Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 12
■ • • i ‘ t r; » ». • . , . f 12 StDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. júnt 1981 Philippe Ariés: Studien zur Geschichte des Todes im Abendland. Deutscher Taschenbuch Verlag 1981. Rit þetta kom i fyrstu út hjá Seuil i Paris 1975, þýtt á þýsku og gefið út af Hanser 1976 og er nú endurprentað i dtv. Þetta er i rauninni nokkurs konar uppkast að enn viðameira riti, sem kom fyrir skömmu út um sama efni og er nýkomið út i þýskri þýðingu: Geschichte des Todes, gefið út af Hanser. Höfundurinn er meðal Annal- istanna og varð kunnur eftir að bók hans um barnæskuna kom út. I þessari bók leitast höfundur við að koma til skila meðvitund manna um dauðann á ýmsum timum. Hann skrifar um hin fjög- ur timabil þar sem hvert einkenn- ist af vissri afstöðu til dauðans. Fyrst fjallar hann um afstöðu manna til dauðans snemma á miðöldum; hann telur að dauða- stundin hafi þá verið opinber at- höfn, þar sem fjölskylda, frændur og vinir hafi verið viðstaddir. Sið- ar á miðöldum verður dauða- stundin persónubundnari; hann talar i þvi sambandi um „eiginn dauða”. Siðar breytist afstaðan, verður „dauði hins” og með rómantikinni verður sorg hinna sem eftir lifa hýsterisk, ýkt og leikræn. Nú á dögum er dauöinn orðinn tabú, hann er tabú vorra tima eins og sexið var tabú 19. aldar. Það er ógjarnan talað um dauðann og menn vilja helst ekki muna eftir honum. Nú deyr fóik einangrað, uppdópað og sljótt lokað inni i sjúkrahúsum. Nú- timamaðurinn hefur verið rænd- ur dauðanum, eins og Aries segir, falinn fyrir öllum, og sérhæfðir starfskraftar sjá um dópgjöfina siðustu stundirnar eg greina vart hvort einstaklingurinn er yfir- kominn af dópi eða hreinlega steindauður. Þetta er eftirtektarverð bók. Paul Celan: Ausgewahlte Gedichte Zwei Reden. Nachwort von Beda Allemann. Suhrkamp Verlag 1980. Celan er dulnefni fyrir Paul Antschel er fæddist i Cernowitz (Bukowina). Foreldrar hans sem voru gyðingar, voru myrt i fanga- búðum og Paul Celan var i fanga- búðum i Rúmeniu á striðsárun- um. Hann dvaldi i Búkarest 1945 - 47, starfaði við útgáfustarfsemi og að þýðingum. Hann hvarf sið- an til Vinarborgar og 1948 til Par- isar. Hann stundaði nám við Sor- bonne og vann siðan við þýðingar, þýddi meðal annars ijóð eftir Blok, Mandelshtam, Rimbaud, Valéry og René Char. Celan sagðist yrkja til þess að „skynja raunveruleikann”. Hann er stundum flokkaöur til surreal- ista, einnig má merkja áhrif frá expressionistum, einkum frá Trakl, i ljóðum hans. Fyrsta bók hans „Der Sand aus den Urnen” kom út 1948, en höf. lét kalla hana inn fljótlega eftir útkomu. Helstu ljóðasöfn hans eru: Mohn und Ge- dachtnis, 1952; Von Schwelle zu Schwelle, 1955; Sprachgitter, 1959; Die Niemandsrose, 1963; At- emwende, 1967; Fadensonnen, 1968; Lichtzwang, 1970; Schnee- part, 1971; Zeitgehöft. SpSte Gedichte aus dem Nachlass, 1976. Celan hlaut Bremer-bók- menntaverðlaunin 1958 og Ge- orge Buchner-verðlaunin 1960. Tærleiki og einstök nærfærni með orð mótar ljóð hans og gerir stil hans mjög sérkennilegan. Celan er talinn meðal merkustu ef ekki merkasta skáldið, sem fram hef- urkomiðá Þýskalandi eftir siðari heimsstyrjöldina. Celan var kvæntur Gisele Celan-Lestrange. Hann framdi sjálfsmorð 1970. Frumsýnir: