Þjóðviljinn - 18.07.1981, Side 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 18.—19. jiiH 1981
ffnir
vendir
Nú um helgina væri gaman að fara í góðan
göngutúr um móa og mýrar. Fífan skartar hvítum
kollum. Áður f yrr var hún notuð í kveiki. Nú varpar
Ijósaperan birtu um híbýlin. Til að glæða rómantík-
ina dálítið er f íf uvöndur kjörinn. Sömuleiðis marg-
vísleg puntstrá. Nokkrar blóðbergsviskar bundnar
saman við krækilyng eða beitilyng þorna vel og
halda lit og angan. Ekki held ég að það verði
amalegt að reka nefið í það í vetur, þegar skamm-
degið sest að í líkama og lund. — Er lyktin úr mosa-
þúfunum við Elliðaár eins og lyktin úr fífuf lóanum
í Sogamýrinni?
Tómatbuff
með æti -
sveppum
Nú er hátíð tómatanna
islensku og er því um að
gera að gæða sér í munni
á meðan verðið á þeim er
lágt. (slenskir sveppir eru
líka falboðnir í annarri
hverri búð og kosta
heldur engin ósköp. Til að
gefa ykkur færi á að slá
tvær flugur í einu höggi
birtum við hér uppskrift
að
Tómatbuffi með æti-.
sveppum
Þetta þarf: 8—10 tómatar, 2
matlaukar, 4 matsk. af smjöri,
250—300 gr. sveppir. Krydd: salt
og pipar, majoram, basillka,
steinselja og ef vili einn geiri af
hvitlauk. Þeim sem ekki likar
hvitlaukurinn má benda á aö
ögn af kardimommum á hnifs-
oddi út á sveppina dregur
sveppabragöiö fram á mjög viö-
feldinn hátt.
Svona er farið aö:
1. Skoliö tómatana og skcriö þá i
þykkar sneiöar. Hreinsiö
sveppina og brytjið þá niöur.
Fiysjiö laukinn og skeriö hann i
þunnar sneiöar.
2. Brúniö iaukinn i dálitlu af
smjörinu og setjiö hann svo á
volgt fat.
3. Steikið tómatsneiöarnar i
smjöri í nokkrar minútur setjiö
þær svo á fatiö meö Iauknum.
Stráiö yfir salti og pipar ásamt
pinulitiu af majoram og
basiliku.
4. Steikiö sveppina i af-
ganginum af smjörinu viö háan
hita. Bragöbætiö meö salti,
pipar og möröum hvitiauk
(kardimommudufti ef menn
vilja heldur). Setjiö sveppina
svo á fatiö meö lauknum og
tómötunum og klippið nokkur
biöö af steinselju yfir um leiö og
fram er boriö.
Þessi uppskrift er ætluö
fjórum og þaö tekur um þaö bil
tuttugu minútur aö búa þetta til.
Meö þessum rétti er gott aö hafa
gróft brauö meö léttreyktu
áleggi. Eins passar þetta meö
kaldri kjötflls eöa reyktum
fiski.
Húsráö: Þaö er auðveldara að
flysja lauk hafi hann fengiö aö
liggja smástund áöur i volgu
vatni, eins er léttara aö skera
lauk i finar sneiöar ef lauk-
kakan (rótin) er ekki skorin af
fyrr en siöast.
af görðum og gróöri
PW Umsjón
Hafsteinn Hafliðason og Sævar H. Jóhannsson:
Nt_£>STm E>Lj5é>i M
&UR.T
I POTTIMH EííF' v;F|TWÍÐ
Sumargrœðlingar
meðferö græðlinganna, Þess
vegna ætti enginn aö missa
móðinn i fyrsta skipti, þó árang-
urinn veröi ekki hundraö
prósent.
Svona gerir þú
á sumrin
Þeir græölingar sem þú tekur
yfir sumariö, sumargræöling-
arnir, eru meö laufblöðunum á.
Þú þarft aö muna aö fjarlægja
þau blöö, sem lenda niðri i vatn-
inu eða ofan i moldinni. Þrátt
fyrir að auðvelt og þægilegt sé
að setja græðlingana bara i
vatn, þá mæli ég með aö þú
stingir þeim beint i mold, helst
góða garömold eöa gróðurmold
(mold blandaða vikri, sandi og
eða mosa). Þá rótfesta græö-
lingarnir sig strax og ræturnar
sem myndast aölagast moldar-
tilverunni frá byrjun.
Það er nefnilega munur á
þeim rótum sem myndast i
vatni og þeim er myndast i
mold, þvi þegar rótaður græð-
lingur er fluttur úr vatni i mold,
verður stór hluti rótanna að
endurnýjast. Þess vegna stopp-
ar vöxturinn hjá græölingunum,
sem geröist ekki, ef hann heföi
strax myndað rætur i moid.
Á höttunum
eftir græölingum
Sumargræölingurinn er
viökvæmur og þolir ekki mik-
il áföll án þess aö láta i minní
pokann. Gættu þess fyrir alla
muni aö græðlingarnir þorni
ekki áöur en þú „stingur” þeim.
