Þjóðviljinn - 30.05.1981, Síða 11

Þjóðviljinn - 30.05.1981, Síða 11
Helgin 30.— 31. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Tíma- mót Sigrún Guöjónsdóttir: Miklar vonir eru bundnar viö nýkomiö stjórnar frumvarp um listskreytingasjóö rikisins. hjá myndlistarmönnum $ Viðtal við Sigrúnu Guðjóns- dóttur, formann FÍM, um myndlistar- þing 1981 og verkefni þess ,,Við vonumst til að þingið geti orðið upphaf að samvinnu mynd- listarmanna og að upp úr þvi verði jafnvel stofnað hagsmuna- félag eða stéttarfclag, sem ailir geti verið i, þó að þeir haldi jafn- framtáfram að vera i sérfélögun- um” sagði Sigrún Guðjónsdóttir, formaður Félags islenskra mynd- listarmanna, i viðtali við Þjóð- viljann en núna um helgina stend- ur yfir fyrsta myndlistarþingið hér á landi og standa að þvi auk FÍM: Hagsmunafélag myndlist- armanna, Grafikfélagið, Textil- félagið og Myndhöggvarafélagið. — Ég sé að þetta myndlistar- þing á að fjalla vitt og breitt um „stöðu myndlistar”. Hvað er helst á döfinni? — Við erum t.d. að byrja að ræða um atriði eins og dagleigu- gjald fyrir myndir sem sýndar eru á sýningum á vegum hins op- inbera. Þetta er svipað kerfi og er hjá rithöfundum sem fá borgað fyrir útlán á bókum. Listasafnal- þýðu er komið með visi að sliku kerfi. Þeir taka að sér að setja upp sýningar viða um Iand, sem oft eiga að fjalla um ákveðið þema. Auk mynda úr safninu eru þá fengnar myndir annars staðar að og borguð dagleigugjöld fyrir þær. Hitt finnst mér að væri jafn sanngjarnt að höfundum yrði borgað fyrir ef myndir eru á ann- að borð lánaðar út. Sala á mynd þýðir að sjálfsögðu ekki að við höfum selt höfundarréttinn. Hingað til hafa myndlistarmenn lánað myndir i opinberar bygg- ingar, svo að annað dæmi sé tek- ið, án þess áð taka nokkurt gjald fyrir og meðan hefur myndin ekki sölumöguleika. — Eru slik dagleigugjöld tiðkuð annars staðar? — Já, i Noregi. Þeir eru komnir einna lengst á þessu sviði á Norð- urlöndum. Þeir eru lika búnir að lögleiða að 2% af byggingar- kostnaði opinberra bygginga fari til greiðslu á skreytingu þeirra. Norðmenn hafa verið mjög harðir i baráttunni og við hljótum að taka töluvert mið af þeim. — Eru ekki komin fram frum- vörp á Alþingi um skreytingar bygginga? — Jú, það hafa komið fram 2 frumvörpþar að lútandi, annað i fyrravor frá þremur þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins og svo núna rétt fyrir þinglok kom fram stjórnarfrumvarp um Listskreyt- ingasjóð rikisins. — Hvað felst i þessum frum- vörpum? — 1 þvi fyrra fólst að skylt væri að verja allt að 2% en þó ekki lægriupphæðen 1% til skreytinga opinberra bygginga. Þó að mikil framför fælist i þessu frumvarpi var þó sá hængur á að fram- kvæmdin átti að vera i höndum sveitarfélaga, t.d. þegar um skólabyggingar var að ræða, en þau eru hvarvetna mjög fjárvana og hefðu þvi kosið að eyða þessu fé til annarra þarfa. Þá var hvergi neitt ákvæði um að mynd- listarmenn kæmu nærri málinu en við viljum vera með i ráðum. — Mér skilst að þú hafir komið eitthvað nálægt siðarnefnda frumvarpinu? — Já, forsaga málsins var sú að okkur Gesti Þorgrimssyni, mann- inum minum, var boðið á norrænt þing i fyrravor um skreytingar opinberra bygginga. Það var haldið i Moss i Noregi vegna þess að Norðmenn eru lengst komnir á þessu sviði eins og áður sagði. Einnig fóru þau Guðmundur Þór Pálsson á vegum Arkitektafé- lagsins og Sigrún Guðmundsdótt- ir á vegum Myndhöggvarafélags- ins, bæði með styrk frá ráðuneyt- inu. Við komum með heilmiklar upplýsingar til baka um þessi mál. S.l. haust kallaði svo Ingvar Gislason menntamálaráðherra mig á sinn fund og sagði að það væri stemmning fyrir þvi að flytja stjórnarfrumvarp um mál- ið þvi að þeim fyndist það frum- varp sem fyrir lá i þinginu ekki ná nógu langt og ekki nógu nákvæm- lega orðað. Það varð svo úr að ég varð Birgi Thorlacius ráðuneytis- stjóra til aðstoðar við samningu draga að frumvarpi og lukum við . þvi verki i