Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 drögum að frumvarpi til laga um heilbrigðisþjónustu, sem geröi ráð fyrir mjög breyttu skipulagi heilbrigðisþjónustu um landið allt. Það kom i hlut Magnúsar Kjartanssonar sem heilbrigðis- ráðherra að taka við þessu máli og leiða'það i gegnum Alþingi, og árangur þess starfs voru lög um heilbrigðisþjónustu, sem sam- þykkt voru á vorþingi 1973 og gildi tóku hinn 1. janúar 1974. Segja má að með setningu þess- ara laga hafi verið brotið blað i heilbrigðisþjónustumálum lands- byggðarinnar sérstaklega, þvi að þar er gert ráð fyrir að byggt sé upp kerfi heilsugæslustöðva um allt land og gert ráð fyrir stórauk- inni þjónustu við landsmenn alla á þessu sviði. Þetta mál var mikið hjartans mál Magnúsar og átti hann oft við ramman reip aö draga að koma fram skoðunum sinum og tillög- um i sambandi við þessa laga- smið og varð að lokum að sættast á að lögin yrðu samþykkt með þvi skilyrði að 2. kafli þeirra, um læknishéruð og stjórnun heil- brigðismála i héruðum, tæki ekki gildi fyrr en viö siðari ákvörðun Alþingis. Magnús leit á setningu laga um heilbrigðisþjónustu sem hluta þeirrar byggðastefnu, sem hann var talsmaður fyrir og taldi upp- byggingu heilbrigðisþjónustunn- ar eina meginforsendu þess að ar fram i sótti tilætluð áhrif. Eitt af markmiðum þeirrar rik- isstjórnar, sem tók við sumarið 1971, var að endurskoða lyfja- verslunina i landinu og setja lyfjaverslun og lyfjaframleiðslu i landinu undir félagslega stjórn. Magnús Kjartansson skipaði snemma á starfsferli sinum nefnd til þess að gera tillögur um endur- skoðun af þessu tagi, en jafn- framt lét hann vinna efnismikla greinargerð um lyfjasölu og lyfjagerð, sem kom út sem rit heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins no. 2/1973. Frumvörp um breytingar á fyr- irkomulagi lyfjamála lagði Magnús fram, en þau náöu ekki fram að ganga á Alþingi. Af merkum lagafrumvörpum, sem unnin voru i ráðherratið Magnúsar Kjartanssonar, má nefna lög um vátryggingastarf- semi sem samþykkt voru vorið 1973 og tóku gildi 1. janúar 1974. Að baki þeirri lagasetningu lá mjög mikil vinna og lögin marka timamót i sambandi við starf- semi tryggingafélaga og ábyrgð þeirra hér á landi. Þá má nefna lög um dvalar- heimili aldraðra, sem gildi tóku vorið 1973 og voru fyrstu lög um það efni hér á landi. Lögin gerðu ráö fyrir skipulegri uppbyggingu á dvalarheimilum aldraðra og þaö var gert ráð fyrir þátttöku rikisins i kostnaöi við byggingar en þvi miður var þess- reglugerð, sem markaði veruleg timamót og sett var i ráðherratið Magnúsar Kjartanssonar, en það var heilbrigðisreglugerð, sem sett var i samræmi við lög um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit og var sú fyrsta sinnar tegundar, sem gilti fyrir landið allt ásamt landhelgi og lofthelgi; áður voru til fjölmargar heilbrigðissam- þykktir fyrir einstaka kaapstaði og sveitarfélög. Aö sjálfsögðu verður að geta þess,aö að baki reglugeröasmiða af þessu tagi liggur löng og mikil vinna og ef til vill ræður þvi stundum tilviljun, hvaða ráðherra það er, sem að lokum gefur reglugerðina út. En þó svo sé þá ber þess að minnast, að sá ráðherra, sem reglugerðina gefur út, hefur á lokastigi haft siðasta tækifærið til þess að gera þær breytingar og viðbætur, sem hann taldi eðlilegar og viðeig- andi. Ég vil hér minnast tveggja kannana, sem Magnús Kjartans- son kom af stað i sinni ráðherra- tið; annaö var könnun sem gerö var á árinu 1972 á rekstrarhag- ræöingu i Tryggingastofnun rikis- ins og birtist sem rit heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytisins nr. 1/1973 en hitt var könnun á vistunarrýmisþörf heilbrigðis- stofnana, sem gerð var á árunum 1972 og 1973 og birtist sem rit heil- brigöis- og tryggingamálaráöu- neytisins nr. 3/1973. Siðari könnunin hefur orðið til Magnús lifði það ekki aö sjá geðdeildina i fullri notkun enda þótt nú sé tæpur áratugur siðan framkvæmdir hófust. Asamt öðrum hafði Magnús forgöngu um samvinnu mennta- málaráðuneytis (Háskólans) og heilbrigðisráðuneytis (Landsspit- ala) um byggingar Landsspitala og læknadeildar á landsspitalalóð og um skipan yfirstjórnar mann- virkjagerðar á lóðinni, sem enn hefur umsjón þeirra verkefna. 