Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. april 1981. „Þetta var alveg stór- kostlegt. Við stóðum uppi á Tungnafellsjökli um mið- nættið, sólin skeim og him- inninn var heiðskír. Það var sama í hvaða átt var litid alls staðar blöstu fjöllin við- manni fannst eins og hægt væri að horfa yfir allt landið". Þannig lýsti Þurfður Jóhannsdóttir einu augnabliki í hálendis- ferð, einni þeirra sem bauð upp á góðviðri og stórkost- lega náttúrufegurð ör- æfanna. Þuríðurvar í f jög- ur sumur fararstjóri í öræfaferðum Úlfars Jakobssonar, en stundaði nám f Háskóla (slands að vetri til. Nú kennir hún fs- lensku í Menntaskólanum við Hamrahlíð og sinnir litlu stelpunum sínum tveimur. í byrjun aprilmánaðar sitjum viö heima hjá buriöi viö Fálka- götuna, flettum i myndaalbúmi þar sem litadýrð Herðubreiöar- linda, öskjuvatns og Jökulsár- gljúfra blasa við, meöan sölnaö gras og grár himinn er úti fyrir. Okkur grunar þó að vorið sé i nánd, timi útivistar og feröalaga nálgast. Við ætlum okkur aö ræða um hálendisferöir. Byggðir og óbyggðir. — Hvernig eru ferölög um ör- æfin skipulögð. Þuríður, hvaða leið er farinn? Þaö er auðvitaö hægt aö velja um ýmsar leiöir. Sú leið sem ég fór oftast var austur á bóginn, inn i Þórsmörk, austur á Hornaf jörö, til Egilsstaöa og þaðan aö öskju og Heröubreiðarlindum. Siöan var farið aö Jökulsárgljúfrum, i segja svo margt Matráðskonur striplast á öræfum. Þaö þarf ekki aðfara til Mallorca til aðkomast Isól. Mývatnssveitina og loks suöur Sprengisand. Ferfiin tekur hálfan mánuö, þaö var gist i tjöldum all- ar nætur. Stærsti kosturinn viö þessar feröir er að mlnum dómi sá, að matur er innifalinn. Þessar hálendisferðir eru hugsaöar sem blanda af byggða- og óbyggöa- ferö, þannig aö fólk kynnist bæöi öræfunum og byggðum viö sjó. önnur leiö sem hefur verið farin er sú aö halda vestur á Snæfells- nes og á Strandir, gista tvær næt- ur á Klúku, en siöan haldiö til Akureyrar og Húsavikur og að lokum suöur Sprengisand. Ég hef sjálfekki farið þessa ferö, en mér er sagt aö hún sé afskaplega skemmtileg. — Það er væntaniega ekki ver- ið að skoða landiö út um bil- glugga, er ekki farið I gönguferð- ir? Jú, þaö er alltaf stoppaö á leiö- inni og farið i skoðunarferöir, en yfirleitt ekki lengur en einn til einn og hálfan tima. Þegar komið er i næturstaö er timi til að ganga um og mönnum er aö sjálfsögöu frjálst að nota kvöldin til göngu- feröa. Sjö þjóðerni. — Hverjir fara i hálendisferð- ir? Útlendingar hafa veriö i mikl- um meirihluta, en þó hafa alltaf veriö nokkrir íslendingar mdi og þeim fer fjölgandi. íslendingum er boöiö upp á sérstök kjör og fólk er rétt aö átta sig á þvi hvað þess- ar feröir eru hagstæöar. Útlend- ingarnir koma úr ýmsum áttum, ég man eftir þvi aö hafa haft fólk af sjö þjóðernum meö i ferö. Fólk er alltaf ákveðiö I að njóta feröar- innar ög þaö skiptir engu þó að þaö geti ekki talaö saman, þaö hefst bara tungumálakennsla og yfirleitt finnst Islendingum það skemmtileg reynsla að ferðast með útlendingum. — Þú minntist á að matur væri innifaiinn, þarf ekki heilmikinn útbúnað til eldamennskunnar? Þaö er eldhúsbill með i ferð og starfsfólk. Þaö er boöiö upp á kjarngóðan morgunverö, hvort sem menn nú vilja hafragraut eöa eitthvaö annaö. 1 hádeginu er kaldur matur, brauð og álegg, te og kaffi og á kvöldin er heitur matur. Það munar miklu að þurfa ekki aö hafa með sér skrinukost og þaö bætir andann aö allir boröa saman. Þaö er almenn regla að allir boröa úti, viö höfum tjalddúka með til aö skýla fyrir mesta regninu ef þörf krefur, en þaö vita allir hvað þaöer dýröíegt aö boröa Uti i náttúrunni. Bál r hrauninu. — Skipuleggið þið kvöldvökur? I þaö minnsta eina. Yfirleitt er hún haldin eftir öskjudaginn. Það er sá hluti ferðarinnar sem flest- um finnst stórkostlegastur. Þá er fariö í baö I öskjuvatni og síöan endaö i Heröubreiöarlindum. Þá rikir yfirleitt góð stemmning og allireru til f aö skemmta sér. Git- ar er oft með i ferðum og við höf- um verið á sérstökum samningi um aö fá aö safna saman kalviði I öxarfirði og kveikja bál i hraun- inu. Yfirleitt er ekki leyfilegt að kveikja bál, vegna þess hvaö gróöurinn er viðkvæmur og mikil hætta á íkveikju. — Er ekki ýmislegt sem ferða- menn verða að varast uppi á ör- æfum? Fararstjórar veröa auövitaö aö brýna fyrir fólki aö fara varlega, Skoðið eigið land. Ferðist ódýrt með því að verzla í sem hefur v/ð/egubúnaðinn og veiðistöngina í sumar/eyfið Göngutjöld, bakpokar, svefnpokar, útivistartöskur, stangarveiðitæki og reiðvörur í miklu úrvali VERZLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER. Gerið verðsamanburð. Póstsendum Laugavegi 13 stmi 13508 VÉLAR FILMUR OG VÉLAR S.F. wmm ■■■iill-■ ..........ÐMI Skólavöröustíg 41 — Sími 20235 — 101 Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.