Þjóðviljinn - 30.05.1981, Síða 16

Þjóðviljinn - 30.05.1981, Síða 16
16 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN HelgSn 30: mai 1981' MJ=| Frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur ' V Innritun í framhalds- skóla í Reykjavík Tekið verður á móti umsóknum um náms- vist i framhaldsskóla i Reykjavik dagana 1. og 2. júni næstkomandi i Miðbæjarskól- anum i Reykjavik, Frikirkjuvegi 1, kl. 9.00—18.00 báða dagana. Umsókn skal fylgja ljósrit eða staðfest af- rit af prófskirteini úr 9. bekk grunnskóla. í Miðbæjarskólanum verða jafnframt veittar upplýsingar um þá framhalds- skóla, sem sækja á um þar, en þeir eru: Armúiaskóli, (viðskiptasvið, heil- brigðis- og uppeldissvið), Fjöibrautaskólinn i Breiðholti, Hagaskóli (sjávarútvegsbraut), Iðnskólinn i Reykjavik, Kvennaskólinn i Reykjavik, (uppeldis- svið), Menntaskólinn við Hamrahlið, Menntaskólinn i Reykjavík, Menntaskólinn við Sund, Verslunarskóli íslands, Vörðuskóli (fornám). Umsóknarfrestur rennur út 5. júni og verður ekki tekið á móti umsóknum eftir þann tima. Þeir sem ætla að sækja um námsvist i ofangreinda framhaldsskóla eru þvi hvattir til að leggja inn umsókn sina i Mið- bæjarskólann 1. og 2. júni næstkomandi. Fræðslustjóri. Kvennaskólinn í Reykjavík Innritun fer fram i skólanum dagana 1,—5. júni kl. 9—14. 1. og 2. júni verður einnig innritað i Miðbæjarskólanum kl. 9—18. Við Kvennaskólann er starfrækt uppeldis- svið og geta nemendur valið um þrjár brautir: Menntabraut, sem leiðir til stúdentsprófs eftir 3—4 ár, fóstur- og þroskaþjálfabraut og félags- og Iþróttabraut, sem ljúka má á tveim árum, en einnig geta leitt til stúd- entsprófs eftir 4 ár. Upplýsingar um uppeldissvið og starf- rækslu þess fást i skólanum i sima 13819 og þar er tekið á móti umsóknum. Skólastjóri Sfl Borgarspítalinn A »vs A I|ILausar stöður H júkrunarfræðinga vantar nú þegar til starfa á gjörgæsludeild, geðdeild, lyflækn- ingadeild og á hjúkrunar og endurhæf- ingardeildir á Grensási, i Hafnarbúðum og við Barónsstig. Vinnustimi einnar stöðu gjörgæsludeildar er kl. 9—17 virka daga. Staða deildarstjóra við göngudeild geð- deildar. Staðan veitist frá 1. ágúst. Umsóknarfrestur er til 1. júli. Hjúkrunarfræðinga vantar til sumaraf- leysinga á flestar deildir spitalans. Hluta- vinna og stakar vaktir koma til greina. Nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu hjúkrunarforstjóra simi 81200. Reykjavík, 29. mai 1981. Borgarspitalinn Mexíkópistill frh. sami hér i Mexikóborg og i Puerto Angel. Hér kostar hann fjórum sinnum meira, er skorpinn og skrælnaður og lyktar stundum illa. Lifum við enn i minningunni um spriklandi fiskinn i fjörunni i Puerto Angel. Nú orðið fá fiskimennirnir þokkalegt verð fyrir aflann, en þar til á siðasta ári hafði fisk- kaupmaður nokkur einokun á kaupunum og borgaði smánar- verð fyrir. Heldur þætti islensk- um sjómönnum afkoman slæleg af afla þeim er dreginn er á land i Puerto Angel, en hér eru kröf- urnar aðrar og nægjusemin meiri. Fiskur fæst i matinn og útgjöld eru ekki mikil. Hér þarf að fá klæði og einfalt skýli y.fir höfuðið. Meö Pepe á œvintýraslóöir Einn af þeim er við kynntumst i Puerto Angel var 32 ára gamall fiskimaður Pepe Cruz Herrera. Pepe stundar nokkuð sérstæðar