Þjóðviljinn - 30.05.1981, Side 19

Þjóðviljinn - 30.05.1981, Side 19
Helgin 30.— 31. mai 1981 ÞJöÐVILJINN — SÍÐA 19 GIsli me6 helminginn af naggrisaeign heimilisins sér viö vanga. RÆTT VIÐ ARNÞÓR OG GÍSLA HELGASYNI UM KÍNA, HLJÓÐBÓKASAFN OG „í BRÓÐERNI” og sjóndapurt almennt að vakna til vitundar um rétt þann sem það á til að njóta þeirra bóka sem sjá- andi njóta. Sjúkrahús og stofn- anir ýmsar eru farnar að notfæra sér þessa þjónustu lika,þannig að þessi þörf eykst stöðugt. Sjáðu bara til: Við erum með rúmlega 400 lánþega og eitthvað um 40 stofnanir og eigum i safn- inu svona 2400 bækur, 800 titla i þrem eintökum. Útlán á mánuði eru 2000 — þ.e. 24 þús. útlán á ári. Þannig að nýtingar á safninu er svona 111%! Þettaereina dægra- styttingin sem sumt af þessu fólki hefur. Mér finnst ranglátt að rikið hefur varla lagt krónu i þetta fram að þessu. Jú, það lagði fram 4 miljónir gamlar á siöasta ári og 8 á þessu, þ.e.a.s. 80 þús. nýkr. Viö fórum fram á 200 þús. til að geta ráðið fleira starfsfólk og bætt efniskaupin. Mér hefur oft dottið i hug að til að auka skilning sjáandi fólks á þessum bókaskorti okkar þyrfti að svipta það öllu lesefni i svona 1—2 ár. Við reyndum t.d. að hrista af nokkrum jólabókum fyrir jólin. Það kostaði alveg óhemjulegt vinnuálag og við verðum að bita i það súra epli að við verðum bara að biða eftir jólabókunum frá 2 vikum og allt upp i tvö ár. — Lánið þið hljóðbækur út um land? G: Já, sérstök deild innan Borgarbókasafnsins sér um það. — Það er eitt sem mig langar að nefna, sem ykkur finnst lfkiega ekki mjög gáfuleg athugasemd: Þið talið eins og þið séuö sjá- andi — notið oft orð sem að visu eru venjuleg orðt en ég tek eftir hjá ykkur vegna þess að þið eruö blindir. (Hér hlær Arnþór hátt). G: Mér finnst þú tala eins og þú sért blind! Hver er munurinn? A: Nú er Gisli sjóndapur en ekki blindui; það er töluvert mikill munur á þvi eða vera glórulaus eins og ég. En heyrðu ann- ars — við hvað áttu með: að tala eins og sjáandi? — Ja, til dæmis það sem Gisli skrifar á plötuumslagið um texta þinn við Ástarvisu, þar sem segir að textinn sé „rómantisk ástar- lýsing, þar sem höfundur minnist sólarlagsins eins og það kom honum fyrir sjónir i æsku”. A: Já, i æsku var ég sjóndapur, en aftur á móti hef ég ekki séð glóru siðan 1966 eða'7. Þannig er þessiskýring. Textanum er raðað saman úr nokkrum algengum orðum sem notuð eru i dægur- lagakveðskap og mér datt i hug að reyna á einhvern hátt að búa til náttúrustemmningu, mér fannst það eiga vel við þetta lag. Og sem dæmi um það hvernig mig minnti að sólarlag væri, þá ar upphaflega talað um rauðleita vestrið. En Gisli og fleiri bentu mér á að sólarlagið væri ekki ein- göngu rautt, heldur væri betra að tala um bjartleita vestrið. Svo sé ég nokkrum árum siðar að sýnd var i sjónvarpi svart-hvit mynd sem heitir Blóðrautt sólarlag. Svo að ég held að ég hafi haft rétt fyrir mér á sinum tima, en ég gleymdi að breyta þessu aftur áður en platan var hljóðrituð. En auðvitað hlýtur blint fólk að nota allar þær sagnir sem fyrir finnast i málinu eins og t.d. að sjá, vegna þess að flest öll orð hafa fengið á einhvern hátt yfir- færða merkingu. Þaö er ákaflega slæmt ef blinda hefur áhrif á hugsun og málfar fólks. Það er nóg um að fólk sé steinblint i hugsun þótt það sé ekki steinblint i verunni. Þess vegna finnst mér sjálfsagt að vera steinblindur, en alls ekki blindur i hugsun. Það má segja að þröngsýni sé t.d. viss sálarblinda sem margir eiga við aö striða. — Nú eruð þið ekki bara bræður, heldur tviburar þar að auki. Eruð þiö mjög samrýmdir? G: Við erum nú mjög ólikir tvi- burar. Viðerum þó samrýmdir aö vissu leyti, en förum þó hvor sina leið- Arnþór heldur yfirleitt til Kina en