Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA II óumdeilanlega ritfærastur islenskra blaðamanna um sina daga. Hann varö athafnasamur þingmaöur, skýr og markviss ræ&umaður og reyndist dugmikill ráðherra. Það var mikiö tjón að þjóðin skyldi ekki lengur en raun varð á fá að njóta starfskrafta þessa mikla hæfileikamanns. Þau þungu örlög urðu hlutskipti Magnúsar að missa heilsuna á besta starfsaldri. Slikt er mikið og óbætanlegt áfall. En hann gekk á hólm viö örlög sin af hugrekki og hetjuskap sem fáum er gefinn og naut til þess ómetanlegs styrks og stuönings mikilhæfrar eigin- konu, sem ekkert lét ógert til að auövelda honum stríðið og bar- áttuna. Siðustu ár sin geröist Magnús einn að forustumönnum hreyfi- hamlaðra og varð áhrifamikill talsmaður jafnréttis þeim til handa. Beitti hann óspart sinum skarpa penna til þess að vekja menn til umhugsunar um vanda- mál og réttleysi fatlaðs fólks á íslandi. Hafa samtök hreyfi- hamlaðra mikils misst viö fráfall hans. A kveöjustund er skylt aö þakka samstarfið á Þjóðviljanum i nær áratug og þá ekki siður langa og ánægjulega samvinnu i forustu Sósialistaflokksins og siöar Alþýðubandalagsins. Það var mikil gæfa sósialiskrar hreyf- ingar á tslandi að fá að njóta hæfni og gáfna Magnúsar sliðruö, þegar Magnús, illu heilli, varð að binda enda á sinn póli- tiska feril. 1971 hætti Magnús sem ritstjóri Þjóöviljans, þegar hann gerðist ráðherra i nýrri vinstri stjórn. Störf hans þar marka ýms þýðingarmikil spor, og vafalaust átti hann glæsilegan stjórnmála- feril framundan. hefði ekki ó- gæfan duniö yfir. 1 ráðherratið sinni veiktist hann af sjúkdómi, sem fram aö þeim tima haföi verið talinn banvænn, en læknisfræöin var þó farin að hafa hemil á. Þetta var fyrsta á- falliö af þremum. Þegar vonast var til að sigur væri unninn á þessum sjúkdómi, koma annað á- fallið og sýnu verra, heilahimnu- bólga, sem skildi við hann ör- kumla mann. Hann hafði alla tiö unnað mjög útivist og ferðalögum. Nú gat har.n ekki lengur stundað helgar- göngur sinar um nágrenni borgarinnar, og ferðalög til fjar- lægra staöa orðin miklum ann- mörkum háð. Hann lagði á sig harðar æfingar i von um að endurheimta að nokkru starfs- getu sina og likamsþrótt. Sú von brást að rnestu leyti. Þessi ein- stæða sjúkrasaga verður ekki rakin frekar. En á þessum erfiðu árum naut hann einstakrar um- hyggju og umönnunar konu sinnar, Kristrúnar. Þetta varð mér betur ljóst en áöur haustið 1978, þegar ég og kona min áttum Aðeins fáein orö i kveðjuskyni sögð. Þeim vil ég ljúka með inni- legum samúöarkveðjum frá okkur Valborgu til Kristrúnar, Ölafar dóttur þeirra og annarra vandamanna. Eiöur Bergmann Við islenskir sósialistar höfum alla þessa öld búiö við mikið riki- dæmi, hvað snertir andans menn og foringja, sem hafa skipað sér i okkar raðir og látið til sin taka um áratuga skeið á næstum hverjum þeim vettvangi, sem hægt var að nota málstað okkar til framdráttar: Að berjast fyrir sjálfstæði tslands og bættum hag alls vinnandi fólks i landinu. Andlát Magnúsar Kjartans- sonar, ritstjóra, minnir okkur rækilega á þessa sérstöku auðsæld okkar og enginn veit hvaö átt hefurfyrr en missthefur. Magnús skipar sess