Þjóðviljinn - 30.05.1981, Page 18

Þjóðviljinn - 30.05.1981, Page 18
18 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 30. — 31. mai 1981 Hér sjáum vif) Arnþór lesa venjulegt letur með aðstoð ritsjár, en tæki þetta skiptir sköpum i sambandi við atvinnumöguleika og sjálfstæði sjónskerts fólks. Einnig er hægt að tengja ritsjá við venjulega ritvél með sérstökum útbúnaði. Litla tækið sem Arnþór heldur á i hægri hönd sendir bókletrið inn i tækið lengst til hægri á myndinni, þar sem hann les með visifingri vinstri handar einhvers konar stækkaða, upphleypta rafmynd af ietrinu.' ÞRÖNGSÝNI ER VISS BLINDA Fyrir rúmri viku kom út hljóm- platan 1 bróðerni en á henni eru lög eftir þá bræður Arnþór og Gisla Helgasyni. Með atburð þennan að yfirskini heimsóttum við þá bræður vestur á Nes, en eins og nærri má geta, þegar jafn afkastamiklir menn eiga i hlut, þá bar ýmislegt annað á góma úr starfi þeirra en hijómpiötugerð. Gisli, sem hafði komið þennan sama dag frá Kaupmannahöfn, byrjaði á byrjuninni og lagaði kaffi. Hinsvegar er skipulaginu ekki fyrir að fara hvað viðtalið snertir, en þeir GIsli og Arnþór eru greinargóðir menn, þannig að alit sem máii skiptir ætti að kom- ast til skila áður en yfir iýkur. — Það má eiginlega segja að lögin á þessari plötu hafi séð tlm- ana tvenna, þar sem þau eru samin allt frá árinu 1966 og fram til ’80. Arnþór: Fréttaaukinn er nú eiginlega enn eldri. Það lag er upphaflega samið fyrirhljómsveit ina Loga, sem báðu mig að semja fyrir sig íag 1S7. Ég átti þá i fórum minum tveggja ára gamalt stef og úr þvi varð þarna um árið þetta popplag. Ég fór svo með lagið til Asa i Bæ og bað hann að semja texta við það. Út frá þvi kom þessi fréttaauki frá Vietnam og Logar sprungu á limminu. Text- inn hentaði ekki þeirra tima stefnu i danslagatextagerð þannig að lagið var aldrei sungið þá. Viðsungum þetta að visu ein- hverntimann á herstöðvaand- stæðingaballi hér i Reykjavik fyrir mörgum árum; það var svona nokkurskonar prófsteinn á þetta. Gisli: Og svo komum við þessu lika á framfæri á skólaballi MR'72 þar sem Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar flutti lagið. En ekki áleit Ragnar að gestum Hótel Sögu myndu litast sérlega vel á textann þannig að hann söng hann ekki. Arnþór: Mig langar að geta þess, ef einhver færi nú að finna að áherslum söngvarans, að þetta er allt gert með vitund og vilja beggja höfunda. Guðmundur syngur lagið alveg eins og fyrir hann var lagt. Það er maður sem tekur vel tilsögn en það er erfitt að syngja þetta lag þar sem það er uppfullt af hálfnótum og fullt af gildrum fyrir óvana söngvara. En svona áherslur eru algengar i sálmasöng. — Hafa lögin mikið breyst frá þvi þiðsömduð þau og þar til þau birtast nú á hljómplötu? Arnþór: Nei, alls ekki lögin sjálf, en aftur á móti verður að viðurkennast að útsetningarhug- myndir eru kannski töluvert aðrar en við ætluðumst til i upp- hafi. Sérstaklega vegna þess að þarna fer höndum um þaulvanur poppari og tónlistarmaður þar sem Helgi E. Kristjánsson er. Hann sér náttúruiega og kemur auga á miklu fleiri möguleika en við höfum nokkurn tima látið okkur detta i hug. Gisli: Það voru að visu 2 lög sem við lengdum og lagfærðum aðeins til að þau hæfðu betur út- setningunni, en það var algjört samvinnuatriði. — 1 fljótu bragði heyrist manni af plötunni að þú sért „poppaðri”, Arnþói;a.m.k. isumum lögunum. A: Ja—á... þegar þú segir þetta skaltu lita á hvenær þau eru samin. Ég á elstu lögin á plötunni eins og Fréttaauka, Vestmanna- eyjar og Haustmót. G: Ég byrjaði ekki að semja lög að marki fyrr en 76. A: Astæðan fyrir þvi að ég er kannski poppaðri, ef svo má segja, er sú, að ég byrjaði fyrr að hnoða saman lögum, og kannski má segja að ég hafi verið undir áhrifum miklu meiri danslaga- hefðar en Gisli. Þegar hann byrjar að semja er það frekar nórræn visnatónlist sem hann tekur