Þjóðviljinn - 15.07.1981, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 15. júll 1981 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5
MINNING:
Jón Helgason
Jón Helgason ritstjóri og rithöf-
undur erfallinn frá óvænt og fyrir
aldur fram. Þar fór maður, sem
hafði lagt fram drjUgan skerf til
islenskrar sagnamenningar.
Hann hafði á löngum blaða-
mennskuferli flutt mál sitt á
menningarlegra stigi en þorri
samstarfsmanna hans. Einkum
verða ýmsar forystugreinar hans
minnisstæðar fyrir það, að þar
var aldrei verið að eltast við
Htilsverð atriði, en horft lengra
fram en títt er f slikum skrifum og
framsetning slík, að oft gat talist
til bókmennta. A þeim langa
tima, sem hann ritstýrði sunnu-
dagsblaði Timans, tókst honum
einatt að gera það forvitnilega
lesningu.
Jón Helgason unni Islandi heitt
og lét oft til sin heyra um sjálf-
stæðismál tslendinga. Má minn-
ast siðasta framlags hans, er
hann talaði á Lækjartorgi eftir
sfðustu Keflavikurgöngu.
Umhyggja hans fyrir landinu
birtist i' þvi, hversu honum sveið
meðferðin á þvi á umliðnum öld-
um og þá jafnframt áhugi á þvi
hvernig bæta mætti þann skaða
með ræktun þess margvislegri og
hlffð við gróður og jarðveg, sem
eftir er.
Þá er komið að þvi, hvernig sá,
er þessi orð ritar, kynntist Jóni
Helgasyni. Það var fyrir áhuga
hans á skógræktinni I landinu. Ég
held við höfum fyrst kynnst að
ráði, er Jón kom að Hallormsstað
fyrir mörgum árum með Hákoni
Bjarnasyni i hópi blaðamanna til
þess að kynnast þeim árangri,
sem á þeim stað má sjá af friðun
lands og innleiðingu nýrra
náttdrugæða með margvislegum
trjátegundum af fjörrum löndum.
Ég man vel, hvernig Jón gladdist
yfir þvi', sem hann sá i þessari
ferð.
Siðan áttum við oft samskipti,
er hann vildi skýra frá árangri
skógræktar i blaði sínu.' Það
óvenjulega var, að frumkvæðið
kom oftast frá honum.
Margir Islendingar hafa dhuga
á skógrækt i landinu, en ég full-
yrði, að fáir leikmenn höfðu betri
skilning á hinum margbreytilegu
hliðum þessarar starfsemien Jón
Helgason. Þetta fékk ég nokkrum
sinnum að reyna.
Á sl. ári hóf Jón sjálfur visi að
skógrækt I heimabyggð sinni,
Hvalfirði. Hann hafði eignast
hluta af Litla-Botni, sem hann
ætlaði að rækta á skóg með tim-
anum, ef honum entust kraftar.
Hann hafði þegar girt dálitinn
skika i' þessu skyni.
Fyrir mig var það uppörvun að
kynnast áhuga og skilningi þessa
framsýna hugsjónamanns á þvi
máli, sem mér er hugleiknast.
Skarð er fyrir skildi, þegar
hann er falUnn frá. Ég minnist
hans með þakklæti og virðingu
fyrir mikið framlag hans til þess
að breyta eyðimörkum Islands i
grænar lendur á ný. Mest af þvi
innti hann af hendi með þjálfuð-
um penna sinum og skarpri
hugsun sem stýrði honum. t sögu
skógræktar á íslandi verður hans
minnst meðal þeirra, sem vöktu
skilning á gildi hennar.
Eg flyt fjölskyldu Jóns Helga-
sonar einlægar samúðarkveðjur.
Sig. Blöndal.
Vfða er fallegt við Hvalfjörð, en
þó er sumarfegurðin hvergi meiri
né fjölbreytilegri en fyrir fjarðar-
botninum, þar sem saman fara
með einkennilegum hætti gróður-
vin og berangur, en tignarlegur
fjallahringur hið næsta og lýkur
uni staðinn.
Æskumaðurinn, sem elst upp á
þessum slóðum, hefur fjörðinn
langa og sagnauðuga fyrir fótum
sér — brot af veraldarsænum —
en að baki þruma Islensk öræfi,
seiðmögnuð I tign sinni og veldi.
