Þjóðviljinn - 16.05.1981, Page 17
Hfelgin re. — 17. mai, 1981 Þ'J'ÖÐVILJINN — SIDA 1*7
Minning
Sigmar Friðriksson
Fœddur 31. júlí 1901 — Dáinn 6. maí 1981
Mig langar I fáum or&um aö
minnast sómamannsins Sigmars
Friörikssonar bakarameistara
frá Seyöisfir&i, sem lést I Land-
spitalanum 6. mai sl. og jarö-
settur veröur nú I dag, 16. mai, á
Seyöisfiröi.
Sigmar fæddist hér á Seyöis-
firöi, 31. júli 1901, og heföi þvi
oröiö áttræöur á þessu sumri.
Hann var einn af fáum „hrein-
ræktuðum” Seyöfiröingum af
gömlu kynslóöinni, sem eftir voru
i þessum bæ, og hélt tryggö viö
staöinn alla sina æfi. Þeirri kyn-
slóö sem vann myrkranna milli,
og þurfti aö vinna myrkranna
milli til aö komast af og skila I
okkar hendur betra þjóöfélagi en
hiín tók við.
Foreldrar Sigmars voru hjónin
Helga Siguröardóttir og Friörik
Jónsson, sem lengst af bjuggu i
húsi þvi sem „Sæból ” hét og eldri
Seyðfirðingar muna. Þar ólst
hann upp, ásamt Boga bróöur
slnum. Ég minnist þess, aö sér-
lega kært var milli þeirra bæröra,
og mikill samgangur milli þeirra,
og heimila þeirra, meöan báöir
lifðu. Helgu móður sina misstu
þeir þegar Sigmar var 17 ára og
héldu þeir heimili meö fööur
sinum næstu 4 árin, e&a þangaö til
hann lést. Eftir það bjuggu þeir
bræöur saman i Sæbóli þar til Sig-
mar giftist áriö 1929. Bogi and-
aöist 1. júni 1968.
A unglingsárum sinum vann
Sigmar nokkurn tima i bakarii
hér á Seyðisfirði sem varð til þess
aö hann lagöi þá iöngrein fyrir
sig. Námið sóttí hann til Reykja-
vikur, nánar tiltekið i Björns-
bakarí og lauk þvi árið 1926.
Þessa iðngrein sina stundaði
hann siðan mestan hluta æfinnar,
þo með nokkrum hléum, en þá
vann hann almenna verka-
mannavinnu. Hann var vand-
virkur iðnaðarmaður og voru
brauð hans rómuð fyrir gæði.
Hinnn 20.mars, áriö 1929 steig
Sigmar stærsta gæfuspor lifs sins,
leyfi ég mér aö fullyröa, þegar
hann giftist Svövu Sveinbjörns-
dóttur, frænku minni. Var hjóná-
band þeirra, og sambúö öll, ein-
staklega farsælt og elskulegt.
Veit ég ekki til aö nokkurn tima
hafi boriö skugga þar á. Enda
mun gagnkvæmt traust og virö-
ing hafa ráöiö rikjum þar á bæ.
Hvergi þar sem ég hefi þekkt til
hef ég vitað betri eða hnökralaus-
ari sambúö hjóna. Þykist ég
nokkuð vel geta um það dæmt, þvi
fram á fulloröinsár var ég þar
nánast heimagangur.
Sigmar og Svava eignuöust 12
börn. Tiu þeirra náðu fullorðins-
aldri, enþau voru: Helgi Friðrik,
Jóhann Ingimundur, Sveinfriður,
Sveinn, Sigriður Maria, Hreiðar,
Gunnar Björgvin, Haraldur,
Alfreð, og Helga. Tvo drengi
misstu þau i frumbernsku.
