Þjóðviljinn - 25.07.1981, Side 23
Helgin 25. — 26. júll 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23
um helgína
Minnst 1000
ára kristni-
boðs
Skálholtshátiöin er i dag og
hefst sneð messu þar sem dr.
Henrik Freben biskup prédikar,
en biskup tslands herra Sigur-
björn Einarsson og séra
Guðmundur Óli Ólafsson þjóna
fyrir altari, meðhjálpari er Björn
Erlendsson. Skálholtskórinn
syngur, forsöngvari er Bragi
Erlendsson. Jón Sigurðsson og
Lárus Sveinsson leika á tromp-
eta, en organleikari er Haukur
Guðlaugsson og söngstjóri
Glúmur Gylfason. Róbert A.
Ottósson hefur raddsett eða
hljómsett alla messuna, sem
hefst kl. 11, en kl. 13,30 er
klukknahringing, kl. 13,40 organ-
leikur og kl. 14. lúðraþytur, úr
Þorlákstiðum.
Kl. 16.30 verður siðan samkoma
i kirkjunni þar sem kórar og
organistar úr Arness- og vestur-
hluta Skaftafellsprófastdæmis
flytja sálmalög i tilefni þúsund
ára afmælis upphafs kristniboða
á Islandi, séra Eirikur J. Eiriks-
son flytur ræðu og séra Heimir
Steinsson staöarprestur les úr
ritningunni, en samkomunni
lýkur meö almennum söng.
Jónlna Björg Gisladóttir og Ólafur Th. Ólafsson
Systkini sýna á Selfossi
Systkinin Jónina Björg Gisla-
dóttir úr Kópavogi og ólafur Th
Ólafsson frá Selfossi halda mál-
verkasýningu i Safnahúsinu á
Selfossi, 25, júli til 3. ágúst n.k.
Jónina Björg sýnir 20 vatnslita-
myndir og Ólafur sýnir 25 oliu-
málverk.
Jónina Björg hefur stundað
nám i málaradeild Myndlista-
skólans i Reykjavik undanfarin
ár og Ólafur útskrifaðist úr
málaradeild Myndlista- og hand-
iöaskólans vorið 1979.
Ólafur hélt einkasýningu á Sel-
fossi 1979 og tók þátt I samsýn-
ingu á Selfossi haustiö 1980.
Jónina Björg sýnir nú i fyrsta
sinn.
Sýningin er opin daglega kl.
14—22. .
Sýning
fyrir alla
Tveirdanir munu ídag, laugar-
dag, setja upp sýningu að áhorf-
endum viöstöddum i Nýlistasafn-
inu, Vatnsstig 3B og stendur sýn-
ingin aöeins meðan uppsetning
varir. Listamennirnir eru Mette
Arre og Jens Jörgen Thorsen,
sem einkum er kunnur fyrir til-
raunir sinar aö kvikmynda kynllf
Krists.
Ætlast er til að áhorfendur
aðstoði við sýningargerninginn,
sem i fréttatilkynningu tií
blaðsins er kölluð „Island from
scratch”. Fréttatilkynningin er á
ensku, og mættu Islenskir og
danskir nýlistamenn muna að
„islensk tunga á viö I islenskum
kaupstaö, hvað allir athugi”!
Nýlistasafniö:
Sýnir í Rauða húsinu
Laugardaginn 25. júli nk. kl. 3
opnar Tumi Magnússon mynd-
listarsýningu i Rauða Húsinu á
Akureyri. Sýningin saman-
stendur af teikningum, hlutum og
kvikmynd. Tumi stundaði nám i
Myndlista og handiðaskóla
tslands og i Hollandi og hefur
tekið þátt i nokkrum samsýn-
ingum. Þessi sýning Tuma er
fyrsta einkasýning hans og
stendur hún til 2. ágúst og er opin
daglega frá 3-9.
Guðmundur Björgvinsson meöal verka sinna
Guðmundur í Djúpinu
Laugardag 25. júli opnar
Guömundur Björgvinsson fjórðu
einkasýningu sina i Djúpinu, og
stendur hún til 12. ágúst. A sýn-
ingunni er hálft hundrað mynda
af hinum ýmsustu stærðum, þær
minnstu einsog frimerki.
Guömundur vinnur meö oliu,
prentlitum, tússi, svartkrit, og
segir viðfangsefni sitt „óhlut-
bundin stef við mannslikamann
og umhverfi hans”.
Sýningin er opin daglega frá
11—23.30.
Núbjóðumvíð
HREINAN
EPLAS
frá FIORIDANA
næríngarríkan,
ljúffenganog
svalandí.
ómíssandí í ferðalagíð.
nmS” Mjólkursamsalan