Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. júni 1981 UOBVIUINN Málgagn sósíalismar verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis llgefandi: Utgáluiélag Þjoöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Kari Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglvsingastjóri: Þorgeir olalsson l insjónarmaötir sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Algreiöslustjóri: Valþor Hlööversson Klaöamenn: Allheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdottir, Magnus H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. iþróttalréttamaöur: lngoiiur Hannesson. Útlit og liöiinuii: Guöjon Svembjörnssori. Sævar Guöbjörnsson. I.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Ilandrita- og prói'arkalestur: Andrea .lónsdóttir, Elias Mar. Auglvsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörun Guövarðardóttir. Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Kristin Petursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla : olöí Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttír. llilstjóri: Sigrun Baröardottir. I’ökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Ltkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla (i, Keykjavik, simi X 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. Alþýðulœknar • Fyrir mánaðamótin síðustu stefndi í óefni um rekstur sjúkrahúsanna í Reykjavík vegna þess að f jöl- margir aðstoðarlæknar og sérfræðingar höfðu sagt upp störfum og hætt vinnu vegna óánægju með kaup og kjör. • Nú í vikunni tóku málin hins vegar jákvæða stefnu með sameiginlegri yfirlýsingu fjármálaráðherra og stjórnar Læknafélags (slands um viðræður þessara aðila um starfskjör lækna. • I þessari sameiginlegu yfirlýsingu er skýrt tekið fram af beggja hálfu að í þessum viðræðum verði ekki rætt um grunnkaupshækkanir. Þar er hins vegar minnst á að á nokkrum sviðum félagslegra réttindamála njóti læknar lakari réttar en aðrir ríkisstarfsmenn og að við- ræðurnar muni m.a. snúast um þau efni. • Enginn þarf að undrast, þótt sjúkrahúslæknar fari fram á hliðstæð lífeyrisréttindi við aðra ríkisstarfs- menn, eða þótt þeir vilji fá mánaðarlaun sín greidd við upphaf mánaðar eins og aðrir opinberir starfsmenn, en ekki eftir á. — Slíkt eru eðlilegar kröf ur af þeirra hálf u. • Full ástæða er til að vænta þess að sú stefna sem læknadeilan tók með hinni sameiginlegu yfirlýsingu deiluaðila fyrr í vikunni leiði til farsællar lausnar. O Og við skulum þá líka vona, að hin fáránlega kröf u- gerð Læknaþjónustunnar s.f., sem svo nefndi sig, gleymist sem allra fyrst, — nema þá sem víti til varnað- ar. • Það er mikilvægt að í hinni sameiginlegu yf irlýsingu f jármálaráðherra og stjórnar Læknafélags Islands er skýrt tekið f ram að grunnkaupshækkanir séu ekki á dag- skrá viðræðuf undanna. • Auðvitað eiga margir af okkar góðu og hæf u læknum kost á betur launuðum störfum erlendis heldur en hér eru f boði. Slíkt er ekki tiltökumál. Þannig hefur það veriðog verður lengi enn meðokkar hæfustu menn á hin- um ýmsu sviðum, að þeir verða jafnan að eiga það við sína eigin samvisku, hvort þeir kjósa að verja kröftum sínum við betur launuð störf erlendis eða vinna hér heima þótt kaup sé eitthvað lægra. • Þótt okkar þjóðf élag sé ríkt, þá er þess ekki að vænta að við getum boðið hæfustu sérfræðingum bestu kjör í heimi, en við eigum að gera vel við þá samt. Láglauna- fólk getur ekki fengið hér ótakmarkaðar launahækkanir og það er höfuðmál að launabil milli lágtekjuhópa og hinna betur launuðu fari a.m.k. ekki vaxandi. Þess vegna er ekki að vænta samkomulags um neinar meiri- háttar launahækkanir til þeirra sem eru f yrir of an miðju í launastiganum. — Verkalýðshreyf ingin getur ekki þol- að að einstakir hálaunahópar taki stökk upp á við í launamálum utan við ramma almennrar launaþróunar. Að vísu hefur Kjaradómur reynt að brjóta á bak aftur stefnu ríkisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar um aukinn launajöfnuð i þjóðfélaginu og f innast þar Ijót dæmi. Þeim verkum á að svara með því að breyta skipan Kjaradóms og tryggja samtökum almenns launafólks beina og áhrifaríka aðild að dómnum, en leggja hann niður ella. • fslensk læknastétt hef ur löngum notið bæði ástsæld- ar og virðingar í þessu landi. — Allt frá dögum Sveins Pálssonar læknis í Vík hafa íslenskir múgamenn talið flesta lækna vera fyrst og fremst sína menn, en ekki f jarlæga sérfræðinga, sem létu peningana ráða ferðinni. • Og við skulum ekki láta reikninga Læknaþjónust- unnar s.f. spilla þessu góða andrúmslofti, heldur gleyma þeim. • Full ástæða er til að þakka stjórn Læknafélags ís- landsfyrir lokaorðin í sameiginlegri yfirlýsingu hennar og f jármálaráðherra, en þar segir að báðir aðilar muni ,,stuðla að því að starfsemi sjúkrahúsanna gangi snurðulaust fyrir sig og yfirstandandi deila bitni ekki á sjúklingum”. • Hér er sleginn sá tónn sem hæfir. • Stórt átak er að baki í heilbrigðismálum okkar ís- lendinga og umskiptin mikil þótt ekki sé litið nema fáa áratugi aftur ítímann. Þar hefur læknastéttin lagt mest af mörkum, þótt f leiri haf i komið við sögu. — En margt er enn ógert og nýir tímar færa jafnan ný viðfangsefni. Við þurf um enn að bæta heilbrigðisþjónustuna og leitast við að búa læknum þannig starfsskilyrði að kraftar þeirra nýtist. [RlippC Margir Sjálf- Eins og alþjóð er kunnugt, takast á i Sjálfstæðisflokknum, um þessar mundir, tvær megin- fylkingar. Annars vegar eru þeir sjálfstæðismenn, sem fylkt hafa sér undir merki Gunnars Thoroddsen varaformanns flokksins og núverandi forsætis- ráðherra. Hins vegar eru þeir flokksmenn, sem enn fylgja flokksformanninum, Geir Hall- grimssyni, og helstu valdastofn- unum Sjálfstæðisflokksins að málum. Utan þessara aðalherja, en oft i hagsmunatengslum og tima- bundnum bandalögum við þá, má finna vikingasveitir smærri spámanna Sjálfstæðisflokksins. Þar ber fyrst fræga að telja hina harðsnúnu sveit Alberts Guð- mundssonar, en einnig liösmenn hinna sviplitlu jámanna flokks- ins, „matthiasanna” beggja, að ógleymdri hinni hugsjónariku ungliðasveit Sjálfstæðisflokks- ins, þar sem næsta kynslóð póli- tiskra vigamanna flokksins, þeir Davið Oddsson, Friðrik Sóphusson og Jón Magnússon, tekst á um forystuhlutverkið. Siðast en ekki sist ber að nefna til þessa hildarleiks hina pólitisku „sólóista” Sjálfstæðis- flokksins, þá Jón Sólnes, að nokkru leyti Sverri Hermanns- son en þó fyrst og fremst Eggert Haukdal. Ferill hins siðast- nefnda varpar einkar skýru ljósi á áhrifaleysi hinna formlegu valdastofnana Sjálfstæðis- flokksins. Eftir að Geirsarmur Sjálfstæðisflokksins svipti hann sæti sinu á framboðslista flokksins fyrir siðustu þingkosn- ingar hefur Eggert tekist að hagnýta sér flokksátökin og hina sérstæðu pólitisku hæfi- leika sina til að verða einn valdamesti óbreytti þingmaður- inn á alþingi. Jón Þorláksson Ólafur Thors Er uppgjör framundan? Meginbrotalömin i Sjálf- Istæðisflokknum endurspeglast i fylkingum þeirra Gunnars og Geirs. Sundrun Sjálfstæðis- , flokksins i æ smærri flokksbrot, Isem alþjóð hefur orðið vitni að undanfarin ár, má fyrst og fremst rekja til þess, hversu , fylkingar formannsins og vara- Iformannsins hafa reynst jafnar að afli og hve endanlegt uppgjör þeirra hefur dregist á langinn af , þeim sökum. ITil skamms tima virðist Geir Hallgrimsson raunar hafa l'ylgt þeirri „traustu” hernaðaráætl- , un, að biða þess, að Gunnar IThoroddsen yrði að hverfa af hinu pólitiska sjónarsviði fyrir elli sakir. Frá þvi að núverandi , rikisstjórn var mynduð hefur IGeir hins vegar reynst æ erfið- ara að telja fylgismönnum sin- um trú um kosti þessarar áætl- , unar. Þar við bætist að ýmsir Isjálfstæðismenn sækjast nú eftir þeirri foringjastöðu, sem Geir hlaut i arf. , Geirsarminum er þvi ljóst, að Ieigi hann að eiga nokkra von um valdaaðstöðu i framtiðinni sé