til fyrirmyndar. G: Ég á i fórum minum lög sem reyndar eru ekki á þessari plötu en ég hef spilað i Musica nostra, sem eru á mörkum þess að vera popp og djass. Arnþór hefur þvi ekki alveg rétt fyrir sér. Ég er að visu undir sænskum áhrifum i sumum lögum minum, skal viðurkenna það, en samt sem áður, þegar ég er að semja lög þá er ég að segja frá eða tjá tilfinn- ingar minar. Eins og lagið Heim — þetta er ekkert annað en frásögn. Sama er að segja um í minningu látins leiðtoga og sér- staklega Draumur um von sem ef til vill rætist. — Já. Fyrst þú minnist á í minningu látins leiðtoga. Þið hafið verið nokkuð orðaðir við Kina og þá sérstaklega þú, Arn- þór. Ert þú ekki formaður Kin- versk-íslenska menningarfélags- ins? A: Jú, svo mun vera. G: En lagið er ekkert endilega tengt Kina. Ég samdi reyndar lagið 2 mánuðum eftir að Maó dó og kallaði það þessu nafni og það er að visu geymt af þvi afrit i grafhýsi Maos og lagið er alveg eins tileinkað minningu hans eins og annarra mikilmenna sem mér hefur þótt vænt um. Það er alveg eins tileinkaö minningu föður mins. Þegar segir á plötunni að lagið sé samið skömmu eftir dauða Maós formanns þá er náttúru- lega óbeint verið að gefa i skyn hvert tilefnið hafi verið og lika er þettaláara timasetning. „Mér er sagt að ég sé slæmur söngvari, enda segja sumir að það sé landlægt I Eyjum....” — Eg hleraði það einhvers- staðar að þú hefðir skroppið til Kina um páskana, Arnþór. A: Jú, jú en ætlaðirðu að taka viðtal um Kina eða plötuna? — Ja, ég er nú kannski komin út af sporinu, en viðtalið snýst nú um ykkur og þið komið viða við... A: Jæja, — jú, jú við fórum 5 saman til Kina nú um páskana og lentum þar bæði i messu og á diskóteki, á diskóteki á föstudag- inn langa og i messu á páskadag. Og við urðum hvorki varir við að diskótek vekti mikla hrifningu i Kina né að búið væri að mölva niður allar myndir af Maó eins og hin vestræna pressa gerir ráð fyrir. En hinu er ekki að neita að Kinverjar eru að breyta andliti stórborga sinna töluvert i vest- ræna átt og höfða nú meira til auglýsinga en áður og reyna að hvetja fólk til að bæta lifskjörin með aukinni eljusemi og meiri aukavinnu. A einum stað sáum við t.d. ljós- myndavöruverslun, þar sem fjöldi manns — eða fjöldi karl- manna — stóð og var að skoða ljósmyndavörurnar, en þegar betur var að gætt þá var mynd af brjóstaberum kvenmanni i glugg- anum. Svo að það er ýmislegt farið að sjást i Kina sem ekki sást á dögum menningarbyltingar- innar. En hvað sem öðru liður þá virðist fólkið vera frjálsara og þvi liður betur og við verðum að sætta okkur við þetta. — Við hér á Vesturlöndum heyrum afskaplega litið sagt frá hinum almenna kinverska borg- ara. Höfðuð þið samskipti við — hvaö eigum við að segja —svona venjulegt fólk? A: Já, það má segja að við höf- um komist i tæri við a.m.k. einn venjulegan einstakling, án þess að hafa túlka yfir okkur, og hann var mjög sáttur við þær breyt- ingar sem verið var að gera I kin- versku þjóðlifi sérstaklega. Og það var alveg greinilegt að þeir kinverskir leiðtogar og embættis- menn sem við töluðum við skrifa núverandi stefnu kommúnista- flokksins á reikning Maós og Zhou Enlai, svo að það fer senni- lega fyrir Maó eins og Jesú Kristi, að það geta ýmsir tileinkað sér stefnu hans á hinum ýmsu timum. Það má kannski bæta þvi við að Maó hefur að visu verið gagn- rýndur heiftarlega upp á sið- kastið fyrir ýmis mistök sem hann hefur gert, og það var sagt að hannhefði orðið óráðþæginn og tortrygginn á sinum efri árum eins og Stalin varð. En þeir vilja þó ekki gleyma þvi sem hann hefur gert fyrir kinversku bylt- inguna og rikið, og hann er enn álitinn einn af mestu mikilmenn- um kinverskrar sögu. En sem betur fer er hann ekki lengur guð- leg vera. ...þeir bentu mér á að sólarlagið væri ekki eingöngu rautt... svo var sýnd mynd sem heitir Blóð- rautt sólarlag...”