Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 1
DJOOVIUINN Fimmtudagur 4. júni 1981 —125. tbl. 46. árg. Kalskemmdir víðast hvar á landinu — Eftirþeim upplýsingum sem við höfum aflað okkur þá er meira og minna um kal i túnum á öllu landinu, nema á Austurlandi og i Borgarfirði, sem virðast hafa sloppið i þetta sinn, sagði óttar Geirsson jarðraEktarráðunautur Búnaðarfelagsins i samtali við Þjóðviljann í gær. Aö sögn Óttars er ástandið einna verst á Suðurlandi en þar hefur hann farið viða um og sagði ástandið ófagurt. Jafn mikið kal hefur ekki komið i tún hérlendis siðan kuldaveturinn 1969—70, en þá kól tdn viðast hvar um landið. 1 hitteðfyrra voru þó nokkrar kalskemmdir á tUnum I Stranda- sýslu og i fyrra i Þingeyjar- sýslum. Óttar sagði að enn væri ekki hægt að meta hversu tjónið af völdum kalskemmda væri mikið. Gróður væri rétt að byrja að taka við sér á Vestfjörðum og nyrst á Norðurlandi, og það kæmi ekki i ljós fyrr en siðar i sumar hvort heyfengur landsmanna myndi duga. Ef ekki.þá yrði það drýgt með kjarnfóðri. Aðspurður um hvað gert yrði við kaltUnin i sumar sagði Óttar að sjálfsagt myndu bændur bera á þau tUn sem eitthvert lifsmark væri i, en önnur yrði að rifa upp og það yrði ekki allt saman unnið i sumar heldur tæki nokkur ár að vinna bætur á þessum kalskemmdum. — lg- Góðir gestir frá Kanada 1 gær var fyrsti dagur hinnar opinberu heimsóknar landstjóra Kanada, Edwards R. Schreyers og frUar hans Mary hér á landi. Þau hjón komu til Keflavikur- flugvallar ásamt fylgdarliði sinu kl. 11.15 i gær. bar tóku á móti þeim meðal annarra forsætisráð- herra og utanrikisráðherra ásamt frúm sinum. Snæddur var hádegisverður á Bessastöðum en i gær heimsóttu þau hjón m.a. Arnagarð, og Þjóðminjasafn. t gærkvöldi var siðan kvöldverður á Hótel Sögu fyrir landstjórann og fylgdarlið hans i boði forseta Is- lands. Aöalfundur SH hófst í gœr: Flutt út fyrir 110 miljarða Mest framleiösla hjá Útgeröaifélagi Akureyringa Landstjórahjónin ásamt forseta tslands á Bessastöðum Igær. Ljósm. Gel. Við setningu aðalfundar Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna i gær sagði Gunnar Guðjónsson stjórnarformaður aö afkoma frystihúsanna i heiid væri ekki það sterk að þau gætu tekið á sig fiskverðshækkanir. Sagði hann að verðhækkanir á Bandarikja- markaði kæmu frystihúsunum sjálfum að litlum notum, — þær gerðu litið meira en að bæta stöðu Verðjöfnunarsjóðs miðað við þær skuldbindingar sem hann tók á sig i ársbyrjun. 1 ræðu Gunnars kom fram að heildarframleiðsla SH þ.e. frá 71 frystihúsi i fyrra dróst saman um 9,5% vegna verulegs samdráttar i frystingu loðnuafurða og -hrogna, en aukning varð i frystingu karfa, ufsa. og grálúðu. Fryst þorskflök og blokkir voru 58,1% af heildarframleiðslunni og var það svipað magn og árið áður. íitflutningsverðmæti jókst um 43,5% en útflutningsmagnið var 100.975 smáestir eða svipað og ár- ið áður. Heildarútflutningsverð- mæti nam 109,9 miljörðum gam- alla króna. Framleiðsluhæsta frystihúsið