Þjóðviljinn - 16.05.1981, Síða 5

Þjóðviljinn - 16.05.1981, Síða 5
Helgin 16. — 17. mai. 1981 ÞJ6ÐV1LJINN — SÍÐA 5 verið beitt miitum og gylliboðum, og það er staðreynd, sem liggur fyrir, að talsverður hluti íslend- inga hefur á þessum áratugum átt margskonar viðskipti við her- inn og haft af þvi verulega fjár- muni. Ekki þarf að fara langt til að finna fjársvik sem stunduð hafa verið i tengslum við banda- riska herinn. Stærsta málið er svokallað „oliumál”. Marshallféð kom þarna einnig við sögu og það hefur jafnan verið viðurkennd að- ferð af Bandarikjamönnum að beita ekki aðeins fortölum heldur einnig fégjöfum til þess að koma sjónarmiðum sinum á framfæri. Eitt alvarlegasta tilræði Banda- rikjamanna á þessum tima við sjálfstæði islensku þjóðarinnar var herstöðvasjónvarpið sem náði um tima inn á annað hvert heimili hér á þéttbýlissvæðinu, eða til u.þ.b. þriðjungs fslend- inga. Það er einn besti áfangi her- stöðvaandstæðinga, þegar vinstri stjórninni 1971—1974 tókst að knýja fram lokun bandariska hermannasjónvarpsins og það er geymten ekkigleymtað á alþingi íslendinga voru menn sem fluttu beinli'nis tillögur um það, að opna fyrir bandariska hermannasjón- varpið á ný er þvi hafði verið lokað. Það er athyglisvert að fylgjast með því hvernig þessum málum er háttað nii, hvernig íslenskir aðalverktakar virðast raka saman gróða af umsvifum sinum af Vellinum og festa hann i stein- steypuhöllum hér i bænum og geyma á bankareikningum i stærstu rikisbönkunum.Ogþað er einnig athyglisvert að horfa á það þegar triínaðarmenn hermangsvi ins blygðunarlaust ganga fram fyrir skjöldu til undirbúnings i prófkjörum flokkanna á sama tima og þeir gegna störfum við það að selja rusl fyrir Amerikan- ann hér á þéttbýlissvæðinu. Hér er margt orðið rotið og margt orðið spillt, en þó fer þvi viðs- fjarri að baráttan gegn banda- risku herstöðinni hafi lagst niður; þvert á móti er það svo, að á undanförnum árum hefur mjög verulega aukinn hluti ungs fólks gert sér grein fyrir þvi hvaða hætta það er sem fylgir banda- risku herstöðinni fyrir efnahags- legt og stjórnarfarslegt sjálfstæði íslendinga og menningarlega stöðu okkar, sögu og umgengni okkar við þá arfleifð sem fyrri kynslóðir skildu eftir okkur til ráðstöfunar og varðveislu. Ný viðhorf Nú á sibari misserum hafa ný viðhorf i herstöðvamálinu skapað nýja umræðu um þessi mál. Komið hefur fram að Bandarikja- menn eru að koma sér upp nýrri tegund búnaðar i Keflavik. Rikis- stjórn Geirs Hallgrimssonar ákvað að leyfa hér staðsetningu svokallaðra AWACS-flugvéla á Keflavfkurflugvelli, en sú ákvörðun var tekin á lokaspretti valdaferils þeirrar rikisstjórnar á samatimaog fyrirheitin um fjár- mögnun flugstöðvarinnar voru veitt af hálfu Bandarikjamanna og það er ekki i fyrsta sinn, eins og ég hef hér rakið, sem f jármun- ir hafa komið við sögu þegar Bandarikjamenn hafa viljað koma fram stefnumiðum sinum hér á landi. Ég hef út af fyrir sig ekki trú á þvi að þeir islenskir ráðamenn sem heimiluðu þennan búnað, lagningu SOSUS-kerfisins hérna út i Atlantshafið, ORION- og PHANTOM-vélarnar og AWACS- vélarnar hafi gert sér grein fyrir þvi i öllum tilvikum hvað þeir voru að gera, vegna þess að hér er um að ræða skref sem er svo alvarlegti'þá áttaðauka hættuna á þvi' að árásir verði gerðar á Island. Ég hef ekki trú á þvi að nokkrir s.