Þjóðviljinn - 15.07.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.07.1981, Blaðsíða 16
DJÚDVIUINN Miðvikudagur 15. júli 1981 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsímí 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Húsnæðisumsóknir hjá Félagsmálastofnun: 500 frá öldruðum 400 frá 16-67 ára 400 umsóknir um hús- næði liggja nú fyrir hjá Félagsmá lastof nun frá fólki á aldrinum 16—67 ára og að auki um 500 frá elli- lifeyrisþegum/ að því er Gunnar Þorláksson hjá húsnæðisdeild stofnunar- innar sagði Þjóðviijanum. Gunnar kvaðst ekki geta sagt, um hve marga einstaklinga hér væri aö ræða, en i siðasttalda hópnum væru um 4/5 hluti um- sókna frá einstaklingum. Félagsmálastofnun hefur yfir aö ráða 850 leiguibúðum, þar af 242 fyrir aidrað fólk. Hann var spurður um, hvort fólk sem leigði á vegum stofnunarinnar þyrfti aö sæta örum bústaðaskiptum en hann kvað það ekki vera. íbúðir sem Félagsmálastofnun hefði á leigu og framleigði til skjðlstæð- inga sinna væru aldrei leigðar til skemmri tima en árs. -j Soffia Guðmundsdóttir, tón- listarkennari a' Akureyri Soffía kærir stöðu- veitingu tónlistar- stjóra Fyrir skömmu var ráðið i stöðu tónlistarstjóra rikisút- varpsins. Umsækjendur um stöðuna voru sex:sr. Gunnar Björnsson cellóleikari, Ingi- björg Þorbergs, tónmennta- kennari, Jón örn Marinós- son, lögfræðingur, Siguröur Garðarsson, tónlistarkenn- ari, Soffia Guðmundsdóttir, tónlistarkennari og Þuríður Pálsdóttir, óperusöngkona. Svo sem kunnugt er fékk Jón öm stöðuna, hinn eini af um- sækjendum sem ekki hefur neins konar próf i tónmennt- un, en hann stundaði pianó- nám í 7 ár. Kristján Thorlacius um orlofshúsamálið: Hjónagarðar: 79 umsóknlr um 11 íbúðir Umsóknarfrestur er nú runninn út um vist á stúd- entagörðum næsta vetur, og er verið að ganga f rá út- hlutun hjá Félagsstofnun stúdenta. 157 umsóknir bárust um 105 herbergi á Nýja og Gamla Garði, en það eru einstaklingsgarð- ar, og 79 umsóknir um þær 10 - 11 fjölskylduíbúðir, sem losna á Hjónagörðun- um, en þar eru alls 55 íbúð- ir, en það er mikil aukning frá því sem verið hefur; umsóknir um Hjónagarða- vist voru i fyrra um 50. 1 eigan á göröunum er nú 350 kr. á mánuði fyrir einstakling, en 650 fyrir fjölskyldu, en þessar töl- ur hækka 1. sept. nk. og taldi Skúli Thoroddsen, framkv. stjóri sennilegt i viðtali við blaðið i gær, að tölurnar yrðu um 700 og 1100 næsta vetur, en leiga á göröum hækkar aðeins einu sinni árlega. Er sú leiga aðeins um helmingur af þvi sem nú gengur og gerist á hinum „frjálsa” leigumarkaöi. Stefnt er að þvi hjá Félags- stofnun stúdenta, að reyna i vetur að útvega fjármagn til frekari uppbyggingar stúdentahúsnæðis, bæði einstaklings- og fjölskyldu- ibúða, en enn hefur aðeins verið reist eitt hús af þremur fyrirhug- uö Hjónagörðum. Stjórnarmenn stofnunarinnar munu hafa gert tilraunir til aö leigja hluta hótels til að leysa brýnustu þörf stúd- enta á húsnæöi, og var rætt um Hótel Esju eða Hótel Loftleiðir, en þær tilraunir eru nú endanlega farnar útum þúfur. Stór hluti námsmanna er leigjendur, og er ljóst, að vandinn á leigumarkaði mun ekki auð- velda þeim lifsbaráttuna, en á hinn veginn hefur hið fátæklega framboð stúdentahúsnæöis nei- kvæö áhrif á leigumarkaöinn, Naf n Unnar Maríu Figved kom upp þegar dregið var um önnur aukaverðlaun í lesendagetraun Þjóðviljans. Unnur valdi sér þessa fallegu ösp frá Skógræktarfélagi Reykjavfkur og mun gróðursetja hana í garði sínum. Ljósm: Unnur. Hjónagarðarnir: sjö fjölskyldur um hverja lausa ibúð. — Ljósm. Leifur. með aukinni eftirspurn eftir leigu- húsnæði, og ennfremur hefur heyrst, að námsmenn eigi óvilj- andi þátt i að sprengja upp leigu- verö, þarsem þeir búa gjarna margir saman, og þröngt, og hafa þannig meiri greiðslugetu en hin venjulega