Þjóðviljinn - 15.07.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.07.1981, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 RÓSTUSAMT í STÓRBORGUM BRETLANDS: Eymd, atvinnuleysi, vonleysi Svo til á hverjum degi bætist ný borg viö á þann lista yfir vettvang átaka milli iögreglu og unglinga, sem hófust fyrir tæpum hálfum mánuöi i Liverpool. Thatcher for- sætisráöherra, Whitlaw innan- rikisráöherra sem og lögreglu- stjórar vilja helst kenna þvi um aö aginn I samfélaginu sé á undanhaldi, Hfsþægindagræögin mikil og foreldrar hafi vanrækt aö kenna börnum sinum lög- hlýðni. En miöjumenn, vinstri- menn, kirkjunnar menn og al- mennir borgarar hafa meö ýms- um blæbrigðum sameinast um aö túlka óeiröirnar sem útrás fyrir þá heift sem langvarandi at- vinnuleysi hefur skapaö. ömurlegt dæmi. Þaö var i Toxtethhverfi i Liver- pool sem óeiröirnar hófust, og þar hafa þær verið einna hremmileg- astar. Financial Timessegir I ný- legri grein um óeirðirnar aö þetta hverfi sé einmitt eitt skýrasta dæmiö um „félagslega og efna- hagslega hnignun” sem hægt sé aö finna á Stóra-Bretlandi yfir- leitt. Allt frá þvi um 1960 haföi margt verið skrifaö um hverfiö og niður- nitt húsnæöi þess. Ýmsir hópar sem og borgaryfirvöld hafa siðan þá gert ýmislegt til aö bæta aö- búnaö fólksins, hressa upp á eldri hús og byggja ný á vegum borgarinnar. Ýmislegt fleira hefur þarflegt veriö unniö i þá veru aö gera hverfið aö skárri vistarveru mannfólki. Stærsti vandinn. En þessi umbótaviöleitni hefur ekki leyst höfuövanda ibúanna sem er atvinnuleysiö og þaö von- leysi um betra lif sem þvi fylgir. Sex af hverjum tiu æskumönnum i Toxteth ganga atvinnulausir og meöal svartra ungmenna er hlut- falliö enn hærra, eöa þrlr af hverjum fjórum. Liverpool liggur i Merseyside- héraöi; þar er atvinnuleysið helmingi hærra en þaö er aö meðaltali i landinu eöa um 16%. Og einmitt i Toxteth eöa i viöun- andi fjarlægö frá þvi hverfi er einna minnst von i starfi. Einkum fyrir ófaglæröa — og flestir þeirra sem i slömmbyggjunni Toxteth búa eru einmitt ófaglæröir. Margföld kreppa. Þessi þróun er tengd hinni al- mennu kreppu I landinu. Þaö sem gerir svo illt verra, er þaö, aö á stuttum tima hefur oröiö mjög ör þróun i þeirri tækni sem notuö er viö skipaviögeröir og viö hafnar- vinnu — þetta hefur breytt mjög snögglega til hins verra ölium lifsskilyröum á þvi svæöi sem fyrr var helsta hafnarsvæöi Stóra-Bretlands. Þróunin þýöir ekki aöeins aö pm 15000 hafnarverkamenn hafa nú misst vinnuna — þar á eftir fara margar þúsundir sem höföu Össur Skarphéðinsson skrifar frá Bretlandi Stjómlii ber ábyrgðina Undanfarna 10 daga hafa mikil átök staðið milli lögreglu og unglinga í öll- um helstu borgum Eng- lands. Svartir jafnt sem hvítir hafa staðið hlið við hlið í átökum sem ungling- ar segja vera mötmæli gegn atvinnuleysi og of- beldi af hálfu lögreglu. Mörg hundruð lögreglu- menn hafa særst og hand- tökur eru orðnar svo marg- ar að sérstakir dómstólar haf a verið settir á laggirn- ar til að afgreiða mál hinna handteknu. segir Pnor atvinnumála- ráðherra Óeiröirnar brutust út i niður- niddum innhverfum stórborg- anna þar sem allt aö 60% vinnu- færra unglinga eru án atvinnu. Þær hófust nær samtimis I Liver- pool og tveimur hverfum I London en breiddust hraöfari til annarra borga. Múrsteinum og heimatil- búnum bensinsprengjum var beint aö unglingunum og lögregl- an mátti sin litils gegn fjöldan- um. Kveikt var i húsum og bilum, ráðist var á a.m.k. tvær lögreglu- stöövar og mörg hundruö versl- anir voru brotnar upp og rændar. Flestum