Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. april 1981. I.........---------------- Framhald af bls. 13 meira en gó6u hófi gegnir. Þannig eru sigaunar, uppáþrengjandi varhugaverðir i viðskiptum, en vinir vina sinna og hin athyglis- verðasta þjóð. Þeir einir segjast vita allan leyndardóm stjörnu- fræðinnar og að sá leyndardóm- ur muni aldrei útfyrir kynstofn- inn fara. ALHAMBRA— Rauða höllin Tvennt er það sem Granada- menn eru stoltastir af fyrir utan það að vera GranadabUar, en það er hin undur fagra Alhambrahöll og listigarðarnir Generalife. Alhambrahöllin er sögð vera fegursta höll sem Márarnir byggðu á sinni tið og er þá miklu til jafnað og Generalife garðarnir einhverjir fegurstu skrúðgarðar heims. Höllin var reist á 14. öld og er talið að hún hafi verið 92 ár i byggingu og undrar engan sem sér hana þegar miðað er við byggingartækni þess tima. Sá Márakonungur sem hóf byggingu hennar hét Yusuf 1. og hann valdi henni stað uppá hæð, þar sem vel sést yfir borgina inni miðju Alca- zaba-virkinu sem er frá 13. öld. Höllin er öll byggð Ur rauðbrún- um múrsteini og ber þvi nafn með rentu. Venjulega byrja menn á þvi að skoða höll sem Karl V. Spánar- verið timamælir á sinni tið. Hafi spyst vatn Utúr munni þess ljóns er stendur fyrir tölurnar 1-2-3-4 o.sv.frv. og hafiþrælar gætt þess að skrúfa frá vatninu á viðkom- andi ljóni á klukkustundar fresti. Þessar ljónastyttur vekja mönn- um einnig nokkra undrun, vegna þess að það er ekki siður MUhameðstrúarmanna að skreyta með styttum af mönnum eða dýrum. SanntrUaðir MU- hameðstrUarmenn segja að sál manns sé stolið er tekin er ljós- mynd eða gerð eftirmynd af hon- um á einhvern hátt. Þvi er það hald fróðra manna að ljónastytt- ur þessar hafi verið gerðar af kristnum listamönnum i Sevilla en klukkuhugmyndin heillaði Márakonung og þvi hafi stytturn- ar verið settar upp. Valdastríð og blóðbað Umhverfis Ljónagarðinn eru nokkur afskaplega fögur her- bergi, sem konungsf jölskyldan bjó i. A hægri hönd er herbergi eða salur sem kenndur er við Abencerrajas-ættina i Granada. Nafnið á þennan sal er þannig til- komið að þegar séð var að Boab- dil, siðasti Márakonungurinn hafði tapað striðinu við Ferdinant og Isabellu vildu áhrifamenn i Granada styðja hálf bróður hans GRANADA konungur, dóttursonur Ferdinants og ísabellu lét reisa við hliðina á Alhambra. Hann öfundaði Márana af að hafa byggt þessa fallegu höll og ákvað að láta byggja fegurri höll við hlið- ina tilaðsýna fram á að Márarn- ir, sem voru mjög hataðir af katólskum á Spáni á 16. öld, væru ekki þeir einu er gætu byggt fagr- ar hallir. Höll sú er Karl V. lét byggja er vægt sagt hörmuleg bygging og samanburðurinn verður aðeins til þess að gera Al- hambra enn fegurri i augum skoðandans. Allah einn er voldugur Þegar haldið er inni Alhambra- höllina erfyrstkomiðinnisal sem heitirMexucar, sagður hafa verið þingsalur og þar er sagt að Mára- konungar hafi tekið á móti al- menningi neðan Ur borginni, er gat fengið áheyrn hjá konungi tvisvar f viku hverri. Innaf þing- salnum er bænahús Muhameðs- trúarmanna. Milli Mexucar- salarins og sjálfrar hallarinnar er þröngur garður, sem einnig nefn- ist Mexucar. Hér er um að ræða svo nefnt „patio” en Márar inn- leiddu þá byggingalist til Spánar, sem siðan hefur verið kölluð spönsk byggingarlist. Er þar um að ræða fremur þrönga garða með háum veggjum svo alltaf má finna skugga i hitanum. Næst gengur maður svo inni höllina sjálfa og þá er fyrst komið i stóran garð, sem nefnist Myrtu- garðurinn, nefndur eftir runna- gróðri sem þar er umhverfis fagra tjörn. Við annan endann er miðstöð hins forna stjórnseturs Máranna, Bátssalurinn og Há- sætissalurinn, sem er ef til vill- fegursti salur hallarinnar og sá er best hefur varðveist. Þessi salur, eins og raunar flestir salir Al- hamra er skreyttur UtflUri og arabiskum áletrunum úr alabasti frá gólfi til