Þjóðviljinn - 15.07.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 15. jiilí 1981
UOOVIUINN
Málgagn sósfalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
útgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Úlafsson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir
Omsjónartuaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir
Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson
Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.Jón Guðni Kristjánsson.
iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson .
Ljósntyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir
Skrifstofa: GuörUn Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: SigrUn Báröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: SíðumUla 6,
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaðaprent hf..
Krafa um að staðið
sé við samninga
# Alþýðubandalagið var frá upphafi á móti samning-
unum við Alusuisse um byggingu og rekstur álvers á ís-
landi. Þessir samningar voru stórgallaðir, álverk-
smiðjan algjörlega í eigu erlenda auðhringsins, raforku-
verð smánarlega lágt og bundið í áratugi, mengunar-
varnir ekki áskildar og starfsemi auðhringsins hér á
landi að meira og minna leyti utan við íslensk lög og rétt.
Allt f rá stof nun álversins hef ur Þjóðviljinn haldið f ram
kröfunni um endurskoðun álsamninganna og gagnrýnt
fjölmörg atriði í umsvifum Alusuisse á Islandi.
# Engu að síður er það staðreynd að þeir voru margir
sem bundu miklar vonir við áliðnað hér á landi þótt hann
væri algjörlega í eigu erlends auðhrings. Þær vonir hafa
að verulegu leyti brugðist og formaður þingflokks
Framsóknarflokksins sagði raunar í vetur að álverið
væri skólabókardæmi um hvernig ekki ætti að standa að
iðnvæðingu hérlendis. Það er og staðreynd að (slend-
ingar hafa, hvaða aðilar sem í ríkisstjórn hafa setið,
staðið í einu og öllu við álsamningana og skuldbindingar
sínar við svissneska auðhringinn.
# Einmitt þetta er höf uðatriðið í því máli sem upp er
komið og snertir verðlagningu á hráefnum sem Alusu-
isse selur dótturfyrirtæki sínu á íslandi. Með samning-
um sem Alusuisse gerði á sínum tíma við íslenska ríkið
skuldbatt auðhringurinn sig til þess að reka dótturfyrir-
tæki sitt (SAL á þann veg að álverið í Straumsvík yrði
ábatavænlegur skattgreiðandi á íslandi. Auðhringur sem
ræður yfir öllum stigum — aðfanga- og hráefnisöf lun,
framleiðslu og sölu — hefur margvíslega möguleika til
þess að flytja gróða milli landa og koma honum undan
skattlagningu. En Alusuisse hefur skuldbundið sig með
samningum til þess aðtelja gróðann af rekstri álversins
i Straumsvík fram á (slandi. Auðhringurinn hefur á
sama hátt skuldbundið sig til þess að tryggja (SAL hrá-
efni á tilteknum kjörum til þess að reksturinn á íslandi
megi skila arði.
# I aðalsamningum f rá 1966 milli Alusuisse og íslensku
ríkisstjórnarinnar eru skýr ákvæði þess efnis, að við-
skipti ÍSALS og Alusuisse skuli í hvívetna vera eins og
viðskipti milli óskyldra aðila að því er tekur til útreikn-
inga á nettó hagnaði til skattlagningar. En um leið og
lagaf rumvarpið um aðalsamninginn var lagt f ram á Al-
þingi fylgdu hliðarsamningar svo sem raforkusölu-
samningur, hafnarsamningur og aðstoðarsamningar.
Þessir samningar voru meðal annarra forsendna fyrir
afgreiðslu málsins og löggildingu aðalsamningsins.
Meðal þessara samninga er samningur um aðstoð Alusu-
isse við ISAL í sambandi við rekstur álbræðslunnar, og
hef ur sá samningur að geyma loforð og f yrirheit Alusu-
isse um að tryggja ÍSAL hráef ni á bestu fáanlegum kjör-
um. Fyrir aðstoð af þessu tagi greiðir ISAL stórfé á
hverju ári. Og Ijóst má vera að „bestu fáanleg kjör"
gætu þýtt hagstæðara hráef nisverð en tíðkast í samning-
um milli „óskyldra aðila".