LYFTIÐ HTANIC y\w/t Var ómetanlegur fjársjóöur, efni sem ekki er meira til af i heiminum, um borð i „Titanic” er það sökk? Er hægt að ná risaskipinu úr djúpi hafsins, þar sem það hefur hvilt i 70 ár? Æsispennandi og viðburðarfk Panavision litmynd með: JASON ROBARDS — RIGHARD JORDAN og ALEC GUINNES. Leikstjóri: JERRY JAMESON tslenskur texti — Hækkað verð Sýnd kl. 5, 9 og 11,15. Frá aðalfundi Sölustofnunar lagmetisins. Heimir Hannesson fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar i ræðustól. — Mynd: —gel. Sölustofnun lagmetis Rekstrar- hagnaður á síðasta ári 113% söluaukning fyrstu 4 mánuði ársins A siðasta ári varð 2,2 miljón gkr. hagnaður á rekstri Sölu- stofnunar lagmetis og er það I fyrsta sinn i sögu stofnunarinnar að hagnaður verður af rekstri hennar án nokkurra styrkja eða framlaga frá opinberum aðilum. Þá varð á siðasta ári nokkur verðmætaaukning I útflutningi Sölustofnunarinnar, sem svarar 8 miljónum dollara á meðalgengi ársins, en útflutningsverðmæti nam alLs 3,6 miljörðum gkr. á árinu 1980. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Sölustofnúnarinnar sem haldinn var nýlega. Ellefu lagmetisiðjur áttu hlut að útflutn- ingi siðasta árs, þar af fluttu fjórarverksmiðjurútum 93% alls útflutnings, en það eru K. Jónsson & Co. h/f á Akureyri, Norður- stjarnan i Hafnarfirði, Lagmetis- iðjan Siglósild, Siglufirði og Fisk- iðjan Arctic h/f, Akranesi. Nokkrar nýjar vörutegundir komu fram á siðasta ári, allar þær helstu frá Norðurstjörnunni i Hafnarfirði, fjórar tegundir af sildarréttum i sósu, og hinn þekkti saltfiskréttur Bacalao á la Vizcaina. Það kom einnig fram á aðal- fundinum að söluhorfur fyrir þetta ár eru góðar og hefur salan fyrstu 4 mánuði ársins aukist um 113% miðað við sama tima árið áður. í stjórn Sölustofnunar lagmetis sem samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi er nú algjös- lega i höndum framleiðenda i lag- metisiðnaði, voru kjörnir: Sig- urður Björnsson, Kristinn Ö. Guðmundsson, Kristján Jónsson, Þorstein Jónsson og Einar Sigur- jónsson. — lg. Ferðapeningar til ríkisstarfsmanna Ný gjald- miðUs- eining Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu ferðakostnaðar rikisstarfsmanna á ferðalögum erlendis. Almennir dagpeningar nema 103 SDR, dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftirlits- starfa eru 63SDR. SDR er gjald- miðilseining sem til varð hjá al- þjóða gjaldeyrissjóðnum, jjegar ákveðið var að hverfa frá viðmið- un gulls i alþjóðapeningakerfinu. SDR byggist á meðaltali helstu gjaldmiðla heims og hefur reynslan sýnt að þessi gjaldmiðill er mun stöðugri en einstakir gjaldmiðlar. Fysta júli 1979 var tekin upp skráning á gengi SDR miðað við islenskar krónur. Gengi SDR er nú ákveðið af meðalgengi fimm helstu gjaldmiðlanna, en ástæðan fyrirþvi að breyting er nú gerð á viðmiðun frá þýskum mörkum til SDR, er sú að miklar sveiflur hafa verið á gengi þýska marks- ins. Miðað við sölugengi 18. mai sl. jafngildir 1 SDR 8,0658 isl. krón- um. Dagpeningar þeir sem nú hafa verið ákveðnir 103 SDR jafn- gilda þvi tæpiega 831 islenskri krónu, 278 þýskum mörkum, 58 sterlingspundum og 121 Banda- rikjadollar. Svæðisnúmer 93 og 94 Hægt að hringja beint til útlanda Brátt liður að þvi að allir IbUar landsins geti hringt beint til útianda. Nýlokið er tengingu svæðanna sem hafa númerin 93 og 94 og er þá 95-svæðið það eina sem er utan kerfisins. Simhringingum til útlanda hef- ur fjölgað all-nokkuð eftir að sjálfvirknin komst á, einkum er hringt til Norðurlandanna. 