Þjóðviljinn - 15.07.1981, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 15. jlíli 1981
Hraf n
Sæmundsson •
á dagskrá
Búa ætti svo í haginn fyrir aldrað fólk
að ellin gæti orðið því besti tími
ef heilsa leyfir. Það á að greiða öldruðu
fólki góðan lífeyri, ekki minni en
það hafði til eigin nota í blóma lífsins.
Ný stefnumörkun 1
málefnum aldraðra
Það verkefni sem þarf aö vinna
nú og i náinni framtið i sambandi
við aðbúnaðaldraðra, er tviskipt i
höfuðatriðum. Meö þessu er verk-
efnið þó skilgreint á grófan hátt,
en ekki farið niður i einstaka
þætti eins og til að mynda aðstöðu
sjúkra gamalmenna.
Ef tekin eru fyrir þessi höfuð-
verkefni i málefnum aldraðra, þá
er annars vegar um að ræða
aðbúnað þeirra sem nú þegar
hafa náö eftirlaunaaldri eða eru
að nálgast hann. Hinsvegar eru
svo hinir sem fara munu á eft-
irlaun á þessum og næsta áratug.
Tvöfaldur lifeyrir
Hlutskipti þess fólks sem nú er
aldrað er afar flókið. Þarna er
ekki um að ræða einn sérstakan
þjöðfélagshóp á svipuöum aldri
sem býr við svipaðar aðstæður.
Nokkuð stór hluti þessa fólks býr
til að mynda við tvöfalt lifeyris-
kerfi eða jafnvel fleiri trygg-
ingar. Stór hluti þessa aldurshóps
hefur hins vegar ekki úr miklu
öðru að spila en einfaldri tekju-
tryggingu.
Þarna er um mikinn aðstöðu-
mun aö ræða, en þráttfyrir þetta
segja þessar ytri fjárhagslegu
aðstæður ekki alla söguna. Mjög
margir fleiri þættir koma inn i
dæmiö.
Það aldraða fólk sem býr raun-
verplega við sæmandi kjör er það
fólk sem tekur tvöfaldan lifeyri,
býr i eigin húsnæði og hefur gott
félagslegt umhverfi. Fyrir þettta
fólk þarf raunverulega ekki að
gera neitt.
Næsti hópur innan þessa
ramma eru hjón sem hafa nánast
ekki annað en tekjutrygginguna
sér til framfærslu, búa i leigu-
húsnæði eða eigin húsnæði, oft of
stóru. Þetta fólk er afar illa statt
fjárhagslega.
Þriðji hópurinn eru svo þeir
sem einir bda, einhleypir, ekklar
og ekkjur, en þessi hópur er mjög
stór. Þetta fólk býr bæði við
hlutfallslega verri kjör en hjóna-
fólkið og oftast miklu verri
félagslegar aðstæður.
Sprungin
miðstöðvarlögn
Ef tekið er fyrir það fólk sem
nefnt var fyrst og hefur þokka-
legar aðstæður, bæði félagslegar
og fjárhagslegar, þá eru mörkin
milli þess og hinna hópanna ekki
Ijós. Þess vegna er erfitt að
afmarka þennan hóp. Þegar
aðstaða þessa fólks er skoðuð,
verður þvi að fara að með gát.
Hinir öldruðu, sem ekki hafa
aðrar tekjur en tekjutrygg-
inguna, búa ekki við góð kjör. Ef
þetta fólk þarf að leigja má telja
útilokaö að hægt sé að skrimta af
laununum. En jafnvel þó að þetta
fólk eigi sina eigin ibúð, þá koma
þar inn nýir þættir sem allir
virðast ekki gera sér ljósa.
Eins og nU er háttað getur aldr-
að fólk fengið niðurfellingu á
eignarskatti af ibúð og það hefur
ókeypis sima, lágmarksgjald.
Þessir þættir eru þó ekki allt sem
kosta þarf til reksturs ibúöar.
Flestar ibúðir sem aldraðir eiga,
eru allgamlar byggingar. Flestar
þeirra eru komnar i viðhalds-
ástand og til að halda slikum
ibUðum i horfinu þarf töluvert
fjármagn yfir árið, þó ekki komi
neitt sérstakt fyrir. 1 gömlum
ibúðum getur hins vegar alltaf
komið eitthvað fyrir og kemur
oft. Sprungin miðstöðvarlögn eða
skemmdir á þakrennum og end-
urnýjun á þaki eða gluggum svo
eitthvað sé nefnt, er fjárhagslega
óviðráðanlegt fyrir aldraö fóik á
tekjutryggingu.
