðinn um borð erfarið i land og byrjaö á þvi að skoða bláu moskuna og Hagia Sofia kirkjuna, en það er reyndar breytilegt hvað er skoðað hverju sinni. Siöan er farið i Topkapi safnið (sem sumir kannast e.t.v. við frá samnefndri kvikmynd). Þar eru geymdir dýrgripir frá timum Ottomananna, gull, gim- steinar, skartgripir, mikið og merkilegt postulinssafn o.fl. Höll- in er ens og litið þorp, en það gefst ekki timi til að skoða nema hluta hennar. Frá Topkapi er farið á markaöinn og þar gefst fólki kost- ur á aö versla og prútta. Markaöurinn i Istanbúl er yfir- byggðar verslanir, en á þessum sama staö hefur veriö markaður frá 1400—1500. Þar er hægt að fá allt milli himins og jarðar ef menn þekkja réttar leiðir. Margir gera góð kaup i gulli, skinnavöru skóm ofl. Milli tveggja heimsálfa Næst er borðaður hádegisverð- ur um borð i skipinu, en siðdegis er siglt inn Bosporus þaðan sem sjá má hallirnir við sundið. Það er ekið yfir brúna sem tengir Evrópu og Asiu, hin eina i heim- inum sem tengir tvær heimsálfur. Um kvöldið er svo farið i nætur- klúbb þar sem tækifæri gefst tU að sjá magadans og þjóðdansa. Um kvöldið er siglt tU baka og þá má sjá upplýstar hallir á leiðinni út sundið. Það er komið aftur tU Varna kl. 10—11 næsta morgun. — Er ekki fólk með lifið i lúkun- um I Tyrklandi, pólitiskt ástand hefur verið ótryggt þar, að ekki sé minnst á vasaþjófa? Fólk verður að passa sig mjög vel á vasaþjófum og við brýnum fyrir fólki að gæta vel þess sem það hefur á sér og með. I fyrra sumar þegar stjórnarránið varð, kom ekkert fyrir okkar fólk, en við vissum af hópi sem komst ekki frá borði. Þegar þessir at- burðir gerðust var allt morandi i hermönnum i borginni með brugðna byssustingi, en það kom aldrei neitt óþægilegt fyrir, og aldrei var stolið af neinum. — Þá vikur sögunni að innan- landsferðum i Búlgariu. Við byrjum á Varnaferð sem tekur næstum heilan dag. Varna er mjög gömul og falleg borg. Hún var stofnuð á 6. öld f.Kr. Grikkir stofnuðu þar nýlendu, en Þrakverjar voru á undan þeim. 1 Varna sem er 300.000 manna borg er margt að sjá og við byrjum á þvi að skoða gamalt klaustur sem er sorfið inn i kalksteinskletta. Við skoðum litið safn þar sem geymdur er fjársjóður sem fannst árið 1972. Þá var verið að grafa fyrirbyggingum og komið niður á 60 grafir sem höfðu að geyma 50 kg. af gulli, skartgripum, gull- skreyttum leirkerum o.fl. Graf- imar eru frá þvi um 4000 f. Kr. og menn vissu ekki áður að gull hefði verið unnið á þeim tíma. Frá Grikkjum og Rómverjum. Siðan er farið niður I borgina og. litið á fiskasafnið sem er i stórum garði þar sem einnig er tivoli. Rcett við ÁstuR. Jóhannes- dóttur um Búlgaríu ferðir dýragarður, útileikhús, og veit- ingastaðir. 1 f iskasafninu eru allir þeirfiskarsem lifai Svartahafinu og fleiri til. Þaðan er haldið i rómversku böðin, en Rómverjar tóku við nýlenduhaldi af Grikkj- um meðan þeirra veldi stóð sem hæst. Böðin fundust fyrir um 20 árum. A 3. öld e.Kr. urðu miklir jarðskjálftar og þá hrundu þau. Ibúarnirhirtu steina úr hrúgunni, svo gréri yfir og ekkert varð eftir nemagróinn hóll. Allt hefur verið grafið upp og þarna sjást her- bergjaskipan, vatnsleiðslur, skolpleiðslur, virkilega finn arki- tektor. Við skoðum þjóðhátta- safn, dómkirkju borgarinnar, en gefum svo frjálsan tima i borg- inni þar til farið er i heimsókn i vinkjallara þar sem kostur er á að smakka 7—9 tegundir af búlgörskum vinum. Rauðvin, hvitvin.og desertvinog með þeim eru bornar fram pylsur og kjöt af ýmsu tagi frá héruðunum i kring. A eftir er dansaö og farið i leiki. Inn á búlgörsk heimili Næsta ferð sem boðið er upp á er tveggja daga ferð upp i fjöllin.' Þá er ekið inn i landið og upp i fjöllin upp i smáþorpið Kotel. Þar er að finna sérkennilegar hefðir i vefnaði. Konurnar sitja við og vefa ótrúlega flókin munstur. Þaðan er haldið til Seravna sem er litið jxirp. Þar er gist á heimil- um bæjarbúa. Þeir hafa atvinnu af þvi að taka á móti gestum á sumrin. Það er alveg einstakt að komast inn á heimili fólksins sem býr í timburhúsum eins og þau gerast upp til fjalla. Búlgarar eru einkar gestrisnir og þeir bjóða jafnan upp á það besta sem til er, opna kjallarann og renna i glas af heimabrugginu. Við förum i þorpskrána og snæðum, döns- um og skemmtum okkur og þorpsbúar koma jafnan og eru með. Næsta dag er þorpið skoðaö, þar eru gömul friðlýst hús. Þá er ekið af stað aftur suöur á bóginn til hafnarborgarinnar Burgos, en hún er 100 km sunnan við V arna. Þar skoðum við Nessebar sem

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.