Þjóðviljinn - 15.07.1981, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVlLJINN Miövikudagur 15: júll 1981
# Húsnæðisstofnun ríkisins
LAUGAVEGl 77 • 101 REYKJAVlK
Húsnæðisstofnun
ríkisins
verður lokuð kl. 10—12 fimmtudaginn 16.
júli vegna útfarar Hauks Vigfússonar
fyrrv. forstöðumanns veðdeildar Lands-
banka Islands.
Lausar stööur
Umsóknarfrestur um stöðu fulltrúa og stööu ritara á skrif-
stofu Tækniskóla Islands er hér með framlengdur til 24.
júli n.k.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6, 101
Reykjavik.
Menntamálaráðuneytiö, 10. júli 1981.
fÚTBOЮ
Innkaupastofnun Reykjavikurborgar óskar eftir tiiboöum
i 80 stk. brunahana fyrir Vatrisveitu Reykjavikur. Otboös-
gögn eru afhent á skrifstofu vorri aö Frikirkjuvegi 3. Til-
boðin veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 1. sept. 1981
ki. 11 f.hád.
innkaupastofnun reyktavíkurborgar
Frikirkjuvegi 3 — Sími 2S800
Norrænir styrkir til þýðingar og útgáfu Noröurlandabók-
merinta.
Seinni úthlutun 1981 á styrkjum til útgáfu norrænna bók-
mennta i þýðingu af einu Norðurlandamáli á annað fer
fram á fundi úthlutunarnefndar i haust. Frestur til að
skila umsóknum er til 1. september n.k.Tilskilin umsókn-
areyðublöð og nánari upplýsingar fást i menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, en umsóknir ber að
senda til Nabolandslitteraturgruppen, Sekretariatet for
nordisk kuiturelt samarbejde, Snaregade 10, DK-1205
K/lbenhavn K.
Menntamálaráöuneytiö, 9. júli 1981.
PÓST- OG
iSf MAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
SKRIFSTOFUMANN
Krafist er góðrar vélritunarkunnáttu og
nokkurrar frönskukunnáttu.
FULLTRÚA
Verslunarpróf eða hliðstæð menntun
áskilin
TÆKNIFRÆÐING
til starfa i fjölsimadeild.
Nánari upplýsingar verða veittar hjá
starfsmannadeild.
Útboð
Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar
óskar eftir tilboðum i smiði tveggja stál-
geyma 2500 rúmmetra og 100 rúmmetra.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræði-
skrifstofu Sigurðar Thoroddsen Ármúla 4,
Reykjavik og Berugötu 12, Borgarnesi og
Verkfræði- og teiknistofunni Heiðarbraut
40, Akranesi,gegn 1000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu hitaveit-
unnar, Heiðarbraut 40, Akranesi,
þriðjudaginn 28. júli kl. 11.30.
m VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf
ÁRMÚLJ 4 REYKJAVIK SlMI 84499
Eirikur A. Guðjónsson skrifar um „Helgi gegn lesendum”
Misstu lesendur
af vinningi? J
Ég er ekki sammála
—eik— um það, að ekki
hafi staðið á lesendum, að
þiggja jafnteflisboð Helga.
Að minnsta kosti hefði
hann mátt bæta orðinu
„öllum" þar við. Ég veit
ekki hvað margir lesendur
voru á móti því, en ég var
það. Ég taldi ástæðulaust
að gefast upp, heldur bæri
að tefla til þrautar.
Það er og alltof væglega til orða
tekið hjá —eik— að segja að
möguleikar hvits á að koma upp
f-peðinu hafi verið mjög fjar-
lægir. Þeir voru engir. Við fram
leik hlaut það aö falla fyrir svarta
peðinu á g4. Hinsvegar var engan
veginn fullreynt, hvort svartur
gæti ekki komið einhverju af
sinum þremur peöum sinum upp.
I versta falli gat þaö orðið jafn-
tefli. Svartur hafði þvi, allt að
vinna, en engu að tapa, að halda
áfram.
Við lesendur geröum ýmsar
skyssur. Skal ég héf nefna
nokkrar.
1.1 23 leik leppaði hvitur riddara
og hrók fyrir svörtum, og gerði þá
þar með óvirka. Þannig hélt hann
þeim I eina 16 leiki. Ég lagði
margsinnis til aö þeir yrðu losaðir
úr prisundinni, með þvi að leika
-Kf8. en þvi var ekki sinnt.
