Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 6. ágúst 1981 stæði Islands. „Við skulum ekki gleyma þvi að fullt sjálfstæði er forsenda þess aö við komum á sósialisma sem miðast við hefðir og viðhorf þessarar litlu þjóðar” sagöi hann i þvi Þjóöviljaviötali sem ég vitnaði áðan i. Þaö eru býsna ólik verkefni að berjast af hörku með orösins brandi og að sinna störfum ráð- herra, en hvorutveggja gerði Magnús með snilldarbrag. 1 blaðamennskunni var málfar hans og still með þeim ágætum að jafnvel afturhaldssöm stjórn móðurmálssjóðs blaðamanna komst að lokum ekki hjá að veita honum verðlaun. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að verða náinn samverka- maður Magnúsar þau ár sem hann gegndi störfum heilbrigðis- og iðnaðarráöherra. Jafnvel mér, sem þekkti hann þó allvel áður, kom á óvart hve lipur og laginn hann var við stjórnvölinn á þeim vettvangi. Hann hlustaði af gaumgæfni á öll rök i hverju máli og leitaöi að sanngjörnum lausn- um. En hann hafði einnig ákveöin erindi að reka. Hann vildi fyrst og fremst færa kjör aldraðra og ör- yrkja af stigi örbirgðar og veita þeim lifeyri, sem stæöi undir nafni. Og það varð ekkert hik á framkvæmd þeirrar stefnu. Það fyrsta sem skráð er i stjórnartið- indi eftir að vinstri stjórnin settist i valdastólana fyrir réttum 10 ár- um eru bráðabirgðalög Magnúsar baráttu þeirra á nýtt og hærra svið. Nýkjörinni borgarstjórn liö- ur seint úr minni ganga fatlaðra til Kjarvalsstaða haustið 1978, en þá einstæðu aðgerð skipulagði Magnús. Þessa dagana leitar ein ákveðin mynd i sifellu á huga minn. Þjóð- viljamenn héldu hóf til að kveðja ritstjóra sinn, sem var aö setjast i ráðherrastól. Þegar þau hjónin Kristrún og Magnús höfðu kvatt samkvæmið, hélt ég einnig á braut. Sumarnóttin var eins og þær gerast fegurstar i Reykjavik. Veislustaðurinn var miðja vegu milli heimilis mins og heimilis þeirra og við gengum heim á leið. Mér varð litið viö og sá þessi glæsilegu hjón ganga hliö viö hlið út i sumarnóttina. Og þannig sé ég þau nú fyrir mér, samstillt og glæsileg. Það gilti einu hvort staðið var I fylkingarbrjósti i sveit islenskra sósialista, komiö fram fyrir hönd rikisins eða glimt við þjakandi sjúkdóm, saman stóðu þau hjónin, glæsileg, sterk og hlý. Ég bið allar góöar vættir að vernda Kristrúnu og ölöfu, dóttur þeirra hjóna, og fjölskyldu þeirra alla. Adda Bára Sigfúsdóttir Ekki ætla ég mér þá dul að lýsa manninum Magnúsi Kjart- munu sjálfsagt lýsa þeirri baráttu hans. Ég sagði i upphafi að ég myndi ekki lýsa manninum, persónu- leikinn var svo mikill, skilningur skarpur, hugsjónaeldurinn svo logandi að það hlaut að kveða að honum á hverju sviði þjóðlifsins sem hann sneri sér að. Þingmannsferill og ráðherratið hans bera þar glöggt vitni. Og það var i samræmi við mannúðarstefnu hans þegar hon- um tókst á undra skömmum tima i ráðherratið sinni að gjörbreyta kjörum elli- og örorkulifeyrisþega i landinu. Og aðdáunarvert var hvernig hann á siöustu árum átti rikulegan þátt i að hvetja fatlaða og lamaða til baráttu. Svo nú er gjörbreytt afstaða i landinu til málefna þeirra. Fyrir tveim árum kom út bók meö nokkrum blaðagreinum Magnúsar undir þvi réttnefni „Elds er þörf”. Ómetanlegt væri ef fleiri bindi væru gefin út af