Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 1
DtöÐVIlllNN Fimmtudagur 6. ágúst 1981 —170. tbl. 46. árg. Skrifstofur Þjóðviljans, afgreiðsla og ritstjórn verða lokaðar i dag, fimmtudag kl. 14 - 17 vegna útfarar Magnúsar Kjartanssonar Sameiginleg fréttatilkynning íslensku viðræðu- nefndar- innar og fulltrúa Alusuisse og Isal tslenska viöræöunefndin og fulltrúar Alusuisse / Isal komu saman til fundar i dag til þess aö ræöa skoöana- ágreining þeirra varöandi súrálsverö til Isal, dótturfyr- irtækis Alusuisse á tslandi. Skýrslur Coopers & Ly- brand varöandi verölagn- ingu á súráli voru'ræddar itarlega og komu fram viö- bótarupplýsingar i þvi sam- bandi. Samkomulag náöist ekki i viöræöunum og veröa frekari viöræður haldnar eft- ir aö Coopers & Lybrand hafa lokið endurskoöun sinni á reikningum tsal áriö 1980. Viðræöurnar voru opin- skáar og hreinskilnar, og er þaö ætlun beggja aöila aö leitast viö aö jafna skoöana- ágreining meö viöræðum á vinsamlegan hátt, i sam- ræmi viö ákvæöi samning- anna. 1 þessu skyni munu aö- ilarnir hittast aftur þann 4. nóvember n.k. hér i Reykja- vik. Nýja loðnuverðið: Undir- greiðslur á borðið segja sjómenn ,,í:g get ekki séö annaö en þaö sé djúp gjá á milli kaupenda og seljenda i þessari verölags- ákvöröun. Miðað viö það sem á undan hefur gengiö og þá á ég viö undirborösgreiðslur ýmissa aöila á slöustu vertið til aö tryggja sér hráefni, þá viljum viö sjómenn fá réttlátt verö fyrir loönuna. Þaö viröist vera hægt aöborga meira en kaupendur láta vera og viö viljum fá þá peninga upp á borðið. Sjómenn eru illa staddir ef þaö á aö halda áfram aö fara ift I alls kyns mismunun þeirra á milli meö undirborgunum,” sagöi Óskar Vigfússon formaöur Sjómannasambands tslands i samtali viö Þjóöviljann i gær- kvöldi. 1 gær kom yfirnefnd verölags- ráös sjávarútvegsinssaman tilaö ræða nýtt loðnuverö en loönuver- tiöin hefst 10. ágúst n.k. Óskar sagöi ekki timabært aö gefa upp hvaða verö sjómenn færu fram á fyrir loönuna.enlangt virtist enn i land, eftir þá fundi sem haldnir hafa veriö. -lg- Frá upphafi viöræðufundarins 1 gær. Hjörleifur Guttormsson, iðnaöarráöherra setti fundinn og sésl hann hér fyrir boröscndanum. FuIItrúar isals og Alusuisse eru vinstra megin á myndinni og islenska viöræðunefndin hægra megin. Ljósm. —GVA. ✓ Fyrsti viðræðufundur Islands og Alusuisse í gær: Viðræðum fram haldið í nóvember Fyrsti viðræöufundur ís- lensku viðræðunefndarinn- ar og fulltrúa Alusuisse var haldinn í gær. Á fundinum skiptust málsaðilar á skoðunum um þau mál/ sem ágreiningur er um og skýrðu viðhorf sín. I sameiginlegri fréttatil- kynningu aðilanna segir, að viðræður hafi verið opinskáar og hreinskilnar og að báðir aðilar muni leitast við að jafna skoð- anaágreining sinn með vinsamlegum viðræðum i samræmi við ákvæði aðal- samningsins um álverið í Straumsvik. Ákveðið var að halda annan fund íslensku við- ræðunef ndarinnar og Alusuisse i Reykjavik 4. nóv. næstkomandi. Eftir þvi sem Þjóöviljinn kemst næst geröist ekkert óvænt á þessum fyrsta viöræöufundi. tslenska viöræöunefndin lýsti afstööu rikisstjórnarinnar i svo- nefndu súrálsmáli. Jafnframt kynnti hún óskir ríkisstjórnarinn- ar um endurskoöun álsamning- anna fyrir fulltrúum Alusuisse og rakti þau atriöi, sem rikisstjórnin leggur mesta áherslu á i þvi sam- bandi. Fulltrúar Alusuisse færöu fyrir sitt leyti fifam vörn sina I súráls- málinu án pess þó, aö vekja máls á neinum umtalsveröum nýjum atriöum á þvi sviöi. 