var Útgerðarfélag Akureyringa hf. en það hefur skipað það sæti i fjölda ára og fengið viðurkenn- ingu fyrir góða framleiðslu. Bæjarútgerð Reykjavikur er i öðru sæti, þá Isbjörninn, Reykja- vik, Ishúsfélag Bolungarvikur hf., Ishúsfélag ísfirðinga hf., og Hraðfrystihúsið Norðurtangi á Isafirði. —AI Vaxtalækkun, fyrir hverja? Meðal efnahagsaðgerða rikis- stjórnarinnar 1. júni sl. var al- menn lækkun þankavaxta um 2%. Hvað almenna lántakendur varðar er þó liklegt, að þessi vaxtalækkun sé meiri i orði en á borði. Bankarnir hvort sem þeir eru rikisbankar eða einkabankar virðast hafa sterka tilhneigingu til að hámarka hagnað sinn af viðskiptum við almenning. A.m.k. hafa þeir á undanförnum missprum flutt æ stærri hluta af útlánum sinum til einstaklinga yfir i dýrari lánaflokka. Einkum er tilfærslan frá vixillánum, sem bera tiltölulega lága vexti, til vaxtaaukalána, sem bera hæstu leyfilega vexti, áberandi. Þannig hefur hlutdeild vixillána i Framhald á 14. siðu Verkamannabústaöir: Bygging 350 íbúða hafin á þessu ári Framkvæmd hinnar nýju húsnæðislöggjafar, sem sett var á siðasta ári, hefur farið vel af stað. Allt bendir nú til þess, að hafist verði handa um byggingu .350 ibúða á félagslegum grundvelli á þessu ári samkvæmt hinum nýju lögum. Af þeirri tölu verða sennilega nálægt 150 ibúðir I Reykjavík en hinar víðsvegar um landið. íbúðir þær, sem hér um ræðir, eru yfir- leitt af stærðinni 60-100 fermetra. 1. júli 1980 tóku gildi ný lög um Húsnæðismálastofnun rikisins. Meðal merkustu nýmæla þeirra laga voru ákvæði um Bygginga- sjóð verkamanna og félagslegar húsbyggingar. Samkvæmt lögum þessum skal veita mjög auknu fjármagni til Byggingasjóðs verkamanna til að standa undir byggingu ibúða og leiguhúsnæðis fyrir tekjulægri hópa þjóðfélags- ins. Var miðað við það i lögunum, að u.þ.b. 400 fbúðir yrðu byggðar i þessu skyni árlega á næstuárum. Samkvæmtfjárlögum fyrir 1981 er á þessu ári veitt mjög umtals- verðu fjármagni til félagslegra ibúðabygginga. Samkvæmt upp- lýsingum Guðmundar Vigfús- sonar forstöðum anns félags- ibúðadeildar Húsnæðismála- stofnunar mun láta nærri, að um 100 m. kr. verði til ráðstöfunar i þessu skyni á árinu. Nemur sú upphæð nálægt 10% af öllu þvi fé, sem fjárfest verður i ibúðahús- næði á yfirstandandi ári sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Kjarni laganna um félagslegar húsbyggingar er sá, að auðvelda hinum tekjulægri i þjóðfélaginu að eignast eða leigja ibúðir. Kaupandi ibúðar, sem reist er af Byggingasjóði verkamanna sam- kvæmt lögum þessum fær 90% kaupverðs lánað. Lánstiminn er 42 ár, og vextir eru 0.5% á ári. Höfuðstóll lánsins er verðtryggö- ur samkvæmt lánskjaravisitölu. Þeir einir, sem hafa tekjur undir vissu hámarki, sem endurskoðað er árlega, geta notið þessara kjara. Gróflega áætlað mun þetta hámark vera nálægt meðalfjöl- skyldutekjum á yfirstandandi ári, en þó e.t.v. heldur lægra. Verkamannabústaöir I byggingu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.