Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 16
MOÐVIUINN Fimmtudagur 4. júni 1981 A&alsimi Þjóöviijans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná i afgrei&slu blaösins i sima 81663. Blaðaprent hefur slma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öil kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Spánar- ferðum Eignir fólks í veði vegna umferðarónœðis og slysahœttu, segja íbúarnir Ekkert dregur úr ,,Það kom mér mjög á óvart að Vegagerðin skyldi nú allt i einu fara af stað með framkvæmdir við breikkun Hafnarfjarðárveg- arins, eftir að samgönguráðherra hafði stöðvað frekari fram- kvæmdir i fyrra. Ég tel að þessar framkvæmdir nú séu alveg jafn ólöglegar og þær voru þá” sagði Jón Baldvin Sigurðsson kennari i Garðabæ, sem i gærmorgun af- henti bæjarfógetanum i Hafnar- firði lögbannskörfu fyrir hönd ibúa Garðabæjar á framkvæmdir Vegagerðarinnar sem nú standa ✓ Arbæjarsafn byrjar sumarstarfið Ljós- mynda- sýning Sumarstarf Arbæ jarsafnsins hófst núna um mánaöamótin. t vetur hefur verið unniö f Arbæjarsafni að viðgerð á prófessorshúsinu frá Klcppi, en gert er ráð fyrir að opna megi hluta þess næsta sumar. KjaJlari hússins verður tekinn i notkun i ár og verður þar aöstaða til aö endurskrá, flokka og fara yfir muni safnsins jafn- óöum og þeir vcrða flutúr af Korpúlfsstöðum, þar sem þeir eru nú í gcymslu. KleppshUsið var flutt i Arbæ fyrir tveimu." árum, en húsið sem er þrilyft og traustlega byggt, var teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni og reistáriö 1907. Aðsögn Nönnu Hermanns- dóttur safnvarðar i Arbæ er hugmyndin að nýta hUsiö sem sýningarstað fyrir sögusýningu Reykjavikur, sem stendur til að koma upp. Árbæjarsafn verður opið i sumar alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30—mon Sumarsýning Arbæjarsafns- ins i ár er ljósmyndasýning með myndum Péturs A. Ólafssonar, sem Ljósmyndasafnið heíur útbdið. Pétur var verslunar- maður á Patreksfirði frá þvi um aldamót, en hann flutti til Reykjavikur 1916. A sýningunni eru myndir bæði að vestan og einsUr Reykjavik, _ Svo virðist sem „Spánarveik- in”, sem þannig hefur verið nefnd, skjóti ekki skelk i bringu þeim „löndum” er á annað borð byggja á Spánarför. — Við höfum ekki orðið þess varir, að fólk hafi dregið til baka pantanir sinar á farmiðum né heldur að eftirspurn eftir ferðum til Spánar hafi neitt minnkað, sagði Magnús Jónsson hjá Ferða- skrifstofunni Orvali og hann kvaðst ekki vita betur en sömu sögu hefðu aðrar ferðaskrifstofur að segja. —mhg Leiðakort með orkureikningnum Mcð orkurcikningum, sem nú er veriö aö bera út I Reykjavik, fylgir óvænt sending — nýtt leiöa- kort fyrir almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu. Guðrún Ágústsdóttir, formaður stjórnar SVR sagði að SVR heföi ákveðið aö dreifa leiðakortinu inn á öll heimili i borginni og þetta væri hentug og ódýr leið sem tryggði að kortið færi inn á hvert heimili. Þessi samfylgd kortsins og orkureikningsins myndi kannski lika minna á að akstur með SVR væri orkusparnaður. Leiðakortið, sem Tómas Jóns- son auglýsingateiknari hannaði fyrir Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins sýnir akstursleiðir og skiptistöðvar allra strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu og á bak-hlið þesser teikning Gyfla Gislasonar myndlistarmanns af svæðinu. —AI Framkvæmdir viö breikkun llafnarfjarðarvegar eru