Þegar sá, sem slitur barns-
skónum i sliku umhverfi, er hrif-
næmur, með heitar, sterkar og
djúpar tilfinningar, gleymir hann
aldrei æskustöðvunum, enda þótt
atvikin búi honum aðra vist. Sé
hann jafnframt spar á að opna
hugskot sitt og frábitinn að flíka
þvi sem þar býr innst, kann
öörum að leynast, hversu sterk-
um böndum maður þessarar
gerðar er tengdur átthögum
sinum.
Þegar ég á liðnu vori ræddi
siöast I nokkru tómi við vin minn
Jón Helgason, urðu mér fyrst að
fullu ljós hin sterku tengsl hans
við átthagana. Við höfðum þá
þekkst i nærfellt fjóra tugi ára og
verið nánir samstarfsmenn um
skeið, en ekki minnist ég þess að
hann viki nokkru sinni að þvi einu
oröi, að hann saknaði þeirra
stöðva. Jón var ekki vanur að
flika eigin tilfinningum. Hann
hafði misst móður sina ungur og
faðirhans oröið fljótlega eftir það
að hætta að búa og mátt selja
jörðina Stóra-Botn I Hvalfirði. Er
ekki að efa, að þau atvik og
breyttir hagir sem af þeim leiddu,
hafi haft djúptæk áhrif á gáfaðan
æskumann, dulan, en innst inni
gæddan mikilli viðkvæmni og til-
finningahita.
Mér fannst Jón Helgason i þetta
siðasta skipti sem við ræddum
saman undir fjögur augu, vera
venju fremur opinskár og jafnvel
njóta þess að segja undan og ofan
af um sjálfs sin hagi. Astæðurnar
virtust mér tvær. Hin fyrri var sú,
að nú bjó hann sig undir að hætta
erilsömu blaðamanns- og rit-
stjórastarfi, sem hann hafði
gegnt óslitið I hálfan fimmta tug
ára, og hugði gott til að fá næði til
að sinna margvislegum hugðar-
efnum sinum, ýmist inni við
skrifborðið eða úti 1 náttúrunni
við ræktunarstörf. Siðari ástæðan
var ekki siður ofarlega I huga
Jóns. Hann hafði um skeið búið
sig undir það af eðlislægri kapp-
semi, að flytja aðalheimili sitt
heim á bernskuslóðirnar, og
freista þess að skjóta þar rótum á
ný. Fyrir nokkru hafði hann fest
kaup á hluta jarðarinnar Litla—
Botns, og reist sér þar notalegan
bústað, sem hann kvað sér og
konu sinni eiga aö geta orðið gott
sumarhús.en einnig veturhiis, ef
svo vildi verkast. Honum var
hugleikið að skýra mér frá þess-
um fyrirhuguöu breytingum á
högum sinum, og það var auð-
heyrt, að hann hlakkaði til: Hafði
ég ekki lengi séð hann og heyrt
svo glaðan og léttan i lundu. Er
mér og tjáð, að hann hafi nú I vor
ásamt fólki sinu hafist handa um
umtalsverða trjárækt þar efra.
Og það hef ég fyrir satt, að
skömmu áður en kallið kom, hafi
hann flutt gömlu ritvélina sina
upp að Botni.
Viö fráfall Jóns Helgasonar
hvarflar hugurinn viða, meðal
annars til upphafsára blaða-
mennsku hans.
I ársbyrjun 1937 þurfti að ráða
mann að Nýja dagblaðinu, öðru
aðalmálgagni Framsóknar-
flokksins urh þær mundir. Þá var
Jónas Jónsson frá Hriflu for-
maður flokksins og langmestur
ráðamaður um blaðaútgáfu hans.
