Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. júni 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Og svona skiptast gjöldin Samkvæmt rikisreikningi námu útgjöld rikissjóðs á siðasta ári tæplega 379 miljörðum gamalla króna. Af þessari upp- hæð fóru 40,1% til heilbrigðisvel- ferðar- og tryggingamála, 16,2% fóru til mennta- og menningar- mála (ásamtkirkjumálum), 9,9% fóru til samgöngumála, 9,4% i al- menna stjórn og löggæslu, 7,1% fór i niðurgreiðslur, 4,6% með einum eða öðrum hætti til land- búnaðarins, 4,4% til iðnaðar og orkuvinnslu. Aðrar upphæðir eru smærri. Rikisútgjöldin fóru á siðasta ári nokkuð fram úr áætlun fjárlaga eins og tekjurnar, samtals um 35,7 miljarða gamalla króna, það er 10,4% (en tekjurnar reyndust 13,5% hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir). Sem dæmi má nefna að til heilbrigðis- og tryggingamála fóru 20.131 milj. gkr. umfram fjárlög, til menntamála 4.723 milj. gkr., dóms- löggæslu og kirkjumála 4.674 milj. gkr., sam- göngumála 3.802 milj. gkr. og annarra verkefna alls 9.320 mili. gkr. Bætt staða gagnvart Seðlabankanum Greiðsluafkoma rikissjóðs við bankakerfið var hagstæð um 6.217 milj. gkr. Skipting þeirrar fjár- hæðar er sú, að sjóður hækkaöi og staðan á bankareikningum við innlánsstofnanir batnaði alls um 1.697 milj. gkr., staðan á hlaupa- reikningum i Seðlabankanum versnaði um 3.565 milj. gkr., en greiðslur af lánum við Seðla- bankann námu 8.085 milj. gkr., þannig að greiðsluafkoman viÓ Seðlabankann var hagstæð um 4.520 milj.gkr. Ný lán tekin á árinu vegna A - hluta rikisins námu nettó 8.314 milj. gkr. án lánahreyfinga við Seðlabankann. Innkomið lánsfé nam 13.731 milj. gkr. og afborg- anir 5.417 milj. gkr. Hér er fyrst og fremst um að ræða lánsfé af andvirði seldra spariskirteina svo og af erlendu fé. Greiðslur úr rikissjóði vegna veittra lána og hlutafjár- og stofnfjárframlaga námu nettó 797 milj. gkr. Nær óbreytt krónutala skulda Skuldir rikissjóðs vegna A- hluta námu i árslok 1980 sam- kvæmt umsömdum lánum alls 126.324 milj. gkr. og þar af við Seðlábankann 4.000 milj. gkr. vegna ríkissjóðsvixla og 30.550 milj. gkr. vegna skuldabréfa. bessar skuldir miðast við gild- andi gengi og visitölur i árslok 1980 i þeim tilvikum, að skuldirn- ar séu bundnar með þeim hætti. Hækkun skuldanna á árinu 1980 vegna breytinga á gengisskrán- ingu og visitölum nam 36.951 milj. gkr. og kemur sú fjárhæð á móti fram á endurmatsreikningi. Endurmatshækkunin ræðst af almennri efnahagsþróun i land- inu og þá fyrst og fremst verð- bólgunni og er þvi ekki sérstak- lega á valdi fjármálastjórnar rikisins. Hækkun skuldanna á greiðslugrunni og án þessara verðbólguáhrifa nam þvi aðeins 229 miij. gkr. samtals að meðtöld- um Seðlabankaiánum, en 8.314 milj. gkr. að þeim undanskyld- um. A árinu 1979 nam heildartal- an 17.233 milj. gkr. og þar af lán utan Seðlabankans 4.076 milj. gkr. Rekstrarreikningur ríkissjóðs 1968 - 1980 Rekstrarjöfnuður Ar Gjöld Tekjur 1 millj. gkr. % af qjöldum 