óhjákvæmilegt að finna endan- , lega lausn á skæruhernaðinum Ivið Gunnarsarminn. Liklegasti vettvangurinn fyrir hið endanlega uppgjör er lands- , fundur Sjálfstæðisflokksins, Isem erfitt verður fyrir Geirs- arminn að draga lengur en til haustsins. Hversu viðunandi sú , niðurstaða verður frá sjónaf- Imiði Geirsmanna mun ráðast af hlutfallslegum styrkleika hinna ýmsu flokksbrota á landsfund- , inum. Á meðan Gunnar lætur | fara vel um sig i Stjórnarráðinu Geir Hallgrimsson Gunnar Thoroddsen mun þvi i sumar lara fram alls- herjar liðskönnun Geirsarms- ins. Persónutöfrar Gunnars Geirsarmur Sjálfstæðis- flokksins, sem ræður áróðurs- stofnunum flokksins, hefur lagt mikið kapp á að breiða út þá lævislegu söguskýringu, að klofningurinn i Sjálfstæðis- flokknum eigi rætur sinar i persónuleika Gunnars Thorodd- sen. Mestri íullkomnun náði þessi kenning i bókinni „Valda- tafl i Valhöll”, sem tveir vika- piltar Geirs Hallgrimssonar af Morgunblaðinu settu saman fyrir siðustu jól. Þar er þvi haldið fram, af óvenjulegri^ skarpskyggni, að ástæðan fyrir , þvi, að helmingur kjósenda ■ Sjálfstæðisflokksins styðji j stefnu Gunnars Thoroddsen og | að fimmtungur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hafi kosið að styðja Gunnar á alþing og baka sér þannig reiði valda- stofnana flokksins, sé ein- þykkni, ófyrirleitni og valdafikn Gunnars. Hin tæra íhaldsstefna Núverandi átök Gunnars- og Geirsarms Sjálfstæðisflokksins endurspegla djúptækan póli- tiskan ágreining, sem rekja má allar götur til upphafsára Sjálf- stæðisflokksins. Annars vegar hefur ávallt átt veruleg itök i Sjálfstæðisílokkn- um hópur hreintrúarmanna, sem hafa barist fyrir þvi, að tekin yrði upp ómenguð markaðshyggja i efnahagsmál- um. Þetta er hin tæra ihalds- stefna, sem Jón Þorláksson, glæsilegasti fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins fyrr og siðar, beitti sér fyrir á fyrstu árum flokksins. Þessistefna beið ósigur 1934, er Jón hrökklaðist úr formanns- sessi Sjálfstæðisflokksins fyrir Ólafi Thors. Helstu véfréttir þessarar stefnu erlendis á siðari árum eru hagfræðingarnir Milton Friedman og jarðneskar leifar Austurrikisskólans i hagfræði, Friedrich von Hayek. Hin hejðbundna sjálfstœöisstefna Hins vegar er fylking þeirra, sem aðhyllast hina hefðbundnu sjálfstæðisstefnu, sem þeir Ólafur Thors og Gunnar Thor- oddsen áttu drýgstan þátt i aö móta. Meginhlutverk Sjálf- stæðisflokksins samkvæmt þessari stefnu er að standa dyggan vörð um hagsmuni at- vinnurekenda, ekki sist að vernda þá fyrir ógnum óheftrar samkeppni. Hin hefðbundna sjálfstæðisstefna hafnar þvi for- sjá markaðsaflanna, eins og ferill Sjálfstæðisflokksins i rikisstjórn sýnir raunar vel. Hinir hefðbundnu sjálfstæðis- menn hafa einnig nægilegt póli- tiskt raunsæi til að gera sér grein fyrir þvi, að hagsmunir atvinnurekenda og þorra kjós- enda fara ekki saman. Hin hefð- bundna sjálfstæðisstefna felur þvi i sér ýmis vinsæl alþýðu- málefni, að vissu marki. Þ.á m. má nefna almannatryggingar, sjúkrasamlög og jafnvel verð- lagseftirlit. Allt þetta er eitur i beinum sannra markaðssinna, eða frjálshyggjumanna, eins og þeir nefna sig á siðari árum, vafalaust i grini. Atökin i Sjálf- stœðisflokknum Átökin, sem nú standa yfir i Sjálfstæðisflokknum, eru fyrst og fremst á milli hinnar hefð- bundnu sjálfstæðisstefnu, sem Gunnar Thoroddsen mælir fyrir, og hinnar fræðilegu pen- ingahagfræði og markaðs- hyggju Friedmans og Hayeks, sem Geir Hallgrimsson virðist hafa ánetjast. Útreið markaðshyggjunnar, i mynd leiftursóknar Sjálfstæðis- flokksins, i siðustu þingkosning- um færirmönnum heim sanninn um það, að hvort sem Gunnar Thoroddsen verður valdamaður i Sjálfstæðisflokknum lengur eða skemur, hlýtur sú sjálf- stæðisstefna, sem hann berst fyrir að sigra að lokum, ef Sjálf- stæðisflokkurinn á að halda áfram að njóta fjöldafylgis. og skoriö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.