Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 5
I T •» I ■* 1 « »f I I » : i » Fimmtudagur 4. júni 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Hverjir eru ,,öfgamenn til hægri” í Rómönsku Ameríku? Morðmgjarnir eru gerðir út af stjórnvöldum sjálfum eftir Regis Debray í fréttum frá Suður-Ameríku, lengi vel frá Uruguay eða Argen- tinu, nú siðast frá E1 Salvador, fer mikið fyrir þvi, að stjórnvöid segjast varnarlaus gagnvart „öfgaöflum til hægri og vinstri, sem stundi hryðjuverk”. Að baki þessum fregnum er oftar en ekki svivirðulegt spil: það eru stjórn- völd sjálf sem i raun hafa skipu- lagt pólitisk mannrán og morð — einatt með þvi að láta sérþjálfaða lögreglumenn fara i borgaraleg föt. Um þessa aðferð skrifar Rcgis Dcbray, sem Mitterand Frakk- landsforseti hefur nýlega skipað einn af ráðgjöfum sinum I utan- rikismálum, i bók sinni um Suð- ur-Ameriku. „Gagnrýni á vopn- in” (La critique des armes). Hann flettir ofan af hræsni stjórn- valda og samspili þeirra við Bandarikjamenn, sem hafa lagt á ráðin um það hvernig hægt sé að snúa á almenningsáiitið i heim- inum, halda yfirbragði laga og réttar og jafnvel lýðræðis. Og hafa, eins og greint er frá á öðr- um stöðum sama rits, sérþjálfaða böðla Suður-Ameriku i svonefnd- um „hernaði gegn skæruhern- aði”. Við gefum Regis Debray orðið: Ut úr vítahring Hvað er þá Dauðasveit?Hún er bandarisk uppgötvun og i raun snilldarbragð, þvi hún var lausn á óleysanlegu máli. Langþráð leið út úr þeim vitahring sem má lýsa á þennan hátt: hvernig getur „stjórnarskrárbundin” og „lýð- ræðisleg” stjórn i hinum „frjálsa heimi” útrýmt byltingarsinnuð- um andófsmönnum og lamað fjöldahreyfingar með hermdar- verkum — og haldið um leið ytra yfirbragði laga, lýðræðis og þing- bundinnar stjórnar? Bandarikin fundu svarið og prófuðu þaö i Rómönsku Ameriku i stjórnartiö frjálslyndishetjunnar Kennedys; það var siðan fullkomnað i Guate- mala, Santo Domingo og Brasiliu-, og það er notað nú um stundir i Argentinu og Uruguay (Þetta er skrifað 1974, en á við um ýmis þessara rikja og önnur ný enn i dag). Falleg framhliö Aðferðin er sem hér segir: Stjórnvöld fylgja fram kúgun sinni með leynd. Ekki með þvi að setja upp sérstakar rikisstofnan- ir, heldur með þvi að fá þeim op- inberum stofnunum sem til eru ný hlutverk. í flestum löndum Róm- önsku Ameriku er borgaraleg löggjöf einkar frjálslynd. Til dæmis var dauðarefsing afnumin i Uruguay þegar árið 1906 og málarekstur fyrir dómstólum fylgir öllum lagaformum, sem fengin eru að láni frá móðurlönd- unum i Evrópu. Efst i toppi þjóð- félagsins er svo sú skipting valds, sem ætlað er að vera aðalsmerki vestræns lýðræðis, og er sú skipt- ing á sinn hátt milduð með viss- um hefðum umburðarlyndis og með spiliingu. Þessa framhlið þjóðféiags- byggingarinnar var ekki hægt að fella á einum degi án þess að hefðbundin valdstjórnarform misstu hugmyndalega réttlæt- ingu sina. Þvi var hið „sérstæða strið” sem Bandarikin hófu að mannhvarfi, á limlestu llki sem fundist hefur. Sá maður sem i gær lyfti simtóli og gaf skipun um mannrán er nú alveg miður sin, og ef einhver skyldi efast um ein- lægni hans, þá mun hann aftur i dag taka upp simann frammi fyr- ir sendinefnd þeirra sem mót- mæla vilja ótiðindum — og skipa þeirri lögreglusveit, sem framdi mannránið i gær, að látá einskis ófreistað til að koma upp um þá seku. Og meðan allt þetta gerist, þá eru þingmennirnir að rifast, dómstólarnir dæma og heistu dagblöðlandsins birta hjartnæma leiðara um skeifilegar aftöku- sveitir á Kúbu... Og svo reka ráðherrarnir sem fyirskipuðu morðin upp stór augu og fyrirskipa ýtarlega rannsókn... Myndin er frá E1 Salvador, en þar er sú saga sem Regis Debray segir að endurtaki sig á hverjum degi. — áþ snaraði reka i