blaðagreinum hans þvi trúa min er sú að innan ekki mjög margra ára verði farið að kenna þá bók i skólum vegna ritsnilldar og meðferðar islensks máls. En þeim sem orðnir eru þreytt- ir og vondaufir i baráttunni fyrir auknu þjóðfélagslegu réttlæti eða vonsviknir og sljóir i baráttunni fyrir mannúðarstefnu ráölegg ég að minnast Magnúsar Kjartanssonar. Þvi i minningunni um hann leika heitir, rauðir hefur verið arfur tslendinga, menningarverðmætin sem veita okkur rétt til sjálfstæðrar tilveru i samfélagi þjóðanna. Skarpur penni og orðsnjöll tunga beittu hinu besta úr skáldskap og sögu til að ydda svo skeytin til liðsfor- ingja hersetunnar að undan sveið um áraraðir — og sviður enn. Magnús Kjartansson var öðr- um fremri i að tengja baráttu siðustu áratuga við örlög islenskrar þjóðar á skeiði alda- langrar erlendrar áþjánar. Jafn- framt beindi hann augum sam- herjanna að alþjóðlegri at- burðarásog sýndi þjóðfrelsisbar- áttuna þannig i viðtækara ljósi. 1 fjarlægum heimsálfum risu kúg- aðir gegn nýlendudrottnurunum. Erlendum herafla var beitt i blóð- ugum tilraunum til að drepa i fæðingu frelsishreyfingar fólks- ins. 1 Afriku og Asiu voru her- sveitir kúgaranna, sem samtimis sátu með oddvitum hérlendra hernámsafla við fundarborð Nato,notaðar til að drepa tugþús- undir og siðan hundruðþúsundir fátæks fólks, sem krafðist þess eins að öðlast rétt til sjálfsstjórn- ar. Magnús Kjartansson vann timamótaverk þegar hann tengdi baráttuna hér heima fyrir brott- för hersins og sjálfstæðri islenskri utanrikisstefnu við þjóð- frelsisstrið i fjarlægum heimsálf- um. Hann skildi skýrar en flestir samhengið i hinum alþjóðlegu á- Ég er að fara til Vietnam.” örstutt svar með djúpstæðum boðskap. Röddin var hógvær en einbeitt og i augum Magnúsar var glóð þess manns sem var reiðu- búinn að ganga á hólm við heims- veldið hvar sem var. Grásvart hraun Reykjanesskagans. Hris- grjónaakrar vietnamskra bænda. Rústir i Hanoi. Ritstjórasætið á Skólavörðustig. Barátta sósial- ismans er án landamæra. Augnablikið i rútunni við hlið Vallarins er Magnús nefndi á- fangastað sinn, Vietnam, i þann mund sem bandariski hermaður- inn veitti islenskum ferðamönn- um leyfi til að aka áfram um okk- ar eigið land er i minningunni dýrmæt og lærdómsrik stund. A þessum árum voru þjóðfrelsisöfl- in i Vietnam fordæmd i flestum fjölmiðlum á Vesturlöndum. Bandariskir herforingjar, sem drápu hina fátæku bændur, voru hins vegar hetjur i augum sann- trúaðra Natósinna, bæði hér heima og viða um lönd. Málstað- ur bændanna átti fáa formæl- endur. Þá ákvað Magnús langa ferð til að geta enn frekar lagt þeim lið með sinu sterkasta vopni: pennanum sem i áraraðir var beittasta sóknartæki is- lenskra sósialista. Málstaður vietnamskra bænda, sem penni Magnúsar túlkaði best á islenska tungu, vann um siðir sigur á auðugasta og tæknivædd- asta striðsriki veraldarsögunnar. Guðmundur Hjartarson, þáverandi framkvæmdastjóri Þjóðviijans, Magnús og Jón Bjarnason frétta- stjóri. um hækkun bóta almannatrygg- inga. Siðan var unnið áfram að rétt- indamálum þessara hópa og m.a. tryggt að hækkanir til þeirra kæmu um leið og hækkanir til verkamanna, en áöur áttu bóta- þegar það undir náö rikisstjórna, hvenær dýrtiðarbætur náöu til