Tvisvar sinnum, á si&ustu 19
árum, hefur sorgin knúiödyra hjá
þeim Sigmari og Svövu. 1 fyrra
skiptiö 17. febrúar 1962, þegar sá
hörmulegi atburöur geröist, aö
m/b Stuðlaberg NS 102 fórst meö
allri áhöfn, viö Reykjanes, Þar
fórst sonur þeirra, Jóhann Ingi-
mundur, eöa Mundi, eins og hann
var ætiö kallaður, aöeins rúmlega
þritugur aö aldri. Fór þar
drengur góöur og frábær sjó-
maöur. Slys þaö varö þeim
hjónum og fjölskyldunni þungt
áfall. Sf&ara skiptiö sem sorgin
knú&i á dyr þeirra hjóna, var 14.
október 1978, þegar Helga dóttir
þeirra lést skyndilega. Helga
haföi veriö þeim ómetanlegur
styrkur slöustu árin, eftir aö
heilsu þeirra tók aö hraka, þó hún
sjálf gengi ekki alltaf heil til
skógar. Mun hún hafa li&iö meira
en margur vissi um, því hún var
fremur dul, og ekki kvartsár.
Barnabörn þeirra hjóna eru nú
orðin 22, og barnabarnabörnin 4.
Hefur margur kvatt þennan heim
meö minni árangur aö baki, en
ánægöur þó.
Alltaf var gáman aö koma á
heimili Sigmars og Svövu. Þar
var ávallt glatt á hjalla, enda
börnin mörg og fjörmikil. Af þvi
leiddi, aö viö frændsystkini
„Simmalinganna” I „Bláhús-
inu”, sóttum þangað máske
; máske meira en góöu hófi gegndi,
ef tekiö er til þess aö þröngt var
þar oft bekkurinn setinn.
Mörg kvöldin, þegar timinn fór
ekki I ærsl og læti, var setiö og
spjallaö saman. Var þá gjarnan
setiö i hóp kringum Sigmar, sem
haföi einstaka hæfileika til aö
gæöa frásagnir sinar llfi. Var þá
oft sagt frá „gömlu dögunum”
hér á Seyöisfiröi. Enda var hann
stálminnugur og fjölfróður um
fyrri tima hagi. Leituöu þeir oft
til hans á siöustu árum, sem söfn-
uöu fróöleik um atvinnuhætti og
mannlff hér, frá fyrri tið. Var þar
aldeildis ekki komiö aö tómum
kofunum.
A yngri árum stundaði
Sigmar iþróttir, og þótti knár
knattspyrnumaöur. Alla æfina
sýndi hann þeirri iþrótt mikinn
áhuga, og var dyggur áhorfandi á
knattspyrnuvellinum þegar leikiö
var. Munu margir sakna hans af
vellinum nú I sumar. Af þessu
hlaut það lika aö leiöa, aö hann
skaffa&i liöinu knáa liðsmenn,
sem aö visu eru nýhættir keppni,
en i þá vitnað, þegar rætt er um
seiglu og þrautseigju i þeirri
Iþrótt.
Reyndar var Sigmar geröur aö
heiðursfélaga iþróttafélagsins
Huginn, á sextugsafmæli þess
árið 1973 fyrir brautryðjandastörf
og sina sérstöku tryggö viö
félagiö og knattspyrnuna.
Þegar ég nú læt hugann reika til
liðinna ára minnist ég þess aö
Sigmar var barngóöur, og ljúfur
heimilisfaöir. Er mér þaö enn I
fersku minni, aö i flest skipti sem
ég kom þangaö, sat hann meö
eitthvert af yngri börnunum i
fanginu þott þreyttur væri eftir
langan og erfiðan vinnudag. Segir
sig sjálft, aö oft hefur hann þurft
mikiö á sig aö leggja, þvi marga
munna þurfti aö metta.
Engum mönnum tróö Sigmar
um tær um dagana, enda veit ég
ekki til aö hann ætti nokkurn
timann óvildarmenn. Hann var
fremur dulur út á viö, en þvi
ræönari og skemmtilegri innan
veggja heimilisins. Þó fór hann
aldrei dult meö lifsskoöanir sinar.
