Þjóðviljinn - 15.07.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.07.1981, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 15. júll 1981 Þannig litur tillaga arkitektanna Orraars Þórs Guðmundssonar og örnólfs Hall út á líkani, en þeir fengu fyrstu verðlaun I hugmyndasam- keppni Reykjavikurborgar um skipulag Sogamýrinnar. Suðurlands- brautinni er lokað, þó nokkur ný hús eiga að risa á svaeðinu og þar verða garðar, tjörn og göngustlgar. Þeim félögum var falið að vinna áfram úr hugmyndinni. Ljósm: Guðjón. IBM á Islandi: í beinu sambandi vfö tölvubanka í Englandi Roy Jenkins Nýkrötum spáð 30% . fylgi í auka-! kosningum í >n össurSkarphéðinsson skrifar frá Bretlandi. Fyrsta prófraun hins ný- stofnaða flokks sósialdemó- krata í Bretlandi verður i aukakosningum til þingsins sem fram fara i kjördæminu Warringtoná fimmtudag, 16. júli. Roy Jenkins, fyrrverandi fjármálaráðherra Verka- mannaflokksins og einn af höfuðpaurum nýkrata, er i framboði fyrir bandalag krata og frjálslyndra. Warrington telst til iönaðar- slektisins i norðurhluta Eng- lands og hefur fram til þessa verið tryggt vigi Verka- mannaflokksins. Meðaltal þriggja skoöanakannana sem hafa verið gerðar i.kjör- dæminu sýna að Verka- mannaflokkurinn muni hljóta nær 60% atkvæöa en kratar ekki nema 30%. Ihaldið sem fékk I siöustu kosningum meira en fjórð- ung atkvæða mun einungis fá 10% atkvæða að þessu sinni. Kannanirnar sýna jafnframt að mest af fylgi kratanna kemur frá ihaldinu. —-ÖS IBM á islandi hefur nú fengiö beinan aðgang að alþjóðlegum upplýsingabanka IBM, þar sem nýjustu upplýsingar um bilanir og viðgerðaraðferðir eru sifellt til reiðu. Geta nú starfsmenn tækni- deiidar IBM á islandi náð beinu sambandi gegnum simalinu við tölvubankann i Hampshire á Englandi og fengið þaðan upplýs- ingar, sem birtast eftir andartak á skjá hjá þeim I Reykjavik. Þetta kerfi er nefnt RETAIN (REmote Technical Assistance and Information Network). Inn i samtengdar móðurtölvur i Eng- landi, Bandaríkjunum og Japan er stöðugt safnað upplýsingum um vandamál, sem upp koma i rekstri IBM tölva um viða veröld og jafnframt hvernig vandamálin hafa verið leyst eða gert- hefur verið við bilanir, hvort heldur sem er varðandi hugbúnað eða tækjasamstæðurnar sjálfar. Starfsmenn IBM á Islandi geta nú með þessa tölvubanka sem bakhjarl notfært sér reynslu starfsbræðra sinna á tækni- sviðinu um allan heim á svip- stundu i stað þess að þurfa að eyöa miklum tima i að prófa sig áfram eða leita upplýsinga með mun seinvirkari leiðum, séu þau tilvik, sem spurt er um, áður óþekkt hjá IBM, kemur það strax i ljós, þegar móðurtölvan i Englandi er spurð. Þá er lýsingin skráð inn á Retain i örfáum setningum og send um tölvunetið til starfshópa sérfræðinga IBM i Englandi eða Þýskalandi, sem hefjast þegar handa um að leysa málið. Svör þeirra og leiðbein- ingar birtast svo á skjánum I Reykjavik. Enginn póstur til Kanada Vegna allsberjarverkfalls póst- manna í Kanada, sem engu er hægt að spá um hvenær Ijúki hefur Póst- og simamálastofnun sent frá sér tilkynningu þess efnis, að enginn póstur verði af- greiddur til eða frá Kanada Smábátahöfn í Elliðaárósum: Framkvæmd-j jir hefjast í ágústmánuði Borgarstjórn samþykkti i gær tillögu Björgvins Guð- mundssonar um að i ágúst- mánuði n.k. verði hafnar framkvæmdir við smábáta- höfn i Elliðaárósum. Hlaut tillagan 10 atkvæði en 5 fuil- trúar Alþýðubandalagsins voru á móti. A fjárhags- áætlun borgarinnar eru 250 J þúsund nýkrónur til þessara framkvæmda. Sigurjón Pétursson gerði grein fyrir andstöðu Alþýðubandalags- * ins við staðsetningu hafnar- innar og sagði eðlilegt að sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu sameinuðust um gerð einnar hafnar og væri staðsetning hennar miðuð við að ekki yrði stofnað i hættu náttúruverð- mætum eins og gert væri ef höfnin yrði byggð i Elliða- árósum. — AI Með beinu þráðsambandi geta sérfræöingar IBM á tslandi fengið beint á skjáinn hjá sér i Reykjavik nýjustu upplýsingar úr safni móöurtölv- unnar i Englandi. Hér eru tveir þeirra, Pétur Ragnarsson og Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, við tækin i húsakynnum IBM við Skaftahlið i Reykjavik. JónL. í Borgamesi A föstudaginn nk. kl. 20 teflir skákmeistarinn Jón L. Arnason fjöltefli I samkomuhúsinu i Borgarnesi. öllum er heimil þátt- taka. Þátttökugjald er kr. 40 fyrir fullorðna, en kr. 25 fyrir unglinga undir 16 ára aldri. Skákdeild UMF. Skallagrims sem stendur fyrir keppninni minnir þátttakendur á að taka með sér tafl og bendir fólki sem dvelst á þessum tima I Munaðar- nesi eða öðrum sumarleyfisstöð- um i Borgarfirði sérstaklega á að nota tækifærið til að tefla við meistarann, ekki siður en heima- mönnum. Alþýðubandalagið I Kópavogi Sumarferð 14.-16. ágúst Æskulýðsstarf á kristniboðsári: Æskulýðs- og söngmót í tilefni kristniboðsárs verður á vegum æskulýðsstarfs þjóðkirkj- unnar efnt tii æskulýðs- og söng- móts eða námskeiðs að Vest- mannsvatni og Hafralæk dagana 12.—16. ágústog verða þar meðal gesta norskur unglingasönghópur úr hreyfingunni Ten-sing ásamt stjórnanda hans, Sindre Eide presti og æskulýðsleiötoga. Sindre Eide var einn upphafs- manna Ten-sing hreyfingarinnar, sem sameinar funda- kóra- og æskulýðsstarf innan norsku kirkj- unnar og eru nú starfandi innan hennar um 200 hópar. Gert er ráð fyrir um amk. 150 þátttakendum i mótinu á Vest- mannsvatni, en þvi mun ljúka með sönghátið i Akureyrarkirkju sunnudaginn 16. ágúst kl. 17. Þátttaka i mótinu er opin öllum áhugamönnum, leikum og lærð- um, 14 ára og eldri hvaðan sem er af landinu. Börn eru lika velkom- in i fylgd fullorðinna. Flestir munu búa i tjöldum og hafa sitt Framhald á blaðsiðu 14. Hekla — Landmannaafréttur — Sveinstindur Lagt verður af stað stundvíslega kl. 19 föstudaginn 14. ágúst frá Þinghóli, Hamraborg 11. Skráning og farmiðar: Lovísa Hannesdóttir s: 41279 Gísli Ól. Pétursson s: 42462 Sjá ferðalýsingu í AB-dálki

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.