Þjóðviljinn - 18.07.1981, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 18.07.1981, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 18.—19. júlí 1981 DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Ótgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir úmsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guðni Kristjansson. Iþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: GuðrUn Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: SigrUn Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: SlðumUla 6, Keykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. r i tst jor nargr ei n úr aimanakínu Útúrsnúningar Alusuisse # Rikisstjórnin hefur f jallað um súrálsmáliðog gert það álit sitt opinbert, að Alusuisse haf i gerst brotlegt við samninga um kaup á súráli til álversins í Straumsvik. Hef ur ríkisstjórnin áskilið sér allan rétt í málinu, og áréttað fyrri samþykktir sínar um endur- skoðun samninga um álverið í Straumsvik. Að loknum ríkisstjórnarf undinum er Ijóst að ætlunin er að taka á málinu af fullri einurð og gerðar verða mjög veru- legar kröf ur á hendur ALUSUISSE, Þær kröf ur hljóða upp á að staðin verði skil á vangoldnum sköttum, að breytingar verði gerðar á framleiðs'ugjalui af áli, að raforkuverð verði hækkað mjög verulega og að íslendingar fái eignaraðild að álverinu, og þá með meirihlutaeign síðar í huga. Þjóðviljinn fagnar því,að samstaða hef ur náðst um það í ríkisstjórn að gera svo hraustlegar kröfur á hendur hinum svissneska auðhring. Jafnframt skal áréttað að nauðsynlegt er að á málinu sé haldið af einurð, því Alusuisse gef ur að sjálfsögðu ekki tommu eftir nema það telji sér það nauðsynlegt. # Þetta sýna f yrstu opinberu viðbrögð auðhringsins eftir að opinber voru gerð gögn og niðurstöður breska endurskoðunarfyrirtækisins Coopers & Lybrand, og álit sérfræðinga í áliðnaði. Alusuisse reynir m.a. að snúa sig út úr klemmunni með því að halda því fram að þeir hafi greitt Isal 26 miljónir dollara i styrki og með því að greiða þeim yfirverð á ál frá álverinu í Straumsvík. # Þessar röksemdir lagði Alusuisse fram þegar í desember á síðastliðnu ári og síðan aftur skriflega í febrúar. Þessi rök voru m.a. lögð fyrir hið óháða endurskoðunarf irma, Coopers & Lybrand, sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að taka þessi rök til greina. # En í hverju eru þá þessar 26 miljónir dollara fólgnar? Tveir langstærstu liðirnir þar eru 14 miljónir dollara, sem Alusuisse telur sig hafa greitt ísal fyrir tilbúið ál, umfram eðlilegt markaðsverð, og 10.5 miljónir dollara sem Alusuisse telur sig hafa greitt l'sal sem styrk árið 1976. # Þeir sérfræðingar sem unnið hafa að rannsókn málsins hafa kannað fullyrðingar Alusuisse um að þeir haf i greitt fsal umf ramverð fyrir álið, og komist að þeirri niðurstöðu að verð á áli frá Isal sé i fullu samræmi við heimsmarkaðsverð á áli af þeim gæða- flokki sem álið frá Straumsvik er. Verð á áli frá Straumsvík er um 3% hærra en skrásett Alcan verð á þessu tímabili; sá verðmunur helgast einfaldlega af hreinleika og lögun álsins frá Straumsvík og er i f ullu samræmi við markaðsverð. Auk þess má nefna tvö veigamikil gagnrök við þessari f ullyrðingu Alusuisse: I fyrsta lagi greiðir Isal Alusuisse 1.5% af heildsölu- verði fyrir að ná hærri verðum fyrir afurðir ísal en nemur meðalverði. Og í öðru lagi þá er það tekið f ram í aðalsamningi um álverið í Straumsvík að líta beri á hvern þátt aðfanga fyrir sig. # Hin megin fullyrðing Alusuisse er að þeir hafi greit, Isal styrk upp á 10,5 miljónir dollara. Þjóð- viljinn gefur einfaldlega stjórnarformanni Alusuisse orðið til að hrekja þessa f ullyrðingu. Á aðalf undi Alu- suisse 1977 sagði Emanuel R. Meyer m.a. í ávarpi sínu: „Sérstaklega í Englandi vorum við tilneyddir til að selja undir kostnaðarverði um alllangt skeið. Áttum við að halda áfram að taka á okkur töp í milljónatugatali eða áttum við að gefa breska mark- aðinn upp á bátinn? Við ákváðum að þrauka. Kostn- aðurinn var borinn af dótturfyrirtækjum okkar á íslandi