ólögleg- ar að mati ibúanna i Garðabæ. Ljósmyndina tók eik af brúnar- smiðinni. Cyklamatid leyft á ný Lögbannskrafa á Vegagerðina lögö fram i gær Súkkulaöi meö rjóma, pönnukökur og kleinur er me&al þess góögætis scm Dillonshús hefur á matse&li sinum. Gengilbeinur klæöast aö venju islenskum búningum en þær heita: Salvör og Aslaug Jónsdætur og Sólveig ólafsdóttir. Ljósm.: —cik Gervisykrungurinn Cyklamat hefur nú verið leyfður á ný til gos- drykkjagerðar hér á landi i ákveðnu magni og með ákveðn- um skilyrðum. Heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið gaf 26. mai s.l. út reglugerð sem heimilar 1600 mg cyklamats i hvert kiló gosdrykks. óheimilt er að blanda þvi saman við sakkarin og einnig óheimilt aö blanda þvi saman við sykur. Hámarksstærð iláta skal vera 0,3 litrar og skulu merkingar i ilátum gefa til kynna að i drykknum sé cyklamat og magn þess. Þá skal koma fram á ilátunum aö slikir drykkir séu ætlaðir sykursjúkum. Fulltrúar íbúa i Garðabæ afhenda bæjarfógetanum i Hafnarfirði lögbannskröfu á framkvæmdir Vega- gerðarinnar viö breikkun Hafnarfjarðarvegarins, á skrifstofu fógeta I gærmorgun. Taliö frá v. Einar Ingimundarson bæjarfógeti, Jón Baldvin Sigurösson, Jón Sigvaldason og Paul Jóhannsson. Mynd-eik. á engan hátt að fjalla um þetta mál og gera okkar athugasemdir áður en til framkvæmda kemur. Ég kalla það ekki neinar bráða- birgðaaðgerðir i vegagerð, sem koma til með að binda skipulag bæjarins langt fram i timann. Af okkar hálfu sem stöndum að þessari lögbannskörfu er ekki um flokkspólitiskt mál að ræða, held- ur hagsmunamál ibúa i Garða- bæ.” í lögbannskröfunni sem lögð var fram i gær segir m.a. „Við undirritaðir ibúar kaupstaðarins teljum okkureiga fulla heimild til að krefjast lögbanns gagnvart Vegagerð rikisins. Við eigum hér lögvarinna hagsmuna að gæta. Við teljum að með þessum fram- kvæmdum sé stefnt aö þvi að fella i verði eignir okkar, bæði vegna umferðarónæðis og slysahættu, sem hlýtur að aukast og þá ekki sist vegna þeirrar fádæma skipu- lagsóreiðu sem verið er að leiða yfir kaupstaðinn og ibúa hans með þessum handahófskenndu aðgerðum sem nú eru hafnar”. __________________________— lg Þörungamjölið hefur rokið út Þörungamjöl það sem Þörungavinnslan sendi frá sér á markað i vor i neytendaumbúð- um og ætlað er til áburðar i heim- ilisgarða hefur selst mjög vel. Það er uppselt i bili hjá Þörunga- vinnslunni, og kemur ekki á markað aftur fyrr en i júli. Hjá Sölufélagi garöyrkjumanna fengum við þæi upplýsingar i gær, að litilsháttar af þörunga- mjöli væri enn til þar. Birgðir þeirra hefðu selst upp jafnóðum, 1-2 tonn hefðu verið pöntuð i einu og selst upp á einum degi. Fólk vill frekar lifrænan áburð á mat- jurtagarða sina heldur en ólif- rænan, og auk þess væru umbúðir utan um þörungamjölið til fyrir- myndar hvað upplýsingar um innihald og notkun snerti. —A yfir við breikkun Hafnarfjarðar- vegar. Einar Ingimundarson bæjarfó- geti kvaðst i gær ekki geta kveðið upp úr um hvort lögbannskrafan yrði tekin gild eða visað frá, þar sem honum tókst ekki að hafa samband við lögfræðing Vega- gerðarinnar Gunnar Gunnarsson. Jón Baldvin sagði i samtali viö Þjóðviljann i gær, að ibúar i Garðabæ væru mjög reiðir út i þessar vegaframkvæmdir. „Það er verið að hlunnfara okkur um sjálfsögð réttindi þegar við fáum Úrskurður fógeta ókominn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.