2. 34. leikur svarts, -g7-g5 var
herfilegur. Leika hefði átt g7- g6.
abcdefqh
Staöan eftir 34. leik hvits.
Þá hefði hann ekki aðeins getað
haldið peðaforskoti sinu með þvi
að valda á c7, heldur e.t.v. einnig
náð d4 eöa a5 peðunum ókeypis,
og átt þá 2 peð yfir. I stað þess
valdi meirihlutinn ofangreindan
leik, og batt þar með hrókinn á
h5 einnig fastan, auk hinna
tveggja mannanna, sem enn voru
á e-linunni. Þar með hafði
svörtum „tekist” að binda alla
sina menn, og missti þá auðvitað
peðið á c7 bótalaust. Tapaði hann
þá ekki aðeins peðameirihluta
sinum, heldur og kom sér i þá
klemmu, sem hann losnaöi ekki
úr eftir það.
3. 42. leikur svarts var van-
hugsaður (42.-Hb5).
Staöan cftir 42. leik hvíts.
Leika heföi átt 42...-d5.Þá voru
Hrókur og Biskup hvits inni-
lokaðir og gátu sig litið hreyft.
Siðan gat svartur I rólegheitunum
leikið Hg5 og siöan fram peðunum
á g og h linunni, og vinningstafl
var I sjónmáli.
Þetta eru þau helstu mistök,
sem ég tel að lesendur hafi gert I
tafli þessu.
1 svona fjöltefli viö lesendur
blaðs, ætti að hafa taflfróðan
mann hjá blaðinu, er veldi
skásta innsenda leikinn sem
mótleik gegn keppandanum. En
að láta meirihluta lesenda ráða er
vanhugsað. Þar getur fáránlegur
leikur eins og getið er um i 2. liö
hér á undan, eyðilagt góða
taflstcöu. Leikur sem máske er
sendur inn af stráksskap eða af
kæruleysi.
Að lokum vil ég svo þakka blað-
inu fyrir þessa nýbreytni. Þetta
var skemmtileg tilbreyting, þrátt
fyrir al!t.
Eiríkur A. Guöjónsson, isafiröi.
Örlitil athuga-
semd frá —eik—
Ég vil þakka Eirlki fyrir hlý orð
til okkar fyrir framtakið. Þar
sem hann skýtur aöeins á mig,
sem umsjónarmann með skák-
inni við Helga ólafsson, vildi ég
koma eftirfarandi á framfæri:
Það má rétt vera að ekki sé rétt
að láta meirihluta lesenda ráða i
skákum sem þessari, en það var
nú fyrirkomulagið sem valið var I
upphafi. Mitt mat er það, að ef
annar meistari er fenginn til að
leiðrétta lesendur, þá sé eins gott
að láta tvo meistara einfaldlega
tefla saman, svipað og gert hefur
verið I útvarpsskákunum.
Það skal þó viðurkennt, að á
stundum var litiö framhjá
leikjum, sem höfðu fengið flestar
tilnefningar, þar sem um afleiki
varaðræöa. Þar réöu „taflfræði”
min, ásamt góðum ráðum frá
starfsfélögunum hér á Þjóð-
viljanum, auk fjölda manna sem
hringdu oft á tiðum I mig per-
sónulega og ræddu stöðuna á
hverjum tima.
Og aðeins um athugasemdirnar
hér aö ofan:
1. Þótt menn svarts hafi lent i
leppun, eru menn hvits jafn
bundnir við að halda leppuninni.
-Kf8kom enda, þótt um slðir væri.
2. Ég tel að 34...-g5 hafi verið
nauðsynlegur til að geta svarað
35. Bh3 með 35..-g4 o.s.frv.
3. Ekki fæ ég séð að svartur
komi peðum sinum upp, þrátt
fyrir 42...-d5, þar sem hvitur
ieiicur 43. Kg2 - Hg5 44. Kg3 - h5.
45. Kf4og peðið á d5 fellur. Sýnir
okkur hvað 42. Bb7var snjall leik-
ur hjá Helga.
Einar Karlsson.
Landsliðið utan
NU I vikunni hefst Evrópu-
mótið i bridge. Að þessu sinni er
það haldiö i' Birmingham i Eng-
landi.