og Noregi, en að lokum Alusuisse í formi beinna f járframlaga". Þetta er útlegging stjórnar- formanns Alusuisse á því sem nú heitir styrkur til (sal, Þarna er semsé einfaldlega um það að ræða að Alusuisse notaði ísal til að selja á undirverði í Bretlandi til þess að viðhalda markaðsaðstöðu Alu- suisseþar. # Ljóst er að málefnaleg staða íslendinga er mjög sterk í þessu máli. Það sýna máttleysislegar skýringar Alusuisse. En þær sýna einnig að auðhring- urinn hreyfir sig ekki þumlung til samninga nema hann telji sig nauðbeygðan. —eng. Það er ekki að undra að um- rótið á Torfunni hafi komið illa við margan manninn og ekki sist þá sem annt er um svipmót gamla bæjarins. Eða hverjir aðrir en verkfræðingar og verk- takar gera sér grein fyrir þvi að til þess að endurnýja 60—80 sentimetra breiðar tröppur upp að Landlæknishúsinu þurfi að skera nær þriggja metra breiða gjá i brekkuna? Ekki mér i það minnsta og þvi er það rétt sem eftir mér hefur verið haft að jarðraskið, umfang þess og útlit svæðisins meðan á fram- kvæmdum stendur kom mér á óvart. Ég er hins vegar i þeirri aðstöðu sem formaður um- hverfismálaráðs, eftir að hafa fjallað um málið i þrjú ár, að vita hvað verið er að gera og hver endirinn verður. En það er svo langt frá þvi að ég og við i umhverfismálaráði séum ein um þá vitneskju. Framkvæmd- irnar hafa verið vandlega undirbúnar i' samráði við fjölda manna innan og utan borgar- stjórnar og um þær varð i um- hverfismálaráði, bygginga- nefnd, borgarráði og borgar- stjórn full samstaða. Þá hafa fjölmiðlar, aðrir en Morgun- blaðið, oftsinnis skýrt frá þess- um áformum, bæði um smiði taflmannanna, staðarval fyrir taflið, fyrirhuguðum áhorfenda- pöllum í brekkunni og torginu á flötinni neðan við hana. Birst hafa myndir i blöðum og sjón- varpþog nU siðast i mai skýrði ég fyrirhugaðar framkvæmdir formanni sinum og fram- kvæmdastjóra bera hita og þunga af .Húsin fengu að grotna niður i áraraðir og það fékk nánasta umhverfi þeirra, Torfan sjálf, lika aö gera. Ekkert viðnald var á lóðinni, að var jú slegið og siðan ekki öguna meir. Lóðin var i um- hirðu borgarinnar og sam- kvæmt yfirlýsingum Hafliða Jónssonar garðyrkjustjðra hafði hann oftlega gert tillögur um endurbætur á henni en þeim var ýtt til hliðar meðan „óvissa” rikti um framtið hús- anna. Allar samþykktir um frið- lýs'n'iu húsanna á Bernhöfts- toi unni hafa tekið mið af nán- as a umhverfi þeirra, Stjórnar- rá \nu og Menntaskólanum, eöa hver kannast ekki við þessa setningu: ...að húsaröðinni við Lækjargötu milli Hverfisgötu og Bökhlöðustigs verði ekki raskað...? Lóðirnar framan við Stjórnarráðið og Menntaskólann voru vel hirtar. Þar var gert við skemmdir og slit, þar hafði verið plantað trjám og forhlið þeirra við Lækjargötu hafði verið afmörkuð með steingarði. Lóðin framan við Bernhöftstorf- una fékk hins vegar að drabbast niður i' rólegheitum rétt eins og húsin. Það var þvi meðal fyrstu verkefna okkar sem nú sitja i umhverfismálaráði að gera til- lögu um endurbætur á svæðinu. Ljóst var að byggja þurfti gras- brekkuna upp á nýtt, þvi hún var farin að skriða fram og i 19 foii / r myndar þar á nýjan leik séu mótfallnir þeim ráðstöfunum sem að framan eru raktar, en þær eru stór hluti þess kostn- aðar sem um ræðir. Og er þá komið að torginu á flötinni, áhorfendapöllunum i brekkunni og útitaflinu sem þar hefur verið valinn staður. Með vaxandi athafnasemi i miðbænum, —lifii borg, eins og sumir hafa kallað það — hafa vinsældir Torfunnar sýnt sig. Nú siðast þ. 17. júni var brekkan notuð fyrir útileikhús. og þótti vel takast til. Þegar farið var að vinna að gerð úti- tafls i miðbænum, sem ég trúi heldur ekki að menn séu al- mennt á móti i prinsippinu, var einkum rætt um Lækjartorg og Austurstræti. Mörgum þótti ekki á það svæði bætandi; þar er jú turninn, eina göngugatan okkar og torgið, útimarkaður- inn, útifundarstaður, klukkan, pylsuvagninn og allt sem þvi fylgir. Það var þó ekki þaö sem gerði útslagið. heldur sú stað- reynd aö taflið myndi trufla eðlilegar gönguleiöir á flestum stöðum