Þjóðviljinn - 25.07.1981, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 25.07.1981, Qupperneq 7
kTihmyndrir Helgin 25. — 26. júll 1981.Þ.JÖÐVIL.IINN — StÐA 7 Hlaupið frá vandanum Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar Bandaríkjamönnum virðist ætla að ganga erf ið- lega að f jalla af einhverju viti um Víetnam-stríðið, a.m.k. í kvikmynd. Francis Ford Coppola gerir heiðarlega tilraun til þess i Apocalypse Now — Dómsdagur nú — og til- raunin virðist ætla að heppnast. Byrjunin er góð og fram yfir hlé situr áhorfandinn gapandi af skelfingu og hrifningu og heldur að hér sé verið að segja eitthvað loksins. En allt í einu er einsog Coppola gefist upp. Hann fer út í aðra sálma, einsog hermaður sem yfirgefur skofgröfina til að fara á héraveiðar. Apocalypse Now hefur aö geyma nokkur eftirminnilegustu atriði sem undirrituð hefur séð á kvikmyndatjaldinu, og nægir hér að nefna þrjú: árásina á þorpið, sem gerð er i þeim tilgangi einum að veita ameriskum strák tæki- færi til að sýna leikni sina i brim- reiðum (surfing), heimsókn nokkurra sjógörla sem dilla sér i lendunum frammi fyrir þúsund- um hermanna og flýja af hólmi i þyrlu þegar þeir eru orðnir ærðir af holdsins fýsnum, og loks árás amerisku hetjanna á fljótabát sem flytur hrisgrjón og grænmeti og verður óvart á vegi kananna. Þessi atriöi, og reyndar allur fyrri hluti myndarinnar, sýna að minu viti ákaflega vel fáránleika striðsins og hafa það fram yfir t.d. Hjartarbanann, að fjalla ein- mitt um Vietnam-striðið og fáránleika þess, en ekki „strið al- mennt”. Hefði Coppola haldið áfram i þessum dúr og jafnframt freistað þess að sýna okkur hina hliðina á málinu, þá hlið sem snýr að Vietnömum, þá er ég ekki i nokkrum vafa um að árangurinn hefði orðið kvikmynd aldarinnar. r Operetta eða Tarsanmynd? Þeim mun hrikalegri verða vonbrigðin þegar myndin er allt i einu orðin að einhverskonar óper- ettu, þar sem sminkaðir leikarar tipla um i leiktjöldum sem gætu hafa verið smiðuð fyrir gamla Tarsanmynd og láta út úr sér „gullkorn” á borð við þetta: 1 hverjum manni eigast við tvenns- konar öfl, hið raunhæfa og hið óraunhæfa, hið góða og hið illa, og það er ekki alltaf hið góða sem fer með sigur af hólmi. Söguþráðurinn i myndinni er að einhverju leyti fenginn frá Joseph Conrad, úr sögunni Hjarta myrkursins. Því miður þekki ég ekki þá sögu, en hún mun vera ævintýrasaga sem gerist i Belgísku Kongó á 19. öld og fjallar um baráttu góðs og ills. Reyndar fæ ég ekki séð að Conrad komi þessu afskaplega mikið viö; sögu- þráðinn hefði Coppola auðveld- lega getað búið til sjálfur og stuöst við sigilda formúlu ævin- týramynda. CIA-kapteinninn Willard (Martin Sheen) fær leyni- legt verkefni sem er fólgið i að koma Walter Kurtz höfuðsmanni (Marlon Brando) fyrir kattarnef, vegna þess að sá siðarnefndi hefur gengið fram af yfirher- Martin Sheen: CIA-kapteinn með leyniverkefni. Leiktjöld sem gætu hafa verift smiftuft fyrir gamla Tarsanmynd. stjórninni með manndrápum og einkennilegri hegðun og er álitinn snargeggjaður. Myndin er siðan lýsing á ferðalagi Willards inn i myrkustu frumskóga Kambódiu, þar sem Kurtz hefur hreiðrað um sig og rikir sem einskonar guð yfir undarlegum söfnuði inn- fæddra og kana. Engin barátta Það er þetta riki Kurtz sem er svo yfirgengilega falskt að engu tali tekur. En stærsti og alvarleg- asti galli myndarinnar er að minu viti sá, að eftir allt þetta ferðalag og alla þessa spennu verður fund- ur þeirra Willards og Kurtz hvorki fugl né fiskur, það vantar i hann alla baráttu — mennirnir eru ekki einu sinni ósammála! Og það eina sem Kurtz virðisthafa til málanna að leggja, fyrir utan til- vitnanir i T.S. Eliot og „gullkorn” einsog þaö sem vitnað var i hér aö framan, er stöðug endurtekning á einu og sama orðinu: Skelfing. Ahorfandanum liöur einsog þeim manni hlyti að liða sem hefði beð- ið eftir einhverjum messiasi og fengi i staðinn Halla og Ladda. Eina skýringin sem ég get sætt mig vift á þessu fyrirbæri er sú, að Coppola sé einfaldlega að flýja þau raunverulegu átök, sem urðu i Vietnam, þann veruleika sem hann er byrjaður að lýsa með góöum árangri. Hann gefst upp og