Fundu þeir þaö fljótt, sem viö
hann ræddu, hvorum megin vig-
linunnar hann stóö i lifsstriðinu.
Avallt tók hann sér stööu viö hlið
þess sem minna mátti sin, og var
stundum ómyrkur I máli, ef svo
bar undir.
Siöustu árin hafa þau hjónin
búið I húsi sinu að Miðtúni 6, sem
þau reistu áriö 1966 meö yngsta
syninum, Alfreö, sem alltaf hefur
búiö hjá þeim og reynst þeim
styrk stoö, þegar heilsu þeirra og
kröftum tók að hraka. Skal hér þó
ekki gert litiö úr umönnum hinna
barna þeirra.
Aö lokum kveö ég góöan dreng,
meö viröingu og þökk, og sendi
Svövu sem nú er sjúklingur á
Sjúkrahúsi Seyöisfjaröar, og aö-
standendum hennar, samúðar-
kveöjur frá mér og minum, og
veit um leiö, aö þau rnunu geyma
i sjóöi minninganna óbrotgjarna
mynd af góöum eiginmanni og
föður.
Jóhann Sveinbjörnsson
Miövikudaginn 6. mai siöast-
liöinn andaöist á Landspitalanum
Sigmar Friöriksson bakara-
meistari á Seyðisfiröi eftir langa
baráttu viö erfiðan sjúkdóm.
Sigmar var fæddur á Seyðis-
firöi 31. júli 1901. Foreldrar hans
voru hjónin Helga Sigurðardóttir
og Friðrik Jónsson sem lengi var
starfandi viö útgerö Friðriks
Wathne á Seyðisfiröi. Var Sigmar
annar af börnum þeirra hjóna,
sem upp komust, hinn var Bogi,
sem látinn er fyrir allmörgum
árum.
Ungur fór Sigmar aö vinna viö
allskyns störf eins og þá var titt
og vildi svo til að hann fór að
vinna i bakariinu hjá Karli
Markússyni, sem leist þaö vel á
handbragö hins unga manns, að
hann hvatti hann til þess að fara
til Reykjavikur að læra bakara-
iön. Varö þaö úr og hélt Sigmar
suöur, eins og viö köllum þaö hér
og komst að viö nám i Björnsbak-
arfi, var það áriö 1925. Er hann
haföi lokiö námi I brauögeröinni,
ákvað hann aö taka kökugerðina
lika og lauk bakaranámi sinu með
hinni mestu prýöi.
Voriö 1927 hélt hann aftur heim
á Seyöisfjörö og réöist til vinnu i
bakarii Sveins Arnasonar. Þegar
svo Pétur Sigurðsson kaupir
bakaríið réði hann sig áfram hjá
honum. Þetta sama vor kynntist
Sigmar konuefni sinu, hinni
mestu myndar og dugnaðar konu,
Svövu Sveinbjarnardóttur, dóttur
hjónanna Oddfríðar Ottadóttur og
Sveinbjarnar Ingimundarsonar
sjómanns á Seyðisfirði. Þau
gengu i hjónaband tveimur árum
siöar, eöa þann 20. mars 1929 og
voru sambúöar ár þeirra þvi
oröin fimmtiu og tvö og þvi margs
að minnast frá svo langri sam-
búð.
Svava og Sigmar eignuðust tólf
börn og komust tiu upp, en tvö
dóu kornung. Af þeim tiu sem upp
komust eru átta á lífi, þau eru:
Friðrik, Sveinfriður, Sveinn
Sigriður Maria, Hreiðar, Gunnar,
Haraldur og Alfreð.
Eins og geta má nærri, var
erfittaö koma upp svona stórum
barnahópi á þessum árum og þvi
ærið að starfa, en allt tókst það
hiö besta með góðri samvinnu
þeirra hjónanna og er mér óhætt
aö fullyrða aö þau hjónin voru
sérlega samhent og studdu hvort
aönnaö i öllum erfiöleikum og
ætið reiöubúin að rétta öðrum
hjálparhönd ef með þurfti.
