Þjóðviljinn - 17.06.1981, Síða 4

Þjóðviljinn - 17.06.1981, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 17. jiíni 1981 UOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis l’tgefandi: Utgáluiélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Kari Haraldsson, Kjartan Olalsson. Auglvsingastjóri: Horgeir Olaisson. l'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Kriðriksson. Al'greiöslustjóri: Valþur Hlóöversson Blaðamenn: Allheiöur Ingadóttir, [ngibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdoltir, Magnus H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. tþróttafréttainaöur: lngollur Hannesson. l tlit og hönnun: Guöjon Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson. I.jósmyndir: Einar Karlsson, ttunnar Elisson. Ilandrita- og prúlarkalestur: Andrea Jónsdóttir. Elias Mar. Auglvsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstola: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Algreiðsla: Kristin Hétursdóttir, Bóra Siguröardóttir. Símavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Hilstjóri: Sigrún Baröardóttir. I’ökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla (i, Keykjavik, simi S i:t :t:t. Prentun: Blaðaprent hf.. ísland vill fá að vera ísland • í þeirri veröld sem við byggjum hafa hinar smærri þjóðir miklu hlutverki að gegna. Fjölbreytni þjóðanna, mannlífs þeirra og menningar gerir veröldina margfalt merkilegri en væru hér allir steyptir í sama mót. • Það væri ömurleg tilvera ef jarðarkringluna byggðu t.d. ekki aðriren Bandaríkjamenn og Rússar, þótt báðir hafi til síns ágætis nokkuð. • Á þjóðhátíðardegi okkar íslendinga er ástæða til að minna á hlutverk hinna smærri þjóða í veröld sem snýst á barmi tortímingar. Allar vonir mannfólksins um líf og friðá komandi tímum eru við það bundnar að hin smærri ríki og meðalstóru nái pólitískum áhrifum sem dugi til að stöðva hrunadans risaveldanna áður en það verður um seinan, að okkur auðnist að f inna siglingaleið óháða risaveldunum báðum og að reisa friðarmúr í milli þeirra. I þessum efnum veltur ekki hvað minnst á póli- tískri þróun í þeirri gömlu Evrópu sem við erum hluti af, — svo í Frakklandi sem í Póllandi. • Við (slendingar getum lagt okkar lóð á vogarskálar. Við lif um íveröldþarsem margvíslegtsamstarf þjóða er óhjákvæmilegt. Sjálf hljótum við að taka þátt í slíku samstarf i með einum eða öðrum hætti. Það sem skiptir máli er að við mætum hverju sinni til leiks með uppreist höfuð en ekki sem taglhnýtingar, og að við veljum sjálf þann vettvang sem við á. •• Hættanaf langvarandi erlendri hersetu í landi okkar er margvísleg. Á undanförnum mánuðum hef ur rækileg athygli verið vakin á þeirri staðreynd að komi til kjarn- orkustyrjaldar, þá erum við í fremstu víglínu, fyrsta skotmark. • Þó kann annað að reynast okkur hættulegra, — það að æ f leiri hætti að hafa nokkuð við slíkt að athuga og kjósi sér bljúgir hlutskipti lambsins sem leitt er til slátr- unar, —að menn setji verðmætamat þeirra í Pentagon og Hvíta húsinu öllu ofar. • Og til eru þeir sem hér biðja nú um enn öflugri her- búnað. Svoeinfaldir eru þeir í sinni þjónustu. Við skulum vona þeir viti ekki hvað þeir gera. • Kef lavíkurgangan á laugardaginn kemur á m.a. að vera svar við þessu röddum. • Maðurinn, einn i heiminum án fortíðar og við óvissa framtíð er merkilegur. • Maðurinn sem hluti af heild i sínu sögulega um- hverfi er enn merkilegri. • Á einni nótt mun efla þig eittþúsund vetra kólgað blóð, segir Þorsteinn f rá Hamri í kvæði. Hver værum við án landsins og sögunnar, án þeirrar menningar og minn- inga sem landinu og sögunni tengjast? Svari hver fyrir sig. • Afl okkar nú, smátt eða stórt eftir atvikum, og vilj- ann til að duga sækjum við til þeirra, sem hér lifðu áður súrtog sætt, —til landsins, til