Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 4. júni 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 11 íþróttir / íþróttir [#} iþróttir J ■ Umsjón: Ingólfur Hannesson. V J Úr einu í annað KR-UBK í kvöld Einn leikur verður á dagskrá 1. deildar knattspyrnunnar i kvöld. KR og Breiðablik leika á Fögru- völium i Laugardal og hefst slag- urinn kl. 20. KR-ingarnir hafa verið af- spyrnuslakir það sem af er mót- inu, en ætla sér vafalitið 2 stig i kvöld. Ætli félagi Gunnar Steinn og hans menn séu alveg sammála þvi? NM í judo hér á landi Fyrirhugað er að næsta Norðurlandamót i júdó verði haldið hér á landi um mánaðar- mótin ntars/april á næsta ári. Vist er aö slikt mótshald verður júdóiþróttinni hér á landi mikil lyftistöng. I framhjáhlaupi má geta þess, aö annasamt timabil er framund- an hjá keppnismönnum i júdó, og er m.a. stefnt að myndarlegri þátttöku islands á heimsmeist- aramótinu, sem fram fer i byrjun september næstkomandi. —-IngH Það verður væntanlega i mörgu að snúast hjá Halldóri Guðbjörns- syni og féiögum hans i judólands- iiðinu á næsta keppnistimabiii. Víkingar með knattspyrnuskóla Eftir helgina næstu hefur göngu sina í þriöja skipti Knattspyrnu- skóli Vikings. Aöalkennari veröur markvörðurinn og iþróttakennar- inn Sigurjón Eliasson. Þátttaka I hverju námskeiði er takmörkuð við 14—16 börn, stelp- ur jafnt sem stráka 6 til 10 ára. Námskeiðin eru tviskipt, fyrir og eftir hádegi, hálfan mánuð i senn. Ýmsar nýjungar verða i starf- semi skólans að þessu sinni og má þar nefna notkun myndsegul- bands, lifandi myndir af islenskum knattspyrnuköppum i leik erlendis, leikmenn 1. deildar- liðs Vikings koma i heimsókn o.s.frv. Innritun i Knattspyrnuskóla Vikings hefst i dag, fimmtudag, kl. 11—15 og á morgun á sama tima, I sima 83245. Hvalreki á fjörur körfuboltaþjálfara Um miðjan mánuðinn er væntanlegur hingað til lands Arthur Duran, fyrrum aðstoðar- landsliðsþjálfari körfubolta- landsliðs Brasiliumanna, og mun hann halda námskeið hér fyrir islenska þjálfara i körfuboltan- um. Duran þessi er mjög þekktur þjálfari og mun halda héðan til ýmissa landa i Evrópu þar sem hann mun gangast fyrir nám- skeiöum Dýri Guðmundsson, lék sinn 200.leik með Val, skallar frá marki. Um gæði leiksins má væntanlega lesa úr svip leikmannanna. Mynd: -eik- Valsmenn máttu vera ánægðir með jafntefli gegn spræku liði KA, 0:0 ,,Þetta var lélegt, alveg andsk... lélegt hjá okkur”, sagði óhress fyrirliði Valsliðsins, Grímur Sæmundsen, eftir viðureign Hlíðarendaliðsins gegn KA frá Akureyri. Leiknum lauk með markalausu jafntefli, 0:0. Norðanmenn voru ekkert að tvinóna við hlutina i byrjun leiks- ins og þrumuðu boltanum hvað eftir annað út i loftið. Valsararnir reyndu finlegt samspil, en gekk illa að finna réttu leiðina i gegnum vörn KA. Á 15. min. pot- aði Njáll Eiðsson boltanum úr góðu færi i átt að marki KA, en Aöalsteinn varði auðveldlega. KA-menn fóru að koma meir og meir inn i spilið. Þeir náðu góðri sókn, sem endaði með þvi að allir sóknarmennirnir skeiðuðu að nærstönginni, en boltanum var spyrnt út i teiginn. Þar fór góð sókn fyrir litiö. A 19. min. komst Þorvaldur i gott færi fyrir framan mitt KA-markið, en Aöalsteinn var vel á verði og gómaði boltann. Besta tækifæri KA kom á 43. min. eftir háspyrnu inn i vitateig Vals. Knötturinn barst til Gunnars Gislasonar, en laus innanfótar- spyrna hans viðstööulaus smaug yfir þverslá. 