æmilega vel meinandi einstaklingar, jafnvel þó þeir til- heyri þeim flokkum sem vilja styðja herstöðina hér i landinu, geti i raun með opnum augum samþykkt slikt. Núna að undanförnu eftir að Þjóðviljinn og þingmenn Alþýðu- bandalagsins og Samtök her- stöðvaandstæðinga hafa tekið að gera grein fyrir þessum auknu umsvifum Bandarikjamanna þá höfum við reynt að gera itrekaðar tilraunir til þess að fá hina flokk- ana og talsmenn þeirra til að ræða um þessi mál af verulegri alvöru. Við höfum bent á það að samkvæmt nýjustu áætlunum stórveldanna sé núna beinlinis gert ráð fyrir þvi að unnt verði að heyja svokölluð „takmörkuð kjarnorkustrið” og við höfum bent á aðhætta sé á að herstöðin á Islandi verði þannig útbúin að forsendur til þátttöku i sliku „tak- mörkuðu kjarnorkustriði” skapist hér á fslandi. Við höfum ekki fengið mjög verulegar undir- tektir meðal forustumanna flokka, en þó hef ég orðið var við það meðal almennings i landinu að fjöldinn allur af fólki, sem til þessa hefur stutt NATO-flokkana, gerir sér grein fyrir þeim háska sem hér er framundan. Evrópa gísl stórveldanna Hér kemur hinn norski hernaðarsérfræðingur að ákaf- lega mikilvægum þætti i öryggis- málum Evrópu um þessar mundir. Stórveldin hafa i vaxandi mæli verið að koma fyrir meðal- drægum og skammdrægum eld- flaugum og kjarnorkuvopna- búnaði i Vestur-Evrópu og i Austur-Evrópu sitt hvoru megin við járntjaldið sem svo var kallað i eina tið. Það er talað um það af forráðam önnum norskra og sænskra sósialdemókrata að hér sé i raun og veru verið að koma upp þvi' ástandi að Evrópa verði einskonar gisl stórveldanna i hernaði. Að það sé hugsanlegt að heyja takmörkuð kjarnorkustrið án þess að slikt komi niður á mið- stöðvum stórveldanna i Asiuhluta Sovétrikjanna ellegar á megin- landi Ameriku. Spurningin sem Evrópuþjóðimar standa frammi fyrir núna er þess vegna sú hvort þær ætla að láta stórveldin hafa sig að gi'slum i þessum efnum, eða hvort Evrópuþjóðimar geta sameinast um evrópskan valkost andspænis hernaðarstefnu stór- velda. Þessi evrópski valkostur yrði að vera i þvi fólginn að stiga ákveðin skref i átt til afvopnunar og friðar á þessu svæði. 1 þeim efnum hefur einkum verið rætt um möguleikana á þvi að ákveðin svæði og helst allt svæðið verði lýst kjarnorkuvopnalaust. Fyrir þvi er vaxandi áhugi hvarvetna. Það kemur m.a. fram i þvi að Hollendingar og Danir og fleiri hafa neitað að taka þátti auknum vigbúnaði Atlantshafsbanda- lagsins á þessu svæði. Raddir innan breska Verkamannaflokks- ins hafa gerst svo háværar að flokkurinn hefur lýst þvi yfir að nái breski Verkamannaflokk- urinn meirihluta á nýjan leik i þvi landi, muni hann gera það að skil- yrðislausri kröfu að Bandarikja- menn fari i burtu með allar kjarnorkuvopnaeldflaugar af bresku landi og það hefur einnig komið mjög skýrt fram innan vestur-þýska sósialdemókrata- flokksins, að þar eru verulegar áhyggjur vegna vaxandi hernaðarumsvifa i Evrópu. Kjarnorkulaus Norðurlönd. Evrópskur valkostur Einnig hér á landi hafa farið fram miklar umræður um þessi efni, m.a. um möguleikana á þvi að Norðurlöndin verði lýst kjarn- orkuvopnalaust svæði. Auðvitað þýðir slik yfirlýsing einfaldlega það að þau riki sem