sögunnar. Setjist niður við gamalt veggjarbrot, t.d. á Hraf nseyri við Arnarf jörð, og þið standið upp albúin til glímu. — Lítið út um eigin glugga og sjáið Rein undir Akraf jalli — og það gamla blóð, eitt þúsund vetra, sem skáldið býður okkur til full- tingis, rennur örar í æðum, — uppg jöf in þokast f jær. • Til eru þeir hérlendir menn, sumir til hægri,aðrir til vinstri, sem telja f lest þjóðleg verðmæti best geymd á einskisverðum öskuhaug týndrar sögu. • Látum þá liggja miili hluta, — máske spegla þeir sig í öðrum brunnum, sem við ekki þekkjum. • Hitt skal sagt hér einu sinni enn, að ef við týnum sjálfum okkur og rjúfum þau bönd sem tengja okkur landi og sögu, þa verður framlag okkar á alþjóðlegum vettvangi einskis metið í bráð og lengd. Sem 200.000 í- búar einnar götu í New York, Moskvu eða Tokio höfum við ekki margt fram að færa, — ekki heldur sem um- skiptingar í eigin landi. • „Pólland vill fá að vera Pólland", er kjörorð manna þar sem baráttan er hvað brýnust nú. Slíkt kjörorð skilja góðir alþjóðasinnar um allan heim, bæði Mitterand í Parísog Melina í Aþenu. Þaðá víðar við. —k. lcl I ^%Wh^~Pólitískar verðbólguspár Óstöðuglyndi í verðbólguspám Vinnuveitendasamband ts- lands hefur nú enn á ný sett sig i hagspekilegar stellingar og til- kynntlandslýð.hver verðbólgan á árinu 1981 verði. Það er að visu e.t.v. ekki ástæöa til að taka nein sérstök bakföll vegna þessara frétta að þessu sinni, þviað Vinnuveitendasambandið hefur látið þessar sömu upplýs- ingar i té með næsta reglubundn* Af þeim tölum, sem nú hafa verið raktar, verður Vinnuveit- endasambandið varla ásakað fyrir óeðlilega fastheldni i verð- bólguspádómum. Þegar ekki hefur lengur verið hægt að skella skollaeyrum við vitnis- burði raunverulegra hagstærða, hefur Vinnuveitendasambandið vissulega beygt sig fyrir stað- reyndum og framkvæmt nauð- synlegar lagfæringar á verð- bólguspám sinum. Hitt er annað mál, að þegar þessu marki er náð, þ.e. spátimabilið heyrir að Vinnuveitendasambandsins hafa, fram að þessu, verið i ; ágætu samræmi við þessa út- ■ skýringu. Það, hversu mjög málgögn | Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- , flokksins hampa verðbólgu- ■ spám Vinnuveitendasambands- I ins, hversu vitlausar sem þær I eru, rennir enn frekari stoðum , undirþá kenningu, að hérsé um ■ politiskar hagspár að ræða. Hver borgar brásann? Vinnuveitendasambandið rekur talsvert umfangsmikla ! Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands Vinnuveitendasambandið spáir verðbólgu 1981: I nóv. 1980 í f ebr. 1981 Íjúní 1981 í sept. 1981 86% 55% 42,5% ? % I um hætti siðan i nóvember 1980. ■ A hinn bóginn væri synd að Isegja, að Vinnuveitendasam- bandið legði sig ekki i fram- króka við að varðveita eftir- • væntingargildi verðbólguspáa Isinna, þvi að yfirleitt taka þær stakkaskiptum frá einum árs- fjórðungi til annars. * 1 nóvember 1980, i kjölfar Ikjarasamninga atvinnurekenda við samtök launþega, spáði Vinnuveitendasambandið þvi, • að verðbólgan á árinu 1981 yrði Inálægt 86%. I febrúar 1981, þegar ára- mótaaðgerðir rikisstjórnarinn- ■ ar og fyrsta ársfjórðungshækk- Iun visitölu framfærslukostn- aðar á árinu 1981 lágu fyrir, lækkaði Vinnuveitendasam- ■ bandið verðbólguspá sina um Imeira en þriðjung og taldi nú, að verðbólgan árið 1981 yrði 55%. Það er eftirtektarvert, i • þessu samhengi, að Vinnuveit- Iendasambandið virðist sam- kvæmt þessu hafa komist að þeirri niðurstöðu, við nánari ■ athugun, að efnahagsaðgerðir Irikisstjórnarinnar jafngiltu ná- lægt 31% lækkun verðbólg- unnar. Lesendur munu hins ■ vegar minnast þess, að Alþýðu- Iflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn fordæmdu þessar efnahagsaðgerðir á sinum tima ■ og töldu þær hálfkák eitt. INú, i júni 1981, þegar fyrir liggur, að verðbólgan