þessum hluta heims fólgið i þvi að halda yfirborðinu ósnertu (það var hugmyndafræðileg nauðsyn — þvi ef þetta var ekki gert,þá var erfitt að finna réttlæt- ingu á þvi að verja „frjálsan heim” fyrir kommúnisku alræði). En um leið er það fólgið i þvi að skipuleggja hermdarverk og morð (sem var praktisk nauðsyn — hvernig hefði annars átt að vera hægt að bægja frá hættunni á byltingu?). Leynifélag hinsopinbera Hinar sérstöku sveitir — Mano i Guatemala, La Banda i Santo Domingo, Dauðasveitin i Uru- guay, svo að aöeins fáar séu nefndar — eru ekki sérstakar lög- reglusveitir. Þær eru opinber lög- reglukúgun og hernaðarnjósnir, sem starfa með óopinberumhætti — með sinum felustöðum, dul- nefnum, farartækjum, óskrásett- um vopnum. Með öðrum orðum: þessar sveitir starfa nákvæmlega eins og neðanjarðarsamtök, nema hvað þær eru aldrei i neinni hættu og þær hafa öll tæki rikisins til ráðstöfunar að vild. Þær hand- taka ekki fólk, en ræna þvi i venjulegum bilum, sem búnir eru fölskum skrásetningarnúmerum. Það er ekki farið með fangana á iögreglustöðvar heldur til leyni- fangelsa. Þegar búið er að yfir- heyra fangana og pynta þá. eru þeirekkidæmdirtildauða heldur myrtir með leynd — likum þeirra er hent i sjóinn. Allt er þetta svo afskaplega leynilegt, að ekkert kemst upp — munurinn er bara sá, að það er ráöherra, hershöfð- ingi eða forsetinn sjálfur sem gef- ur skipun um það sem gera skal (vitaskuld aðeins munnlega, ekk- erter skjalfest). Og sá, aðþað eru lögregluforingjar rikisins sem framkvæma skipanirnar I far- kostum, sem keyptir eru fyrir leynisjóði ráðuneytisins. Þegar sprengjur drynja, þá kemur sprengjuefnið úr birgðastöðvum hersins eða innanrikisráðuneytis- ins, og þegar „atburðir” eiga sér stað i héruðum þar sem lögregla er á ferð með reglubundnum hætti, þá munu aðalstöðvar lög- reglunnar hvetja alla lögreglu- bila til að yfirgefa vettvang tlð- inda, til að koma i veg fyrir ein- hverja ótimabærar uppákomur. Með þessu móti er allt hið virðulegasta út á við, og fulltrúa- lýðræðið sýnist við lýði eins og ekkert hefði i skorist. Hræsni og fals Sömu mennirnir og vinna sam- viskusamlega eftir lögum og reglugerðum i allra augsýn i skrifstofum ráðuneyta, sýslu- manna eða ráðherra, munu hverfaöðru hvoru til að vinna slik störf sem að framan greinir — siðan birtast þeir aftur og taka upp sin fyrri, opinberu störf. Stjórnvöld mæta með undrun, skelfingu og samúð dapurlegum fréttum sem vinir og ættingjar fórnarlambanna færa: þau eru orövana þegar þau lesa (ef eitt- hvað slikt slæðist i blöðin) hroða- lega lýsingu á mannráni, morði. Hér er lítið sýnishorn af okkar iága vöruverði: verð Stór/úða i stykkjum kg-verð kr. 22,00 ■ Hvalkjöt i sneiðum kg-verð kr. 24,00 Sö/tuð rúllupylsa kg-verð kr. 26,50 Franskar kartöf/ur (is/enskar) 2ja kg pokar kr. 32,00 Paprikusalat (Bd/garia) kr. 9,80 Krakus jarðaber 1/2 dósir kr. 11,25 Ananasbitar 1/1 dósir kr. 10.30 Ke/logg's kornflögur 500 gr kr. 15,35 Trix ávaxtakú/ur 226 gr kr. 12,60 Ka/iforniurusinur Champion 250 gr kr. 8,05 Grænar baunir 1/2 dósir kr. 6,05 Gular baunir 250 gr. kr. 2.95 Hrisgrjón 390 gr. v kr. 3.60 Brasiliskt instant kaffi 200 gr. kr. 58.30 Cocomalt Ötker 400 gr kr. 15,55 Kakó 480 gr. kr. 21.30 Royal-lyftiduft 450 gr. ' kr. 10,55 Dixon þvottaefni 4,5 kg kr. 86,85 WC pappir 8 rúllur i pakkningu kr. 23,30 E/dhúsrú/lur 2 stk. i pakkningu kr. 9,80 Bossa barnableyjur, 40 stk. kr. 37.50 Matvörudeild: Opið fimmtudaga og föstudaga kl. 9-22 VORUKYNNINGAk ALLA FÖSTUDAGA KL. 14-20 Allar aðrar deildir eru opnar til kl. 22 á fimmtudögum og til kl. 19 á föstudögum. A A i A A i — - - -JOu.TXT' ..- - JUi KI Li j -------)uijQi r Jón Loftsson hf. nrSŒmHt Hringbraut 121 Simi 10600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.