nóvember. Var það siðan kynnt fyrir stjórn FIM og arkitektum og gerðar smábreyt- ingar á þvi i samræmi við sjónar- mið þeirra. Frumvarpið var svo lagt fram fyrir skemmstu en þó með þeirri breytingu að talan 2% af byggingakostnaði var lækkuð niður i 1%. — Þetta heitir frumvarp til laga um listskreytingasjóð. — Já, þaö er i samræmi við það sem gerist i Noregi. Sjóður gefur miklu meiri möguleika t.d. i sam- bandi við fjárútlát i samkeppni um gerð listaverka og til beinna kaupa á þeim. Þrir af fimm stjórnarmönnum eiga að vera til- nefndir af listamönnunum sjálf- um, þ.e. tveir af Bandalagi isl. listamanna og einn af Arkitekta- félaginu. Formaðurinn er til- nefndur af menntamálaráðherra og einn stjórnarmaður af Sam- bandi isl. sveitarfélaga. — Og hvernig á að fjármagna þennan sjóð? — Meginframlagið verður ár- legt framlag rikisins sem nemur 1% álagi á samanlagðar fjárveit- ingar rikissjóðs i A-hluta fjárlaga til þeirra bygginga sem rikissjóð- ur stendur að einn eða með öðr- um. — Hvað yrði þetta há upphæð? — 1 greinargerð með frumvarp- inu segir að skv. fjárlögum 1981 yrði framlag rikisins 1.35 milj. króna og framlag sveitarfélaga 0.45 milj. króna. Þessi upphæð jafngildir 20 meðalárslaunum i 20. launaflokki BSRB. — Er þetta ekki geysimikil framför ef það nær fram að ganga? — Það er óhætt að segja það. Með frumvarpinu fylgir að mörgu leyti ágæt greinargerð. Þar segir m.a. og vil ég taka undir það: ,,Oft hefur staðið nokkur styr um stuðning af opinberri háifu við listamenn, myndlistarmenn sem aðra. Hefur bæði verið fundið að þvi að framlög séu skorin við nögl og að ekki sé alltaf gætt skynsam- legs eða æskilegs forms við út- hlutun slikra framlaga. Með stofnun listskreytingasjóðs myndi eftirspurn eftir vinnu myndlistarmanna aukast af sjálfu sér, og það er það form sem þeir æskja, þ.e. að fá að vinna að list sinni i þágu „praktiskra” verkefna i stað þess að þiggja smávægilega og meira og minna umdeilda „styrki”.” — Svo að við vikjum aftur að myndiistarþingi 1981. Er það búið að vera lengi i gerjun? —• I fyrra var stofnaður sam- vinnuhópur og voru valdir tveir menn úr hverju félagi til að starfa i honum. Ot frá honum spratt hugmyndin um þetta þing og hef- ur undirbúningurinn að verulegu leyti hvilt á þeim Gyifa Gislasyni og Richard Valtingojer. Þetta er i fyrsta skipti sem allir myndlist- armenn sameinast á einu þingi. — Ég sé að einn starfshópurinn á þinginu á að fjalla um fjöimiöla. Hver er þin skoöun á hlutverki þeirra i sambandi við myndlist? — Dagblöðin eru t.d. á vissan hátt styrkt af opinberu fé og ber þeim þess vegna að gera þessu sviði menningar viðhlitandi skil. Þau eru reyndar flest opin fyrir þvi að koma á blaðamannafundi og segja frá syningum. Aftur á móti skortir að minum dómi á al- varlega umfjöllun um myndlist milli sýninga. Blöðin þyrftu að ræða meira við myndlistarmenn og fyigjast með hvað er á döfinni. — Hvað um birtingarrétt i fjöl- miðlun? — Þar hefur það tiðkast að ljós- myndarinn fær greitt fyrir sina mynd en myndlistarmaðurinn, sem á verkið sem myndin er af, ekki. Þetta verður m.a. tekið til umræðu á þinginu og eins mynd- skreytingar bóka. Það gleymist oftast höfundarrétturinn t.d. þeg- ar um endurútgáfu bóka er að ræöa. — Hvað um gagnrýni i blöðum. Á hún fyrst að vera til upplysing- ar almennings eða fyrir mynd- listarmanninn sjálfan? — Hún hlýtur að vera hvort tveggja — upplýsandi og fræðandi fyrir almenning og einnig þannig að myndlistarmaðurinn geti dregið sina lærdóma af henni. — Hvað eru margir myndlistar- menn i félögunum sem standa að ráðstefnunni? — Þeir eru liklega um 200. Við ætlum m.a. að gera undirbún- ingskönnun á stöðu þeirra i þjóð- félaginu t.d. vinnuaðstöðu, hvort þeir þurfi að vinna óskyld störf með til að geta lifað o.s.frv. Ann- ars verður bryddað upp á svo mörgu á þessu þingi að ómögu- legt verður að gera þvi öllu nægi- leg skil. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.