1 sameiginlegri fréttatilkynn- ingu er skýrt frá þvi, aö lagöar hafi veriö fram viöbótarupplýs- ingar um súrálsmáliö. t viötali viö Vilhjálm Lúö- viksson formann Islensku viö- i ræöunefndarinnar I frétta- I tima rikisútvarpsins i gær, kom fram aö viöbótarupplýsingar Alusuisse snertu lagalega túlkun fyrirtækisins á samningsbundn- um skyldum sinum gagnvart tsal. Vilhjálmur taldi aö þessar upp- lýsingar breyttu ekki neinu um stöðu Islands i málinu. Fulltrúar Alusuisse munu ekki hafa tekiö afstööu til óska is- lensku rikisstjórnarinnar um endurskoöun á samningum aöil- anna á fundinum I gær. I viötali Þjóöviljans viö Hjörleif Guttormsson, iönaöarráöherra, i gær kom fram, aö hann teldi, aö viöræöurnar heföu veriö jákvæö- ar. Niðurstööur heföu, aö visu, ekki veriö miklar aö vöxtum, en þess heföi ekki veriö aö vænta á fyrsta fundi málsaöila. Þaö lofaöi góöu, aö viöræöuaöilar heföu nú ákveöiö aö halda áfram viöræöum. Þaö sem mestu máli skipti nú væri, aö tslendingar héldu áfram aö efla málefnastööu sina og aö þeir varöveittu þá samfylkingu, sem tekist heföi aö skapa um máliö. Vilhjálmur Lúöviksson, for- maöur islensku viöræöunefndar- innar, tók mjög I sama streng i viötali viö Þjóöviljand i gær- kveldi. íútför Magnúsar Kjartanssonar verður gerð í dag Bók verður gefin út í minningu Magnúsar Alþýðubandalagið, Þjóðviljinn og Mál og menning standa að útgáfunni Útför Magnúsar Kjartans- sonar. fyrrv, ritstjóra Þjóö- viljans og ráöherra, veröur gerö frá Dómkirkjunni kl. 15. I dag. Þ jóðviljinn birtir i dag minningargreinar .u m Magnds á átta siöum ásamt nokkrum svipmyndum úr llfi hans og starfi, sem ýmist eru fengnar úr myndasafni Þjóö- viljans, eöa úr heimilis- myndabókum meö góöfús- lcgu leyfi Kristrúnar Ágústs- dóttur eiginkonu hans. 1 frétt frá Alþýðubanda- laginu og formanni þess Svavari Gestssyni, sem barst blaðinu i gær, er til- kynnt aö ákveöið hafði veriö, aö Alþýöubandalagiö, i sam- ráöi viö Þjóöviljann og Mál og menningu, beiti sér fyrir útgáfu bókar i minningu Magnúsar Kjartanssonar. „Þessi ákvöröun er tekin og birt á Utfarardegi Magnúsar Kjartanssonar sem virö- ingar-og þakklætisvottur við hinn látna og áratugastarf hans i baráttu fyrir þjóö- frejíi og sósialisma,” segir i fréttinni. —ekh L. Sjá 7 til 14 Tvíhliða samn- ingur við 50 ríki Bandaríkin, Mexíkó og Ástralia undanþegin áritun hingað en Islendingar þurfa áritanir til þessara landa „Bandarikjamenn þurfa ekki vegabréfsáritun til tslands ef þeir ætla að koma hingað sem feröa- menn og vera minna en þrjá mánuði i landinu, en viö þurfum aftur á móti vegabréfsáritun til Kandarikjanna. Sama gildir einn- ig fyrir feröamenn frá Mexico og Ástraliu, þeir þurfa ekki vega- bréfsáritun hingað en tslendingar þurfa aftur á móti sérstakt túristakort til Mexico og vega- bréfsáritun til Ástaliu”, sagöi Gunnar Snorri Gunnarsson sendi- ráðsritari i utanríkisráöuneytinu I samtali viö Þjóðviljann I gær. A Norðurlöndum þurfa tslend- ingar ekki að notast við vegabréf samkvæmt samþykkt Noður- landaráðs. Þá hafa islensk stjórn- völd gert gagnkvæman samning við nærri 50 riki viðs vegar i heiminum, þar á meðal öll riki V- Evrópu, Júgósláviu, Búlgariu, Indland, Japan og fleiri riki um að fella niður vegabréfsáritanir milli landanna. ^Hins vegar eru Bandarikin, Ástralia og Mexico undanskilin þessum gagnkvæma samningi að til þessara rikja þurfa tslending- ar að sækja um vegabréfsáritun en ferðamenn frá þessum þjóð- rikjum þurfa ekki vegabréfsárit- un til tslands. Samningar þessir hafa gilt gagnvart Bandarikja- mönnum frá þvi árið 1962, við Mexico frá 1965 og við Ástraliu frá 1969, að sögn Gunnars. Áritanir til Bandarikjanna fara þá allar i gegnum sendiráð þeirra og þiö kontið þar hvergi nærri? ,,Já, þetta er i raun algjörlega þeirra mála. Það er yfirleitt litið á það sem mál hvers rikis hvaða mönnum þeirhleypa inn, þetta er þá landgönguleyfi til Bandarikj- anna og við höfum ekkert leyíi til að skipta okkur af þvi.” —lg. Sjá 3. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.