Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. júni 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Vinnuskóli Reykjavikur tók til starfa á mánudaginn var og er búist viö aö milli 12 og 1300 unglingar vinni við gróðursetningu, hreinsun og annað sem til fellur i borginni isumar. — Ljósm.: — eik. Félag íslenskra tónlistarmanna: Þetta er móðgun Mótmæla erlendum einleikara með Sinfóníunni Félag islenskra tón- listarmanna hefursent frá sér yfirlýsingu þar sem því er harðlega mótmælt að erlendur einleikari skyldi valinn til farar með Sinfóníuhljómsveit Islands i tónleikaferð til ^ustur- rikis. Samþykktin beinist gegn fram- kvæmdastjóra hljómsveitar- innar, Sigurði Björnssyni og segir þar: „slik ráöstöfun hlýtur að kalla á það mat útlendinga að hæfir islenskir einleikarar fyr- irfinnist ekki. FtT litur á þetta sem móðgun við islenska tón- listarmenn. Sinfóniuhljómsveit tslands var stofnuð til þess að lyfta islenskri tónlistarmenningu á hærra stig og þá ekki sist til að gefa islenskum einleikurum og söngvurum tækifæri til þess aö koma fram með hljómsveitinni. Það sýnir ekki mikið stolt fyrir tslands hönd að ráða erlendan pianóleikara sem einleikara með hljómsveitinni i nefnda tónleikaferð, þegar nóg er til af islenskum einleikurum, sem með sóma hefðu getað farið þessa ferð.” H6\m*0aU Reykí tavinur• c ár að 8U vara oKKUbraut. En v rettn tölvuma i íslenskuro^ ieeg3; ^hetri’ÞÍ-ustu t . vi6 eiSU«> hinfsð t. ágæti vxu= i6sh°lngar okk' >eS •,feet saroS inæg3fÍllvissit se.*y,L royndtm »>eiia ; 5ú s ^Ídfa^rra traustið, a6 ui6 6nr 2 =6 veita 'ÍrvifðVre^ ið b3°6uTI'i: s hluta at vi hvao bi- fév,neíu; wmt? sam^ SSSfi . ánæeiuleg vvebium Kaupmannasamtök Islands og Verslunarmannafélag Reykjavíkur beina þeim tilmælum til viðskiptavina verslana að gera innkaup sín tímanlega, þar sem verslanir verða lokaðar á laugardögum frá 1. júní til 1. september. KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS MARARGÖTU 2 VERSLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR HAGAMEL 4 Utanrikisrádherra Kanada i heimsókn: Fjölbýlis- Stóri bróðir húsalóðum úthlutað l gær var i borgarráði úthlutað fjölbýlishúsalóðum til bygginga- meistara og byggingasamvinnu- félaga. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sátu hjá við úthlutunina. Eftirfarandi fengu lóöir: Borgarsteinn hfGrensásvegi 3, Byggingasamvinnufélagiö Aðal- ból, Siðumúla 34, óskar og Bragi s.f., Byggingasamvinnufélagið Skjól, Álfheimum 44, Byggingar- samvinnufélag Reykjavikur, Atli Eiriksson sf. Hjálmholti 10. Lóð- irnar eru i Nýjum miðbæ og i Fossvogi. Utanríkisráðherrann var all- mikið spurður um samband Kan- ada við Bandarikin. Hann skýrði frá ýmsum erfiðleikum i sam- bandi við deilur um fiskveiðar við austur- og vesturströnd rikjanna og taldi bersýnilega að Banda- rikjamenn hefðu sýnt óbilgirni nokkra i þeim efnum. Þá hefðu Kanadamenn áhyggjur af þvi, að Bandarikjastjórn hefði með af- stööu sinni til Hafréttarsáttmál- ans dregið samþykkt og fram- kvæmd þess mikilvæga sam- komulags. I heild taldi MacGuig- an samskipti Bandarikjanna og Kanada góð, en það væri nokkuð þreytandi að eiga við hina nýju stjórn Reagans að þvi leyti, að á mörgum sviðum hefði hún alls ekki komið sér upp neinni stefnu. Vonandi mundi það lagast með timanum. Sundlaugin Breiðholti: Breyttur opnunartimi Nú þegar skólasundi er lokið er nýja sundlaugin við Fjölbrauta- skólann i Breiðholti opin almenn- ingi allan daginn. Laugin nýtur mikilla vinsælda ekki sist meðan veðurguðirnir leika við hvern sinn fingur eins og þeir hafa gert undanfarna daga. Hallgrimur Snorrason forstjóri sundlaugarinnar sagði i gær að til stæði að lengja opnunartimann á sunnudögum, en annars er timinn sem hér segir: A virkum dögum, mánudaga til föstudaga frá kl. 07.20—20.30. Laugardaga frá kl. 7.20—17.30 og sunnudaga frá kl. 08.00—13.30. Utanríkisráðherrar Kanada og tslands voru heldur ánægðir með samskipti rikjanna á fundi sinum i gær, en ekki ræddu þcir þau mái sem viðkvæm gætuorðið, eins og samkeppni islenskra og kanad- ískra fiskframleiðenda á Banda- rikjamarkaði. Mark MacGuigan utanrikisráð- herra sagði á blaðamannafundi i gær, að Kanadamenn vildu gjarna hafa samstarf við Islend- inga um vfsindarannsóknir, t.d. þær sem vörðuðu mannlif og bú- skap á norðurslóðum. Hann lét i ljós ánægju með tvöföldun versl- unarviðskipta milli landanna á sl. þrem árum. MacGuigan og Ólaf- ur Jóhannesson höfðu og rætt al- mennt um Natósamvinnuna, en ekki um vigbúnað á Islandi sér- staklega. Miðflóttaöfl Vikið var að aðskilnaðarhreyf- ingu i Quebec og viðar i Kanada. Ráðherrann taldi, að þjóðarat- kvæðagreiðslan i fyrra hefði kveðið niður alvarlega aðskilnað- arhreyfingu i Quebec, sem er að- alheimkynni frönskumælandi Kanadamanna eins og kunnugt er. Hitt væri svo annað mál, að hið tiltölulega losaralega sam- bandsstjórnkerfi Kanada byði jafnan upp á spennu milli alrikis- stjórnarinnar og stjórna ein- stakra rikja og yrði það verkefni sjálfsagt seint leyst, að finna hið rétta jafnvægi milli einstakra valdamiðstöðva. Utanrikisráðherrann var hér i fylgd með landsstjóra Kanada, sem er hér i opinberri heimsókn. — áb Mark MacGuigan utanrikisráð- herra: það getur verið þreytandi að eiga við hina nýju stjórn Randarikjanna... Samkeppni um físk- markað ekki rædd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.