veiðar, en hann kafar eftir svörtum kórölum. Bauð hann okkur með i veiðitúr einn daginn. Ókum við norður með ströndinni i tvo tima og niður að lóni þvi er Laguna Chagahua heitir. Við enda vegarins, ef veg skyldi kalla, var örlitið þorp, Zapotalito. Lifa þar allir af fiski. Þeir þorps- búar er við sáum voru annað hvort hreinir svertingjar eða mjög blandaðir afrisku blóði, en það er fágætt hér i Mexikó. Siðan var siglt út lónið býsna langa siglingu og minnti gróður- inn og umhverfið allt á fræðslu- myndir islenska sjónvarpsins af leiðöngrum um Amazonfljótið. í vatnsborðinu voru þétt tré með loftrætur vafðar i óleysanlegar flækjur. Undarlegir fuglar görg- uðu annað veifið, annars var náttúran ótrúlega kyrr, friður yf- ir öllu, vatnið lygnt, skógurinn þéttur, lokaður, fullur leyndar. Einstöku kofar gægðust milli trjáa, berrössuð börn að leik. Okkur var sagt að Chagahua-lónið og umhverfi þess væri þjóðgarður og undraði engan, enda svæðið likast ævintýri. Við fengum reyndar takmarkaða hugmynd um dýralifið við lónið. Pepe spurði okkur seinna hvort við hefðum ekki séð neina krókódila við lónið, en þar ku þeir svamla, dekraðir og sælir. Á kóralveiðum Við mynni lónsins blöstu við klettar á hægri hönd en langt sandrif á þá vinstri. Undiralda var nokkur og braut i mynninu. Farþegar voru nú settir af nema húsbóndinn i liði útlendinganna. Héldum við siðan til hafs, Pepe, Marchal yngri bróðir Pepes og aðstoðarmaður, svo og undirrit- aður. Pepe stýrði bátnum örugg- lega i gegnum mynnið og siðan var siglt eina stund norður með landi. Pepe einn þekkti miðin og virtist hvila nokkur leynd yfir staðnum, enda talsvert i húfi, þvi svartur kórall er einungis veiddur á þremur stöðum við strendur Mexikó og skartgripir úr svörtum kóral þykja miklar gersemar. Um siðir var numið staðar, býsna langt frá landi. Þarna sagði Pepe vera 50—55 metra dýpi. Pepe setti nú á sig súrefnis- kút, belti eitt þungt með blýlóðum og fleiri hluti er ég kann ekki að nefna. Velti sér siðan á bakið og hvarf i djúpið. Marchal slakaði út köðlum framá en undirritaöur sat i skut og sólbrann. Pepe dvaldist nokkuð og svipti þá farþeginn sig klæðum og stakk sér allsnakinn til stunds i Kyrrahafið með 50 metra af bláum sjó undir fótum sér. Að stundarfjóröungi liönum birtist Pepe úr djúpinu og hafði þá fundið nægju sina af kórölum og bundið i þá köðlunum. Hvildi hann sig nú nokkra stund en þreif siðan járnkarl einn mikinn og hvarf að nýju útbyrðis. Liðu nú einar 20 minútur uns kippt var i kaðla úr neðra. Tókum við Marchal þá aö hala inn kaðlana og brátt birtust kórallatré, sum svört, önnur i margvislegum grænum og gulgrænum litum. Svo birtist Pepe sjálfur og veiðin var innbyrt. Var báturinn þá fullur af greinaflækjum. Að þvi búnu var haldið áleiðis til lands og virtist Pepe allánægður með veiði dagsins. Er við nálguðumst land var siglt upp undir kletta við svarrandi frákastið og þar brugðið á aðra veiði. A 3—4 metra dýpi stungu þeir bræður sér til botns og týndu ostrur af kappi. Meðan annar kafaði hélt hinn bátnum i ölduna. Undirr.itaður húkti á þóftu, hélt sér fast og fylgdist með. Eftir að hafa ausið upp ostrum drykk- langa stund var enn kippt með landinu og nú mundaði Pepe teygjubyssu eina merkilega og