Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 20
Ariö 1772 kom hingað til lands leiðangur sem skipaður var þeim Joseph Banks frá Englandi sem síðar kom við sögu Jörundar nokkurs, sem fékk viðurnefnið hundadagakonungur, Daniel Carl Solander grasafræðingur frá Svi- þjóð, James Lind læknir frá Eng- landi, John Cleverley málari, bræðurnir John og James Miller, báðir kunnir myndlistarmenn, og Sviinn Uno von Troil sem skrifaði „Bréf frá tslandi” sem komið hafa út á bók. Þar er að finna skemmtilegar og fróðlegar lýs- ingar á islandi og islendingum. Hér fylgja nokkrar glefsur: Þungbúnir íslendingar „Islendingar eru menn ákaf- lega góðlyndir og heiðarlegir, en ekki eru þeir jafn hraustbyggðir og vænta mætti og þvi siður gervilegir. Svo þungbúnir eru þeir að mig minnir að ég sæi þá sjaldan hlæja. Lestur fornsagna er þeim kærast tómstundagaman og aldrei hefur verið uppi sá islendingur sem ei kunni sögu þjóðar sinnar. Stundum spila þeir á spil, eitthvað sem likist lander.” (Bréf frá tslandi bls. 48) Skálholtsstaður árið 1776. Húsin minna einna helst á hóla, en þarna hafði biskup aösetur sitt um alda- raðir. Harðfiskur og súrt smjör „Viðurværi Islendinga er mest harðfiskur, súrt smjör, sem þeim þykir sælgæti, mjólk, blönduð vatni og sýru, og dálitið af kjöti. Þeir fá svo litið af brauði hjá danska verslunarfélaginu, að enginn bóndi á það lengur en þrjá til f jóra mánuði á ári. Islendingar elda grauta úr eins konar mosa (Lichen Islandicus) og smakkast hann prýðilega. Karlmenn starfa einkum að fiskveiðum og róa til fiskjar vetur og sumar. Húsfreyj- urnar annast gripahirðingu, prjóna sokka o.s. frv. og það eru þær sem fletja og herða fiskinn sem mennirnir færa i búið og um leið eru aðalafurðir landsins.” (Bréf frá tslandi bls. 48 Framhald á bls. 19 Dönsku kaupmannshúsin I Hafnarfirði árið 1776 þegar Ieiöangur Sir Joseph Banks var hér á ferö. Uno von Troil Kona i reiðfötum eins og þau litu út þegar Uno von Troil gisti ts- land. PORTOROZ fridsæl og falleg sólarströnd Brottfarardagar: maí 20, 31 ágúst 2, 12, 23 júní 10, 21 júlí 1, 12, 22 september 2 Portoroz í Júgóslavíu - friðsæl og falleg sólarströnd í einstaklega fallegu umhverfi skógi vaxinna hlíða fast við fallegar bað- strendur og spegiltæran sjó Adríahafsins. Margra ára reynsla Samvinnuferða-Land- sýnar í Portoroz tryggir farþegunum besta fáanlegan aðbúnað, ekki hvað síst á hinum viðurkenndu hótelum Palace samsteypunn- ar, Grand Palace, Appollo og.Neptun. í Portoroz hefur skarkali heimsmenningar- innar verið lokaður úti en fullkomin ferða- mannaaðstaða ásamt einlægri gestrisni heimamanpa iaðar til sírh æ fleira fólk og. vinnuní PortoroT! æ vecjlegri sess meðal vinsælustu baðstranda Evr^p(u. * Grand Pálace, Appollo, jjíeptun Sérstaklega góð og þpegtleg hótelasam- stæða með eins til fjögurra manna herbergj- um. Góðar svalir, þæcjiíegt baðherbergi, fallegar innréttingar og þægileg húsgögn auka ánægju og vellíðan og í Grand Palace hótelinu er verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir hótelin þrjú. Verð frá kr. 4.210 Aðildárfélagsafslátturinn kr. 500 fyrir hvern fe fullorðinn og kr. ^SOfyrirbörp^Bárnaafslátt- ur auk þess allt að kr.*1.500. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.