ég til Sviþjóðar. A: Það má segja að viö höfum fjarlægst hvor annan að vissu leyti undanfarin ár vegna ólikra áhugamála og lika vegna þess aö ég er ekki eins háður Gisla eftir að ég lærði umferli, þ.e. notkun hvita stafsins og get þar af leið- andi komist meira hjálparlaust heldur en áður. G: Þaö væri kannski skemmti- legt að segja frá þvi að ef við kannski kaupum tvo alveg eins hluti þá erum við stundum spurðir: „Hva, nægir ykkur ekki einn?” Við erum þó tveir ein- staklingar! A: Við höfum alltaí lagt áherslu á það. Og þótt við vitum auðvitað nokkuð um smekk hvor annars og hvernig hinn hugsar þá er ekki þar með sagt að við kærum okkur um að koma fram sem hálfur ein- staklingur eða þá sem tvennd. Finnst þér t.d. lögin okkar á þess- ari plötu lik? — Reyndar ekki — Gisla lög þekkjast á þessum blandaöa þjóðlaga- og klasslska keim. G: Veistu, ég hef mjög gaman af músik sem liggur á mörkum þess að vera sigild, en er mjög frumstæö. Eg nýt þess að hlusta á frumstæö hljóðfæri eins og blokk- flautuna notaða i háklassiskum verkum, eins og ég hef innilega gaman af að heyra svo þessi hljóðfæri notuð i argasta poppi. Þegar ég heyri popplag sem ég verö mjög hrifinn af þá glymur i gegnum hausinn á mér að þetta lag væri nú helviti gaman að spila á blokkflautu. Þegar ég er búinn að hlusta á það nokkrum sinnum útiloka ég textann og imynda mér að það sé spilað á blokkflautu. Sú er kannski ástæðan fyrir þvi að ég nota flautuna i svona ólikri músik. Mér er sagt aö ég sé ákaflega slæmur söngvari, enda telja sumir það landlægt i Eyjum, en mig langar samt oft að syngja og þá syng ég á flautuna mina. Fyrst og fremst leik ég á blokkflautuna af þvi að ég get tjáð með henni hvernig mér liður. — Hefuröu heyrt sjálfan þig syngja af segulbandi? G: Já, já A: Honum finnst hann syngja vel. G: Þegar ég var 10 ára var Róbertinó min fyrirmynd og ég var um það leyti fenginn til aö syngja i einhverjum útvarps- þætti. Fyrir nokkrum árum heyrði ég upptökurnar og þurfti að fara i baö á eftir — ég svitnaði svo. Annars krafðist ég þess að fá aö syngja Kvöldsiglingu á nýju plötunni okkar og prófaði það reyndar, en það voru mér allir ósammála um „gæðin”, svo aö ég sættist á að ef einhver gæti sungið það betur, þá það. Og heldurðu ekki að Labba (Ólafi Þórarins- syni) hafi tekist það — syngur þaö nákvæmlega eins og ég vildi óska að ég hefði gert. Mér finnst hann syngja það svo vel að þegar ég hlusta á það koma mér i hug orð sem sænskur kunn- ingi minn sagði þegar ég hafði flutt lag eftir hann: ég vissi ekki aö ég heföi samið svona fallegt lag. — Hvert er ykkar uppáhald á plötunni? G: Það fer eftir skapinu. Mér finnst mjög vænt um Astarjátn- ingu og Kvöldsiglingu, einnig Draum um von sem ef til vill ræt- ist. Annars held ég að maður sé ekki hæfur til að dæma gæði eigin verka. Kannski finnst manni vænst um það sem nýjast er. — Hefur eitthvað orðið úr þess- ari von? G: Eg held að allir eigi sér draum um von sem ef til vill ræt- ist. I þessu tilviki rætist sú von aldrei. — Sigilt lag? A: Sígild von... En hjá mér er Vináttan uppáhaldið. Eg lagði mjög mikla vinnu i að koma þvi saman og það er eina lagið á þessari plötu sem mér stendur ekki alveg á sama um — mitt hugarfóstur. G: Ég get haldið áfram — mér finnst alveg óskaplega gaman að spila lagið Vestmannaeyjar, þaö höfðar svo sterkt til min. Fyrst og fremst vegna þess aö þar get ég túlkaö — þó ekki alveg frá eigin brjósti — ákveðin hughrif. Annars hef ég verið gagn- rýndur fyrir að sveifla tónunum of mikiö til, en það er min aðferð til að ná fram tjáningu. Svo er annað lag þarna sem ég „...þetta var eiginlega tilrauna- starfsemi — ég hef ekki spilaö á hljóögervil áöur...”