Vegna þessara og margra
annarra hluta, er það ljóst að
aldrað fólk á þessu stigi getur
ekki rekið heimili, jafnvel þó að
um hjón sé að ræða sem bæði hafa
lifeyri.
Siðasti hópurinn sem nefndur
var eru þeir sem einir búa. Þeirra
hlutskipti er oft aigerlega óviðun-
andi.
Jafnvel þó að þetta fólk hafi
sæmilega fjárhagsafkomu og
jafnvel þó að það búi viö nokkra
félagslega aðstoð frá ættingjum
sinum og hinu opinbera, þá býr
þetta fólk oft á tiðum i mikilli
félagslegri einangrun og i
miklum einmanaleika. Megnið af
þvi fólki sem hér er talað um, er i
þeirri stöðu að til mikillar
vansæmdar er fyrir þjóðfélagið.
Örfáar hugmyndir
Nú hefur verið reynt að drepa á
hagi þeirra þjóðfélagshópa sem
eru aldraðir og reynt á lauslegan
hátt að skilgreina aðstöðu þeirra
og aðstöðumun.
Ég mun nú gera tilraun til að
drepa á örfáar hugmyndir sem
framkvæmanlegar væru til að
gera öldruðu fólki lifið bærilegra.
Tekjutryggingin þarf að hækka.
Þó verður málið ekki ieyst á þann
hátt einhliða. Brýnasta verkefnið
og þaö verkefni sem vinna þarf af
raunsæi, er að jafna aðstöðu
hinna öldruðu.
Ef við tökum fyrst hina efna-
hagslegu hlið málsins þá eru
ýmsar leiðir færar til að jafna
aöstöðu aldraöra án þess að um
almenna kauphækkun yrði að
ræða.
Það sem mest mæðir á i heim-
ilishaldinu hjá þessum aldurs-
hópum er ibúðin sem búið er i.
Fyrir þá sem leigja ætti að vera
hægtmeðeinföldum fjárstuðningi
að jafna kjör þeirra. Fyrir hina
sem eiga sjálfir ibúðir sinar horf-
ir málið öðruvisi viö og er flókn-
ara.
Margt gamalt fólk hefur um
langan aldur búið i eigin húsnæði.
Þetta fólk má alls ekki hrekja úr
þessum ibúðum og allavega ekki
úr þvi hverfi sem það býr i. Með
sliku er verið að rifa upp rætur
sem oft liggja djúpt i tilfinninga-
lifinu. Vinir og kunningjar hverfa
með búsetuflutningum og rótleysi
gerir þá oft vart við sig.
Ef aldrað fólk býr i gömlum
ibdðum, hæfilega stórum, þarf
að koma til aðstoð til að halda
þessum ibúðum við. Slik aöstoð
ætti ekki aö koma i gegnum
hækkun tekjutryggingar
almennt, heldur einstaklings-
bundin eftir aðstæðum i hverju
tilviki. Það er bæöi hagstætt að
leysa þetta á þennan hátt og
þjóðhagslega mikilvægt þar sem
velvið höldnum ibúðum má skila
snurðulaust til næstu kynslóðar.
Að gera öldruðu fólki kleift að
skipta á stórum ibúðum og
smærri i sama hverfi, er brýnt
verkefniogeinn þáttur þess hefur
raunar verið leystur með breyttu
peningakerfi og verðtryggingu.
Ég nefni hér aöeins örfáar
hugmyndir á afmörkuðu sviði, en
þannig mætti þræða allt málið.
Aðalatriðið er þó þaö að aldrað
fólk verði leyst undan þvi oki að
þurfa að hafa stöðugar áhyggjur
af lifsafkomu sinni. Að leysa það
mál er aðeins greiðsla á einni
svörtustu vanrækslusynd okkar.
Rikisvaldog
verkalýðshreyfing
Búa ætti svo i haginn fyrir
aldraö fólk að ellin gæti orðið þvi
besti timi ef heilsa leyfir. Þaö á
að greiöa öldruðu fólki góðan lif-
eyri, ekki minni en það hafði til
eigin nota i blóma lifsins. Þetta er
ekkert mál fyrir þjóðfélagið.