Alla tiö var Sigmar heilsuveill
og bætti ekki úr, sá aöbúnaður
sem áöur fyrr var á hans aðal-
vinnustað, það er bakariinu, litil
eða engin loftræsting og svo kola-
kynntir bökunarofnar.
A fimmta áratug aldarinnar
breytti Sigmar til og fór aö vinna
hjá Síldarbræðslu Seyöisfjaröar,
og var hann kyndari þar, ekki
sagði hann þó skilið viö bakariið
aö fullu, þar var hann alltaf
meira og minna með annan fótinn
þar til heilsan bilaði alveg, þvi
bakari var hann hinn besti og
eftirsöttur i starfið.
Mikill geöprýðismaður var
Sigmar, sérlega léttur i lund, ró-
legur i skapi svo af bar, en þó
grinisti hinn mesti og minnis-
góður var hann meö afbrigöum.
Fátt var jafn ánægjulegt og að
koma á heimili þeirra hjóna og
hlusta á Sigmar rifja upp löngu
liðna atburði, enginn sagöi betur
frá og minniö brást honum ekki
fram til hins síðasta.
Ég sem þessar linur rita, átti
margar gleöistundimar hjá þeim
hjónum allt frá barnæsku ásamt
með systkinum minum og var oft
hressilegt á hinu mannmarga
heimili, sem var eins og okkar
eigið, þvi samgangur var mikill
og fjölskyldutengsl sterk þar sem
Svava er móðursystir okkar og
hefur Sigmar verið okkur eins og
besti frændi.
Barnabörn og barnabarnabörn
Svövu og Sigmars eru oröin mörg
og hafa þau verið ömmu og afa til
mikillargleðiog hafa börnin notið
ástar þeirra og umhyggju i rikum
mæli.
Það voru fleiri en þeirra eigin
börn, sem nutu elsku þeirra og
hlýju, aldrei kölluðu börn okkar
hjóna þau annað en Svövu ömmu
og Sigmar afa, og segir þaö
nokkuö, um hug þeirra til æsku-
fólksins.
Fyrirtæpum tuttugu árum uröu
þau hjóninfyrir þeirri miklu sorg,
aö missa næstelsta son sinn Ingi-
mund, en hann fórst með vél-
bátnum Stuölabergi NS 102, þann
17. febrúar 1962, hinn mesti
dugnaðar og gæða drengur, rétt
rúmlega þritugur að aldri.
Lifið gengur sinn gang, en ekki
hjá öllum eins, þvi fyrir um það
bil tiu árum veikist Sigmar af
liðagigt og Svava einnig, ekki
löigu seinna og hafa þau orðið aö
dvelja á sjúkrahúsum alltaf ööru-
hverju sföan, en hafa þó haldið
heimili meb yngstu börnum
sinum tveimur, siöustu árin,
þeim Alfreð sem er sjómaöur og
Helgu þar til er hún lést þann 14.
október 1978 þritug aö aldri.
Helga heitin var alltaf heilsulitil,
en aðdáunarvert var, hvernig hún
svo veikbyggö sjálf, aöstoðaði
þau i veikindum þeirra og var þvi
missir þeirra mikill og söknuöur
sár er hún lést.
Ég flyt hér alúðar þakkir fyrir
allar liðnar samverustundir frá
Fjólu systur minni og kveöju frá
henni og fjölskyldu hennar.
A& lokum þakka ég af alhug
hinar mörgu liðnu samveru-
stundir og flyt kærar kveðjur frá
okkur hjónunum og börnum
okkar um leið og viö biðjum Guð
aö blessa Svövu frænku og hina
stóru fjölskyldu hennar i sorg
þeirra.
Inga Hrefna
•
I dag er Sigmar Friðriksson
verkamaöur á Seyðisfirði
kvaddur hinstu kveðju. 1 önn
þessara daga er ekki unnt að
minnast sem skyldi hins mæta
manns, en örfá kveðjuorð skulu
honum færð að leiðarlokum.