meöal þeirra stjórnmálafrömuöa islenskra sósialista, sem átt hafa stærstan þátt i að gera stjórnmálastarf- semi Sósialistaflokksins og siðar Alþýðubandalagsins aö meiri- háttar áhrifavaldi þjóðfrelsis- baráttunnar og verkalýösbarátt- unnar. Við sem vórum ungir sósialistar fyrir 35 árum og lögðum okkur fram við að halda úti æskulýðssiöu i Þjóðviljanum, um öðrum minnisstæðara, að i ráðherratið hinna tveggja fyrr- verandi ritstjóra Þjóöviljans, nafnanna Magnúsar Kjartans- sonar og Magnúsar Torfa Ölafssonar, stofnuðu þeir til sam- vinnu tveggja ráðuneyta um byggingamál á Landspitalalóð og brutu með þvi blað i þróunarsögu háskólaspitala. A þeim tima haföi Magnús Kjartansson látið hanna geödeild Landspitalans og tók fyrstu skóflustungu hennar 1973. Sú bygging markar einnig timamót i þróunarsögu geðlækninga á ís- landi. Samfylgdin meö Magnúsi Kjartanssyni nær yfir ald- arþriðjung. Hann hefur stóran hluta þess tima átt greiðari aðgang en aðrir að pólitisku vitundarlifi okkar, sem höfum lesið Blaðiö, oftast af glóandi for- vitni og brennandi áhuga þann tima, sem hann skrifaöi i það. Þegar hans naut ekki lengur viö, má segja að alloft hafi brugðiö fyrir þvi ástandi hugans, sem Þórbergur meistari Þórðarson kallaöi karakterdeyfu. Það er auðvitaö á margt að minnast á þessari skilnaðarstund og ótal margt að þakka. Sé horft úr hæðum yfir greinar hans og ræður finrist manni hann skipa sér meðal þeirra höfunda á okkar tima, sem best hefur tekist aö þýða boðskap sósialismans yfir á islensku og tengja kenningakerfi ast á, og það stundum svo um munaði; ég man ekki betur en við ættum það til að skiptast á bréf- um margsinnis sama dag; svo gat boriö við að þessi bréfaskipti væru eina samneyti mitt viö sam- landa mina forna mánuöum saman. Ýmist skeggræddum við bókmenntirnar og stjórnmálin og gerðum úttekt á mannorði is- lenskra setuliðsvina og nató- skjaldsveina, og vorum þá ekki alltaf aðsleikja utan af þvi; ýmist spunnum við upp úr okkur súrrealistiska pikareskrómani hvor i kapp við annan án allan endi; ellegar viö sögðum hvor öðrum æfintýri og furðusögur af hversdagslegum atburöum eða skrýtlur af stórtiöindum. tslensk- um bókmenntum yrði ólitill fengur aö hlut Magnúsar i þess- um skrifum, ef hann yrði ein- hverntima prentaður; fám mönnum held ég hafi verið betur lagiö að hafa endaskipti á gamni og alvöru eða sjá hið stóra i hinu smáa og hið smáa i hinu stóra, enda vandist hann þvi ungur i for- eldrahúsum aö gegna þeirri al- mannahyggju einni sem honum sjálfum sýndist og hann haföi sannreynt. Þó voru þau bréf flest sem viö skiptumst á um Islenska tungu og málfræöi.og hygg ég að visu aö þau efni hafi verið Magnúsi flestum öðrum hugstæðari i þeli niðri. Og hér varö það mitt hlut- skipti að þiggja fleira en ég veitti. A landhelgisfundi 1958 á Lækjar- torgi. Nefnd á Þingvallafundi 1960 við stofnun Samtaka herstöðvaandstæðinga. Fr. v. Böðvar Pétursson, Kjartan Björnsson, Bergur Sigurbjörnsson, Magnús Kjartansson, Halldór ólafsson, Ingi Tryggvason og Garðar Guðnason. Að lokinni fyrstu Keflavikurgöng- unni 1960. Kjartanssonar meðan honum entist heilsa og þrek til stjórn- málastarfa. Eiginkonu Magnúsar, Krist- rúnu Agústsdóttur, sem stóð við hlið hans sterk og hlý, jafnt i bliðu sem striðu, sendum við Marta einlægar samúöarkveðjur, svo og öðrum ástvinum hans og vanda- mönnum. Guðmundur Vigfússon. 