Þjóðviljinn - 16.05.1981, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 16.05.1981, Qupperneq 11
í ji'I ffiin .' í — .»! ffiyiflíH Vil .iyOO'/iA,; ‘A'jí Helgin 16. — 17. mai, 198Í ÞJóTÐVILJINN — SÍÐA lf Hestar eru Rússneskur söngleikur í Þj óðleikhúsinu Þjóðleikhúsið frumsýnir á miðvikudaginn stórfræg- an rússneskan söngleik sem Gustur heitir og er byggður á sögu um hest eftir Léf Tolstoj. Þórhildur Þorleifsdóttir er leikstjóri/ en Bessi Bjarnason fer með aðalhlutverkið — klárinn Gust, sem hefur munað fegri daga. Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stjóri sagði á blaðamannafundi, að verkið væri fullt með mannúð og hestúð. Hestarnir eru gæddir mannlegum eiginleikum —■ og þetta er undirstrikað m.a. með þvi að láta sama leikara bregða sér á vixl i gervi hests og manns. Til dæmis fer Sigriður Þorvalds- dóttir með hlutverk Glettu, sem var i góðu vinfengi við Gust ung- an — hún er lika ástkona tveggja eigenda hans. Siguröur Skúlason er keppinautur Gusts, Ljúfur — Kórinn — Stóðið syngur um elli klársins gamla. Bessi á reyndar 30 ára leikaf- mæli um þessar mundir. Hann hóf ferilsinn sem „vöröur, þjófur og ræningi” I Snædrottningunni og 30 árum siðar er hann svo for- framaður orðinn að hann er dubb- aður til hests. Þar á milli eru meira en 120 hlutverk. Söngleikurinn um Gust var frumsýndur f Gorkiieikhúsinu i Leningrad árið 1975. Sýningin vaktimikla athygli leikhúsmanna og förisnatriyfir til New York og vfða um lönd. Það er Mark Kozovskisem býr til leik úr sögu Tolstojs, en frásögnin tekur reyndar furðu margt beint úr sög- unni. Tónlist er eftir Vétkin og til- reidd hér af Atla Heimi Sveins- syni. Arni Bergmann þýddi leik- inn. Mannúð og hestúð Gustur er skjóttur klár,gamall og slitinn, sem göfugir kynbóta- hestar fyrirlita. En hryssan Gletta kannast við gripinn — og hann segir sögu sina. Gustur var af göfugu foreldri, en ógæfa hans varsú að hann fæddist skjóttur og átti ekki heima i stóði sem verið var að rækta. Hann var geltur og gekk eftir það kaupum og sölum. Besta ævi átti hann hjá Serpúkhovski fursta, miklum lifs- lifsnautnamanni: þar vann hann frægan sigur á veðhlaupabraut og þar hófst einnig mikil hrakninga- saga. og siðasti eigandi hans. Flosi Ólafsson er hestasveinn og þjónn eigendanna o.s.frv. Umburðarlyndi 1 leiknum tala hestar og menn ekki saman heldur hver um ann- an. Hestarnir tala saman inn- byrðis og þeir skilja mannamál. Mennimir vita hinsvegar ekki hvaðhestum fer á milli. Þetta er i anda ákveðinna hugmynda Tolstojs, um að mennimir séu heldur lakari en hestar — eða önnur afsprengi náttúrunnar, Tolstoj var afar vantrúaður á sið- menningarfyrirbæri og manna- setningar eins og eignarrétt — það er af þeim sökum að hestar skilja fleira en menn, og sýna þeim umburðarlyndi. Arnar Jónsson leikur Serpúkhovski, Róbert Amfinns- son stallara, Arni Tryggvason hestasvein, Gunnar Eyjólfsson hershöfðingja. Ellefu manna hóp- ur er i senn kór og stóð, og fjögurra manna sigaunahljóm- sveit kemur mjög við sögu. Leikendur hafa meðal annars brugðið sér I hesthús og i útreiða- túr til að skerpa næmisittá réttar hreyfingar og framgöngu. Allir erum við að nokkru leyti hestar, væni minn, hver okkar er hestur á sinn hátt — sagði annað rússneskt skáld, Majakovski.. — h Gustur (Bessi Bjarnason) og Gletta (Sigriður Þorvaldsdóttir) rifja upp fornar ástir á Ilfsins vori (ljósm. Gel). Viftu byggja sumarhús eða einbýlishús í sumai? Húseiningaverksmiðjan SAMTAK HF á Selfossi framleiðir margar gerðir ein- býlishúsa úr völdum viðartegundum. Húsin eru 80—160 fermetrar. AUÐFLYTJANLEGT HVERT Á LAND SEM ER. Höfum einnig hafið framleiðslu á mjög vönduðum sumarhúsum með band- sagaðri standandi klæðningu, loft og veggir eru klædd grenipanel. Gerið verðsamanburð áður en kaupin eru gerð. Sýningarhús á staðnum. Kvöld- og helgarsími 99-1779 nSAMTAKi Uhuseiningar SÍMI: 99-2333 AUSTURVEGI 38 800 SELFOSSI Verðeftir lækkun: kr. 4.25 HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.