1 seinni hálfleiknum gerðist fátt eitt markvert, sterkur varnar- leikur beggja liöa var allsráð- andi. Þó hafnaði hornspyrna Þor- valdar i samskeytum KA-marks- ins utanveröum og Gunnar Blöndal skaut viðstööulaust framhjá Valsmarkinu tómu úr þröngu færi. Það verður ekki skafið af KA-mönnum að þeir eru baráttu- glaðir, enda uppskera þeir riku- lega þessa dagana. Aðalsteinn átti mjög góðan leik i markinu og vörnin traustari eftir þvi sem á leið. Gunnar Gislason rikti eins og kóngur á sinu svæði á miðjunni og i framlinunni tók Elmar nokkra góöa spretti á meðan þrekið ent- ist. Asbjörn er glúrinn miðherji, en myndi vafalitiö sóma sér enn betur á miðjunni. Vörn og markvarsla hjá Val er með þvi besta sem gerist i 1. deildinni. Hins vegar voru miðju- Eitt stórt núll á Skaganum I gærkvöldi Skagainenn og Framarar gerðu markalaust jafntefli á Akranesi i gærkvöldi i leik sem einkenndist af áköfum tilraunum heimamanna til þcss að brjóta niður sterkan varnarleik gest- anna. Það tókst ekki, 0:0. 1A lék á móti nokkurri golu i fyrri hálfleik, en sótti samt mun meira. Skagamennirnir fengu 2—3 mjög góð kæri, einkum Arni og Sigþór, en tókst ekki að nýta sér þau til marka. 1 seinni hálfleiknum hresstust Framarar ögn, einkum i upphafi, en án þess að ná góðum sóknar- lotum. Fremur rólegt var að gera i Skagavörninni og kom Bjarni markvörður sárasjaldan við knöttinn. Besta færi leiksins fékk Astvaldur Jóhannesson þegar hann komst einn innfyrir vörn Fram, en Guömundur hirti knött- inn af honum með snjöllu út- hlaupi. Framararnir virtust spila þennan leik til þess eins að hanga á stiginu, sem þeir höi'ðu i hendi sér þegar flautað var til leiks og það tókst þeim. Enginn broddur var i sóknaraðgerðum þeirra, máttleysið allsráðandi. Hins vegar var vörnin sterk með markvörðinn Guðmund og Martein sem bestu menn. Aðrir leikmenn náðu ekki að sýna af- gerandi tilþrif og má segja að það hafi skapast af leikaðferðinni. Lið IA lék oftá tíðum sæmilega saman, en alltaf vantaði að reka endahnútinn á sóknirnar. Sig- urður Lárusson og Siguröur Hall- dórsson voru góðir i miðri vörn- inni, Jón Alfreðs og Kristján dug- legir á miðjunni og miöherjanum Guðbirni ier fram með hverjum leik. Rúmlega 1100 áhorfendur voru á grasvellinum við Langasand á Akranesi i gærkvöldi. — J/IngH. f /«v staöan Staðan i 1. deildinni i knatt spyrnu að afloknum leikjunum gærkvöldi er nú þannig: Akranes ....4220 4:0 KA ....4 2 1 1 6:2 Vikingur ....32 1 0 5:3 Valur ....4 2 1 1 8:5 ÍBV ....4 1 2 1 6:6 Fram.............. 5 0 4 1 2:3 4 Ureiðablik ........3 0 3 0 2:2 3 Þór................3 1 1 1 3:5 3 KR ................4 1 1 2 3:5 3 FH................4 0 0 4 4:12 0 og framlinumennirnir alveg máttlausir að þessu sinni, hverju svo sem um er að kenna. Jón G. Bergs lék alltof aftarlega allan leikinn og framlinumennirnir virtust vera of rigbundnir viö að skila varnarhlutverki sinu vel, ekki nógu hreyfanlegir, staðir. Vonandi ná Valsararnir að hrista af sér slenið áður en langt um lið- ur. -mgH Óskar Jakobsson kastaði kringlunni 62.92 m á Innan- félagsmóti ÍR i gærkvöldi. , Risakast i Oskars IÓskar Jakobsson náði sér- deilis góðum árangri i ■ kringlukasti á innanfélaga- | móti iR i Laugardalnum i ■ gærkvöldi. Lengsta kast ■ hans mældist 62.92 m og " einnig átti hann 3 önnur köst Iyfir 62 m. Stysta kastið mældist 60.82 m. Frábær kastseria, sem gefur góðar vonir um að Óskari takist að hnekkja meti Erlendar Valdimarssonar 64.32 m frá árinu 1974. Annar i kringlukastinu var Hreinn Halldórsson með 49.02 m og þriðji Ólafur Unn- steinsson, þjálfarinn siungi, sem kastaði 36.50 m. Ikúluvarpinu varð Hreinn sigurvegari, varpaði lengst ^19.40. m. — IngHj I ■ I ■ I ■ I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.