stakk sér i brimiö meðan Marchal stýrði bátnum. í þriðju tilraun kom Pepe upp með vænan robalo. Héldum siðan til lands, menn, kórallar, ostrur og robalo. Innan við mynnið voru hinir ferðafélagarnir teknir uppi, en þeir höfðu notið sjávar og sólar á meðan. Siðan siglt til baka til Zapotalito. Pepe og Marchal brutu ostrur úr skeben vinkona þeirra i næsta húsi tók aflann og hóf siðan mat- reiðslu. Innan stundar var öllum boðið i mat: hráar ostrur, chile serrano, tómatar og hrár laukur i forrétt og siðan pönnusteiktur ro- balo i aðalrétt og öl drukkið með. Hafa islenskar fiskætur vart bragðað þvilikt lostæti i annan tima. í fangelsinu í Pochutla Daginn eftir var tekið til við að hreinsa kóralinn, brjóta hrúður utan af greinum, og flokka þær siðan. Var það mikil vinna en þarna sátu þeir Pepe, Marchal og tveir, þrir menn að auki og börðu kóral fram eftir morgni. Eftir að hafa hreisnað kóralinn og flokkað var hann bundinn i knippi. Leit hann þá út eins og kræklóttar birkihrislur islenskar og var litið augnayndi. Siðan var ekið með Pepe og veiðina upp til Pochutla en þar er unnið úr kórölunum. Er á staðinn kom gerðum við okkur ljóst að vinnustaðurinn var tugthús, eitt af fylkisfangelsunum i Oaxaca. Var fangelsið hið rammlegasta og sterkur lög- regluvörður allt um kring. Pepe ræddi við dyraverði og siðan urðum við að biða drykklanga stund. A meðan fræddi Pepe okkur um kóralavinnuna. Skömmu eftir að hann hóf veiðina, fyrir 5—6 árum bauð hann fangelsisyfirvöldum það verkefni fyrir fangana að vinna skartgripi úr kórölum, en fram til þess tima höfðu fangarnir ekki haft neitt fyrir stafni. Að lokum var Pepe hleypt inn og fékk húsbóndinn að fylgja með, en eigi húsmóðirin. Töldu menn eigi á það hættandi að draga kvenpening inn i þá ljónagryfju. Við gengum upp stiga, rimlahlið opnuðust og lukt- ust að baki okkar. Loks komum við inn i stóran garð þar sem margir fanganna voru saman komnir, en alls voru 58 fangar innan múra. Þarna voru menn á aldrinum 14 ára til sjötugs, dæmdir til innilokunar frá tveim- ur árum til lifstiðar fyrir öll hugsanleg brot, helst rán og manndráp. Og svo hófust viðskiptin. Nokkrir fanganna keyptu hálft kiló, sumir meira, aðrir ekkert, höfðu nægar birgðir fyrir. Pepe lagði kóralinn á vog-; nokkuð af besta gæðaflokki, annað lakara. Meðalverð var 150 pesos (37 þús. krónur gamlar) kilóið. Mikið var þráttað um gæði og verð og tók langa stund að selja allan kóralinn. Á meðan Pepe seldi var undirritaður önnum kafinn að skoða gripi þá er fangarnir höföu gert og vildu ólmir selja. Sást nú fyrst hver umskipti höfðu orðið á kóralinum frá þvl hann var brot- inn úr sjó og þar til hann var orðinn að skartgripum i höndum fanganna i Pochutla. Þarna voru hálsmen og festar, armbönd, hringar og eyrnalokkar, en auk þess alls kyns smágripir aðrir, róðukrossar og smáfigurur. Flestir voru gripir þessir listilega gerðir. Besti kórallinn verður sem tinna, koisvartur og gljáandi; annar hefur brúnleitar finar æðar eða árhringi og er einnig mjög fagur. Fangarnir vinna gripina mikið með handverkfærum en þarna voru líka nokkur „smergel”, en öll er vinnan afar seinleg og krefst greinilega elju og þolinmæði, auk þess sem lögun kóralanna gerir miklar kröfur til listfengi og