# Rökstuddur grunur er uppi um það að Alusuisse haf i
ekki staðið við skuldbindingar sínar um að afla (SAL
hráefnis á kjörum sem tíðkast í viðskiptum óskyldra
aöila, og árgiðanlega hef ur ekki verið um„bestu kjör"að
ræða. Þetta hlýtur óhjákvæmilega að hafa komið niður á
skattgreiðslum ÍSAL til íslenska ríkisins, auk þess sem
stöðugur taprekstur f yrstu 10 árin hef ur haft áhrif á mat
manna á því hvert væri eðlilegt raforkuverð til álvers-
ins. Raunar er rekstur álvers eins og þess sem starf rækt
er í Straumsvík allstaðar talinn ábatavænlegur, og því
hefur afkoma ISALS ávallt verið grunsamleg í augum
þeirra, sem til auðhringa þekkja.
• Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, og áhugamaður um áliðnað á fslandi, sagði á
þingi í vetur, að ef það sannaðist að Alusuisse hefði
brotið samninga á íslenska ríkinu skyldi ekki standa á
Sjálfstæðismönnum að sækja rétt þess á hendur auð-
hringnum. Það er kjarni málsins. Við höfum staðið við
samninga, en f ull ástæða er til að ætla að auðhringurinn
haf i ekki gert það. Samstaða þarf því að myndast um að
kref jast þess að staðið verði við samninga, og að þau
mistök sem orðið hafa í iðnaðaruppbyggingu, og for-
maður þingf lokks Framsóknarf lokksins minnti á í vetur,
verði leiðrétt með breytingum á álsamningunum.
— ekh
Klrippt
! Sögulegt flokksþing i
| Póllandi
Kania talar á undirbúningsfundi miöstjórnar: Breytingar á starfs-
háttum kommúnistaflokksins geta haft viötækari áhrif um álfuna
austanveröa en flest annaö.
Flokksþing Verkamanna-
flokksins sameinaða, en svo
heitir Kommúnistaflokkur Pól-
lands, hófst i gær við þær sér-
stæðu aðstæður, að stór hluti
miðstjórnarmanna náði ekki
einu sinni kjöri til þingsins og
verulegur hluti flokksmanna
hefursagtsig úr valdaflokknum
eftir hina hröðu og stórtæku þró-
un sem hófust með miklum
verkföllum siðla sumars i fyrra.
Þetta flokksþing verður af-
drifarikt. Svo er mál með vexti,
að vöxtur og efling hinna sjálf-
stæðu samtaka verkamanna,
Samstöðu, hefur haft veruleg
áhrif á foringja sem óbreytta i
kommúnistaflokknum sjálfum,
sem hefur siðan 1948 farið með
mestallt vald i landinu.
Ekki einlitur flokkur
Þessi valdaeinokun hefur
skapað mikið skrifræðisbákn
sem hefur að sinu leyti farið
mjög úr tengslum við almenn-
ing og daglegar þarfir hans —
eins og forystumenn hans viður-
■kenna nú hver i kapp við annan.
En valdaeinokunin hefur annað
iförmeðsér: hún faldiþá stað-
reynd, að margskonar fólk hafði
átt leið i kommúnistaflokkinn og
af ólikum forsendum og ófáir
voru barasta ekki að slást i hóp
með valdhöfunum heldur tóku
sósialisma alvarlega. Margt af
þvi fólki hefur aö visu hrakist úr
flokknum á liðnum árum enenn
er töluvert lið eftir.
Svo þegar barátta verka-
manna losar um málfrelsi og
eflir gagnrýna hugsun, þá kem-
ur það vel i ljós, að i hinum ráð-
andi flokki eru ýmsir hópar:
Þeirihaldssömu sem óttast flest
annað en óbreytt ástand, þeir
umbótafúsu, sem reyna að laga
Olszowski, sendiherra Póllands
i Moskvu, er einn þeirra sem
mest óttast breytingar: öfga-
menn, scgir hann, undirbúa
valdatöku og ætla að eyöileggja
flokkinn.
sig að breyttu ástandi i landinu,
og svo einhverjir þeir sem hafa
tekið undir hinar róttækustu
kröfur.
Hvað óttast nágrann-
arnir?