að henni stæðu myndu gera með sér til- tekinn þjóðréttarlegan samning um það að þau myndu ekki skapa aðstöðu fyrir kjarnorkuvopn i löndum sinum. Það hefur komið fram á hinum Norðurlöndunum mikill áhugi á þessu og i Noregi, Danmörku og Sviþjóð er farin af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Norðurlöndin verði kjarnorkuvopnalaust svæði. í þessum umræðum heyrist þvi haldið fram að þarna verði i raun og veru að sleppa fslandi, vegna þess fyrst og fremst að staða íslands sé i þessum efnum svipuð og Kolaskagans i Sovetrikjunum, að með þvi að fsland væri kjarn- orkuvopnalaust væri raskað svo- kölluðu hernaðarlegu jafnvægi stórveldanna. Alþýðubandalagið er þeirrar skoðunar að þessi upp- setning mála sé i raun og veru fráleit. 1 fyrsta lagi vegna þess að tilgangurinn með þvi að lýsa þvi yfir að ákveðin svæði séu kjarn- orkuvopnalaus er ekki sist sá að leitast við að draga úr hernaðar- umsvifum stórveldanna og ef slikt gæti gerst með þvl að Island yrði aðili að slikri yfirlýsingu væri fólgin i þvi áhrifarik stefnu- mörkun. En iöðru lagi þá er þessi uppsetning mála um Norður- löidin fjögur sem kjarnorku- vopnalaus en ekki Island, Fær- eyjar og Grænland fráleit af þeim sökum að með þvi móti er i raun- inni verið að óska eftir auknu öryggi fyrir Norðurlöndin fjögur á kostnað eyþjóðanna þriggja. Það ætti semsagt að auka þrýsting á Island, Grænland og Færeyjar um geymslu kjarn- orkuvopna og aukins hernaðar- búnaðar um leið og Norður- löndunum fjórum væru skapaðar friðsamlegri kringumstæður. Hér er þess vegna ekki um að ræða drengilega afstöðu á Norður- löndunum að minu mati og Alþýðubandalagið mótmælir henni mjög harðlega og mun koma þeim mótmælum á fram- færi á Norðurlöndunum nú á næstunni. Ahuginn á þvi að lýsa yfir að Norðurlöndin verði kjarn- orkuvopnalaus er hins vegar ákaflega eðlilegur og hann er hluti af þessari viðleitni sem er á dagskrá i' allri Vestur-Evrópu til að skapa þar samstöðu um evrópskan valkost i varnarmál- um og ég tel eðlilegt að Islend- ingar verði að hafa augun opin i þeim efnum og kanna alla mögu- leika til þess að íslendingar verði einnig aðilar að þessum evrópska valkosti ef hann finnst, vegna þess að okkur er nauðsynlegt að tryggja tengsl sin við Evrópu og Norðurlönd ennþá betur en gert hefur verið. Það hefur komið i ljós i norrænu samstarfi á liðnum 30 árum, að þegar þar er unnið af heilum huga næst þar verulegur árangur sem hefur þýðingu fyrir allar þjóðirnar sem búa á Norðurlöndunum. Hins vegar hefur ekki tekist samstarf i varnarmálum milli þessara þjóða, þvi miður, þrátt fyrir mjög verulegan áhuga i þeim efnum. Nú er hins vegar að vakna skiln- ingur á þessu sviði og hann kom mjög greinilega fram á þingi Norðurlandaráðs i Kaupmanna- höfn i' vetur, þar sem m.a. var óskað eftir þvi að forsætisnefnd Norðurlandaráðs kanni mögu- leika á að haldinn verði sérstakur fundur norrænna þingmanna um að Norðurlöndin verði lýst kjarn- orkuvopnalaust svæði. Leitum nýrra leiða Umræðan um þessi mál hefur hins vegar ekki náð eins langt hér á landi og skyldi. Þó eru rökin ennþá augljósari hér en nokkurs staðar annars staðar vegna þess að við erum eina rikið á Norður- löndum sem hefur erlenda her- stöð. En hérna hafa ákveðin öfl reynt að sporna við fótum og reynt