þeirra. Hér verða aö sjáifsögðu ekki rakin störf ráðherrans Magn- úsar Kjartanssonar. Ég nefndi aðeins tryggingamálin af þvi aö ég tel mig vita að af öllu þvi, sem á þeim árum var unnið, þótti hon- um vænst um þaö, sem hann gat gert fyrir aldraða og öryrkja, sem eiga annan fjárhagslegan bakhjarl en bætur almannatrygg- inga. Sem dæmi um verk sem eft- ir standa á öðrum sviðum sakar ekki að nefna byggðalinurnar sem enginn vill nú án vera, sam- starfsnefndir i rikisverksmiðjum og heilbrigðislöggjöf landsins. Vinnuþrek og hugkvæmni Magnúsar var öllum sem með honum unnu hvatning til aö leggja sig alla fram i starfi og það var alltaf glatt á hjalla i návist hans i ráðuneytunum. Samt var hann aldrei heill heilsu á ráð- herraárunum. Haustiö 1971 gerði illkynja sjúkdómur vart við sig, þvi fylgdi sjúkrahúsvist og siöar áframhaldandi læknisaögerðir, sem miðuðu að þvi að stemma stigu viö framrás sjúkdómsins. Haustið 1974 varð heilsa Magnúsar aftur fyrir alvarlegu á- falli. Eftir það sjáum viö hann styöjast við tvo stafi eða sitja i hjólastól. Nú var hann sjálfur kominn i hóp öryrkjanna, og sneri sér þá umsvifiaust að þvi aö hefja anssyni, það læt ég öðrum, mér hæfari, eftir. Og ekki ætla ég heldur að minnast persónulegra kynna okkar, þótt fá kynni séu mér minnisstæöari né áhrifa- rikari. En ég verð að segja að þegar við sátum saman og Magnús lýsti lifsskoðunum okkar og hvernig baráttunni skyldi hagað og dró upp framtiöarsýn —- oftast rólegur og yfirvegandi eða gneistandi af eldlegum áhuga sem hreif mann með sér — maður gekk af fundi hans bjart- sýnn og baráttuglaðari. Stundum átaldi hann mig þunglega fyrir aö koðna niður I hversdagsönn og týna lengri sýn. En þó komu upp stundir er hann taldi mig hafa gertsæmilega hluti. Þessir fundir okkar Magnúsar voru i mörg ár háskólar minir. Þegar við kveðjum Magnús Kjartansson i dag þá skulum við minnast þess að viö kveðjum þann mann sem stýrði hvassasta og áhrifarikasta pennanum á landinu fyrir málstaö fátæks og umkomulauss fólks. Ef litiö er yf- ir söguna siðustu áratugina þá hefur engum penna verið beitt af þvilikri snilld og eldmóöi i baráttu islenskrar verkalýös- hreyfingar. Hvort sem það var i verkföllum, samningum eöa kjaraskerðingum eða hinu hvers- dagslega þófi, þá var Magnús vakinn og sofinn og penni hans var aflgjafi sem hreif fólk með. Frá þvi að ég minnist hans fyrst og þar til heilsu hans þraut var hann alltaf i 1. mai göngu, oftast með gömlum félögum og vinum og alltaf gekk hann undir sama boröanum „Herinn burt” — aðrir logar. Eldar þjóðfélagslegs réttlætis, eldar mannúðarstefnu, eldar islensks þjóöfrelsis og mannlegrar reisnar. Guðm. J. Guðmundsson A fyrstu árum lýðveldisins hófust á nýjan leik átök um sjálf- stæði íslendinga og varðveislu friðarmerkisins, sem hafði verið i senn sómi þjóðarinnar og sér- kenni i striðandi heimi. 