1 simaskránni á bls. 10—12 er að finna leiðbeiningar til simnotenda , um það hvernig á að bera sig að þegar hringt er beint. Siglaugur Brynleifsson skrifar: SYRPA Syrpa úr handritum Gisla Konráðssonar II. Sagnaþættir. Torfi Jónsson sá um útgáfuna. Skuggsjá 1980. Fyrsta bindi Syrpu kom út 1979. Nú kemur annað bindið og von- andi verður haldið áfram útgáfu verka Gisla Konráðssonar. Is- lendingar eiga þar safn, sem er þess eðlis að vera fróðlegt og skemmtilegt lestrarefni, sagn- fræði, ættfræði og einnig hráefni til frekari rannsókna. Það vottar bezt sérstöðu islezks samfélags og samhengisins i íslenzkum fræðum og bókmenntum að slik verk skyldu unnin i einangrun á 19. öld, án verulegs bókakosts eða aðstöðu til rannsókna og saman- burðar handrita. Þetta gerðist lika áður en Islendingar tóku upp á þvi að lifa eingöngu atvinnulifi, eins og nú tiðkast. Bændur á 19. öld skildu þýðingu og merkingu orðsins kúltúr, ræktun, þ.e. menning og þetta var þeim svo inngróið og meðfætt að það var ekki talað um menningu eins og eitthvert spariorð eða sparifyrir- brigði eins og nú er gert. Það er úr þessu umhverfi sem verk Gisla Konráðssonar eru sprottin og allra höfuðskálda 19. aldar. Hingað til hefur það verið frem- ur tilviljunarkennt hvað gefið hefur verið út af ritum Gisla Sumir þættirnir i Syrpu II hafa verið gefnir út áður. Finnur Sigmundsson gaf út eitt bindi Sagnaþátta, en þeir eru löngu uppseldir og þvi full þörf að birta þá aftur, sem þar birtust. 1 þessu bindi eru sagnaþættir um menn og atburði vitt um land, atburðirnir gerast á timanum frá þvi á 17. öld og fram á þá 19. Heimildarmanna er sums staðar getið, stundum hefur Gisli verið viðstaddur sjálfur, það sem hann skráir. Þótt heimildagagnrýni sé ábótavanti mörgum þáttanna, þá halda þeir gildi sinu engu að sið- ur, að þvi leyti, sem andrúms- loft samtiðarinnar kemst til skila og ýmis atriði, sem samtiðar- menn og Gísli sjálfur hafa talið aukaatriði i frásögninni, er e.t.v. hvergi að finna heimildir um nema hér. Félagsfræðilegt gildi þessara þátta er mikið, vegna þess að höfundurinn skráir sög- urnar beint og lætur frásögn sögumanns óbreytta, nem e.t.v. hvað varðar frásagnarstil. Fjöl- margarvisur og kviðlingar fylgja þessum þáttum og það notar GIsli eins og Snorri Sturluson gerði, sem heimildir. Af einstökum þáttum er meðal þeirra skemmtilegri þátturinn af Látra-Björgu en þar er birtur fjöldi kviðlinga hennar og þáttur af Jónatani og Bóasi prestum og systrum þeirra en honum fylgja margar háðs og kerskni visur. Allir þessir þættir eiga sammerkt iþviað lýsa upp liðna tið og lifga við það fólk, sem þá lifði. Torfi Jónsson hefur séð um þetta bindi eins og það fyrsta, og hefur unnið það verk af trú- mennsku og samvizkusemi. 1 næsta bindiværi mjög hentugt að birt yrði áætlun um frekari útgáfu og einnig fyrirhugaðar nafna- skrár. Sömuleiðis þyrfti að semja skrá yfir prentuð verk Gisla. Þessi bindi sem út eru komin eru vel unnin og smekkleg að út- liti, band gott.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.