á fyrri helmingi ársins er um 34% á ■ ársgrundvelli, lækkar Vinnu- Iveitendasambandið enn spá sina og nú um tæpan þriðjung. Opinber skoðun Vinnuveitenda- Isambandsins er nú sú, að verð- bólgan árið 1981 verði 42.5%. Þannig liggur það fyrir, að , verðbólguspá Vinnuveitenda- Isambandsins hefur lækkað um helming á hálfu ári. Spurningin er nú sú, hvort um einhvern , stöðugleika kunni að vera að Iræða i þessu óstöðuglyndi og við megum eiga von á frekari helm- ingun verðbólguspár Vinnu- ■ veitendasambandsins, áður en ■ árið er liðið. miklu leyti sögunni til, er e.t.v. hæpið að tala um spár i sama skilningi og áður. Á hinn bóginn má velta þvi fyrir sér, hvaða gildi, auk skemmtigildis, hagspár af þvi tagi, sem Vinnuveitendasam- bandið iðkar, hafi. Þessar verð- bólguspár hafa, eins og fram hefur komið, verið viðs fjarri raunveruleikanum, a.m.k. að svo miklu leyti sem þær hafa verið forsögn um óorðna at- burði. Það er ekki fyrr en spá- timabilið er hálfnað, eins og nú er, að „spádómar” Vinnuveit- endasambandsins komast i ein- hverja likingu við þann raun- veruleika, sem venjulegt fólk býr við. Þessi glámskyggni Vinnuveitendasambandsins er ekkert nýnæmi. Verðbólguspár þess hafa frá upphafi verið með þessum hætti. Vilji menn ekki fallast á þá tilgátu að i hagdeild Vinnuveit- endasambandsins sitji einfeldn- ingar, sem ekkert geti lært af reynslunni, virðist aðeins vera ein trúverðug skýring á þessum stöðugu og einhliða skekkjum i verðbólguspám Vinnuveitenda- sambandsins. Skýringin er sú, að verðbólguspárnar svokölluöu séu gerðar i pólitiskum tilgangi. Tilgangur þeirra sé ekki að finna liklegasta verðbólgustig hvers árs. Hlutverk þeirra sé hins vegar að sannfæra laun- þega um tiltekin verðbólgusam- hengi og vinna þannig að fjár- hagslegum og pólitiskum mark- miðum atvinnurekenda. Á timabilinu rikisstjórna, sem at- vinnurekendur telja sér ekki nægilega vinveittar, eru þvi verðbólguspár Vinnuveitenda- sambandsins allt of háar, sam- kvæmt þessari kenningu. 1 stjórnartið rikisstjórna, sem eru atvinnurekendum hliðholl- ar, hafa þessar vérðbólguspár á hinn bóginn tilhneigingu til að vera of lágar. Verðbólguspár hagdeild, sem m.a. annast það verkefni að útbúa þær verð- bólguspár, sem lýst hefur verið. Sé einhver alvara að baki verð- bólguspám, eru þær verulegt fyrirtæki, sem krefst umtals- verðs mannafla og reiknibún- aðar. Það er með öðrum orðum dýrt að búa til slikar verðbólgu- spár. Hver borgar þennan kostnað? Auðvitað launþegar. Kostnaðin- um við rekstur Vinnuveitenda- sambandsins, og þar með gerð hinna pólitisku verðbólguspáa, er með beinum og óbeinum hætti bætt ofan á það vöruverð, sem neytendur greiða. Það er auðvitað hluti af göml- um forréttindum auðstéttanna, að launþegar borgi kostnaðinn af hagsmunasamtökum þeirra. i Nú á dögum er þó e.t.v. engin I ofætlan að gera þá kröfu, að þvi I fé sé varið i eitthvað gagnlegra ' en pólitiskan loddaraleik af I ómerkilegasta tagi. Hinir nýju stjórnendur Vinnuveitendasam- I bandsins virðast hins vegar * hafa aðra skoðun. Kostnaðarsagan er þó ekki öll ] sögð með þessu. Vinnuveitenda- . sambandið framvisar hinum I pólitisku verðbólguspám sinum til aðildarfyrirtækja sinna, eins ] og annarra, sem heiðarlegum . upplýsingum og virðist ætlast til þess, að þau taki rekstrar- I ákvarðanir i samræmi við það. ] Sum fyrirtækin, einkum hin . smærri, taka þessa ráðgjöf alvarlega og haga rekstri sinum I þannig. Að svo miklu leyti sem [ verðbólguspár Vinnuveitenda- . sambandsins eru rangar, taka I þessi fyrirtæki rangar rekstrar- I ákvarðanir. Kostnaður þjóðar- ] búsins af þessum sökum getur . verið gifurlegur. Það eru að sjálfsögðu einnig j launþegar, sem eru látnir borga . þennan seinni reikning. •9 skorid

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.