Eftir minnisstæðan ráðherradóm
var Jónas tekinn við stjórn Sam-
vinnuskólans á nýjan leik. Þegar
hann frétti af vanda Nýja dag
blaðsins, varð honum ekki ráða-
fátt fremur en endranær. Lausn
málsins var nærtæk. 1 skólanum
hjá honum var óvenju viðlesinn
og ritfær nemandi, sem að visu
hafði setið skamma stund á
skólabekkjum, en var orðinn fjöl-
fróður og þroskaður af sjálfs-
námi. Eftir einn vetur á Laugum
og hálfan I Samvinnuskóla, aö
viðbættum miklum bóklestri og
hæfileikum til að auka þekkingu
sína eftir eigin leiðum, taldi
Jónas hinn stilsnjalla nemanda
sinn frá Stdra-Botni fulifæran um
að leysa starfið af hendi, og réði
hann umsvifalaust að Nýja dag-
blaðinu.
Óhjákvæmilega þurfti að gera
næsta miklar kröfur um f jölhæfni
og ötulleik i starfi blaðamanns við
Islenskt dagblað um þessar
mundir. Við Nýja dagblaöið
skyldu tveir menn einungis bera
alla ábyrgð á daglegri útkomu
þess, ritstjórinn og einn blaða-
maður. En hafi einhverjir i for-
ustusveit Framsóknarflokksins
látið I ljós efasemdir um það, að
ungur, óreyndur og litt skóla-
genginn maður væri fær um að
valda verkefninu, hlustaði Jónas
frá Hriflu ekki á þess háttar
múður, enda óvanur að sækja
ráðleggingar til annarra. Fyrir
við Nýja dagblaðið var jafnaldri
Jóns Helgasonar, Snæfellingur,
sem Jónas hafði einnig uppgötv-
að, en sá kunni að sagt var utan
að heilar ræðurnar úr alþingis-
tiðindunum! Þessum ungu mönn-
um fól Jónas nú Nýja dagblaðið,
og skömmu siðar óskabarn sitt,
Timann. Verður ekki sagt að
gamli maðurinn hafi verið glám-
skyggn að þessu sinni, fremur en
stundum endranær. Eftir þetta
var blaðamannsferill Jóns Helga-
sonar óslitinn til æviloka, og mun
sist ofmælt þótt fullyrt sé að hann
hafi reynst þar I allra fremstu röð
stéttarbræðra sinna fyrr og siöar.
Jón Helgason var einn þeirra
ungu hæfileikamanna, sem
Vigfús Guðmundsson safnaöi I
kringum sig utan um timaritið
Dvöl, sem hann gaf út I allmörg
ár með miklum sóma. Eitt árið,
1942, var Jón ritstjóri Dvalar, og
um það leyti hófust kynni okkar.
Þau urðu brátt mikil og góð, og
um sjö ára skeið vorum við nánir
samstarfsmenn. Þróaðist með
okkur vinátta, sem aldrei bar
skugga á. Stuölaöi margt að þvi,
ekki sist sameiginleg áhugamál
og svipaðar lifsskoðanir.
Llklega hefur hugur Jóns
snemma hneigst meira til bókar
en búskapar. Þó kunna ytri atvik
að hafa ráðið miklu um það, að
hann varð ekki bóndi. Var mér
stundum ekki grunlaust um, að
búmannsáhugi blundaöi með
honum. Svo mikið er vlst, að hann
lét sig miklu skipta lif og störf
sveitafólks, og skógræktaráhugi
hans var mikill og djúpstæður.
Skrifaði hann oft um þessi efni af
sérstökum hlýhug og heitri til-
finningu.
Ekki fór það á milli mála, að
Jón var ákaflega viða heima,
fyrst og fremst af miklum bók-
lestri, enda bæði sjóðnæmur og
stálminnugur. Var og áhugi hans
snemma vakinn á mörgum
sviöum, einkum þó að þvi er tók
til Islenskrar tungu, sögu og
mannlifs.
Ekki er timi til að rekja hér,
með hverjum hætti Jóni Helga-
syni tókst að þróa með sér rit-
færni, sem var sllk, að hiklaust
mátti kalla hann stilsnilling. Van-
aðar þýðingar á ferðabókum og
skáldritum öndvegishöfunda áttu
án efa mikinn þátt i að auðga
orðaforðann og efla ritleiknina.
En svo mikið er vist, að þegar
hann um fertugt hóf að semja
sagnaþætti sina um islensk efni,
byggða á traustri heimildakönn
un, varö hann nær samstundis
aíreksmaður i þeirri grein. Fáum
eða engum var jafnsýnt um það
sem honum að sameina fræðileg
vinnubrögð og listfengi i frásögn.