. — Hvað með fjórmenningaklik- una—er enn mikiö rætt um hana? A: Það er ekki mikið talað um fjórmenningana lengur, en það virðist vera að þessi klika hafi verið orðin hötuð um meira og minna allt land svona undir lokin ogáttisérformælendur fáa. Ann- ars er erfitt að átta sig á þessu vegna þess að Kinverjar eru dá- litið fyrir að sveigjast til og frá eftir þvi sem vindurinn blæs hverju sinni frá flokknum. Annars verð ég að viðurkenna að ég varð fyrir menningaráfalli fyrst þegar ég kom nú til Kinay en það lagaðist smátt og smátl, sér- staklega þegar fólk var farið að vikja sér að okkur á götum úti og spjalla um daginn og veginn á ensku eða þýsku. Þetta er nokkuð sem ekki þekktist á dögum menn- ingarbyltingarinnar að menn reyndu að gera. Og munurinn á t.d. rússneskum og kinverskum spjöllurum er sá, að Moskvubúar eru yfirleitt að snikja af manni tyggigúmmi eða gjaldeyri, en Kinverjar að spjalla um daginn og veginn, sem er heldur við- kunnanlegra. Þeir spyrja hvaðan maður sé, hvað lengi maður verði i landinu og segja svo frá eigin högum. Samskipti eru öll áber- andi auðveldari og ekki alltaf verið að setja á svið sýningar þar sem útlendingar eru á ferð. — Mér dettur allt i einu i hug ein „Gróa” — er það satt að þið flytjið inn kinversku vinin? Gisli: Nei, nei, nei... A: Það er tóm lygi — Rolf Jo- hansen sér um það. Annars má segja að ég hafi óbeint útvegað honum umboðið Ég vildi á sinum tima gjarnan fá innflutnings- leyfið en það var tafið meðan for- stjóri Afengisverslunarinnar var að útvega Rolf umboðið. Þegar búið var að ganga frá þvi var mér heimilað að reyna að hefja inn- flutning á þessu vini, en fékk þá þær upplýsingar frá Kina, að um- boðssali væri kominn fyrir þetta á Islandi. Þannig var nú það — heldur óhreint alltsaman. — Jæja — svo við snúum okkur nú að öðru — vinnið þið báðir við Hljóðbókagerð Blindrafélagsins? Gisli: Ég er búinn að vinna þarna sem fastur starfsmaður siðan 1977, og Arnþór hefur verið þarna siðan i desember i vetur. Það lenti i okkar verkahring að byggja þetta upp á sinum tima. Þegar farið var út i að hljóðrita bækur á snældur þá einhvernveg- inn varð það að við kynntum okkur málin og hvernig þetta var gert erlendis, eða réttara sagt Arnþór, — og við þurftum að út- hugsa það kerfi sem notað var við þetta vegna þess að við höfðum ekki nógu mikið og gott samband við hin Norðurlöndin. Og þar sem við höfðum komist i kynni við tæknimenntaða menn i sambandi við útvarpið þá atvikaðist það af sjálfu sér að við — eða ég fór út i þetta og festist þarna. Ég sé ekki eftir þvi. — Hvaða ferðalagi varst þú að koma úr, Gisli? G: Það var einmitt i sambandi við starfið, eða kynnisferð um hljóðbókagerð á Norðurlöndum. — Fór ekki annar hvor ykkar i háskólanám? G: Við fórum báðir, en ég lauk ekki prófi. A: Ég tók islensku, sögu og norsku til BA-prófs og bætti siðan við mig prófi i uppeldisfræði. — Nú eruð þið sjón- skertir — hvernig var með bóka- kost? A: Ég fékk aðeins tvö ritverk skrifuð á blindraletur. Hitt var allt lesið fyrir mig af aðstand- endum, aðallega móður minni, eða þá samlestrarfólki — sam- stúdentum. — í hvaða námi varst þú, Gísli? G: Ég villtist i lögfræði og var þar i tvö ár.tók svo 1 1/2 stig i is- Iensku, 1 i sögu og 1 i norsku. Al- gjör stigamaður. En aðalástæðan fyrir aðég hætti var sú að ég fann að ég gat að visu slampast i gegn með þvi að byggja á fyrirlestrum en mér fannst mig skorta allar heimildir og gögn i hendur. Að minu áliti fór bara allt of mikill timi i að berjast við að ná i þetta og einhvernveginn þróaðist minn áhugi út i að sinna þessari hljóð- bókagerð. Þarermikið starf fyrir höndum og þörfin alveg gifurleg. Svo þegar Borgarbókasafnið kemur inn i þetta með þvi að dreifa bókunum þá eykst eftir- spurnin og það kallar á aukna þjónustu — Auk þess er blint fólk

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.