lofts. Þessar arabisku. áletranir eru allar hól um Yu'suf 1. þann er byggði hana, nema hvað á einum stað i hverjum sal er ein áletrun „Allah einn er voldugur”. Hinn einstæði Ljónagarður Eftir að hafa skoðað miðstöð stjórnsetursins höldum við inni Ljónagarðinn og salina um- hverfis hann, en þarna var einka- heimili konungs og fjölskyldu hans. I Ljónagarðinum miðjum er gosbrunnur og umhverfis hann stytturaf ljónum, 12talsins. Þeim er raðað epp eins og tölustöf unum á klukku. Spýtir hvert ljón vatni Utum munninn og er það hald manna að gosbrunnurinn hafi til valda, ef það gæti orðið til þess' að semdist um vopnahlé og ekki kæmi til beinnar orustu um Granadaborg. Abencerrajas ætt- in var voldugasta ættin i Granada og 12 æðstu menn hennar fóru til fundar við Boabdil um málið. Hann bauð þeim inni þennan sal, þar biðu þá hermenn sem hand- tóku þá og hálshjuggu við stóran gosbrunn sem er i salnum miðj- um . Segir sagan að brúnir blettir sem eru á botni hans sé blóð Abencerrajas-ættarinnar sem aldrei muni hverfa. Úr þessum sal göngum við aft- ur Ut i garðinn og fyrir enda hans þar sem hibýli konungsins voru. Þar eru nokkur mjög fögur her- bergi og heitir þar Salur konung- anna. I lofti afhýsa eru leðurmál- verk af orustum kristinna manna og arabískra. Þessi málverk voru orðin æði illa farin og hafa verið I viðgerð sl. 4 ár en voru komin á sinn stað siðla sumars i fyrra. Þegar við höfum skoðað Sali konunganna förum við til salar sem heitir Salur tveggja systra. Nafn sitt færhann af tveimur risa stórum marmaraplötum i gólfi, þeim stærstu sem til eru i Granada, fengnar Ur Sierra, Nevada. Sagt er að i þessum salar- kynnum hafi móðir Boabdils siðasta Márakonungsins búið. Úr þessum sal höldum við áleiðis til baðanna og förum þá i gegnum . tvö herbergi sem stinga i stúf við það sem áður hefur verið skoðað i höllinni. I þessum herbergjum er sagt að Ferdinant V. hafi dval- ist um tfma. Hann þoldi ekki skreytingar Máranna og lét breyta herbergjunum á sinn ósmekklega hátt. Þarna inni er veggplatti með áletrun þar sem sagt er frá þvi að bandariski rit- höfundurinn Washington Irving hafi bUið i herbergjunum árið 1829 þegar hann dvaldist meðal sigauna og annara Utigangs- manna i' höll og skrifaði sinar frægu „Sögur frá Alhambra”, en meira um það siðár. , Blinduðu hljóðfæraleikar- arnir A leið okkar til baðanna förum við yfir brU, þaöan sem fegurst,er Utsýni yfir elsta hluta Granada borgar. En niðri eru svo jjin margfrægu gufuböð en það voru einmitt Márar sem kenndu EvrópubUum að nota gufuböö og heitar kerlaugar i lækningaskyni. Þarna er auövitað um að ræða frumstæðustu gerð gufubaða, hitaða steina i gólfi sem köldu vatni var skvett yfir. En innaf gufubaðinu er hvildarherbergi af- t Böðin I Alhambra. A svölunum efst á myndinni lék hijómsveit, en til þess að komast ihana urðu menn aðláta stinga úr sér augun. Úr Generalife-garðinum skaplega fagurlega skreytt. Þar eru svalir og á þeim er sagt að hljómsveit haff leikið fyrir þá er „hvildust” i herberginu. En til þess að koma^t i þessa hljómsveit urðu menh að láta stinga Ur sér augun, þeir urðu að vera blindir. Þarna hefur sum sé eitthvað það farið fram, sem almenningur mátti ekki fá vitneskju uin. Þegar UtUr böðunum kehiur er skoðunarferð um sjálfa höllina i raun lokið. Þegar Ut er komið blasir við hin fegursti hallar- garður með runnagrbðri, gos- brunnum og blómabeðum. Og enda þótt flestum þyki nóg um fegurðina, þá er meira að sjá. Genera I i fe-ga rða r ni r Sjálfir skrautgarðarnir Generalife eru eftir. Eftir svo sem eins og 20 minútna göngutúr (um virkið kenjur maður i þessa undur fögru listi&arða. Orð og svarthvitaf ljósmyndir segja ekki neitt þegar talab er um Genera- life. Skipulag gkr|ami9 er lista- verk og þær byggingaV'sfem þeir tilheyra einnig. Ferðamenn sem víða hafa farið ljúka upp einum munni um það að fegurri listi- garða hafi þeir ekki augum