Þjóðviljinn - 25.07.1981, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25. — 26. júll 1981
UOÐVIUINN
Málgagn sósfalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
titgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraidsson, Kjartan
Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir
Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir
Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson
Blaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.Jón Guöni Kristjánsson.
tþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson.
Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson .
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
liandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir.
Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: SigrUn Báröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siðumúla 6,
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaðaprent hf..
ritstjornargrei n
úr aimanakinu
Eftir flokksþingiö pólska
0 Það er ekki nema rétt sem ítrekað er í fréttaskýring-
um víða um lönd: þing pólskra kommúnista var mjög
merkilegt. Þar fór fram mikil endurnýjun á forystuliði,
og það er þó Ijóst, að vilji til að laga sig að breyttum að-
stæðum og halda áfram ýmsum umbótum ræður ferð-
inni. Að því er f ordæmi varðar skiptir það kannski mestu
aðnú var með leynilegum og lýðræðislegum hætti kosið í
miðstjórn og framkvæmdanefnd — slíkt hefði verið
óhugsandi hvar sem væri í Austur-Evrópu fyrir nokkr-
um mánuðum.
• Hitt er svo annað mál, að þótt þingið væri í sjálfu sér
upphaf á nýjum starfsháttum hins ríkjandi f lokks í Pól-
landi, þá sagði það fátt af því, hvernig leysa á hin gíf ur-
legu efnahagsvandamál sem Pólverjar glima við. Það
gaf heldur ekki svör við því hver gætu orðið næstu
skrefiná umbótabrautinni. Bæði stjórnvöld og talsmenn
verkamannasamtakanna nýju, Samstöðu, hafa lýst
áhuga á þróun til dreif ingar valds, minni miðstýringar í
áætlanagerð, aukins sjálfstæðis fyrirtækja og sjálf-
stjórnar verkamanna. En menn hafa ekki gert það upp,
hvernig þeirri sjálfstjórn verður háttað þótt ýmiskonar
tilraunir séu komnar á fæturna. Til dæmis að taka hafa
stjórnvöld og starfsfólk fyrirtækja eins og f lugfélagsins
Lot, tekist á um það, hver hefði vald til að skipa for-
stjóra. Það er Ijóst að þann rétt vill starfsfólk og verka-
menn á hverjum stað hafa. Það er ekki jaf nljóst, hvernig
verkamenn vilja deila völdum við forstjóra og tækni-
krata.
• Forystumenn Samstöðu vildu framan af ekki flækja
sig í spurningum af þessu tagi: í fyrsta áfanga skipti þá
r-estu að koma skipulagi á hin nýju samtök, útrýma
mjög augljósum órétti og þar fram eftir götum. En þeir
vita og viðurkenna að það komi að þvi, að þeir þurfa að
gera það upp við sig, hver sé ábyrgð verkamannasam-
taka, semætlarsér mikinn hlut íþví hvernig fyrirtæki séu
rekin. Pólverjar hafa verið að skoða hinar hægfara Ml-
raunir með stýringu framleiðslunnar sem Ungverjar
hafa gert sem og verkamannaráðin júgóslavnesku. Sem
vonlegt er hafa menn illar bifur á ýmsum neikvæðum
hliðum t.d. hins júgóslavneska fyrirkomulags, sem
leiðir, vegna samkeppni milli fyrirtækja m.a. til mis-
munandi kjara eftir því hvernig hver framleiðslueining
er á vegi stödd. Ekki síst vegna þess, að það getur orðið
erfitt að átta sig á því, hvað af þeim mismun stafar af
forskoti eða hagstæðum ytri aðstæðum og hvað af eigin
framlagi starfsfólks í afköstum og skipulagsgáfu.
En það er samt Ijóst, að inn á þessar brautir verða
pólskir verkamenn að sækja þótt þær tilraunir kosti
ýmisleg vonbrigði. Það er skammgóður vermir að halda
nú áfram skyndiverkföllum til að knýja fram kaup-
hækkanir en ýmsir helstu foringjar Samstöðu hafa ein-
mitt varað við því að undanförnu að haldið yrði áf ram á
þeirri braut: við pólskt ástand í dag þýða slíkar kaup-
hækkanir varla annað en aukna verðbólgu og svarta-
markaðsbrask,
• Ef að Pólverjum tekst að finna þær lausnir sem sam-
ræma aukið mál — og félagafrelsi dreifingu valds og
sjálfstjórn verkamanna, þá mundi það þegar
fram í sækir hafa mjög víðtæk áhrif. Fyrst í álfunni
austanverðri, þar sem valdaeinokun ríkjandi flokka
verður æ þyngri baggi á sjálfri efnahagsþróuninni. En
einnig i Vestur-Evrópu, þar sem einmitt hin neikvæðu
áhrif algjörs flokksræðis í ríkjum sem kenna sig við
sósíalisma haf a haft kæf andi áhrif á áhuga verkafólks á
meiriháttar breytingum í samfélaginu, á sjálfstraust
sósíalískra hreyfinga.