Að venju tekur Island þátt I
mótfnu, og veröur liðið þannig
skipað: Asmundur Pálsson sem
er fyrirliði dn spilamennsku,
Björn Eysteinsson, Guðlaugur
R. Jóhannsson, Guömundur Sv.
Hermannsson, Sævar
Þorbjörnsson, Þorgeir P.
Eyjólfsson, örn Amþórsson.
Liðið hefur æft stift að undan-
förnu, og til að mynda þá eiga
sæti I liðinu þeir Guðmundur og
Sævar sem nýkomnir eru frá
NM-landsliða i yngri flokk. Að
þáttinn minnir eru þeir yngsta
par sem spilað hefur fyrir
tsland i opnum flokki. Sævar er
25 ára, en Guðmundur 24 ára.
Hinsvegar er Jón Baldursson sá
yngsti, en hann var aðeins 21
árs, erhann spilaði fyrir Island i
opnum flokki 1975, þá á móti
Jakobi R. Möller. Þá hafnaði
liðið i' næst neðsta sæti, að þátt-
inn minnir, en vonandi á þetta
lið betra láni að fagna i Birm-
ingham. (Mótiö 75 var i
Brighton I Englandi?)
Vonandi berast fréttir frá
mótinu reglulega, þannig að
fólk geti fylgst með þvi jafn-
óðum, en fái þetta ekki i einum
stórum skammti. (Asmundur
verður að vaka á nóttunni við
frét taf lutningi nn..)
Sumarspilamennskan
Aðeins 30 pör mættu til leiks
sl. þriðjudag I sumarspila-
mennsku B rid gedeilda r
Reykjavfkur i Hótel Heklu.
Vonandi sjá fleiri sér fært að
mæta nk. fimmtudag, 7. spila-
kvöld sumarsins verður.
Spilað var i 2 riðlum og urðu
úrslit þessi:
A) Esther Jakobsdóttir
Guömundur Pétursson 204
Vigdis Guðjónsdóttir
Steinunn Snorradóttir 197
Sigriöur Ingibergsdóttir
Jóhann Guðlaugsson. 176
Eggert Benónýsson
Jón Amundason 164
Erla Eyjólf sdóttir
Gunnar Þorkelsson 162
B) Gestur Jónsson
G uðm undur Páll Arnars-
son 251
Guðmundur Sveinsson
JónasP.Erlingsson 251
Bragi Hauksson
SigriöurSóley Kristjánsd. 246
Dröfn Guðmundsdóttir
EinarSigurðsson 234
Þröstur Bergmann
Friðjón Þórhallsson 233
Björn Halldórsson
ÓmarJónsson 230
Meðalskor i A-riðli var 156 en
210 í B-riðli.
Og staða efstu spilara eftir 6
kvöld er:
Sigríður Sóley Kristjánsdóttir
Bragi Hauksson 10 10
HannesR. Jónsson 9
Jónas P. Erlingsson 9
Lárus Hermannsson 8
Gestur Jónsson 7,5
ÞórirSigursteinsson 6,5
Ingólfur Böðvarsson 6
k Umsjón:
Ólafur
Lárusson
Albert Þorsteinsson 6
SigurðurEmilsson 6
Alls hafa nú 78 spilarar hlotið
stig f sumarbridge. Keppt
verður nk. fimmtudag i Hótd
Heklu og hefst spilamennskan
liðlega sjö, en I slðasta lagi 19.30
Að sjálfsögðu eru allir vel-
komnir, og menn hvattir til að
taka með sér gesti, en sumar-
keppnir eru tilvaldar einmitt
fyrir byrjendur.
Bikarkeppnin
Þættinum er kunnugt um að
einum leik er lokið i 2. umferð
Bikarkeppni B.l.
A Siglufirði áttust við sveitir
Asgrlms Sigurbjörnssonar
(bræðrasveitin kunna frá Siglu-
firði væntanlega?) og Þorgeirs
P. Eyjólfssonar Reykjavik. Þdr
siðarnefndu fóru með sigur af
hólmi og hafa þá fyrstir allra
tryggt sér sæti I 8 liða úrslitum.
Leikjum i 2. umferð ska) vera
lokið fyrir 27. júli nk. Fyrir-
liðarnir eru beönir um að hafa
samband við þáttinn um leið og
úrslit liggja fyrir.