ber saman um aö ræt- ur óeiöranna megi rekja til hins gifurlega atvinnuleysis unglinga i stórborgum. Svo telur m.a. Jim Prior, atvinnumálaráöherra, einn helsti andstæðingur Thatch- er innan rikisstjórnarinnar. Margaret Thatcher sjálf segir hins vegar aö uppþotin séu frá- leitt afleiöing stjórnarstefnunnar og hefur nefnt til flest aöra hluti, allt frá hreinræktaöri stiga- mennsku yfir til skipulagöra aö- geröa villta vinstursins. Rikis- stjórnin er áhyggjufull yfir þess- um atburöum og hefur setiö á löngum fundum. Jim Prior vill hrinda af staö f járfrekum umbót- um I fátækrahverfum stórborg- anna en þaö verkar á Margaret Thatcher og hennar liö eins og rauö dula á naut. Viöbrögð ihaldsblaöanna hafa veriö forvitnileg. Þau fallast á aö i fyrstu hafi um sjálfsprottnar að- gerðir veriö aö ræöa en eftir þaö hafi andskotinn hlaupiö i spiliö i liki villimanna af vinstri kantin- um sem notuöu talstöövar og mótorhjól til aö stjórna uppþotun- um. Þannig hélt eitt blaöanna þvi fram i fyrirsögn aö rósturnar væru allar verk fjögurra grimu- klæddra vinstri manna. Fram aö þessu hafa einu viö- brögö ihaldsins verib aö kaupa betri búnaö handa lögreglunni. verkefni og tekjur af hafnarsvæð- inu. Þróun siöari ára sem og efnahagsstefna Thatcher- stjórnarinnar hefur fækkað mjög smærri fyrirtækjum á Mersey- sidesvæöinu. Þar eru tiltölulega mun fleiri starfandi viö fyrirtæki sem hafa meira en 1000 manns i vinnu en gengur og gerist á Bret- landi. Allt þetta þýöir svo aö þegar efnahagsástandiö skánar eitt- hvaö er Merseyside þaö svæöi sem siöast fær aö njóta þess. Þegar kreppan ágerist er Merseyside fyrst út I kuldann. Liverpool og Merseyside i heild veröa nú fyrir svipaöri þróun og ýmsar bandariskar stórborgir. A sl. áratug hafa um 100 þúsund manns flutt á brott frá borgar- kjarnanum eða 16,4% þeirra sem þar búa og Ibúum i öllu Mersey- side hefur fækkaö um 7% á sama tima. Þeir flytja út i úthverfi Liverpooi eða alveg á brott sem helst eru ,,á uppleiö” I félagslegu tilliti, þeir sem eiga fleiri kosta völ sakir menntunar eöa sér- hæfni. Þaö sem eftir veröur er Toxteth og önnur slik hverfi, þar sem flestir eru ófaglæröir verka- menn og enginn gerir sig liklegan til aö skapa þeim atvinnutæki- færi. Ekki Thatcherstjórnin, svo mikiö er vist; atvinnuleysið er eitt þeirra ráöa sem hún telur nauösynlegt til aö kveöa niður veröbólgu. //Svo hlaut að fara". A ýmsum öörum stööum hafa átökin hafist meö einhverri ögrun kynþáttahatara viö þeldökka Ibúa stórborgarhverfis. Þvi er haldiö fram aö ekkert slikt hafi átt sér staö viö upphaf átakanna I Toxteth — þar hafi reyndar skap- ast um margt furöu góö samstaöa milli hvitra og svartra, sem eru nokkuö I sama báti. En þaö er og tekiö fram, aö þessi samstaöa nái aöeins til hverfisins sjálfs; hún tengi fólkiö ekki viö samfélagiö fyrir utan. Og ýmsir menn t.d. Dick Crawshaw, einn af tals- mönnum Sósialdemókrataflokks- ins nýja I Toxteth, segir, aö það sé verulegur munur á framkomu lögreglunnar viö hvita unglinga eöa svarta, og þessi mismunun geti hvenær sem er orðiö neisti sem kveikir mikiö bál — þar til Framhald á blaösiöu 14. I borg Hverjar sem þarfir Isuzu-pallbíllinn er lausnin legum fylgibúnaði og bensín uppfylla þeir ólíklegustu þarfir sport- eða skemmtibíla. Engu skiptir hvernig búinn þú sem er betra en þú bjóst við; endingu og sparneytni véla, sem kreista Þegar þú sérð Isuzu-pallbílinn veistu eins að hann er byggður fyrir þínar þarfir. SAMBANDSINS Á rmúla 3 Reykjavík Sfmi38900 ISUZU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.