Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 16. aprll 1981. SÓLARLANDAFERÐIN HEFST í Glæsibæ Alfheimum 74 83210 simi mm Strandfatnaöur á dömur á öllum aldri Sólkjólar, strandsloppar, bikini og sundbolir Barna-, unglinga- og fullorðinsstærðir Póstsendum um land allt ÚTIVIST er holl göngur eru góö íþrótt. Gangið með Útivist. Gangið í Útivist. ÚTIVIST Lækjargata 6 — Pósthólf 17 Reykjavík s. 14606 Sumarferðir: Sumarið er í nánd á því leikur ekki nokkúr vafi. Launafólk hefur nú flest ákveðið hvenær það fer í frí, sumir fá að vel ja, aðrir fá leyfi um leið og fyrir- tækin loka. Ferðaskrif- stofurnar hafa fyrir löngu tekið viðsér og núgeta þeir sem hyggja á ferðalög lagst undir feld og hugsað ufir páskana, eða flett bæklingum og skoðað aug- lýsingar. Hér fylgir á eftir það helsta sem boðið er upp á í sumarfriinu, nú er að spara og herða sultar- ólina ef langferð er í sigti. Við sleppum því að nefna verð og vísum til bækl inga ferðaskrifstofanna sem eru auðfengnir. Ferðafélag íslands Ferðafélagið hefur um margra ára skeið boðið upp á stuttar ferðir fyrir þá sem vilja hreyfa sig, gönguferðir i nágrenni bæja, helgarferðir Ut á land eða upp i óbyggðir og sumarleyfisferðir sem taka allt frá 4—11 daga. Af stuttum ferðum má nefna kvöld- göngur, ræktunarferðir, ferð á söguslöðir i Borgarfirði o.fl. Fastar helgarferðir eru i Þórs- mörk, Landmannalaugar, Hvera- velli og til Alftavatns. Gist er i skálum Ferðafélagsins. Um verslunarmannahelgina verða farnarsérstakar ferðir, en nánari upplýsingar er að finna i bæklingi F.í. Úrval Ferðaskrifstofan úrval hefur á sinum snærum ferðir til sól- stranda i Portugal (Algarve), Italiu, (Sorrento) Rúmeniu (Mamaia) og Mallorca (Ibiza). Af öðrum ferðum má nefna viku- ferðir til London og New York og Floridaferðir. Úrval hefur umboö fyrir bila- og far þegaferjuna Smyril, sem fer til Færeyja, Skotlands, Danmerkur og Noregs. Það sem telst þó til helstu nýunga 1 starfsemi (Jrvals er samræmt flug og flutningur á bilum til meginlandsins. Flogið er til Skotlands, Luxemburgar og Kaupmannahafnar sama daginn og billinn kemur á land. Þá býöur (Jrval upp á sérstök fargjöld fyrir ungt fólk undir 26 ára aldri, flug- miða og 30 daga lestarmiða, sem hægt er að nýta að vild. Ferðamiðstöðin______________ Ferðamiðstöðin stefnir straumnum til Spánar á bað- ströndina i Benidorm, en þangað er beint flug. Auk þeirra ferða bjóðast helgarferðir til New York, en það sem Ferðamiðstöðin hefur sérhæft sig i, er að skipu- leggja ferðir á kaupstefnur Uti i Evrópu. Af slikum sýningum má nefna hUsgagnasýningu i Kaupmannahöfn sem hefst 5. mai, Scandinavian Furniture faire. Hinn 14.—20. mai verður sýning á pökkunar- og sælgætis- vélum o.fl., svokölluð Interpack sýning. Interzun nefnist sýning sem verður i Köln 22.-26. mai, þar verða sýndar innréttingar, innanhússkreytingar, húsgögn og annað sem þvi tengist. Interstoff Hvaö er í boði, hvert á að halda? Útivist____________________ Útivist býður upp á stuttar ferðir fyrir þá sem vilja fá sér göngutUr um helgar og komast út fyrirbæinn. Farið er á kræklinga- fjöru, göngur á fjöll og um f jörur, fuglaskoðun er á dagskrá og einnig má nefna siglingu um sundin blá og Viðeyjarferð. Af lengri ferðum má nefna sumar- leyfisferðir sem taka 6—13 daga allskonar helgarferðir, hesta- ferðir og veiði, en einnig er boðið upp á sérstakar ferðir til útlanda t.d. Grænlands. Sjá bækling frá Otivist. Úlfar Jacobsen______________ Hálendisferðir eru sérgrein ferðaskriftofu (Jlfars og er um tvenns konar langar ferðir að ræða. Annars vegar er farið vest- ur og norður á Strandir, gist á KlUku, en síðan haldið til Akur- eyrar, HUsavikur, i Mývatns- sveitina og suður Sprengisand. Ferðin tekur 13 daga. Hins vegar er svo hálendisferð sem hefst á þvi að ekið er austur á bóginn i Þórsmörk og siðan til Horna- fjarðar, Egilsstaða og inn á hálendið. SU ferð tekur lika 13 daga. Sex daga ferð er blanda af byggða- og óbyggðaferö, farið