litið, ka,nnski stærri, en tæplega fegurri. Washington Irving og Alhambra Eftir að þau Ferdinant og Isa- bella höföu hrakið Márana frá Spáni og sett á stofn hinn ill- ræmda spænska Rannsóknarrétt, sem hreinsa átti þjooina at attri villutrU, var hatrið meðal katólskra á öllu sem Máriskt var með ólíkindum. Það mun þó ekki hafa verið fyrr en á miðri 16. öld sem þetta hatur náði hámarki. Fyrir bragðið var reynt að eyði- leggjaeða gleyma öllu sem Már- ar höfðu gott gert á Spáni. Þannig fór lika með Alhambra og Generalife garðana. Þau féllu I gleymskunnar dá. En árið 1829 kom til Granada frægur banda- rlskur rithöfundur, Washington Irving. Hann hafði heyrt talað um Alhambra, leitaði höllina uppi og settis þar að og tók að skrifa hinar frægu sögur sinar sem hann nefndi „Sögur frá Alhambra”. Þá vaknaði umheimurinn af vondum svefni, þarna var eitthvað sem var þess virði að skoða það nánar. Þegar að var komið var höllin full af sigaunum og Utigangsfólki, sem sest hafði að i höllinni og lifði vel. Það var rekið burtu og gert við það sem hægt var og hreinsað til. Vissulega ber Alhambra höllin þess menjar að hún komst i niður- niðslu og fyrir þá synd verður aldrei kvittað. En allt hefur verið gert sem hægt er til að koma henni I eiús gott stand og hægt er. Aftur á móti voru Generalife garðarnir orðnir óhrjálegur villi- gróður. En þá vildi Spánverjum það til happs, að frumteikningar af garðinum frá 14. öld, fundust i gömlum skjölum niður i borginni. Þvi var hægt að rifa villi gróður- inn niður og byggja garðinn upp aftur eins og hann var i upphafi og það var gert. Spánverjar þakka Washington Irving það að Alhambra bjargaðist frá algerri eyðileggingu og er minningu hans haldið á lofti I Granada, ýmislegt þar er heitið eftir honum. Kolumbus og aðrir frægir menn Sá atburður, sem haft hefur meiri áhrif á söguna en flestir aðrirer strand Kristofers Kolum- busar i Ameriku. Þessi frækni sjófari hafði leitað eftir fjárhags- legum stuðningihjá ttaliukonungi og PortUgalskonungi til að finna sjóleiðina til Vestur India. Hann fékk synjun hjá báðum. Arið 1492, er þau Ferdinant og ísabella sátu I sigurvimu uppi Granada, eftir að hafa endanlega sameinað Spán I eitt riki leitað hann til þeirra með stuðning. Og enda þótt Spánn væri þá fátækara land en bæði ítalia og PortUgal veittu þau honum stuðning, 5 Uthafsskip fullbúin og mönnuð. Hann lagði af stað og strandaði i Ameriku. Allir þekkja framhaldið. Spánn varð á örfáum árum rikasta og voldug- asta riki heims og sú dýrð stóð i eina öld, „Siglo de oro” gullöld- ina, sem er 16. öldin. Eftir það hófst hnignunin, sem stóð sam- fleytt til ársins 1936 að hin grimmtiðlega borgarastyrjöld hófst og siðan valdataka fasistans Francisco Franco, sem stjórnaði landinu með harðri hendi frá 1939 til 1975. En það er önnur saga. Þrir af frægustu listamönnum Spánar á þessari öld eru Granadamenn. Skal þar fyrstan telja ritsnillinginn og skáldið Federico Garcia Lorca. Hann fæddist árið 1898 i Granada og þar var hann myrtur á götu af stuðningsmönnum Francos árið 1936, þegar hann kom heim til að kveðjaviniog vandamenn ákveð- inn i að flýja land, enda var hon- um þá ekki orðið lengur vært i landinu, þar sem fasistar sátuum lif hans, enda var hann einn harðasti andstæðingur þeirra sem fyrir fannst, hvassari penni en aðrir, maður sem margir hlustuðu á. Þá má nefna, þá Andre Segovia, frægastur þeirra m'anna er leika, klassiska tónlist á gitar og selló-' snillingurinn Pablo Casals, sém er dáirjn fyí-ir fáeinum árum, en Segovia lifir enn háaldraður. Þvi miður þefur hér aðeins verið s’tiklað á stóru, því hægt er að skfifa heilar bækur um Granadp hefur það raunar verið gert.' Ejjginn sem kemur til ' Spánar bg á þess ko^t að skoða ■ Granada og upplifa það andrUms- loft sem rfkir i borginni, ætti að sleppa þvl tækifæri. —S.dör i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.