1968 6.907 6.741 166 T 2,4% 1969 7.590 7.455 - 135 — 1,8Á 1970 9.352 9.800 + 448 + 4,8% 1971 13.534 13.258 — 276 2,0% 1972 18.395 18.530 + 135 + 0,7t. 1973 25.129 24.876 — 253 ■t 1,0% 1974 41.008 37.721 — 3.287 - 8,0% 1975 58.577 51.044 — 7,533 . t 12,9% 1976 70.508 71.324 + 816 + 1,2% 1977 102.821 100.278 2.543 ■í 2,5% 1978 165.260 163.651 r 1.609 — 1,0'i 1979 249.146 248.036 - 1.110 T 0,4% 1980 378.985 392.882 + 13.897 + 3,7% t gömlun krónum Lántökur ríkissjóðs að frádregnum afborgunum 1968 - 1980 Allar tölur í milljónum g.kr. Samtals 1 Seóla- banka Utan Seólabanka Lán utan Seólabanka sem hlutfall af tekjum rikissjóðs 1968 98 14 84 1,2% 1969 787 598 189 2,5% 1970 44 rl29 173 1,8% 1971 145 t260 405 3,1% 1972 1.555 940 615 3,3% 1973 378 t315 693 2,8% 1974 1.050 220 830 2,2%. 1975 5.725 3.548 2.177 4,3% 1976 5.907 3.998 1.909 2,7% 1977 5.536 1.727 3.809 3,8% 1978 2.308 r3.400 5.708 3,5% 1979 17.233 13.157 4.076 1,6% 1980 229 t8.085 8.314 2,1. NB Rétt er að taka fram að svo mikil lántaka hjá Seðla- bankanum árið 1979 er til komin vegna þess að á því ári var verið að breyta hlaupareikningsskuld í f ast umsamið lán. Þessi hlaupareikningsskuld var í ársbyrjun 1979 10.900 miljónir g.kr., en engin í árslok. Frá opnu skólastarfi I Hiiðaskóia Fundur Fræðsluráðs og skólastjórnenda: Breyttir kennsluhættir %/ hagnýtum leiðbeiníngum um - opinn skóli A siðasta fundi Fræðsluráðs Reykjavlkur með skólastjórum og yfirkennurum grunnskól- anna i borginni á þessu skólaári var umræðuefnið tengt innra starfi skólanna og skólastefnu, þ.e. breyttir kennsluhættir — opinn skóli. Framsögu á fundinum höfðu Guðný Helgadóttir, sem hefur tekið saman matsskýrslu um Fossvogsskólann, Kári Arnórs- son, skólastjóri Fossvogsskóla og Hörður Bergmann, fulltrúi i Fræðsluráði. Guðný gerði grein fyrir helstu einkennum opna skólans og byggði á yfirliti i skýrslu sinni: Ahersla er lögð á að nemendur fái aö velja um sambærileg viö- fangsefni og alls ekki ætlast tii að allir séu i senn að fást við það sama og reynt er að tengja námið sem best reynslu og um- hverfi nemenda. Einnig er áhersla lögð á virkni og sjálf- stæði I námi og fjölbreytni i vinnubrögöum og vali á við- fangsefnum. Starfsdeginum er ekki skipt i 40 minútna einingar með ólikum viðfangsefnum og nemendur á óllkum aldri fá að vinna saman i hópum. Leitast er við aö skapa hlýlegt umhverfi. Hlutverk kennara verður frem- ur fólgið i að leiðbeina og aö- stoða en að miðla þekkingu. Ná- iðsamstarf kennara er ein meg- inforsenda opins skólastarfs. Kári Arnórsson lýsti með hvaða hætti starfslið Fossvogs- skólans hefði framkvæmt opið skólastarf. Hann taldi einn helsta ávinning þessara kennsluhátta fyrir nemendur felast i þeirri þjálfun sem þeir fá i sjálfsnámi, i að velja sér viðfangsefni og bera sjáifir ábyrgð á framvindu námsins. A kennurunum hvildi mikil undir- búnings- og skipulagsvinna en á móti kæmi það að þeir kynntust nemendum vel og agavandamál væru fátið. Hörður Bergmann rakti ástæður þess