Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. júni 1981 TILKYNNING tíi disilbifreiðaeigenda Frá og með 1. júli n.k. fellur niður heimild til þess að miða ákvörðun þungaskatts (kilómetragjalds) við þann fjölda ekinna kilómetra sem ökuriti skráir, nema þvi aðeins að þannig sé frá ökuritanum gengið að hann verði ekki opnaður án þess að inn- sigli séu rofin, sbr. reglugerð nr. 264/1981. Af þessum sökum skulu eigendur þeirra bifreiða, sem búnar eru ökuritum, fyrir 1. júli n.k. snúa sér til einhvers þeirra verk- stæða, sem heimild hafa til isetningar ökumæla og láta innsigla ökuritana á þann hátt sem greinir i nefndri reglugerð. Að öðrum kosti skulu þeir láta útbúa bifreiðar sinar ökumælum, sem sérstaklega hafa verið viðurkenndar af fjármálaráðuneyt- inu til skráningar á þungaskattsskyldum akstri. Fjármálaráðuneytið, 1. júnil981. FÉLAGSMÁLASTOFNUN AIKUREYRAR óskar að ráða hið allra fyrsta FÉLAGSRÁÐGJAFA (75%) starf) menntun svo sem BA-próf i sálar- eða félagsfræðum frá H.í. kemur einnig til greina, og REKSTRARFULLTRÚA (50% starf) er annist skrifstofustörf og umsjón með rekstri. Þekking og reynsla á sviði bók- halds og reksturs nauðsynleg. Fyrirspurnum um störf þessi er svarað i sima 96-25880 kl. 10-12 alla virka daga. Skriflegar umsóknir, er geti menntunar og fyrri starfa, sendist Félagsmálastofn- un Akureyrar, Strandgötu 19 b, Fb. 367, Akureyri, fyrir 20. júni nk. Félagsmálastjóri W Tónlistarkennarar Tónlistarskóla Siglufjarðar vantar kenn- ara næsta skólaár til að kenna á blásturs- hljóðfæri. Upplýsingar gefur skólastjóri Elias Þor- valdsson i sima 96-71224. Lausar stöður Viö Menntaskólann i Kópavogi eru lausar til umsóknar þrjár kennarastöður. Kennslugreinar eru saga, jarðfræði, stærðfræði og eðlisfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavik, fyrir 30 júni n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 3. júni 1981. JlÚTBOЮ Tilboð óskast i hádegismat handa ýmsum starfsmönnum borgarinnar. títboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 23. júni n.k. kl. 11 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORG-AR Fnkirkjuvegi 3 — Sírm 25800 Þessir krakkar eru i skólakór Kársnesskóla, en honum stjórnar Þórunn Björnsdóttir. — Ljósm.: — gel Kóra- mót 14 skóla- kóra Siðast liðinn sunnudag var haldið I Háskólabiói kóramót grunnskóla. Þangað komu fjórtán kórar og var sá er lengst að var kominn frá Raufarhöfn. Kórarnir sem voru úr grunnskólum og tónlistarskólan- um sungu tvö lög hver og siöan sungu þeir saman tvö lög, — Lands mins föður og þjóðsönginn. Fjölbrautaskóli Suðurnesja: 46 nemar brautskráðir Nýlega brautskráðust frá Fjöibrautaskóla Suðurnesja 46 nemendur: tveir nemar af tveggja ára verslunar- og skrifstofubraut, 4 atvinnuflug- menn, 15 iðnnemar og 25 stúdentar. A haustönn braut- skráðust 42 nemar. Alls luku þvi 88 námi frá skólanum veturinn 1980—1981 — þar af 43 stúdentar og 22 iðnnemar. Athöfnin fór fram i iþrótta- húsinu i Keflavik. Avörp fluttu Gunnar Sveinsson, formaður skólanefndar, Ingibergur Þór Kristinsson, húsasmiðanemi, og Elias Georgsson, nýstúdent. Blásarakvartett Tónlistarskóla Njarðvikur flutti ásamt Atla Ingólfssyni, gitarleikara, verkið Divertimento eftir Atla Ingólfsson. Halla Haraldsdóttir færði skólanum að gjöf vandaða viðsjá frá Soroptimistaklúbbi Keflavikur. Jón Böðvarsson, skólameistari, flutti yfirlit um starfsemina á siðustu önn og af- henti prófskirteini. Verðlaun fyrir lofsverðan námsferil og ágætan árangur hlutu Atli Ingólfsson, Elias Georgsson og Elsa Dóra Gisladóttir, Verðlaun frá Iðnaðarmannafélagi Suðurnesja hlaut að þessu sinni ólafur Sævar Magnússon, húsasmiðanemi. ‘i.. rjl í Wlmk M mm ] jÉL * fllrW A w m 1 flm,* flh. t I li 1 * 7VI m * Nýútskrifaðir stúdentar frá Fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum. F er ðamannaþj ónusta í Steinsstaðaskóla Akveðið hefur verið að hafa ferðamannaþjónustu i Steins- staðaskóla i Skagafirði i 2 mánuði á þessu sumri. Erþar um að ræða svefnpokagistingu og eldhusafnot eða kaup á veitingum . Skólinn er á jarðhitasvæöi i Lýtingsstaða- hreppi, 10 km fyrir framan Varmahlið, og er þar þéttbýlis- kjarni sveitarinnar, sem heitir Steinsstaðabyggð. 1 skólahúsinu eru 3 kennslustof- ur og 4 minni herbergi, rúmgóð borðstofaog eldhús ásamt snyrti- herbergjum. Ný sundlaug hefur verið sett upp við félagsheimilið Argarð þar á svæðinu ásamt set- laug, en baðklefar eru i félags- heimilinu. Hægt er að fá lánaðan iþróttasal i Argarði og er þar ágæt aðstaða til fundahalda. Ná- lægt er góð grasflöt, sem notuð er sem iþróttavöllur. Tjaldstæöi eru fyrir hendi og er umhverfið kyrr- látt. Upplýsingar gefur Sigriður Jónsdóttir, Steinsstaðabyggö-, simi um Sauðárkrók. I Dr. Þorkell Guðbrandsson. Doktorsrit- gerö um illkynja háþrýsting Hinn 22. mai s.l. varði Þor- kell Guðbrandsson, læknir, doktorsritgerö við lækna- deild Gautaborgarháskóla. Heiti ritgerðarinnar er: Malignant hypertension. A clinical follow-up study with special reference to renal and cardiovascular function and immunogenetic factors. Andmælandi var prófessor Ulla Bentsson frá Lundi. Doktorsritgerðin birtist sem fylgirit Acta Medica Scandinavica og hafa niður- stöður rannsókna þeirra, sem til grundvallar ritgerð- inni liggja, einnig birst i öðr- um visindatimaritum, m.a. i breska læknatimaritinu Lancet. Dr. Þorkell hefur rann- sakað sjaldgæft en lifshættu- legt afbrigði of hás blóð- þrýstings — s.k. illkynja há- þrýsting. Rannsóknirnar beindust einkum að tilurð og eðli þessa svæsna sjúkdóms- ástands, hvernig koma megi i veg fyrir sjúkdóminn og hvernig meðferð og eftirlit sjúklinga megi best verða. Dr. Þorkell er sonur hjón- Framhald á 14. siöu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.