Jón haföi ákaflega næmt auga
fyrir söguefnum, sem hann yljaði
samúöarfullum skilningi slnum á
sálarlifi fólks og örlögum. Er það
alkunna, að honum tókst.jafnan
einstaklega vel að gæða frásagnir
sinar lit og lifi.
Arið 1970 kom Jón vinum sínum
og fjölmörgum lesendum dálitiö á
óvart, er hann sendi frá sér fyrsta
safn smásagna sinna. Ritleikni
hans leyndi sér ekki I sögunum,
og listræn vinnubrögð sagnaþátt-
anna komu þar einnig til skila.
Alls birtust þrjú smásagnasöfn
frá hendi Jóns, og er I þeim öllum
að finna ágætar sögur. Hins má
einnig geta, sem nokkurs er um
vert, að Jón hefur með þessum
bókum afsannað rækilega þá
kenningu, aö ný smásagnasöfn
seljist ekki. Mér er tjáð að sög-
urnar hans hafi selst prýðilega.
Jón Helgason var miklu við-
kvæmari maður og gæddur meiri
skaphita en þeir, sem ekki voru
honum nákunnugir, gerðu sér
grein fyrir. Hann var ákaflega
dagfarsprúður, óáleitinn og vel-
viljaður, og naut þvi vinsælda
meöal samstarfsmanna og kunn-
ingja. En undir niðri bjó mikið
skap og metnaðurinn var tölu-
verður, þótt hvort tveggja væri
agað og haidið I skefjum. En teldi
Jón sér misboðið eða væri hann
rangindum beittur, þurfti sá sem
þaö gerði ekki að vænta þess að
það gleymdist að vörmu spori.
Hvorki voru stóryrðin né hávað-
inn, en Jón var langminnugur,
bæöi á gott og misjafnt, sem aö
honum sneri.
Meðal bóka þeirra, sem eftir
Jón Helgason liggja, er ævisaga
sérkennilegs hæfileika- og
dugnaðarmanns, Páls Jónssonar
vegaverkstjóra. Auðsætt er, að
það sem hvatti Jón til að færa
þessa sögu I letur, eru þeir eigin-
leikar, sem söguhetjan var gædd i
óvenjulega rikum mæli, þrek og
staðfesta, fullkominn heiðarleiki
og óbrigðull vilji til að standa við
hvert orð, sem sagt er.
Þegar ég horfi nú að leiöar-
lokum yfir farinn veg hins látna
vinar mins, finnst mér lif hans og
starf ekki einkennast af ööru
betur en þvl heiti, sem hann valdi
fyrrgreindri ævisögu: Orð skulu
standa.
Jón Helgason var trúr æsku-
hugsjónum slnum til hinstu
stundar. Sýndarmennska öll og
tildur var eitur i hans beinum. En
þá von og þann metnað átti hann
fyrir hönd þjóðar sinnar, að hér
mætti þróast heilbrigt mannllf,
þar sem islensk tunga næði að
hljóma sem fegurst um viðar
byggðir alfrjálsrar fósturjarðar.
Gils Guðmundsson.
Jón Helgason ritstjóri — kveðja
frá Blaðamannafélagi Islands.
Með Jóni Helgasyni er genginn
einn merkasti blaðamaður, sem
Island hefur alið. Fjölmargir is-
lenskir blaöamenn hafa stigiö sin
fyrstu spor á grýttri braut blaða-
mennskunnar undir öruggri
handleiðslu Jóns Helgasonar og
ekki færri en fjórðungur nilver-
andi félagsmanna I Blaðamanna-
félaginu hefur starfað undir hans
stjórn.
Jón hóf blaðamennskustörf sin
á Nýja dagblaðinu I Reykjavik i
janiiar 1937, og starfaði hann sið-
an alla daga — flesta lengur en al-
mennt gerist — á blöðum. Fyrir
utan geysileg afköst á sviði eigin-
legrar blaðamennsku gaf Jón
Helgason sér tima til að rita fjöl-
margar bækur um margvisleg
efni, flestar þó sögulegs eðlis.
