Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.06.1981, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. júni 1981 Fimmtudagur 4. júni 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Ljósmyndarinn var lengi dags i sólbaði i Skerjafiröi. Þegar þetta mótif bar fyrir augu tók hann mynd. Undir yfirskini Við Sunnlendingar og flatlend- ingar erum hættir við að fara til Spánar. Ekki af ótta við lungna- kvef og bráðapestir heldur ein- faldlega af þvi að sá sem stjórnar veðri og vindum á þvi kalda isa landi er i frii. Það er nefnilega ekkert veður, bara logn og hit... Þetta hleypur alla vega i okkur flatlendinga. Við förum út að hjóla eða bara að ganga, eyðum ekki bensini, og umfram allt för- um ekki til Florida. í útlöndum er ekkert skjól, eilifur stormbelj- andi. Það er munur eða hér. Mað- ur er nefndur Gunnar Elisson, hann er ljósmyndari. Veðriö hleypurþannig i hann að hann fer i Nauthólsvik, niður að Tjörn og i kirkjugarðinn. Þar dólar hann i besta skapi og tekur myndir. Allt er þetta undir þvi yfirskini að hann sé i vinnunni. Þess vegna birtast þessar myndir nú. —gfr. Ljósm.: gel Ekkert er unaðslegra en að dóla á báti i svona veðri. Skrýtin sjór. I miðbænum. Allt eins og blómstrið eina... Maöur vill nú ekki láta mynda sig þó að maöur sé fallegur. Þrjár garðyrkjustelpur f kaffi. á dagskrá En ekki er nóg að veðurfræðingar sitji og hugsi um bættar veðurspár. Þeir þurfa að hafa í höndunum tæki til að vinna með. Eins og flestir munu geta sér til, þá er það tölvan sem hér skiptir mestu máli... en sú sem Háskólinn hefur nú til umráða. Menn spyrja nú kannski: Eru raunhæfar likur til þess aö hægt sé að gera islenskar veðurspár öruggari og betri? Þessu held ég sé óhætt aö svara játandi. Það er að vlsu rétt, aö yfirlitsspár um allt yfirborð jarðar og til margra daga er tvimælalaust rétt aö gera á aöeins fáum stöðum I heimin- um, þar sem allur búnaður er sá fullkomnasti og afkastamesti. Meira aö segja þykir stórþjóöum Vestur-Evrópu borga sig að slá sér saman um eina slfka veöur- stofu, en hún er i Reading i Eng- landi. Slikar yfirlitsspár eru gerðar einu sinni eða tvisvar á sólarhring. En jafnframt gera menn sér ljóst, að i hverju landi Tölvureiknaðar veðurspár 1 öllum hamaganginum undir þinglokin um daginn var sam- þykkt samhljóða þingsályktun um veðurfregnir. Um hana hefur veriö heldur hljótt, en þó tel ég að meö þessari ályktun hafi Alþingi markað sér athyglisveröa stefnu. Samgönguráðherra, sem fer með málefni Veðurstofu tslands, var falið að láta kanna hvernig unnt væri aö bæta tæknibúnað Veður- stofunnar og aðstöðu til öflunar og úrvinnslu veðurathugana, svo og hvernig útvarpi veðurfregna og sérstakra aðvarana yrði best hagað til öryggis og hags fyrir iandsmenn alla. Flytjendur til- lögunnar voru tiu þingmenn úr öllum flokkum, en i meöförum allsherjarnefndar varð ályktunin ýtarlegri. Nefndin kallaði til sam- ráös við sig veöurstofustjóra Hlyn Sigtryggsson. Góöur hugur I garð Veöurstofunnar kom skýrt fram hjá þeim þingmönnum, sem tóku til máls um ályktunina. Vist væri eðlilegt að byrja framkvæmd þessarar ályktunar meö þvi að gera það sem kostar minnst fé og fyrirhöfn: hagræða útvarpi veðurfregna svo að veð- urfræðingar þurfi aldrei aö senda frá sér úreltar spár vegna of litils undirbúningstima. Hér verður þó vikið að ööru og miklu meira verkefni. Frá sjónarmiði þess er þetta ritar er varla vafi á þvi að mikilvægt er að auka — eða öllu heldur hefja — rannsóknir á þvi hvernig bæta megi veðurspár, og afla tækja i þvi skyni. I fyrsta sinn um langan tima eru nú fleiri veðurfræöingar tiltækir i landinu en duga til þess að gegna nauö- synlegustu spáþjónustu og öörum óhjákvæmilegum daglegum skyldum. Meðal þessara veður- fræðinga eru ungir menn og kon- ur með ágæta menntun og hæfi- leika, en auk þess ættu gömlu jálkarnir eitthvaö gott að geta lagt til rannsókna, þó ekki sé nema vegna langrar reynslu af veðurspám fyrir landið og miðin. Nú er þvi hægt að stofna sérstak- ar rannsóknastöður veðurfræð- inga til að fást við að bæta veður- spárnar. Um þetta hefur Veður- stofan sótt hjá fjárveitingavaldi oftar en einu sinni, en fengiö synj- un. Nú