En maðurinn lifir ekki á einu
saman brauðinu. Þessvegna
verður að skapa ytri skilyrði
önnur fyrir aldraða. Það málefni
ætti að leysa i nánu samstarfi og i
samráöi rikisvalds og verkalýðs-
hreyfingarinnar. Möguleikarnir á
að skapa félagsleg skilyrði á
þennan hátt eru nær ótak-
markaðir. Með þvi að leggja höf-
uðið svolitið i bieyti og veita
fjármagni til þessara hluta er
hægt að skapa nærri
ótakmarkaöan vettvang til
frjórrar félagsstarfsemi og or-
lofsdvalar hérlendis og erlendis
og heilsuræktar fyrir aldrað fólk.
Slikir hlutir ættu að vera skipu-
lagðir ókeypis fyrir alla, en ekki i
þeim mæli og á þvi verði sem nú
er gert.
Margt er þó vel gert i þessum
efnum öllum núna, en augljóst er
samt að þarna verður að gerast
alger hugarfarsbreyting hjá þeim
sem hafa með þessi mál að gera.
Og slikt gerist ekki nema fyrir
liggi stefnumarkandi áætlun um
málefni aldraðra.
Hin,,ný.ia” elli
Stefnumörkun i málefnum
aldraöra er ekki eingöngu
nauðsynleg vegna þeirra sem nú
eru aldraöir. Málefni aldraðra
eins og þau snúa nú að
þjóðfélaginu, eru mjög stórt
verkefni. En sú „nýja” elli sem
blasir við á næstu áratugum,
kallar þó á miklu meiri skipu-
lagningu og miklu markvissari og
djarfari stefnumörkun. Og það
má ekki dragast að tekið sé til
hendinni i þessum málaflokki.
Hér á ég að sjálfsögðu við þá
breytingu sem nú er að verða á
þjóðfélaginu vegna nýrrar tækni.
Ekki ætti að þurfa að tiunda
þennan þátt mjög náið fyrir les-
endum Þjóöviljans, þar sem
blaðið hefur gert þessum málum
þokkaleg skil miðað við aðstæður.
1 örstuttu máli er kjarni
málsins sá aö ný tækni mun
breyta öllu atvinnulifi og þjónustu
á næstu árum á þann hátt aö
miklu færra fólk þarf til að vinna
störfin. Þessi tæknibylting mun
verka öfugt við aðrar tækni-
byltingar að þvi leyti að hún
fjölgar ekki störfum i þjónustu-
greinunum, heldur fækkar þeim.
A öldinni okkar hefur aukin tækni
hinsvegar staðið undir aukinni
þjónustu og þannig tekið við
nýjum kynslóðum á vinnumarkað
auk þess aö fjölgað hefur i grunn-
atvinnuvegunum sjálfum. Þessir
timar eru liönir.
Kjarni málsins
er þessi
Allir þeir sem ég hef heyrt ræða
eða skrifa um þessi mál af
raunsæi, eru sammála um að á
næstu árum muni starfstæki-
færum fækka til muna I tækni-
væddum þjóðfélögum. Margir
telja það jafnvel raunsæi að
starfsmannafjöldi standi i stað
eða starfsfólki fækki og ekki verði
hægt að taka við nýju vinnuafli.
Sú reynsla sem við höfum af
„tölvubyltingunni” hér á Islandi
nú þegar, staðfestir raunar þessa
þróun meö isköldum veruleikan-
um.
Það ráð sem menn sjá helst til
lausnar á þessum nýja vanda er
að dreifa vinnunni með þvi aö
stytta vinnudaginn, lengja orlof
og stytta starfsævi manna.
Þarna komum við aftur að lif-
eyrisþegunum. Arið 1990 gæti
verið komiö svo á Isiandi að fólk
þyrfti aö hætta hefðbundinni
vinnu sinni um 60 ára aldur.
1 stuttri blaðagrein er ekki rúm
til að reifa þetta mál nánar, en ég
hef raunar reynt að gera þaö
áður. Kjarni málsins er bara sá
að nógu margir sjái þessa fyrir-
sjá'anlegu þróun og viðurkenni
hana.