• tn svo eru það stórveldin.' Að sönnu hefur líkum
fækkað á því að Sovétríkin reyni að snúa þróun við í
Póllandi með hernaðaríhlutun. En því miður er ekki
hægt að afskrifa þann möguleika. Og gleymum heldur
ekki þeirri dapurlegu þverstæðu, að þótt bandarísk
stjórnvöld hafi hátt um kærleika sinn til Pólverja, þá
væri það þeim í raun að nokkru leyti í hag, ef Sovétmenn
færu með her inn í Pólland. Vegna þess að þar með væri
úr sögunni um langa hríð ,,hollenska veikin" sem svo er
nefnd, andúðin á vígbúnaðarkapphlaupinu, friðarhreyf-
ingin nýja — stórveldablakkirnar væru geirnegldar
saman á nýjan leik. Sú þróun sem til þessa hefur orðið í
Póllandi hlýtur að vera fyrst og fremst hagstæð þeirri
evrópskri pólitískri hugsun, sem hefur verið að mótast
allt frá vinstri og inn á miðju stjórnmálanna, er leitast
við að finna leiðir út úr þeim ógöngum, þeim vítahring,
sem óbreytt forræði stórveldanna hefur skapað. áb
Þessi fleygu orð lét Hamlet
prins falla þegar hann ráfaði
um virkisveggina i Krónborgar-
kastala og velti þvi fyrir sér
hvort hann ætti að taka þátt i
valdabratinu og gerast kongur,
eða hvort hann ætti áfram að
vera sérsinnaður prins sem lifði
eftir eigin höfði. Ég ætla mér
ekki að leggjaUtaf Shakespeare
hér, heldur að tengja þessi orð
umræðu sem geisar Ut I þeim
stóru löndum. A ferðinni er
hvorki meira né minna en
spurningin um framtið mann-
kynsins.
Þeir sem láta sig þjóðfélags-
mál einhverju varöa og lita þau
frá vinstri, sjá einkum tvenns
konar vanda framundan. Ann-
ars vegar er það hættan sem
stafar af vopnakapphlaupinu og
gjöreyðingarhættunni, hins veg-
ar spillt náttUra og mann-
skemmandi lif, sem er það eina
sem íbUum vesturlanda býðst
nú um stundir. Friðarhreyfing-
ar eflast með degi hverjum og
umhverfisverndarmenn láta frá
sér heyra, en það dugar auðvit-
að ekki til. Framleiðsluöflin eru
langt komin með að gera jörð-
ina að einum forarpytt; verði
ekki gripið í taumana og það
strax, stefnum við beint að
ragnarökum. Málið er bara að
það er ekkert gert. í Bandarikj-
unum t.d. er umhverfismála-
ráðherrann þeirrar trúar að
dómsdagur og endurkoma
lausnaranssé framundan og þvi
muni Kristursjá um mannfólkið
þegar þar að kemur, algjör
óþarfi að vinna gegn mengun.
Sem betur fer eru aðrir sem
benda á leiðir, hafa skilgreint
vandann og gengiö enn lengra;
rannsakað hugarfariö sem ligg-
ur aö baki þeirri óheftu neyslu-
hyggju sem einkennir öll iðn-
vædd þjóðfélög, og nú siöast hélt
innreiö sina i' Kína.
Einn þeirra sem bent hefur á
Iausn er þyski sál- og félags-
fræðingurinn Erich Fromm,
sem lést i fyrra. Hann skrifaöi
fyrir nokkrum árum bdk sem
hann kallaði To have or to be
Þar gerir hann grein fyrir þeim
tvenns konar viöhorfum sem
um er að velja: að eiga (hafa)
eða vera Siðan mér áskotnaðist
þessi bók hef ég ekki látið neitt
tækifæri ónotað til að Utbreiða
fagnaðarerindið. Mér finnst við-
horf hans tilannars konar sam-
félags, þar sem önnur gildi ríkja
vera einmitt það sem við þurf-
um á að haldá, ekki sist þegar
upp eru komnar hugmyndir um
kvennaframboð sem hefur á
stefnuskrá sinni (væntanlega),
aö berjast gegn karlveldinu og
viöhorfum þess fyrir betra
mannlifi sem tekur tillit til
karla.kvenna og barna. En ekki
mára um það aö sinni.
Erich Fromm segir sem svo:
Ef við horfum aftur i aldirnar til
einfaldari samfélaga má sjá að
þar ríkja önnur viöhorf til lifs-
ins. Fólkið liföi I jafnvægi við
náttUruna, það lögmál sem gilti
var að ganga aldrei of langt á
náttUruleg gæði, enda kostaði
slíkt hungur og dauða. Fyrir-
bæri eins og hvildardagurinn
meðal Gyöinga var til þess
aö náttúran fengi að jafna sig,
allt líf fékk friö einn dag.