Gamlir samstarfsmenn hans
vita, að þótt Jón hefði brennandi
áhuga á samtið sinni, þótti honum
ef til vill vænna um fortið þjóðar-
innar og sögu hennar. Hann var
enda óþrjótandi sagna- og visku
brunnur, sem allir gátuleitað til.
Aidrei komu menn að tómum kof-
unum hjá Jóni Helgasyni, þótt
hann hefði aldrei notið langskóla-
menntunar.
Lengst af starfstima slns starf-
aði Jón hjá dagblaöinu Timanum
og um tveggja áratuga skeið var
hann ritstjóri þess blaðs. Þvi
starfi gegndi hann allt til dauða-
dags, sem bar að allt of snemma,
þvi ekki var annað að sjá og
heyra, en mikil lifsorka og lifs-
gleði byggi enn I Jóni Helgasyni.
Jón Helgason hefur markað
djúp spor I sögu islenskrar blaða
mennsku. Hann hafði og sin áhrif
á starf og viðgang Blaðamanna-
félags Islands, þar sem hann
gegndi trúnaöarstörfum fyrr á
árum. Jafnan sýndi hann félagi
sinnu áhuga og ræktarsemi.
Islenskir blaðamenn eru Jóni
Helgasyni þakklátir fyrir þá
miklu ánægju og lifsreynslu, sem
það var að starfa með honum.
Blaðamannafélagið sendir ekkju
hans og börnum innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Islenskar
bókmenntir
í Opnu húsi
A dagskrá i OPNU HUSl í
Norræna húsinu nk. fimmtu-
dagskvöld kl. 20:30 veröur
fyrirlestur Njaröar P.
Njarövík lektors um Is-
lenskar bókmenntir eftir siö-
ari heims sty rjöldina.
Njöröur flytur fyrirlestur
sinn á sænsku, en dagskráin
er aöallega ætluö feröa-
mönnum frá Noröurlöndun-
um.
Eftir stutt hlé veröur sýnd
kvikmynd Ósvaldar Knud-
sen, Vorið er komið, sem er
35 mín. löng og tekin i lit.
1 sýningarsölum stendur
yfir Sumarsýning Norræna
hússins, yfirlitssýning á
verkum ÞORVALDAR
SKÚLASONAR og er opin
daglega kl. 14—19. 1 anddyri
og bókasafni hefur Náttúru-
fræðistofnun Islands komið
fyrir faliegri sýningu á Is-
lenskum steinum með sýnis-
hornum af stántegundum
viös vegar af landinu, en
sýningin hefur vakið óskipta
athygli allra þeirra, sem
hana hafa séð.
INTERNACIA
KULTURA
SEMAJNO
Literaturo
Stykkishólmur, Islando.
Alþjóðleg
menningar-
vika
esperantista
Dagana 18. - 24. júli n.k.
veröur efnt til alþjóölegrar
menningarviku I Stykkis-
hólmiávegum Islenska esp-
erantosambandsins. Veröur
þar fjallaö um ýmis menn-
ingarmálefni og náttúra
landsins skoöuö, auk þess
sem þátttakendur munu þar
æfa sig I notkun alþjóöa-
málsins esperanto. Munu
umræöur eingöngu fara
fram á þvi máli, enda veröa
nokkrir eriendir esperantist-
ar meöal þatttakenda.
Ýmsir áhugaverðir fyrir-
lestrar verða á dagskrá. Má
þar nefna fyrirlestra um
jarðfræði og landafræði Snæ-
fellsness og um sögu þess og
sögustaði, svo og fyrirlestra
um bókmenntaleg efni.
Einnig verður rætt um fyrir-
hugaða útgáfu sýnisbókar is-
lenskra bókmennta á esper-
anto. Þá verða fluttir fyrir-
lestrar um kinverska og jap-
anska menningu og esper-
antohreyfinguna i þeim lönd-
um.
Meðal fyrirlesara veröa
Hallgrimur Sæmundsson yf-
irkennari, dr. Eysteinn Sig-
urðsson, Arni Böðvarsson
cand. mag., sr. Hugh Martin,
Ólafur S. Magnússon kennari
og Ragnar Baldursson, sem
nýlokið hefur námi i Klna og
Japan.
Einnig verður haldinn að-
alfundur Islenska esper-
antosambandsins á menn-
ingarvikunni, þann 20.