Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 11
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN. Fimmtudagur 16. april 1981. Fimmtudagur 16. aprll 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Það var kannski ekki nema von að gripið væri til sameiningar- táknsins: allir fréttaskýrendur voru að velta fyrir sér, hvort Júgóslavia, sem er sambandsriki lýðvelda, sem mjög eru misjafn- lega á sig komin i rikidæmi, sam- riki margra þjóða, gæti staðið eftir að gamli maðurinn væri dauður. Efnahagserfiðleikar voru talsverðir, nýbúið að fella dinar- inn um 30%, og Sovétmenn voru sagðir hafa áhuga á að koma litla fingri eða meir inn á milli samheldni landsmanna. Jón pantar vlsu Nema hvað: i Portoroz heyrðum við kvölds og morgna þjóðlegan slagara undir geðþekku lagi, sem endaöi á þvi, að landið var ákallað með nokk- urri lyftingu i tóni: Júgóslavijo, Júgoslavijo! Nú bar svo við að i hópi tslendinga, sem þarna voru Stutt eriþokkalega,gamIa smábæi. að hvila sig með Útsýn, reis upp einn Jón og tók að sér að vera hrókur fagnaðar — þið kannist við þetta: slikir menn vekjast upp á öllum ferðalögum og stýra dansi og söng og fleiru (Gengur þaö allt vel, nema ef svo illa vill til að tveir risa upp i einu). Nema ferðabróöir Jón kemur að máli við undirritaðan og skorar á hann i nafni félagsandans, að búin sé til islensk visa viö lagið júgóslavn- eska, svo að mannskapurinn geti sungið i rútubilum sér til hóp- eflis. Varö þá þetta til: Júgósiavia brosir sæ! viðsól syni friða og dætur landiðól samt þau kyrja mædd með krepputón: Dauður er Titó og dapurt Iheimi dinarinn fallinn og Rússr á sveimi. En bráðum kemur Jón Bráðum kemur Jón... Annars sit ég heima Er nú skemmst frá þvi að segja, að Portoroz reyndist ferðalangi hið besta pláss. Þetta er litill orlofsbær og þokkaiegur, hótel risa þar i röðum skammt frá sjónum og orlofsheimili, og er stutt að fara allra nauðsynlegra erinda. Vin, mineralvatn, ávextir og sólarhattar fást i kaupfélag- inu. I miðju plássi er rútubilastöð fyrir þá sem hafa æðiber i rassin- um og vilja fara i innkaupaferð til stærri bæja eða til Trieste, sem er Italiumegin. Hjá rútustöðinni er kapella, sem hefur verið holað niður á milli tveggja búða. Skammt þar frá var útibió. Verðlag var mjög hentugt Islend- ingi. Sólskin eins og hver vildi hafa. Sjórinn þarna i Portoroz var mjög notalegur. Hálfur dauður smokkfiskur, bananahýði og tvær sigarettur sem siglingasnápar höföu hent fyrir borð. Verra gat það veriö, sagði lrinn. Ég hafði lesið áður en ég fór suður hroll- vekjuum Adriahafið i Spiegel, en þegar til kom fannst mér ekki ástæða til að trúa henni, ekki fyrir þennan part Istriuskagans þar sem Portoroz er. Má vera að um þá bjartsýni hafi mestu ráðið sú nauösyn sem segir: annað hvort fer ég i sjóinn eða ég sit heima. Letin ljúfa Stundum er eins og lslendingar skammist sin fyrir sólarströnd. Kannski vegna þess að þar hægir timinn á sér og hvislar þér i eyra : lifi letin ljúfa. Og arfur Bjarts i Sumarhúsum, sem situr einhversstaðar i sálarkirnunni, hann mótmælir á sinn hátt: Maður á að halda áfram að gera eitthvað. Nema hvað: innan tiðar er Bjartur sofnaður, enda ekki vanur miklum hita. Og letinginn tekur við ýmiskonar smátiðind- um inn um hálflokuð augun og eyrun. Tvö meistaraverk i konu- liki til vinstri við flekann þinn hafa fengið félagsskap og æfa- gamall leikur er byrjaður og skilst ofurvel þótt hann fari fram á slovensku. Jón er kominn og býöur upp á bjór. Úti á vikinni fljúga spengilegir unglingar á seglskiðum. Vinsamleg hjón roskin hafa gert þig óveröskuldað að trúnaðarmanni sinum: þau hafa nú loksins sigrast á áfengis- vanda hennar. Hvernig getur þessi serbneska stúlka undir sólhlifinni grúft sig yfir Bræðurna Karamzaof annan daginn i röð og látiðeins og hún viti ekki af þeirri indælu spennu sem hún hefur magnað i kringum sig? Lúsugur hundur velti sér i skrælnuðu grasi. Feiti maöurinn danski hélt Þegar komið var yfir landamæri ítaliu og Júgóslaviu varð mér litið út um gluggann á bilnum og upp i fjallshlið. Þar hafði nafn Titos marskálks verið letrað stórum stöfum, en sá aldni garpur var þá nýlátinn — mér var sagt, að áletrunin væri ný; það var eins og ráðamenn i landinu vildu nota nafn marsskálksins til að galdra burt óheillavænleg af- skipti að utan. Seinna sá ég þetta svo staðfest i bókaflaumi og spánnýjum plötum með músik til heiðurs Titó. áfram að sötra kókið sitt og biða eftir þvi að einhver nennti að tefla við hann damm. Ef þú horfir lengi út i himin- blámann og hafblámann þá streymir fram sú friðsæld sem aðgangsharðir sölustjórar hug- ræktarkerfanna auglýsa af mikl- um móð. Samtal Þú ætlar ekki á kvennafar drengur? sagði spánnýr kunningi, hnellinn Slóveni, sem var i orlofs- húsi uppi i hliðinni. Mælirðu með þvi? spurði ég. Já, þaðer allt hægt, sagði hann. Þér væri nær að hugsa um alvörumál, sagði ég. Titó farinn, og allra veðra von. Uss sagði hann, kerfið gengur, bara ef við höfum vit á að halda saman (Titó skildi eftir sig merkilegt stjórnkerfi, þar sem vald það sem hann fór með gengur i hring á milli fulltrúa einstakra þjóða Júgóslaviu). Slóveninn var eins og margir Júgóslavar: hann bar sig saman við grannana i öðrum Austur-Evrópurikjum og þóttist vel staddur. Maður getur komið og farið allt með júgóslavneskan passa, sagði hann. Og það er margt skynsamegt sem gert er hérna. Þessi hressingardvöl min er ódýr, það gerir orlofskerfið. Fyrirtækin gera lika mikið af þvi að byggja yfir sitt fólk með góðum kjörum. Það er nóg af allskonar matvöru i búðunum. Það er að visu nóg af vörgum allt i kring. Búlgarar vilja helst krækja sér i Makedóniu og Alban- ir hafa augastað á Kosovo (svo nefnist sjálfstjórnarsvæði i Serbiu þar sem mikið er um Albani). Og Rússar biða bara eft- ir að eitthvað fari úrskeiðis hjá okkur. En ég held þetta bjargist; ég held við munum standa okkur. Það er að sumu leyti kostur að við búum við einsflokks kerfi, sagði hannlika, þá erumeiri likur á, að hægt sé að setja niður deilur sem gætu orðið háskalegar sjálfri samloðun rikisins. En ég er ekki að segja að ég sé ánægður með alla hluti. Mér finnst launastiginn of brattur. Og mér finnst for- stjóraveldið of mikið. Töfrafjallið En þetta var annars ekki pólitiskur upplýsingaleiðangur, þótt það sé auðvitað meira en nauðsynlegt að fara i sérstaka forvitnisferð einmitt til Júgóslaviu, sem hefur sérstöðu um margt og hlýtur að vera forvitnileg sósialistum. Þetta var, sem fyrr segir, letiferð. En það siast alltaf eitthvað inn i mann af sögu og samtiö. Asamt með fegurð i fjöllum og skógum og lika i gömlum fiskibæ eins og Piran, sem er örstutt frá Porto- roz, og er upphaflega partur af sjóveldi Feneyinga, eins og svo margt annað á ströndinni. Það er lika hægt að fara upp til Bled, eða skjótast i rútu til Ljúblana, sem er mjög geðsleg höfuðborg sam- bandslýðveldisins Slóveniu. Og jafnvel þeim sem telur skynsam- legast aö hreyfa sig hvergi, hon- um mun erfitt að standast þá freistingu að stinga sér ofan i kalkhellana frægu i Postojna þar sem tíminn og vatniö hafa i tvær miljónir ára togað tröllakerti nið- ur úr klettamyrkrinu og hlaðið ótrúlegar höggmyndir upp af hellnagólfi. Flóðlýsing þessara furðulegu salarkynna og svo ferðamannahalarófurnar gátu ekki truflaö þann áfenga grun, að hér værir þú kominn rakleitt inn að rótum töfrafjallsins, þar sem ótti, undrun og forvitni geta af sér þjóðsöguna. — áb. ÞAÐ HEFUR ÖRUGGLEGA EKKIFARIÐ FRAMHJÁ NEINUM SEM ÆTLAR AÐ FERÐAST í SUMAR AÐ ÚRVAL BÝÐUR AÐEINS ÞAÐ BEZTA AÐEINS ÞAÐ BESTA - ÍBÚÐAGISTING Á SJÁLFRI MAGALUF-STRÖNDINNI ÚRVALS-feröir eru oft á tíðum uppseldar fram í tímann, er því viðskipta- vinum ráðlagt að panta eins snemma og mögulegt er, þannig að tryggt sé að þeir geti ferðast þegar þeim hentar og notið bestu gistingar sem völ er á. f3*ikWÍjre ÆSi Tíí Vji Ma&S 'W’ ÞAÐ ER STAÐURINN! Komdu með til URVAL SÍMI26900 1 / 2 / 3 VIKUR -15. APR. - 2. MAÍ - 26. MAI - 2. JÚN. - 16. JÚN. - 23. JÚN. - 7. JÚL. -14. JÚL. - 28. JÚL. - 4. ÁGÚ. -18. ÁGÚ. - 25. ÁGÚ. - 8. SEP. - 15. SEP. - 29. SEP. /e~e-e-g 3. APRIL 1981 BIÐLISTI BIÐLISTI 10SÆTILAUS FULLBÓKAÐ FULLBÓKAÐ LAUS SÆTI LAUS SÆTI LAUS SÆTI FA SÆTI LAUS l BIÐLISTI FULLBÓKAÐ ETI 15 SÆTI LAUS LAUS SÆTI LAUS SÆTI LAU^ SÆTI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.