kjarnafjölskylda. — m Sölutími mjólkur nú styttur um einn dag Undanrenna í kekkjum á boðstólum Akveðið hefur verið að stytta sölutima mjólkur um einn dag, vegna hins slæma gcymsluþols sem komið hefur fram á mjólk- inni að undanförnu. Reglan sem Mjólkursamsalan hefur stuðst við er sú að mjólkin er stimpluð þrjá daga fram i tim- ann, en um helgar hafa gilt undanþágur. Nú verður þriggja daga reglan látin gilda og einn dagur til viðbótar um helgar i stað tveggja að vetrinum, þegar geymsluþolið er meira. Þessi ákvörðun var tekin eftir fund mjólkurframleiðenda og heilbrigðisráöuneytisins og nú er að sjá hvort betri mjólk verður á boðstólum næstu daga. Einn lesenda Þjóöviljans sagði i gær að hann hefði keypt sér undanrennu sem átti að vera söluhæf tvo daga til viðbótar, en þegar fernan var opnuð reyndist undanrennan vera i einum kekk, heldur illa þefjandi. Hvernig getur svona nokkuð átt sér staö? — ká Nú hefur Soffia Guð- mundsdóttir kært þessa stöðuveitingu til Jafnréttis- ráös og óskað umsagnar ráðsins i þremur greinum: 1. Hvort hér hafi verið brotin lög um jafnrétti karla og kvenna. 2. Hvernig sé úr garði gerö skýrsla setts út- varpsstjóra um umsækjend- ur. 3. Að Jafnréttisráð leggi dóm á máliö. Jafnréttisráð hefur haldið fund um málið og mun halda annan nú i vikunni. Hvorki Þuriður Pálsdóttir né Ingi- björg Þorbergs hafa kært stöðuveitinguna og kváðust hvorug ætla að gera það. Þuriður sagðist hins vegar sannfærð um það, að hefði Jón Örn verið kona þá hefði honum ekki dugað lögfræði- menntun og starfsreynsla af dagskrárgerð til að verða ráðinn tónlistarstjóri Rikis- útvarpsins. — hs Ekki í verkahring BSRB að styrkja innlendan iðnað „Það er ekki hlutverk B.S.R.B. aö styrkja fsienskan iðnað sér- staklega. Það er hlutverk þjóð- félagsins og stjórnvalda. Auð- vitað ber þó að kaupa islenskan varning ef hann er sambærilegur aö verði og gæðum. Viö erum ein- ungis að gæta hagsmuna okkar samtaka og okkar félaga”, sagði Kristján Thorlacius, formaður B.S.R.B. og forihaöur orlofshúsa- nefndar samtakanna I gær. Mót- mæli hafa risið vegna þess að B.S.R.B. stendur í samningaviö- ræðum um kaup á orlofshúsum fá Danmörku, og þvl beindum við þeirri spurningu til hans hvort ekki skyti skökku við að samtök launafólks stæðu fyrir að flytja vinnu úr landi. Um er að ræða 30 einingahús og er stefnt að þvi að 15 þeirra veröi reist á Eiðum og önnur 15 að Stóru Skógum i Stafholtstungum. 26tilboð bárust frá 21 einu fyrir- tæki og var öllum tilboðunum hafnaö. Astæðurnar voru að sögn Kristjáns ýmist hátt verö eða þá að húsin hentuðu ekki. „Viö þurf- um hús sem hægt er að búa i allt árið en mörg tilboðin hljóðuðu upp á sumarhús eingöngu”. Hann kvaðst ekki geta þvertekið fyrir að útboðsgögn hefðu verið óljós hvað þetta snerti. Eftir að öllum tilboðum hafði verið hafnaö voru teknar upp við- ræður við fyrirtækið „Hosby hús” á Akureyri, en það er innflutn- ingsaðili fyrir samnefnt fyrirtæki i Danmörku. „Þessu hefur verið mótmælt”, sagði Kristján, „af iðnrekendum og ég endurtek að þóttmér sé kunnugt um erfiöleika islensks iðnaöar, þá er það ekki i verkahring félagsskapar eins og okkar aö styrkja hann. Ég vil benda á aö stjórnvöld hafa sjálf samþykkt að mikið sé smiöaö er- lendis af fiskispikum okkar og iðnrekendur sjálfir sem hafa barist fyrir aðild að E.F.T.A. eru gjarna sjálfir inn- flytjendur og i sameppni við sjálfa sig og flytja þannig sjálfir atvinnuna Ur landi. Það er þvi ekki i' samræmi við þetta að þessir aöilar ætlist til þess að samtök einsog B.S.R.B. reki aðra stefnu i málefnum iðnaðarins. Kristján sagði að lokum að enn væri ekkert hægt að segja hver niöurstaöa yrði Ur viðræðunum við Hosby hUs, og þvi langt i frá að nokkrar ákvarðanir lægju fyrir i málinu. — 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.