Ég kynntist Sigmari og hans
eftirlifandi konu, Svövu, fyrir
nokkrum árum og öll voru þau
kynni með ágætum, skýrðu fyrir
mér mynd áf hinum ötula erfiðis-
manni, sem i engu lét sitt eftir
liggja, hinum hreinlynda og heil-
steypta alþýðumanni, sem ævin-
lega hafði þar lagt sitt lóð á
vogarskálina, sem þörfin var
mest.
Við sem nú lifum i velgengni
þeirri, sem sprottin er af elju,
fórnfýsi og baráttu þeirrar kyn-
slóðar, sem Sigmar tilheyrði,
stöndum þar vissulega i mikilli
þakkarskuld.
Sigmars er gott að minnast,
sannfæring hans var einlæg og
ákveðin og hvergi fór hann dult
með skoöanir sinar, þar sem bar-
áttan fyrir rétti og bættum
kjörum hins vinnandi manns var i
öndvegi. Hörð og óvægin hefur
lifsbaráttan verið, þvi i engu
hefur það verið auðvelt að koma
upp hinum stóra barnahópi og
gera þaö meö slikri prýði, sem
raun bar um vitni. Þar reyndi
ekki siöur á þá ágætu eiginkonu,
er við hlið hans stóð, sameigin-
lega öxluðu þau allar byrðar,
stóöu af sér öll hretviðri og
harmsefni. Það duldist mér ekki
við fyrstu kynni, að þar fóru
hetjur hversdagsins i þeirra orða
fyllstri merkingu. Ég veit, að þó
harmur sæki nú á huga Svövu,
vinkonu minnar, þá er um hana
sem eikina, sem um var kveðið,
að bognaði ei, heldur brysti i
bylnum stóra seinast. Einlægar
samúðarkveðjur sendi ég henni i
dag. Hlý skal kveðjan hinsta til
Sigigiars með þökk fyrir hin góðu
kyifcii, en ekki siður er i dag þakk-
að fyrir langt og farsælt lifsstarf
og hugsjónaeldinn, sem á arni
brann og gaf lifi hans þann blæ,
það gildi, sem flestu er betra. A
siðasta sumri átti ég þess kost að
hitta Sigmar sem snöggvast og
bjart var brosið sem alltaf áður
og fylgdi mér á leið frá Seyðisfirði
og yljaði huganum.
Æviferillinn var önn og erfiði
merktur, en aldrei var bugast og
heiðrikja fylgdi horfnum sam-
ferðamanni og brá birtu á veg
okkar.
Bjart er þvi yfir mætri minning
Sigmars Friðrikssonar, eins og
geislar þeirrar vorsólar, sem nú
vermir átthagana eystra.
Félagsstarf eldri
borgara í Reykjavík
Sumarstarf 1981 —
dagsferðir og orlofsdvalir
Orlofsdvalir að Löngumýri hafa nú verið
ákveðnar eftirtalin timabil:
22. júni —: 3. júli
6. júli — 17. júli
20. júli — 31. júli
24. ágúst — 4. september.
Verð kr. 1.000,00
Dagsferðir sumarið 1981 hafa einnig verið
ákveðnar.
Upplýsingar og pantanir i sima 86960 að
Norðurbrún 1.
Sérstök 2ja daga ferð verður farin til
Akureyrar og Mývatns dagana 14. og 15.
júli.
Flogið er báðar leiðir og þarf að panta ferð
þessa sem fyrst. Verð kr. 780.00 með
ferðum, fæði og gistingu.
Prentuð dagskrá mun liggja frammi á
næstunni að Norðurbrún, Lönguhlið og i
Furugerði.
F élagsmálastofnun
Reykjavikurborgar
HelfiiSeljan
A Bílbeltin
hafa bjargað
hÉUMFERÐAR
, Wráð