Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. april 1981. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7 Ýmsar hindranir verha á vegi. Þessi brú er ekki beinlinis árennileg, en stenst þó þegar á reynir. Rætt við Þuríði Jóhanns- dóttur einkum þar sem hiti er I jörð. Út- lendingar sem ekki hafa kynnst öðru en borgum verða alveg frá sér numdir þegar þeir koma út i viðáttuna; auðnin, sandarnir og bullandi jarðhiti; það verður stundum að passa þá. — Hvað vekur mesta hrifn- ingu? Heitu laugarnar.Við reynum að fara i heitt bað á hverjum degi og það kann fólk vel að meta. Auð- vitað vekur náttúran lika mikla hrifningu, það hefur komið fyrir að fólk hefur verið hálf-lamað eft- irallt sem það hefur séð. Það hef- ur hreinlega verið of mikið að upplifa þetta allt á hálfum mán- uði. Það er einkum næmtfólk sem þannig fer fyrir. Yfirleitt eru allir mjög ánægðir sem fara um óbyggðirnar, fæstir hafa séð nokkuð þessu likt og þó að veðrið sé þungbúið, jafnvel súid og rign- ing þá er náttúran svo storbrotin að menn eru harðánægðir. Það er töluvert um það að útlendingar komi aftur og aftur. Endalaus sandur. — ÞU minntist á veðrið, er ekki mikill munur á þvi að ferðast I veðri eins og þií ivstir hér i upp- hafi eða rigningarsudda? Verður fararstjórinn ekki að leggja miklu meira á sig i vondu veðri? Veðrið getur auðvitað skipt sköpum t.d. er mikill munur á þvi að fara suður Sprengisand i fögru veðri þegar fjöllin sjást á allar hendur eða þegar ekkert sést og sandurinn virðist endalaus. Þá er sko að standa sig og syngja nógu mikið. — Er ekki töluverð vinna að undirbtia ferð um öræfin, þarftu ekki að lesa þér mikið tii? Ekki svo mjog . Þaö er jarð- fræðin sem skiptir mestu, flestir hafa áhuga á henni, að öðru leyti sér náttúran og landið um að segja svo margt án orða. Það að vera Islendingur er nóg til að svara þeim spurningum sem fram koma. Útlendingar spyrja um fólkið i landinu, hvað það ger- ir, hvernig lifi er lifað og annað það sem við öll vitum sem búum hér. Það eru sárafáirsem hafa á- huga á fornbókmenntunum. Það er annað sem skiptir meira máli fyrirfararstjóra og það er að geta miðlað virðingu fyrir landinu og kenna ferðamönnum rétta um- gengni. Það þarf að brýna það fyrir útlendingum hvað islensk náttúra, sérstaklega gróðurinn, er viðkvæmur, benda þeim á að slita ekki upp blómin og ganga ekki á viðkvæmum blettum. Ég hef oft sýnt hjólför sem hverfa ekki fyrr en mörgum árum eftir að einhver hugsunarlaus bilstjóri spænir upp jarðveginn. — Hefurðu orðið vör við að ferðamenn taki með sér náttúru- minjar? Nei, í okkar ferðum höfum við ekki farið um staði þar sem slikt er að finna. Það er helst að fólk taki með sér hraungrýti. — Heldur þú að ferðamanna- straumurinn um hálendið sé far- inn að valda tjóni? Nei það held ég ekki. Það er viða gifurleg umferð, eins og i Herðubreiðarlindum, en ég held að ef vel er gengiö um, þá þoli landið umferðina. Langar alltaf aftur. — Hvað finnst þér sjálfrí vera skcmmtil egustu staðirnir á hálendinu? Ég verð aldrei þreytt á þvi að koma inn á öræfin og mig langar alltaf þangað aftur. öræfa- bakterian er ein þeirra sem aldrei læknast. Herðubreiðarlindir og Askja eru alltaf heillandi, en einnig að fara yfir Sprengisand i góðu skyggni. Þvi miður brenna margir sig á þvi að þeysa yfir sandinn (eða réttara sagt hoss- ast) og gefa sér ekki tima til að stoppa og skoða útsýnið og nátt- úruna. Það er t.d. mjög fallegur foss efst i Bárðardalnum sem heitir Aldeyjarfoss. Hann er sér- kennilegur fyrir stuðlabergsum- gerðina kringum hann. Mjög fáir vita af honum og hann er ekki merktur inn á heildarkort af landinu. Sá sem fer yfir sandinn án þess að skoða fossinn, hann missir af miklu. — ká Nú komast ÚTSÝNARFARÞEGAR í beinu flugi til MALLORKA á vinsælustu baðstrendurnar þar sem glaðværðin ríkir og andrúmsloftið er alþjóðlegt og óþvingað Gott úrval verslana og veit- ingahúsa — næturlifið fjörugt og fjöl- breytt og skemmtilegar kynnisferðir. Bestu gististaðirnir: PORTO- NOVA, HOTEL VALPARV- ISO og HOTELGUDA- LUPE. PORTONOVA ★ ★★★ Glæsilpgt, vel bflið ibúðarhótel I Pajma Nova, með ölliim þægindum. Bjartar, rúmgóðar ibúðir með 1—2 svefnherbergj- um, setustofu, eldhúsi, baðherbergi og svölum. Fyrsta flokks kaffiteria, mat- vöruversiun og eitt besta (fimm stjörnu) veitingahús á Mallorka er i Portonova. Inni- og útisundlaug, góð sólbaðsaðstaða og steinsnar á ströndina. Tvimælalaust einn sá besti fyrir barnafjöiskyldur, sem Ctsýn býður upp á. Beint ngar millilendingar Hótel VALPÁRAISO ★ ★ ★ ★ ★ Þetta frábæra lúxushótel stendur f 22.500 fermetra garði i ibúðárjtverfinu „La Bonanova” fjarri öllum skarkala, en' aðeins fárra minútu fjarlægð frá miðborg Paima. Búm- góð, fagurlega búin svefnherbergi, með elnkabaði, sima, sjónvarpi, mini-bar og svölum. Matsalir, barir og nætur- klúbbar. Sundiaugar — úU og inni — góð sólbaðsaðstaða, f þróttasalur, gufubað, nuddstofa o.m.fl. Eitt glæsilegasta hótel Evrópu, sem uppfyllir kröfur þeirra allra vandlátustu. Verð frá kr. 5.170,00 i 3 vikur Hótel ÖUDALUPE ★ ★ ★ . . t Vistlegt þriggja stjörnu hótel ulH 300 m frá ströndinni I Magaluf. öll herbergi með einkabaði og svölum. Rúmbóðar setustofur, barir og matsalur. Inni- og útisundlaug ásamt barnalaug. Viö sundlaugina eru framreiddir smáréttir I hádeginu. Hálft eða fullt fæði. Brottfarardagar: ' - 6. mai — 27. mai — 17. júni - 29. júli — 19. ágúst — 9. sept. 8. júlí Sérstakur fjölskylduafsláttur í ferðina 6. mal Austurstræti 17 Símar 26611 og 20Í00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.