Settu þá i plastpoka um leiö og
þú hefur klippt þá og taktu þá
ekki úr honum fyrr en þú ætlar
aö „stinga” þeim. Best er aö
taka miölungi kröftuga hliöar-
sprota (grein) af aöalgrein ef
hægt er. Kröftugustu og veiklu-
legustu sprotarnir mynda oftast
ver rætur. Foröastu helst sprota
sem eru meö blómhnöppum.
Þegar þú „stingur"
Upplagt er að nota mjólkur-
fernur (klippa ca. 1/3—1/2 ofan
af) til þess aö „stinga” græösi-
ingunum i og stingdu ca. þrem-
ur i hvern pott. Auövitað getur
þú notaö hvaöa potta sem er
(ath. að frárennsli sé gott).
Þrýstu moldinni vel aö græöl-
ingunum og vökvaöu hæfilega
(vel rakt).
Til þess aö foröast ofþornun
verður þú að þekja græðlingar.a
(pottana) meö plasti. Hvitt
plast er best, þvi að þá veröur
hitinn ekki eins mikill, ef sól nær
að skina á pottana. Ef þetta eru
aðeins fáir pottar, sem þú ert
meö, nægir að setja litinn plast-
poka meðnokkrum götum á yfir
hvern, eða buröarpoka (nóg er
nú af þeim!) yfir þrjá til fimm.
Séu pottarnir margir er gott aö
setja þá i kassa og klæöa yfir
með plastfilmu, mundu að
stinga nokkur göt hér og þar til
að fá svolitil loftskipti.
Settu græðlingana i stað i
háifskugga, þannig að þeir fái
góða birtu, en að ekki veröi of
heitt á þeim. Annað kastiö þarf
að vökva, þó svo plastið hindri
mikið uppgufunina. Volgt vatn
og gætileg vökvun eiga þá best
viö. Kalt vatn og gusugangur
geta aftur á móti „sjokkeraö”
smáplönturnar svo aö þær biöi
varanlegt tjón.
„Herðing" og áburðar-
gjöf
Eftir aö rótarvöxtur er kom-
inn vel af staö, byrja græðling-
arnir að vaxa og þá veröur aö
venja þá við útiloftiö. Agæt að-
ferö er aö rifa þá göt á plastiö.
Fyrst litil, siöan stærri og
stærri. Sýnist plönturnar
hraustar og safaspenntar, ættu
þær að þola útiloftiö eftir 12 til 14
daga „heröingu”
Samtimis má byrja að gefa
þeim áburðarvatn ca. 1 teskeið
af blönduðum garðáburöi i
fimm litra af vatni.
Gott er aö hafa smáplöntur-
nar i skýlum reit fyrstu ltil2 ár-
in, þvi aö við plöntun beint á
vaxtarstaö fyrsta haustiö má
búast við miklum afföllum.
Þetta fer þó talsvert eftir teg-
undum.
Hérna er svo litill listi, geröur
af handahófi yfir nokkrar teg-
undir sem auðvelt er aö fjölga
með sumargræölingum.
Trjákennt: — Krækilyng,
beitilyng og holtasóley vilja
magra mold — helst mosa og
vikur til helminga, fjalldrapi,
reynir, allar viðitegundir, glæ-
ösp (en samt er betra að stinga
rótargræðlingum af henni á vor-
in), alaskaösp, kvistir — (Spira-
ea), toppar — (Lonicera —
gjarnan meö „hæl” þ.e. rifin frá
þannig að eldri viður fylgi, ekki
klippt), sirenur — (Syringa),
yllir — (Sambucus), rósir —
(eðalrósir eru of veikburöa til
að lifa úti i eigin rót), rifs og sól-
ber, runnamura, snækóróna —
(Philadelphus), bergflétta mis-
plar — (Cotoneaster). Gull-
sópurinn guödómlegi er lika i
þessum flokki. Og ekki má
gleyma eininum okkar islenska,
hann rætir sig fljótt i rökum
mosa og vikri.
Og af jurtkennda taginu:
Reyniö allt sem ykkur dettur i
hug. Klippiö af neöan viö blaö
eða brum og takið burt toppana,
oftast er nóg að hafa tvö til þrjú
brum á hverjum græðling. Haf-
ið siöan hugfast aö mistökin
skapa meistarann.
EKK.I ÁVONAr
Hefur þessi eða hinn
græðlingurinn komið tii?
Það er oftast spennandi
að „fjölga" einhverju
sjálfur — eða hvað? Því
ekki að reyna sig við eitt-
hvað úr jurtaríkinu.
Margirhafa einhverntima séð
og jafnvel sett „Lisu” eöa
„Kólus” græöling i glas meö
vatni eða beint i pott með mold
til aö fá nýja plöntu. En það eru
aldeilis ekki aðeins stofuplönt-
urnar sem hægt er aö fjölga á
þennan hátt. Mörgum fjölærum
plöntum, runnum og jafnvel
trjám er hægt að fjölga jafn
auöveldlega meö græölingum
og stofublómunum áöurnefndu.
Oft takast ekki fyrstu tilraun-
irnar eins vel og ætla mætti þvi
byrjandinn þarf aö taka margt
með i reikninginn, t.d. veður,
hreysti móöurplöntunnar og