Jafnframt þvi að við verðum að
vinna af miklu meira raunsæi og
meiri stefnufestu að málefnum
þeirra sem nú eru aldraðir,
verðum viö að hefja nú þegar
umræðu um hina „nýju” elli, sem
fyrirsjáanleg er i allra nánustu
framtið.
Hripað I ölfusborgum
Hrafn Sæmundsson.
Fjölbrautaskólinn
á Akranesi:
Húsnæðls-
skortur
herðlr að
t vor lauk fjórða starfsári
Fjölbrautarskólans á Akra-
nesi. A skólaárinu braut-
skráðust 96 nemendur, 2 af
heilbrigðissviði, 1 af lista-
sviði, 10 af samfélagssviði, 41
af tæknisviði, 29 af viðskipta-
sviði, 13 af rafmagnssviði,
þar af luku 10 nemendur
stúdentsprófi.
I vetur voru nemendur 488
og kennarar 52. Að auki
starfar 9. bekkur grunnskóla
I skólanum með 97 nemend-
um. I janúarmánuöi tók
öldungadeild til starfa og að
henni meðtalinni voru nem-
endur á 7. hundraö. Skólinn
starfar á 7 námssviöum.
Verknámsdeildir skólans
skiptast i grunndeildir og
framhaldsdeildir i tréiðnum,
rafiðnum, málmiðnum, auk
grunnnáms i hárgreiðslu og
vélstjórnarnámi 1. og 2.
stigs. Nemendur verknáms-
brautar geta lokið iðnnámi
að fullu I skólanum. Þá er og
nám á hefðbundnum iðn-
brautum fyrir neraa, sem
eru á námssamningi hjá
meisturum.
Gert er ráö fyrir að fram-
kvæmdir viö 1. hluta verk-
námshúss skólans hefjist i
haust. Húsnæöisskortur háir
skólanum, einkum vantar
heimavistarrými en rúm-
lega 100 utanbæjarnemend-
ur, viösvegar af landinu,
sækja nú skólann. Stefnt er
að þvl að tengja allt fram-
haldsnám á Vesturlandi i
einni skólastofnun: Fjöl-
brautarskóla Vesturlands.
A vorönn hófst I skólanum
kennsla i tölvufræöum og
forritun og mun tölvufræði
veröa skyldunámsgrein i
skólanum næsta vetur.
Viöurkenningu fyrir sér-
staklega góðan námsárang-
ur hlutu: Þorbjörg Skúla-
dóttir, Elin Arnadóttir,
Björn Steinar Sólbergsson,
Vfðir Bragason, Ingibjörg
Reynisdóttir, Helgi Helgason
og fyrir ötult starf að tónlist
og féiagsmálum Jón Páil
Björnsson. — mhg
Brauðgerð KHB
Egilsstöðum:
„Siá, allt er
orðið nýtt”
Brauðgerð Kaupfélags
Héraðsbúa á Egilsstöðum
hefur nú flutt I húsnæði
gömlu mjólkurstöðvarinnar
en miklar breytingar og end-
urbætur hafa farið fram á
þvi.
Gólf hússins voru steypt aö
nýju og lögö slitsterku efni,
húsið flisalagt I hólf og gólf,
veggir I hráefnisgeymslum
klæddir að nýju, komið fyrir
steypibaði og hreinlætisaö-
staöa endurbætt i húsinu.
Skipt var um hurðir og
glugga og gert við húsið að
utan. Má segja um þetta:
„Sjá, allt er oröiö nýtt”.
Hvað brauðgerðina sjálfa
snertir þá var settur þar upp
bakarofn og uppsláttarvél,
keypt af Alþýðubrauögerö-
inni en endurbætt stórlega.
Fenginn var sænskur bakar-
ofn og notaður jafnhliða
þeim, sem fyrir voru. Afköst
brauögerðarinnar hafa auk-
ist mjög þar sem þrir ofnar
eru nú i notkun I stað eins áð-
ur. Aöstaöa til geymslu hrá-
efnis, pökkunar og allrar
vinnu er allt önnur og betri
en áöur.
Tveir nýir bakarar hafa
nú bæst við starfsliö brauö-
gerðarinnar, Gunnar Stigs-
son og Alexander Björnsson.
1 brauögerðinni vinna nú 7
manns. —mhg