1 áratugastarfi á fjölmennum vinnustaö kynnast menn óhjá- kvæmilega mörgum. Og etv. fleirum á dagblööum en viða annarsstaðar. Þegar ég lit yfir fyrstu tvo ára- tugina, sem ég vann við Þjóð- viljann, verður mér ljóst að þar hef ég kynnst ótrúlega mörgu á- gætu fólki, og það vekur mér furðu, hve margir af þeim, sem mér eru minnisstæðastir, hafa lokið tilveru sinni — og flestir fyrir aldur fram. Magnús Kjartansson var etv. sá sem ég mat mest allra þessara ágætu manna, enda sá sem setti mestan svip á málgagniö okkar, meðan hans naut við. A þessum kveðjudegi er sjálf- sagt aö bera I bakkafullan lækinn að gera tilraun til að lýsa ritleikni hans og þvi bitra háði, sem póli- tiska andstæðinga hans sveiö sárar undan en nokkru öðru. Suma svo aö þeir reyndu i aflvana bræöi sinni að bera hann margs- konar upplognum og vafasömum sökum. Flest af þvi er nú fyrnt sem betur fer. Vopnin voru þess af tilviljun kost að heim- sækja þau hjónin i New York, þar sem Magnús var þá fulltrúi Al- þýðubandalagsins á þingi Sameinuðu þjóðanna. Daglega ók Kristrún manni sinum i hjóla- stól um borgina og vakti yfir öll- um hans þörfum. Við Valborg höfðum reyndar einu sinni fyrir mörgum árum notið samvistar þeirra hjóna i orlofi á stönd Svartahafsins. Það voru indælir dagar, og viö slikar kringumstæður kynnist maður stundum nýjum hliðum á mönn- um, sem maður telur sig þekkja vel áður. I þessari heimsókn okkar til New York sýndi Magnús okkur salarkynni Sameinuðu þjóöanna. og lýsti fyrir okkur verunni þar. Ég held hann hafi notið þess að vera á þessum stað, enda var hann mikill áhugamaður um al- þjóða samvinnu. En gömlum lesendum Þjóð- viljans þarf ekki að kynna áhuga- mál hans. Þar reis hæst barátta hans gegn erlendri hersetu og fyrir stækkun landhelginnar, auk hinnar stöðugu baráttu fyrir Islenskum sósialisma og almenn- um lýðréttindum. Siðustu árin var starf hans einkum helgað málefnum fatlaðra, og þarf engan að undra. Sá er eldurinn heitastur, er á sjálfum brennur. Hinum hvassa penna Magnúsar var stjórnaö af heitu hjarta og næmum tilfinningum, sem þó báru aldrei skarpar gáfur ofur- liði. — En þetta átti hvorki að vera ævisaga né tæmandi mannlýsing. höfum margar góöar minningar um starfsemi blaösins sem við höfðum kynni af. Það var auðvitað meiriháttar ábati og þroskavænlegt fyrir okkur, sem stóðum i þessari blaðamennsku að komast i beint samband við ýmsa forystumenn Sósialista- flokksins eldri og yngri sem við litum upp til og voru orðnir þekkt- ir menn. Magnús Kjartansson vann fljótt hylli okkar eftir að hann kom að Þjóðviljanum og gerðist ritstjóri hans. Mig grunar að það hafi oft hlot- ið að reyna nokkuö á þolinmæöi Magnúsar, sem menntast haföi I félagsskap Jóns Helgasonar, prófessors I Kaupmannahöfn,og i Arnasafni, að þurfa að lesa greinar okkar um þau mörgu óskáldlegu efni, sem viö töldum brennandi málefni dagsins. Það virtist sama um hvaöa málefni þjóölifsins var skrifaö, alltaf var gott aö leita til Magnúsar, fá álit hans, leiöbeiningar