flýr á náðir hins „dularfulla” og „sálræna” og „sammann- lega” sem hægt er að nota til að breiöa yfir allar andstæður og óþægilegar staðreyndir. Hvað segja Víetnamar? Hvernig ætli standi á þvi að Bandarikjamenn geta eyri gert sannar kvikmyndir um Viet- nam-striðið? Einhver sagði að það væri vegna þess, að þetta strið hefði ekki passað inn i has- armyndaformúluna. f Kóreu gátu þeir ennþá gert út á goðsögnina um „góðu strákana” sem voru að bjarga heiminum. En i Vietnam gegndi öðru máli, og timarnir voru breyttir. Goðsögnin passaði ekki. Þær fáu myndir sem komið hafa frá Bandarikjunum á undan- förnum árum og eiga að fjalla um Vietnam-striðið eru reyndar ekki um striðið sem slikt, heldur um áhrif þess á einstaklinga sem tóku þátt i þvi, og að sjálfsögðu er aðeins fjallað um bandariska ein- staklinga. Það vantar alveg hina hliðina á málinu. Hvað skyldu Vietnamar segja um kvikmynd einsog Dómsdagur nú? í timarit- inu Vietnam Courier, ágúst 1980, er grein um myndina eftir Nguy- en Khac Vien. Hann hrósar Copp- oia fyrir það hugrekki að rifja upp þennan dómsdag, sem margir vilja nú gleyma. Vien segir myndina lýsa striðinu vel, fram- an af, og nefnir sérstaklega þyrl- urnar, þessi djöfullegu verkfæri sem virtust svo kjörin til aö berj- ast gegn fátæku og illa vopnuðu fólki. Og napalmið, sem er eins- konar þriðjaheimsútgáfa af kjarnorkusprengjunni, sem er ætluð stóru iðnaðarborgunum i þróuðu löndunum. En þegar kemur að Kurtz og seinni hluta myndarinnar fer að kárna gamanið, og Vien segir að þann hluta hafi Coppola ekki fengið úr veruleikanum sjálfum, heldur úr gömlum bókum. Coppola skilur bandarisku hliðina á Vietnam-striðinu, en hann skilur ekki þá hlið sem snýr að Vietnömum, hann þekkir ekki fólkið sem Bandarikjamenn voru að berjast gegn. Best kemur þetta iljós þegar Kurtz segir frá atviki sem átti að hafa gerst i þorpi einu: Bandarikjamenn höfðu bólusett börnin i þorpinu og svo komu skæruliðar „Viet-cong” og hjuggu handleggina, sem bólu- settir höfðu verið, af börnunum. Þetta atriði sannar að viet- namskur veruleiki er viðs fjarri þessari kvikmynd, segir Vien. Greininni lýkur Vien með þeirri ósk að Coppola fái tima og tæki- færi til þess i framtiðinni að fjalla betur um Vietnam-striðið og taki þá meira tillit til þeirrar hliðar sem snýr að þjóðum Indókína. Marlon Brando: skelling, skelfing... r Osiðleg upphæð Ég er ansi hrædd um að viö þurfum að biða lengi eftir kvik- mynd af þvi tagi sem Vien óskar eftir. Að sjálfsögðu gera Viet- namar sjálfir kvikmyndir, og væri gaman að fá að sjá þær ein- hverntima. En þeir hafa ekki neinar 30 miljónir dollara til að gera kvikmynd fyrir, einsog Coppola hafði. Þeir hafa ekki efni á að búa til mynd sem stæðist neinn samanburð við Apocalypse Now hvað snertir tæknilega full- komnun og áhrifamátt. Það sem ■nér finnst fyrst og fremst ósið- legt við þessa kvikmynd (sbr. Sunnudagspistil AB i siöasta sunnudagsblaði) er þessi upphæð, 30 miljónir dollara. (I Spiegel var á það minnt, að þetta er tiu sinnum meira en dollaraforöinn sem Somoza skildi eftir i Nicara- gua þegar hann flúði þaðan og h.u.b. fjórum sinnum meira en það sem Bandarikjaþing sam- þykkti meðnaumum meirihluta að veita Nicaragua i efnahagsað- stoð eftir borgarastriðið þar.) En hvað um það, Dómsdagúr nú er kvikmynd sem kemur manni til að hugsa margt. Hún er mikil upplifun fyrir sjón og heyrn og hún vekur ákaflega blendnar tilfinningar. Enn eigum við þó eftir að sjá kvikmynd um striðið i Vietnam, kvikmynd sem fjallar ekki aðeins um fáránleika striðs- ins, heldureinnigum orsakirþess og jafnframt ástæðuna fyrir glæsilegum sigri bændaþjóðar- innar fátæku. STÓRMARKAÐSVERÐ Hústjóld, Canaria kr. 2.091 Sænsk nylontjóid, 3 manna kr. 435 Tjaldborð m/4 kollum kr. 357 Utigrill kr. 280 Ferðasett tyrir i'jora kr. 226 Veiðisett kr. 122 Keiðhjóltrá U.S.A. lOgira kr. 1.900 Ferðatóskur, galion, 3 stærðir kr.226 —276 —300 Perur heildos kr. 15.40 Leni eldhúsruiiur, 2 i pakka kr. 9.70 Vex þvottaetni, 3 kg. kr. 39.05 Vex þvottalógur 2.2.1. kr. 13.55 Opið til kl. 22 iöstudaga STORMARKAÐURINN SKEMMUVEGI 4A KÓPAVOGI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.