1 aidar- þriðjung hefur þessi glima rist dýpstu rúnir i hérlenda sögu okkar tíma. Sú kynslóð, sem i upphafi mótaði kröfuna um her- lausa þjóð og friðlýst land og markaði baráttunni völl i dag- legri orrahrið stjórnmálanna, mun ætið skipa veglegan sess i sjálfstæðissögu Islendinga. A langri göngu þessarar kynslóðar var Magnús Kjartansson ætið i fylkingarbrjósti. Greinar hans, ræður og röksemdir sköpuðu sterka drætti i þeim málefna- grundvelli, sem best hefur dugað i sókn gegn hérlendum banda- mönnum stórveldisins og i knýj- andi vörn þegar fjötrar herset- unnar hafa herst að lifæðum islenskrar menningar. Þegar Magnús Kjartansson er kvaddur ber að þakka dýrmætt framlag hans til þjóðfrelsisbar- áttu Islendinga, sjálfstæðis- hreyfingar samtimans. Þekking á sögu þjoðárinnar, menningu hennar og andlegum auði gerði Magnúsi kleift að vefa röksemdir i hinni nauðsynlegu orðræðu hversdagsins saman við þann fjársjóð aldanna, sem nefndur tökum og glimunni við gestina á Reykjanesi. Enginn forystu- maður islenskra sósialista var jafn ötull við að útskýra fyrir unga fólkinu, sem á hverjum ára- tug veitti fylkingu herstöðvaand- stæðinga nýjan þrótt, að án sam- stöðunnar með hinum kúguðu i fjarlægum frelsisstriðum yrðu aðgerðir okkar fábrotnari að rök- semdastyrk og efnisforða. Magnús Kjartansson var i senn samgróinn traustustu rótum islenskrar menningar og mestur djarfhugi til sóknar á alþjóðlegan vettvang umræðunnar. Dimman vormorgun fyrir fjór- tán árum siðan var hópur ferða- manna aðkeyrafrá Reykjavik til Keflavikur til að halda siðan utan með áætlunarflugvél til Glasgow og Kaupmannahafnar. Ferðalag sem er i sjálfu sér ofur hvers- dagslegt og þúsundir Islendinga þekkja af eigin raun. Samt er minningin um þessa köldu morgunferð meðal þeirra sem á- leitnastar urðu þegar mér barst fréttin um andlát Magnúsar. Við sátum saman i rútunni og rædd- um fyrst i glettni um nýleg dægurmál. Magnús gerði naprar athugasemdir við skrif forsætis- ráðherrans. Siðan bar á góma nám mitt i Englandi til skýringar á minni ferð. Ég gerði ráð fyrir að Magnús væri i hinum venjulegu erindum islenskra forystumanna til nágrannalanda og spurði um fundarefni hans i Kaupmanna- höfn. Hann brosti, leit út um glugga rútunnar. Við vorum að nálgast hliðið á Vellinum og her- vörðurinn var kominn i ljós. „Ég verðekkilengii Kaupmannahöfn. Sá sigur markaði djúp spor i þró- un heimsmálanna. Sjálfstætt smáriki getur i fyllingu timans reynst heimsveldinu sterkara. Þegar við kveðjum Magnús Kjartansson og þökkum þann auð sem hann færði hreyfingu okkar, verðurminningin umsamtvinnun islensks málstaðar og alþjóðlegra hugsjóna dýrmætasta vegarnest- ið á langri göngu. Ólafur Ragnar Grimsson. Magnús Kjartansson kunni góö skil á fræöum sósialismans og sögu verkalýðshreyfingarinnar og hann bar vissulega i brjósti heita þrá eftir frelsi, jafnrétti og bræöralagi öllum mönnum til handa. en það eru kjarnaatriði sósiaiiskrar lifsskoöunar. Þó er ég ekki viss um að þetta heföi eitt nægt til að kalla hann til forustu- starfa i stjórnmálum. Þaö sem þar réöi úrslitum var án alls efa ásókn og ásælni bandarisku heimsvaldastefnunnar strax á fimmta áratugnum og sú varnar- barátta sem Islendingar hafa mátt heyja gegn henni alla tið siöan. Heitur hugur Magnúsar, viðtæk þekking hans á sögu þjóðarinnar og ást hans á landinu og náttúru þess hlaut viö þessi skilyrði að kalla hann til hiklausrar fram- göngu og forustu i hinni nýju sjálfstæðisbaráttu. I aldarfjórðung stýröi Magnús Þjóöviljanum af þeirri ritleikni og reisn sem lengi verður i minnum höfö. Hann var

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.