og uppörvun. Ég er viss um aö hafi Magnús ekki sýnt mér og öðrum sllkum sérstaka nærgætni i okkar viðleitni til blaðamennsku, þá heföu afuröir okkar orðið miklu minni og uppeldisáhrifin þeim mun rýrari. Seinna átti hann stundum til með að gera meiri kröfur og óska eftir grein um ákveðið efni i blaöiö og man ég ekki annað en þá reyndi maður aö reka af sér slyðruorðiö til að verða við beiðni hans. Það má kannski segja að ég hafi alla tiö átt örðugt meö að losna við áhrifavald Þjóð- viljamanna, þvi aö mér er mörg- hans islenskum gildum og aðstæðum. Hann er einnig meðal þeirra samlanda, sem hafa farið i stórfenglegastar vlkingaferðir til fjarlægra landa, þar sem tiðindi mikil höfðu gerst, sem frásagnar- verð voru. Hann gaf okkur skýr- ari mynd af þessum viðburöum i bókum sinum en aðrir á. okkar tima. Okkur hjónum verður þó á þessari stundu mest hugsað til Kristrúnar meö miklu þakklæti og aðdáun. 1 heilan áratug hefur Rúna létt Magnúsi að bera fjötra þeirra hættulegu sjúkdóma, sem hann þjáöist af. I okkar huga er það henni að þakka, aö Magnús gat, þrátt fyrir mikla heilsu- skeröingu, lengst af veriö virkur og glimt við efni sem reyndu bæöi á þekkingu hans og kjark, en hvoru tveggja var óskert til hinstu stundar. Ólafur Jensson. Vinátta okkar Magnúsar Kjartanssonar hófst fyrir nokkr- um árum að ég átti litilsháttar er- indi við Alþingi og vissi þar ekki af öörum manni sem mér þætti til þess liklegri að flytja mál fyrir réttlausan utanþjóðfélagsmann. Að visu fór um þaö erindi eins og mörg önnur á þeim stöövum, aö það var úrelt löngu áöur en nokkrum manni þætti taka aö sinna þvl, enda visast að svo hafi verið ráð fyrir gert i öndveröu. Hitt var meira um vert aö upp úr þessu fórum viö Magnús aö skrif- Okkur, þessum undanvillingum sem höfumst viö I öörum löndum fjarri mæltu islensku máli, hættir iðulega til þess að gera okkur tunguna að einsháttar estetiskri niðursuöu, sælkerafæðu handa völdum sérvitringum og bók- menntamönnum* nema við gef- umst þá hreinlega upp. Magnús var menntaður málfræöingur og hafði iðkað norræn fræöi á æsku- árum, og fylgdist alla tið vel með þó hann veldi sér smátt og smátt önnur verkefni. Hann var rithöf- undur aö eðlisfari og frá blautu barnsbeini uppalinn við klassiska og þjóðlega islenska orölist. Hann vann við það drýgstan hluta æfinnar að semja ritgerðir al- þýðufólki til fróðleiks og skilningsbótar, þar sem allt var undir þvi komið að kunna að hugsa hratt og skýrt og setja hugsunina fram látlausum auðskildum orðum. Ég hef aldrei heyrt það i tvimælum haft að Magnús væri mestur orðsnilling- ur Islenskra blaöamanna og stjórnmálamanna, þeirra sem verið hafa um mina daga, enda var Þjóðviljinn i tið hans talinn bera af islenskum blöðum ekki einungis að menningu og andlegri ráövendni, heldur einnig og ekki siður að einarölegu og snjöllu orö- færi. Mér er enn minnisstætt þeg- ar móðurmálsverðlaunum blaöa- manna var úthlutaö i fyrsta skipti, hvilikt hneyxli það þótti aö þau voru ekki veitt Magnúsi heldur öðrum og miklu lakara manni. Umfram allt var still Magnúsar skýr, skilmerkilegur og óteprulegur; og þó hann væri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.