að koma i veg fyrir það að umræðan um þessi mál geti haldið áfram með eðlilegum hætti. Ég leyfi mér að spyrja tals- mann þeirra stjórnmálaflokka, sem fulltrúa eiga á Alþingi núna. Geta þeir ekki hugsað sér að hafin verði umræða hér á landi á milli stjórnmálaflokkanna á ein- hverjum vettvangi, i utanrikis- málanefnd eða öryggismálanefnd um það, hvað breytingar eru að eiga sér stað á herstöðinni i Keflavik, og hvernig er öryggi tslendinga best borgið andspænis þeim breytingum, og með hvaða hætti geta tslendingar tengst þeirri umræðu um evrópskan val- kost i öryggismálum sem nú er rætt um i' allri Vestur-Evrópu og viðar. Ég trúi þvi ekki að þeir forystumenn annarra flokka sem hér eiga sætiá alþingi nú, séu svo stokkfreðnir i brynjur hins kalda striðs, eins og forverar þeirra voru, að þeir fáist ekki til að setj- ast niður til að ræða um þessi mál, til að skapa viðtækari þjóðarsamstöðu um úrræði i utanrikismálum en nokkru sinni hefur skapast hér á landi. Forráðamenn þessarra flokka verða að gera sér grein fyrir þvi að sú leið sem þeir hafa fylgt kann að visu að hafa stuðning ein- hvers takmarkaðs meirihluta þjóðarinnar. Af þeim ástæðum er þeim skylt að leita nýrra leiða i þessum efnum og kanna hvort ekki er möguleiki á miklu viðtækari samstöðu en verið hef- ur, þvi ég er viss um að yfir- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar er andvigur þvi að hér séu geymd kjarnorkuvopn eða þvi að hér sé aðstaða fyrir kjarnorkuvopn. Ég er sannfærður um það að yfir- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar er andvigur þvi að fsland verði gert að sérstakri skotskifui striði, að fsland verði i raun og veru sá staður sem eigi að taka höggið af stórveldinu, Bandarikjunum, i hugsanlegum átökum hins tak- markaða kjarnorkustriðs sem hershöfðingjar stórveldanna núna velta fyrir sér. íslensk friðarstefna Ég er sannfærður um að það er unnt að skapa yfirgnæfandi þjóðareiningu á fslandi um islenska friðarstefnu, sem tekur mið af öryggi fslendinga einna fremuren að taka i rauninni fyrst og fremst mið af hernaðarlegum hagsmunum Bandarikjamanna, jafnvel á kostnað fslendinga. Og ég lýsi ábyrgð á hendur þeim mönnum sem neita að vinna að þjóðarsamstöðu um úrræði i öryggis- og varnarmálum tslendinga, sem tryggja stöðu þjóðarinnar, öryggi hennar, framtið, sjálfstæði og menningu betur en núverandi úrræði meiri- hluta alþingis gera i þessum efn- um . Ég minni á i þessu sambandi að engin Norðurlandaþjóð önnur en íslendingar hefur tekið i mál að opna fyrir dvöl erlends hers i landi sinu á friðartimum og við skulum muna það að nær 90% þeirra rikja, sem aðild eiga að S.Þ. hafa kosið að standa utan hernaðarhandalaga risaveld ianna. STOÐSTOLLINN Heilsunnar vegna Góöur stóll sem léttir vinnu og eykur vel- líðan. Bakiö er fjaðr- andi og stillanlegt og gefur mjög góöan stuðning. Halli set- unnar er breytanlegur og hæöarstillingin sjálfvirk. Fáöu þér Stoðstólinn heilsunnar vegna. STALIÐJANhf SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211 •r Awacs-flugvél lentii fyrsta skipti á Keflavlkurflugveili mánudaginn 23. september 1978. Aö leyfa komu slfkra véla var eitt af sfðustu verkum ríkisstjórnar Geirs Hallgrimssonar (Ljósm.iLeifur)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.