I aldanna rás sköpuöust önnur
viöhorf. Með einkaeignaréttin-
um kom græðgin, eignagleöin,
eigingirnin, hagsmunabaráttan,
kUgunin. að ekki sé minnst á hin
eilffu striö (karla) um eignirn-
ar. Viðhorfin til náttUrunnar
breyttust, nU átti að sigra hana,
sveigja hana undir vilja manns-
ins, maöurinn var almáttugur.
Að
vem
eða
vem
ekki
Kristín
r
Astgeirsdótti
skrifar
J
^6
JC*/t' j
f
Framleiösluöflin töku völdin,
lffshamingjan hlaut að felast i
þvi að eiga, neyta og njóta
hluta, eignirnar voru lika kon-
an, börnin og þrælarnir meðan
þeir tfökuðust, auk alls hins.
Eigna- og neysluviöhorfin án-
kenna kapitalísk þjóðfélög og
eru reyndar undirstaöa þeirra,
en hiö sama gildir um hin svo-
köliuðu sósi'alfsku rfki. Fromm
segir: Viðþekkjum í dag þrenns
konar rfki á vesturlöndum. t
fyrsta lagi hin hörðu kapitalfsku
riki (t.d. Bandarfkin og Bret-
land), sósíaldemókratíiö (á
Noröurlöndum) og „sósíalísku”
rikin. Alls staðar er stefnt aö æ
mári neyslu. I staö þess að taka
mið af orðum Marx um það aö
framleiðslan miðist viö grund-
vallarþarfir, varð neyslustán-
an ofaná í „sósialismanum”,
það áttiað gera alla að borgur-
um i lifnaðarháttum. Við höfn-
um þessum stefnum segir
Fromm, enda fylgir þeim glöt-
unin ein. Við eigum að stefna að
annars konar samfélagi.
Erich Fromm gerir ýtarlega
grein fyrir muninum á þeim
viöhorfum sem hér um ræðir:
það að eiga og vera. Gamalt
dæmi Ur bibliunni: Guð gaf
Móses þau fyrirmæli að leiða ís-
raelsmenn yfir eyðimörkina til
fyrirheitna landsins.Þeir hlýddu
og héldu af stað, yfirgáfu eignir
sinar og fóru Ut i eyðimörkina
þar sem engar eignir var að
finna. Þar lifðu þeir lengi f sátt
og samlyndi, samstöðu og trú.
En — þegar Móses brá sér frá
kom eignagleðin upp í þeim.
Þeir söfnuðu saman guili sinu,
fólu Aroni aö gera gullkálfinn og
dönsuðu siðan i kringum hann.
Tvenns konar lff, tvenns konar
viðhorf. Auðvitað þarf lág-
marks framleiðslu, og einhverj-
ar eignir, en fyrr má nU gagn
gera en gullkálfar nútimans.
Fromm tekur inn I dæmiö við-
horf til samfélagsins, til mann-
anna, hann segir að eignavið-
horfið hafi fætt af sér óvirkni,
ólýöræðislegt fyrirkomulag, og
stöðugt vélrænni vinnubrögð.
Þaö sem mestu skiptir er þó að
neyslusamfélagiö hefur alls
ekki fært okkur þá hamingju
sem eftir var sóst. I staðinn eru
kominupp stórkostleg mannleg
vandamál eins og ofbeldi og
sjálfseyðingarhvöt ásamt
ómældri óhamingju; það vantar
allt hið mannlega.
Austurrfkismaðurinn André
Gcrz hefur fjallað um þetta
sama og hans álit er aö stefnt sé
beint inn f tækniveldi (tekno-
krati) sem gerir mannfólkið að
minni og minni tannhjólum I
samfélagsvélinni miklu. Viljum
viö það?
Hvaö er til ráða? Fromm set-
ur fram pólitiskt prógramm,
sem gengur Ut á það að breyta
viöhorfum frá þvi að eiga til
þess aö vera. í þvf felst breyting
á samfélaginu, sem verður að
berjast fyrir með öllum ráöum.
Það er ekki eftir neinu aö biða,
það er hægt að byrja á því
ganga á undan með góð'' lor'
dæmi, sýna i verki neyslan
skipti okkur fja^?118 en®V
máli, við getum Komist af með
miklu minn'Og það verður við
aö gera aetlum við okkur ein-
hven^ framtið I heimi hér. Við
hnum ábyrgð gagnvart kom-
andi kynslóðum og viö getum
ógnaö kapitalismanum með þvi
að draga verulega úr neysl-
unni! Hvaö skerðir gróöann
meira?
Hér er ekki pláss til aö fara
nánar Ut i' kenningar Erich
Fromm; þessi frásögn dugar
auðvitaðhvergitil, en hann býö-
ur svo sannarlega upp á valkost
og bendir á leiöir. Hann spyr
margs og knýr lesandann til að
h'ta yfir farinn veg og svara
loiýjandi spurningum um eigin
afstööu, þvi':
Aö vera eða vera ekki
það er spurningin.
— ká