og aðstaða fyrir áhorf- endur til að fylgjást með, ef t.d. um mót væri að ræða, er af- skaplega bágborin nema þá taflborðið yrði grafið niður um Það sem er verið að gera á Torfunni rækilega i fréttatima útvarps þegar um það var beðið. Það er hins vegar ljóst af umræðu undanfarinna daga að kynning af þessu tagi dugir skammt. Það sem menn hafa fyrir aug- unum skiptir meira máli/Og það sem þeirsjá er eitt flag, sundur- rist brekkan, djúpir skurðir og stórvirk vinnutæki. t þessu greinarkorni ætla ég að reyna að skýra enn á ný hvað það er sem til stendur og hver tilgangurinn er með þessum framkvæmdum. Ég segi reyna, þvi ekkert er erfiðara en að leið- rétta misskilning, snúa ofan af ranghugmyndum sem hamr- aðarhafa verið innivitund fólks bæði af misvitrum fjölmiðlum og hinum mætustu mönnum. En svo hafa menn miklað þetta fyrir sér að jafnvel taflmenn- irnir eru tveggja metra háir og 50 kfló að þyngd i vitund margra. Skömmu eftir að núverandi borgarstjórnarmeirihluti varö til sumarið 1978, var i um- hverfismálaráði samþykkt til- laga um friölýsingu húsanna á Bernhöftstorfu, og skömmu siðar samþykkti borgarstjórn viljayfirlýsingu sama efnis. Allir vita að það er rtiennta- málaráðuneytisins að friðlýsa hús, en menn skulu ekki gleyma þvi, að vilji borgaryfirvalda, sem hirða fasteignagjöld og ákveða nýtingu á lóðum i Reykjavik, skiptir i þvi efni höfuðmáli. Þann vilja hafði borgarstjórnarihaldiö skort, og gerir enn. Það þarf ekki að rekja þá raunasögu, sem var undanfari glæsilegrar uppbygg- ingar sem Torfusamtökin með hana komnar holur vegna ára- langs átroðnings. Tröppurnar framan við Gimli þurfti lika að endurbæta og koma i veg fyrir að bleyta stæði i flötinni. ÞETTA ER MEÐAL ANNARS ÞAÐ SEM VERIÐ ER AÐ GERA NÚ. En það er meira. Með vaxandi athafnasemi sem leiðir m.a. af endurreisn hús- anna eykst umferð um svæðið og menn voru sammála um að bæta þyrfti við tröppum ská- hallt niður brekkuna i krikanum við Bankastræti. Einnig voru Álfheiður Ingadóttir skrifar menn sammála um að litil prýöi væri að flaginu og timburgrind- unum sem happdrættisbilunum fylgja, hvað þá gryf junni sem er næst „Núllinu”. Þvi var ákveðið að slétta það og rækta og gróðursetja þar tré sem veita myndu betra skjól á flötinni. Einnig var ákveðið að setja steinkant framan viö lóöina eins og er við Stjornarráðið og Menntaskólann, bæta við hana hluta af stæði SVR og hækka hana lítillega. ÞETTA ER MEÐAL ANNARS ÞAÐ SEM VERIÐ ER AÐ GERA NÚ. Ég trúi því ekki að þeir 7108 Reyk- vikingar, sem skrifað hafa undir mótmælin gegn fram- kvæmdunum á Torfunni og krafist hafa „upphaflegrar” eitt eða tvö þrep. Það er aftur afskaplega dýrt fyrirtæki vegna hitalagnanna sem eru undir torginu. U m sama leyti og þessi staöa kom upp í útitaflsmálinu fékk umhverfismálaráð fyrstu til- lögur Borgarskipulags að endurbótum á Torfunni. Þar var m.a. gert ráö fyrir smátorgi sem nýta mætti fyrir uppá- komur og útileikhús enda brekkan tilvalið áhorfenda- svæði. Það kom þvi nokkuð af sjálfu sér að þessar hugmyndir runnu saman i eina og útitaflinu var valinn staður neðan við brekkubrúnina. Við nánari út- færslu var ákveðið að setja tré- bekki í hluta brekkunnar og út- búa e.k. áhorfendapalla þar og að inn i brekkuna væri grafin geymsla fyrir taflmennina. Umhverfis taflborðið sjálft er svo hellulögn sem mörgum finnst óþarflega umfangsmikil, en hún verður með þeim hætti að á skiptast smáar steinhellur og gras. Á svæðinu er gert ráð fyrir bekkjum og gróðri, og simaklefi og strætisvagnaskýli verða sameinuð i eitt. Markmiðið með þessum framkvæmdum er að bæta að- stöðu til fjölbreyttari útivistar og skemmtana i miðbæ Reykja- vikur. Umhverfis taflborðið verða fjögur venjuleg taflborð sem menn geta setið við með sin eigin töf 1 og hver og einn getur svo auðvitað teflt á útitaflinu sjálfu. Ég vil biðja menn að hafa biðlund meöan svæðið er að fá á sig endanlega mynd,þvi ég er sannfærö um að þegar svo er komið geta þeir varpaö önd- inni léttar. Alfheiður Ingadóttir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.