Altént hafa menn kosið til
flokksþings nú með lýðræðisleg-
um hætti með þeim afleiðingum
að mikil mannaskipti eru þegar
fyrirsjáanleg i hinni 240 manna
miðstjórn. Og þetta er eitt af
þvi, sem vekur mikinn ugg hjá
grönnum Pólverja fyrir austan
og vestan, Sovétmönnum og
Austur-Þjóðverjum, þar sem
einnig valdaflokknum er stjórn-
að ofanfrá. Leynilegar at-
kvæðagreiðslur og frjáls uppá-
stunguréttur um fulltrúa á
flokksþing, sem nú eru veruleiki
i Póllandi, þættu mikil tiðindi i
Moskvu og Berlin.
Sovéski kommúnistaflokkur-
inn hefur látið i ljós óánægju
sina með þessa þróun með ýms-
um hætti. Sent var m.a. harðort
bréf til Varsjár i byrjun júni,
þar sem gefið var til kynna að
þeir Kania flokksformaður og
Jaruzelski forsætisráðherra
hefðu ekki staðið við gefin loforö
og væru mjög linir við andsós-
ialisk öfl, eins og það var orðað.
Raunsæi
Kania fær það orð hjá hinum
og þessum fréttaskýrendum að
hann sé fyrst og fremst raunsæ-
ismaður. Hann veit og viður-
kennir að mikilla umbóta er
þörf, en einnig það, að „pólitisk
léga” Póllands setur forystu-
mönnum landsins ákveðnar
skorður. Og honum hefur tekist
að fá áhrifamestu leiðtoga
Samstöðu til að viðurkenna i
verki þetta sjónarmið: þegar
ailt kemur til alls vill hvorki
Kania né heldur Lech Walesa að
til innrásar komi aö austan.
Hitt er svo annað mál, að bæði
i verkamannasamtökunum og
flokknum er margt óuppgert að
þvi er varðar lausnir á brýnum
vandamálum landsins. A fyrstu
fimm mánuðum ársins hefur
iðnaðarframleiðslan minnkað
um 12% og þjóðartekjur um
15%. Mikill vöruskortur er, og
oft ekki til matvara fyrir
skömmtunarseðlum, hvað þá
meira. Skuldir rikisins við út-
lönd eru gifurlegar.
Fáir gestir
Það þing sem nú er hafið i
Varsjá er að þvi leyti ólikt öðr-
um flokksþingum i Evrópu
austanverðri að ekki er boðið
öðrum erlendum fulltrúum en
rikjandi flokka þar i grennd.
Þetta mun gert til að ekki komi
fram með áberandi hætti mis-
munandi afstaða kommúnista-
flokka til þróunarinnar i Pól-
landi. Tónninn i málgögnum
kommúnistaflokka þar eystra
hefur verið ávitandi, gagnrýn-
inn, viðvarandi — það er helst
Ceaucescu Rúmeniuforseti sem
hefur sérstöðu með nýlegri
stuöningsyfirlýsingu sinni við
„endurnýjunarþróunina i Pól-
landi”. Hann lagði og áherslu á
að, að endurnýjun þessi krefðist
fullrar virðingar fyrir sjálfstæði
Póllands og vita allir hvað átt er
við.
Rifist við ítalska
kommúnista
Sovétmenn hafa reynt mikið
til að afla sjónarmiðum sinum
um Pólland stuðning. í ljósi
þessa ber að lita nýlega árás
vikuritsins ,,Nýrtími”á italska
kommúnista. Tilefni árásar
vikuritsins (sem kemur út i
Moskvu á mörgum tungumál-
um) var grein i vikuriti italska
kommúnistaflokksins, Rinasc-
itá, þar sem tekin var eindregin
afstaða gegn „úrslitakostum”
þeim sem Italir töldu, að settir
hefðu verið fram i fyrrgreindu
bréfi sovéska kommúnista-
flokksins til hins pólska. Nýi
timinn segir, að Rinascitá „for-
dæmi ekki andsósialisk öfl í Pól-
landi” heldur taki þau undir
sinn verndarvæng (átt er við
Samstöðu) um leið og „stefna
Sovéska kommúnistaflokksins
er rægð og afflutt”
09 skorið
Un nuovo
Poup
si avvia
al congresso
Greinin I Rinascitá sem Nýi Timinn reiddist.