að Fræösluráð hefði tekiö þetta umræðuefni á dagskrá fundarins: Lokið væri tilraunatimabilinu i starfi Foss- vogsskóla og komin út skýrsla með mati á hvernig á hvernig til hefði tekist. Skólar i Reykjavik hefðu siðan 1966 verið byggðir þannig að auðvelt væri að skipu- leggja opið starf i húsnæði þeirra. Uppbygging skólabóka- safna væri vel á veg komin og ljósritunarvélar komnar i skól- ana og gæti það auðveldað þró- un skólastarfs i þessa átt. Ot væri komin bók eftir Ingvar Sig- urgeirsson, námsstjóra, meö hagnýtum leiðbeiníngum hvernig kennarar gætu hver fyrir sig eða fleiri þróað kennsluhætti eftir nýjum braut- um. Og loks væri greinilega vaxandi áhugi I skólum landsins á samþættum verkefnum og þvi að leggja heföbundna stunda- skrá til hliðar um skeiö. Hörður taldi að þróun i átt til opins skólastarfs væri æskileg og yrði hún að byggjast á áhuga innan skólanna sjálfra. Fyrir- skipanir ofan frá um innra starf skólanna hefðu ekkert gildi — hins vegar gætu fræðsluyfir- völd, þ.á.m. Fræðsluráð, stutt þróunarstarf innan skólanna t.d. með kynningarfundum, námskeiðshaldi, tímabundnum stuðningi til að ráða auka- starfslið og stuðningi til að afla nauðsynlegra gagna. Umræður beindust einkum að þvi að skýra vandamál tengd samstarfi kennara, vinnuálagi og þjálfun kennara. Ahersla var lögð á að húsnæðið ráði ekki úr- slitum um hvernig til tækist um opið skólastarf, heldur kennara- liðið. Kristján Benediktsson, for- maður Fræðsluráðs, stjórnaði fundinum og gat þess I lokaorð- um að gera yrði ráð fyrir að breytingar i skólamálum tækju langan tima og taldi rétt að gefa Fossvogsskóla tækifæri til aö starfa með alla bekki grunn- skólans, þó þannig aö 7.-9. bekkur kæmu inn i skólann við góð ytri skilyrði. jjB. ___Jil viÓskiptamanna_ banka og sparisjóða Vaxtabreytingin 1. júni oq Spariinnlán Nú er aðalf iokkun spari- innlána og vaxtakjör þessi: Jk Sparisjóðsbækur eru allar með sömu kjörum, þ. e. nú með 34% ársvöxtum frá 1. júní. Ákveðið hefur verið, að uppsagnarákvæði í öllum sparisjóðsbókum (6 og 12 mánaða og 10 ára bókum) verði felld niður og innstæðan laus til ráðstöfunar fyrir eiganda eins og hann óskar, þar með talið til flutnings innstæðu inn á eftirtalda innlánaflokka. Vextir sparisjóðsbóka eru færðir um áramót eins og verið hefur. D Sparisjóðsreikningar með uppsögn eru til 3ja mánaða á 37% ársvöxtum eða 12 ö mánaða á 39% ársvöxtum, en voru áður kallaðir vaxtaaukareikningar. Vextir eru færðir tvisvar á ári, 30. júní og 31. desember ár hvert, og eru lausir til útborgunar í næstu sex mánuði þar á eftir, en síðan bundnir uppsögn eins og höfuðstóll. Athygli skal vakin á því, að heimild til flutnings innstæðna af 12 mánaða sparisjóðsreikn- ingum yfir á verðtryggða reikninga rennur út um næstu áramót. Verðtryggðir reikningar eru með 6 mánaða bindingu, lánskjaravísitölu og 1% árs- ^ vöxtum með óbreyttum vaxtareikningi. 1. júní 1981 — Samvinnunefnd banka og sparisjóóa —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.