Þjóðviljinn - 30.05.1981, Síða 28

Þjóðviljinn - 30.05.1981, Síða 28
Bélski ofursti Maður vikunnar er Bélski ofursti, sem Björn Bjarna- son fann á siðum sovéska blaðsins Sovétskaja Rossia og skilaði inn á siður Morgunblaðsins með með mynd þeirri er að ofan fylgir. Það merkilegasta við Bélski þennan i túlkun Björns Bjarnasonar er það, að skrif hans virðast sýna fram á að Alþýðubandalags- mönnum hefur loks tekist að gefa Rússum linuna, en Morgunblaðiðhefur lengst af talið, að þessu væri alveg Sugt farið. Við slógum á þráðinn til Belski's ofursta, sem var Uti i garði að kenna syni sinum að fara með SS-20 eldflaugar. — Hann Björn Bjarnason hefur það eftir þér, að Islendingar hafi sagt þér að Kef lavikurstöðin gerði tsland að ..ósökkvandi flug- vélamóðurskipi”. Við héldum að Josep Luns, framkvæmdastjóri Nató, hefði lýst tslandi svona. — Nei, það er af og frá, sagði Bélski. Luns hefur ekkert svoleiðis hugarflug. Það voru Allaballar á tslandi sem bentu mér á þennan voða. Ég ætlaði bara ekki að trúa þessu, en þá byrsti Svavar sig og sagði: ef þið takið ekki mark á tUlkun okkar þá sendum við ykkur Hannes Jónsson aftur! — En SOSUS-hlustunar- græjurnar og AWACS-flug- vélarnar — vissuð þið i Moskvu ekkert af þessu? — Ja, við höfðum að visu heyrt Benedikt Gröndal fleipra eitthvað um þessar radarflugvélar, en þvi miður var ekkert á þvi að græða og viðáttuðum okkur alls ekki á þvi að hér væri aukinn vig- bUnaðarháski á ferðum . Það var ekki fyrr en ölafur Ragnar för að skoða þessi mál að við áttuðum okkur á þvi til hvers væri hægt að hafa svona græjur og svona flugvélar. — Hvernig finnst ykkur svo þarna i sovéska hermálaráðuneytinu að þiggja hermálalinuna frá hálfgerðum islenskum krötum? — Ja, það er eins og Brésjnéf segir um hveitið: Það er sama hvaðan gott kemur. tslendingar eru lika merkileg menningarþjóð og byrjuðu að lýsa orrustum itarlega fyrir sjö hundruð árum. — Að lokum þetta hr. Bélskí: af hverju ert þU með stein i hendi á Morgunblaðs- myndinni? — Ég myndi ekki kalla þetta stein. Svavar hefur sagt mér að þetta sé leyni- vopn til að nota i næstnæstu heimsstyrjöld.... —áb Storm P. í Norræna húsinu Þetta tæki er ætlað tannlæknum sem fást við skólatannlækningar. Við hvern snúning finna nemendurnir til sérstakar tilfinningar, sem þö má ekki beita nema i höfi, þvi allt óhóf hefur bara leiða i för með sér. Flugnapiágan. Þessi fremur frumstæða aðferð til að útrýma flugum kom fram i lok fimmta áratugsins. Tölur liggja ekki fyrir, en það má segja að ein fluga i hendi sé betri en tiu i lofti. Undrarörið: Fyrir þá sem eiga samleið er þetta vindlarör ómetan- leg hjálp, þvi margir geta verið um einn vindil. Það getur verið með allt að 50 slöngum, en úr þvi að hvorki fást slöngur né vindlar um þessar mundir, hefur rörið litið gildi, þó má breyta þvi með litlum tilkostnaði i innanhússima. AUir Danir þekkja Storm P. sem á fyrri hluta aldarinnar skopaðist að löndum sinum, hæddist að þeim og laðaði fram bros. t islenskum blöð- um hafa teikningar Storm P. oft birst, en nú gefst tækifæri til að kynn- ast hluta verka hans á sýningu sem opnuð verður i dag I kjallara Nor- ræna hússins. Árið 1977 var opnað Storm P. safn á Friðriksbergi i Káupmannahöfn, þar sem öllum teikningum listamannsins var safnað saman. Starfs- menn safnsins gerðu tilraun til að smiða verkfæri eftir uppfinningum Storm P., en eins og sjá má hér á siðunni eiga þær að auðvelda mönn- um lifið i baráttunni við alls kyns daglega vágesti, en eru ekki beinlinis auðveldar i framkvæmd, þótt svo kunni að virðast við fyrstu sýn. I Norræna hUsinu eru sýndar teikningar að uppfinningum og flokkur mynda sem nefnist börn og dýr. Þar er fjallað um alls konar prakkara- skap mannlifsins i teiknimyndasögum og barnabókaskreytingum og myndum sem birtust I dagblöðum. Teiknarinn Storm P. het fullu nafni Robert Storm Petersen og fædd- ist i Kaupmannahöfn árið 1882. Faðir hans var slátrari, en slik iðja vakti ekki áhuga Storms; hann vildi gerast listamaður. Skömmu eftir aldamótin hóf hann störf sem leikari og blaðateiknari. Hann lék i þögl- um kvikmyndum, skrifaði smásögur og málaði, en var þekktastur sem skopmy ndateiknari. Á sunnudag verður dagskrá i Norræna húsinu um Storm P. Þar flytur danski leikarinn Lars Knutzon eintöl eftir Storm P. og Jens Bing for- stjóri Stormsafnsins segir frá.listamanninum og verkum hans. Meira verður ekki sagt hér að sinni, en myndirnar tala sinu máli. Textinn við myndirnar er eftir Storm P. —ká Bíll til að flytja girafa. Fæst i stærðunum tveir fjórir og sex girafar, en eins og sjá má á myndinni, einnig fyrir einn. Menn væntu mikils af girafabilnum, en þar sem fyrirspurn eftir giröfum er fremur litil eins og stendur, hefur flutningur á þeim minnkað lika eins og gefur að skilja. Sú kemur tið að girafar koma aftur á markað. Þetta undursamlega fyrirkomulag sýnir hvernig hægt er á öruggan og auðveldan hátt að losna við kakkalakka og annan ófögnuð. Við fyrstu sýn virðist tækið vera svo frumstætt að það sé nánast ónauð- synlegt — sem það sjálfsagt er — það er bara sýnt hér, af þvi að það varð að sýna eitthvað! Hagkvæm lausn til aö fullnýta gólfkúst. Við kústinn er tengd leiðsla, sem vaggar barninu, strýkur hundinum og róar hann og skrúbbar bak.ö á frænda, um leið og sópað er. Helgin 30. — 31. mai 1981 nafn Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaðsins I sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 KvöLdsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 MANNLIFIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.