er upp i Borgarfjörð, til Þingvalla, Gullfoss og Geysis, inn á hálendi, i Landmannglaugar, Eldgjá og siðan yfir til Skaftafells. úlfar býður einnig upp á hringferð umhverfis landið i 12 daga. Islendingum er boðið upp á sér- stök vildarkjör i þessar ferðir. Ferðaskrifstofa ríkisins Ferðaskrifstofa rikisins hefur á boðstólum bæði styttri og lengri ferðir, allt frá 2 1/2 tima ferð um Reykjavik til 10 daga hring- ferðar. Dagsferðir eru á vinsæla ferðamannastaði eins og Gullfoss og Geysi, i Þjórsárdalinn, og viðar, og eru þessar ferðir fyrst og fremst miðaðar við erlenda feröamenn sem hingað koma. Af lengri ferðum má auk hring- ferðarinnar nefna fjarða og fjallaferö sem tdíur 6 daga, fimm daga ferð um Suðurland og 10 daga ferð um Suður- og Vestur- land. Ferðaskrifstofa rikisins hefur þá sérstöðu að hafa Eddu- hótelin á sinum snærum og gist- ing á þeim tilheyrir lengri ferð- um. í sól og sumaryl Ef hugurinn stefnir Ut fyrir landsteinana er um margt að velja. Hér verður stiklað á þvi helsta, einkum þvi sem nýstár- legt má telja, en sólarferðir ferðaskrifstofanna eru hefð- bundnar að venju. Fastar feröir eru til Spánar, þar með talin Mallorka, ítaliu, JUgóslaviu, BUlgariu og RUmeniu. Útsýn________________________ Ferðaskrifstofan útsýn skipu- leggur ferðir til Spánar (Costa del Sol, Marbella, Torremolinos, Palma Nova og Magaluf á Mall- orca) Lignano á ttaliu, Portoroz i JUgóslaviu og Flórida i Banda- rikjunum. Farið er vikulega i beinu leiguflugiá alla þessa staði, i fyrsta sinn i ár til Mallorca. Af öðrum ferðum útsýnar má nefna Mexikóferð sem farin verður i jUni. Flogið er til New York, gist þar eina nótt, en siðan haldið á baðströndina Maztlan i Mpxikó. A fimmta degi er haldið til Los Mochis, og siðan til Cerocahui, farið er um indiána- þorp og litið á Cerocahuifossinn og Uriwue-gilið. A niunda degí er flogið til Arezona i USA, farið þar um eyðimerkur og „villta vestrið” allt upp til Las Vegas sem næst á 14. degi. Þaðan er flogið til Chicago þar sem stigið er um borð á islenska vél og haldið heim á leið. Auk þessa má nefna að Útsýn Utvegar sumarhús á Sjálandi, selur ferðir með Tjæreborg ferðaskrifstofunni og einnig tekur starfsfólkið aö sér að skipuleggja ferðir fyrir fólk sem fer á eigin vegum. nefnist vefnaðarvörusýning sem verður i Frankfurt 5.-8. mái. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar Ferðir til BUlgariu eru aðall Kjartans. Þangað er farið viku- lega, en einnig verða ferðir hálfs- mánaðarlega til Ungverjalands. Þá er boðið upp á skólavist i Eng- landi fyrir þá sem vilja læra ensku og einnig þá sem vilja þjálfast i knattspyrnu. Kjartan hefur einnig á boðstólum sumar- hUs i Danmörku og hann Utvegar bila fyrir þá sem vilja fara á eigin vegum i ökuferð um England. Samvinnuferðir______________ Italia, JUgóslavia, Irland, Kanada, sumarhUs á Möltu og utan við Kaupmannahöfn eru á lista hjá Sam vinnuferðum. Ferðaskrifstofan býður upp á sér- fargjöld fyrir aldraða m.a. til JUgóslaviu. Flogið er til Trieste á ttali'u og þaðan er farið i bil um klukkustundarferð til Portoroz. Irlandsferðirnar eru mis- munandi langar, frá 5 upp i 11 daga. Flogið er til Dublin og þaöan bjóðast rútuferðir Ut i sveitirnar og til annarra borga. Ferðir til Kanada gefa færi á heimsókn á slóðir Vestur- tslendinga, en auðvitað er hægt að halda hvert á land sem er frá . Toronto sem er fyrsti ákvörð- unarstaðurinn; Það færist i vöxt að ferðaskrif- stofur Utvegi fólk sumarhús erlendis, Samvinnuferðireru með hús á Möltu og utan við Kaupmannahöfn. A Möltu eru hUsin við baðströnd, flogið er með leiguflugi til Kaupmannahafnar og þaöan áfram til Möltu. HUsin i grennd viö Kaupmannahöfn eru við bæinn Karlslunde, Karrebæksminde og Helsingör. Þaðan er stutt inn i kóngsins Kaupinhafn þar sem börn og full- orðnir geta brugðið sér i Tivoli eða á Dyrehavsbakken, og notið annars sem borgin býður upp á.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.