. hef geysigaman af að spila og það er eiginlega jafnmikið hugar- fóstur mitt og hans Helga, það er Vesturvikurtónlistarhátiðar- taugaveiklunarstreitulagið. Það tók mjög langan tima að hljóðrita lagið vegna þess að blokkflautan er erfitt hljóðfæri i upptöku. Og svo þegar við Helgi tökum lagið i siðasta skiptið þá kemur hann fyrst með forspilið en slær þá vit- lausan hljóm. Ég fékk hláturs- kast og engdist sundur og saman en Helgi lét ekki truflast og hélt áfram. Svo að þegar ég byrja að spila heyrist aðeins á flautuleikn- um að ég er enn hlæjandi. En okkur tókst þarna aö spila lagið i striklotu, en það var óskaplega stressandi. — Nú kemur -gel ljósmyndari frá þvi aö taka myndir af hjól- reiðadeginum og þeir bræður spyrja frétta. Gisli segir okkur að á Ráðhústorginu i Kaupmanna- höfn hafi deginum áður safnast saman 10 þús. manns til að mót- mæla bilaumferð i stórborgum. A: En nú eru islensk stjórnvöld að beita sér fyrir einni gervi- lausninni enn — það er að leyfa hjólreiðar á gangstéttum. Þetta biður þeirri hættu heim, að þeir sem ekki geta ekið um i bif- reiðum, eins og t.d. aldraö fólk og sjóndapurt að það á hvergi lengur griðland. Sjálfsagt á þetta lika eftir að valda óþægindum, að ég nú ekki tali um meiðsl og stærri slys. Þetta ber mikinn keim af þvi þegar islendingar eru aðveltaá undan sér verðbólgunni með þvi að fresta bensin- hækkunum o. s. frv. Annars er eins og alþingismennirnir okkar séu hálfsofandi gagnvart fötluðu fólki — jafnvel steinsofandi ef þeir eru eitthvað fatlaðir sjálfir. — Það cr áberandi á plötunni livað sönguriiui er framarlega. A: Já, við lögðum áherslu á að textarnir kæmust sem best til skila — álitum allir að textinn sé mikilvægur hluti lagsins. Kannski höfða textarnir ekki beint til vinstrisinnaðs almennings, en ég vilhalda þvi fram að hér sé fjall- aö um helstu þrár og hugsanir hinsalmenna borgara á landi hér, a.m.k. þegar menn eru ungir. Og bakvið öll lögin liggur hulin mein- ing. — Þið tilgreinið nákvæmlega á umslaginu tilcfni hvcrs lags... G: Þar er nú kannski ekki öll sagan sögð. A: Já. t.d. segir ekki um Haust- mótið aö þar sé kannski verið að yrkja um eitthvað allt annað en Hlemm. Lag þetta varð til austur i Breiðdal 1967 og þegar farið var að athuga textann þótti staðarval mitt ekki passa nógu vel og ég stakk upp á Herjólfsdal eða Húnaveri! Þar höfðu þá menn viðriðnir plötuna lent i einhverju klandri, svo að á endanum varð Hlemmur ofaná. Sjálfsagt verður sagt um aldamótin að höfundur hafi oft áttleið um Hlemm — sem satt er.. Annars er Haustmót samið með nokkur Bitlalaganna að fyrirmynd. — llvað var 1 bróðerni hljóðrit- uð á mörgum timum? G: Svona 120 og þar af fóru 30 timar i hljóðblöndun. Hljóðritun fór fram iStúdió Stemmu meö aö- stoð upptökumanna á heimsmæli- kvarða, þeirra Tonys Cook og Didda fiðlu, sem jafnframt ætti að fá gullmedaliu fyrir fiðluleik sinn þarna á plötunni. Við læröum allir geysim ikið á samstarfinu við þá. A: Já, það má segja að þetta hafi verið tilraunastarfsemi hjá okkur, ég hef t.d. aldrei ieikið á hljóðgervil áður, en þetta er ný- yrði hjá okkur yfir synthesizer. — Er önnur plala i bigcrð hjá ykkur? A: Það er nú alls ekki á dag- skrá, en ef svo óliklega færi að ég gæfi aftur Ut plötu er eitt alveg öruggt — ég múndi hafa meira blindraletur á umslaginu. Letrið á t bróðerni var aö visu hugmynd Hdga Kristjánssonar og sá hann um að koma henni á framfæri. G: Já, við vissum ekki að þeir i Kassagerðinni gæfu unnið þetta. En við erum mjög ánægðir með umslagið i heild. Blindraletrið er að vísu frekar dauft en vel læsir. legt og hlutföll öll rett. Að þessum töluðum orðum er botn sleginn i þetta rabb, og þátt- takendur drifa sig út á lifið.... — A

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.