ætti aö verða bætt úr þessu eftir stefnumörkun Alþingis. En ekki er nóg aö veöurfræð- ingar sitji og hugsi um bættar veðurspár. Þeir þurfa að hafa i höndunum tæki til að vinna með. Eins og flestir munu geta sér til, þá er það tölvan sem hér skiptir mestu máli, ásamt ýmsum þeim tækjum, sem henni tilheyra. Sennilega dygði ekki minni tölva Siðan í desember hefur undirritaður varið dálitlum hluta af vinnutima á Veöurstofunni til þess aö gera veðurathuganir tölvutækar fyrir spár. Þetta kort var unnið I tölvu Skýrsluvéla og sýnir þrýstillnur (á mörkum skyggðra og óskyggðra belta) á hádegi þ. 15. jan. 1979, en tölvan var einungis mötuð á loftþrýstingi og vindi á einstökum veðurstöövum og skipum, óreglulega drcifðum um kortið. er ástæða til þess að leggja áherslu á nákvæmari tölvuspár fyrir takmörkuð svæði og til skamms tima, taka tillit til sér- stakra aðstæðna i hverju landi og gefa spárnar helst út á þriggja tima fresti, svo að alltaf sé byggt á nýjustu upplýsingum. Þessi varð niðurstaða min, þegar ég átti þess kost að dveljast I Read- ing um hálfs árs skeiö i fyrra. Eftir þá reynslu sýnast mér likur til, aö viö getum i framtiöinni not- að okkur með nokkrum árangri tölvuaöferðir viö spárnar, sér- staklega vegna aðvarana um næstu stundir og allt að þvi sólar- hring fram i timann. 1 riti, sem Evrópuveðurstofan i Reading gaf út eftir mig á siðasta hausti er skýrt frá ýmsum tilraunum i þessu skyni. Þær tilraunir voru fáar, og þvi er best að draga ekki af þeim miklar ályktanir, en dæmi um eina slika tölvuspá er á meðfylgjandi mynd. En þessi árangur nægir þó til þess aö hér sé hægt aö byrja af fullum krafti á tilraunum, ef til þess fæst nauð- synleg aðstaða. Margt annað mætti gera til aö bæta þjónustu Veðurstofunnar, ef fylgt verður þeim bendingum, sem felast i þingsályktuninni um veðurfregnir, en hér skal nú látið staðar numið að sinni. Páll Bergþórsson. Siðdegis þ. 15. jan. 1979 gerði NV stórviðri við austanvert Noröurland, en hvorki erlendar tölvuspár né hefðbundnar aðferðir dugðu til að spá því. Hér er sýnd tölvureiknuö og tölvuteiknuð tilraunaspá fy rir kl. 18 byggð á veðurskeytum frá kl. 6 um morguninn. Kortið er of mikiö smækkað, en samkvæmt spánni er 10 stiga veöurhæð af norövestri út af Axarfirði. Miklu fleiri tilraunir þarf þó til aö ganga úr skugga um gagnsemi þessarar aðferðar. erlendar baekur Alan Davidson: North Atlantic Seafood. Penguin Books 1980. Höfundurinn skrifaði fyrir nokkrum árum bók um fisk og fiskrétti frá Laos og aöra um skorpióna og snáka. 1 þessari bók segir af hinum margvislegu lag- ardýrum Norður-Atlantshafsins og þeim réttum sem úr þeim má búa til, en þeir eru fleiri en fisk- tegundirnar. Hér kennir margra grasa m.a. rifrildisins um þorsk- hausana hér á landi. Eins ‘Dg kunnugt er, er einhver besta fæða úr sjó hertir þorskhausar, enda kunnu fyrri tiðar menn hér á landi að meta þann mat eins og svo margar aðrar sérstæðar fæðutegundir. Höfundurinn segir söguna af reikningskúnst Tryggva Gunnarssonar varöandi þorskhausa og skriíum hans um kostnaðinn við flutning þorsk- hausa út um breiðar byggðir. Hann taldi að það væri alls ekki þjóðhagslega hagkvæmt að borða þorskhausa, þvi að ætur hluti haussins væri harla litill. Þessi afstaða bankamannsins var eðli- leg það borgar sig ekki aö boröa dýran og góðan mat. Auk þess tók hann vitaskuld ekkert tillit til matarhefðar landsmanna,siða og venja. Þetta var afstaöa hinnar menningarsnauðu lágkúru nyt- semdarpostulanna. Guðmundur Finnbogason skrifaði nokkru sið- ar svar við þessu nytsemdarrugli peningamannsins og fór á kostum i skrifum sinum og tætti i sig lág- kúrusjónarmiðið og eru þau skrif með þvi snjallasta sem þessi snjalli greinahöfundur setti sam- an. Hér er þessi saga rakin og má af henni sjá hverskonar smekkur ræður skrifum Davidson og hversu vönduglega hann hefur unnið bókina. Hann kemur með fleiri slikar anektdótur varðandi önnur svæöi. Þetta er um flest hin prýöilegasta bók, ágætar upp- skriftir kryddaðar skemmtileg- um frásögnum og góðar lýsingar á ýmsum lagardýrum og þeirri tækni sem notuð var og er við veiðar þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.