hugmyndaauðgi verkamannsins. Var gaman að fylgjast með vinnu fanganna. Fangarnir voru ákafir að koma gripum sinum i lóg, og eins og Mexikönum er lagið byrja þeir ávallt á tvöföldu þvi verði sem þeir gera sig ánægða með i lokin. Eftir vandlega skoðun og mikið prútt keypti undirritaður nokkra ódýra gripi, einkum kvenna- skraut, en auk þess figúru eina netta með firnavænu karl- mennskusymbóli. Fangarnir selja eitthvað af gripum sinum beint en langmest kaupir Pepe, en hann selur þá siðan til Mexikóborgar og fleiri borga. Hófst nú slðari þáttur viðskiptanna, sala fanganna og kaup Pepe. Færðist nú fjöri leik- inn. Margir fanganna skulduðu Pepe nokkrar fjárhæðir eftir fyrri efniskaup og tók hann þá gripi uppi. Einn fanganna hélt bókhald um öll viðskipti Pepes og fanganna. Gaman var að fylgjast með kaupslaginu, enda kunnu báðir aðilar til verka. Fóru sumir gripir á 100 pesosa, aðrir á 1200—1500. 1 lokin var Pepe kom- inn með væna kippu af festum, lokkum og hringum. Sigríður á fund fanganna Siðan var okkur hleypt út og rammgerð hliðin luktust að baki okkar. Við gengum út I frelsið og brennandi Mexikósólina, en fangarnir sneru aftur á vit kórala sinna til óhaminnar listsköpunar I ófrelsi sinu. Heimsóknin I fang- elsið I Pochutla var vissulega einstök lifsreynsla. A heimleiðinni spurðum við Pepe um samskipti hans við fangana. Kvaðst hann telja kóral- vinnuna mjög jákvæða fyrir fangana, þeir fengju útrás og dræpu timann, auk þess sem þeir öfluðu nokkurra tekna. Pepe sjálfur hefur vafalaust nokkuð gott fyrir sinn snúð. Slðan um daginn fór Pepe aðra ferð til Pochutla með meiri kóral og fékk Sigriður dóttir okkar að fylgja með. Var henni hleypt inn i fangelsið á fund fanganna, eftir mikið þref Pepe við verðina, og fannst henni mikið koma til vinnu þeirra. Hélt hún af þeirra fundi hlaðin gjöfum, alls kyns gripum gerðum úr kóröllum. Komið var nú að lokum dvalar ckkar i Puerto Angel og lO.janúar héldum við heim á leið. Ókum við norður til Acapulco á einum degi og komum þangað undir myrkur. Hétt fyrir utan borgina urðum við bensinlaus, en tókst brátt að útvega 10 litra á bæ við veginn. A leiðinni með brúsann að bllnum varð á vegi okkar drukkinn, ungur maður, sem bað okkur gefa sér 20 pesosa fyrir öli. Ekki vildum við verða við óskum mannsins en þá tjáði kaupi okkur að faðir hans væri háttsettur i löggunni og skyldum við hafa verra af. Er við komum i úthverfi Acapulco tókum við eldsneyti á fyrstu bensinstöð. Þar reyndi bensinstrákur að stela af okkur 20 pesosum. Voru þvi móttökurnar i Acapulco litt uppörvandi. Eftir langa leit fundum við loks hótel það er vinir okkar i Puerto Angel höfðu bent okkur á. Áttum við þar mjúka nótt þrátt fyrir kakkalakka og önnur smákvikindi bitlegri. Við yfirgáfum Acapulco án þess að nýta okkur heimsfrægan sand og sjó i þeim ágæta stað. Þurftum heldur ekki að sakna þess eftir að kunningi okkar i túrista- ráðuneytinu hér tjáði okkur að sjórinn i vikinni I Acapulco ætti ekki sinn líka. Jafn baneitrað skitaskólp fyndist ekki á plánetu þessari. Að áliðnum degi komum við heim til Mexikóborgar, þreytt en sæl eftir einstaklega lærdómsrika ferð og ánægjuleg kynni af fólki og náttúru i Oaxaca.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.