1 ráðherratiö sinni, þá sótti Magnús Kjartansson tvivegis þing Evrópusvæðis Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar i Kaupmannahöfn og i Vin og var þá við vigslu húsakynna svæöis- skrifstofunnar i Kaupmannahöfn og afhenti þar fyrir íslands hönd stofnuninni málverk aö gjöf. Ég sagði i upphafi að þegar Magnús Kjartansson kom til starfa i heilbrigðisráöuneytinu, þá þekkti ég hann ekki persónu- lega og vissi þvi ekki hvernig háttað væri vinnubrögðum hans eða hvaða starfsaðferöir hann heföi tileinkað sér. Fljótlega komst ég að raun umaðhann vildi helst haga störfum i ráöuneytinu eins og hann var vanur af rit- stjórnarskrifstofunni, þaö er að láta ekki biða til morguns þaö sem hægt er að gera i dag og hafa helst aldrei óafgreiddan skjala- bunka á skrifborði sinu. Þetta er að sjálfsögðu útilokaö aö útfæra til fulls en sé þetta njóta hæfileika sinna við nám eða störf. 1 þessum fáu orðum, sem ég hef hér látiö frá mér fara, hef ég ein- göngu rætt um starf Magnúsar Kjartanssonar i heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytinu þann tima, sem hann var þar ráðherra, en ekki rætt um störf hans að stjórnmálum, ritstörfum, félags- málum eða að ööru leyti, þvl ég veit að fjölda margir eru til þess miklu færari og þekkja betur til en ég. Ég taldi hins vegar nauðsynlegt að minna á ráðherratima hans i heilbrigöis- og trygginga- málaráöuneytinu með þessu móti og gera grein fyrir þvi, hvaða þátt hann átti i uppbyggingu ráðu- neytisins. Ég heimsótti Magnús á sjúkra- húsið tveim dögum fyrir andlát hans. Eins og alltaf þegar við hittumst, þá ræddum við um okkar sameiginlegu áhugamál og þó hann væri helsjúkur ræddi hann af fullum skilningi um það nýja verkefni, sem ég hafði fengiö, að gera tillögur i mál- efnum aldraðra. Hann var gagnrýninn á hve menn einblíndu á uppbyggingu stofnana fyrir aldraða en vildi i stað þess koma upp kerfi sem verkaði hvetjandi á fjölskyldur til að hafa aldraða á heimilum, byggja stórfjölskylduna upp að nýju. Nú er Magnús Kjartansson Fyrsta myndin sem tekin var lyvi at ráóuneyti Ólafs Jóhannessonar sem Magnús og Lúðvfk Jóseps - son áttu sæti i. Lúðvik Jósepsson siávariítvegsráðherra, og Magnús Kjartansson heilbrigðis- og iðnaðarráðherra á Alþingi. byggð gæti haldist við og þróast vitt um landiö. I lögum um heilbrigðisþjónustu eru fjölmörg nýmæli. Hér vil ég minnast á eitt sérstaklega, sem Magnús átti frumkvæði að, en þaö var hlutdeild starfsmanna i stjórnun sjúkrahúsa og heilsu- gæslustöðva. Um þetta atriði voru nokkrar deilur þegar málið var til umræðu á Alþingi, en reynslan hefur sýnt að hér var stigið stórt skref til þess að reyna að gera starfsmenn heilbrigðis- stofnana virkari og ábyrgari um stjórn stofnananna. Svo sem fyrr sagði þá var á þeim tima, sem Magnús tók viö ráðherrastarfi, mjög erfitt aö manna læknishéruð og var margt gerttil þess að hvetja lækna til að koma til starfa i hinum dreifðu byggðum landsins. í ársbyrjun 1973 tók Magnús sér ferð á hendur til London, Stokk- hólms og Gautaborgar ásamt for- manni Læknafélags tslands og undirrituðum og hélt fundi með islenskum læknum, sem dvöldust á þessum stöðum eða i nánd við þá. Tilgangur ferðarinnar var að ræða við læknana um heilbrigðis- mál á Islandi, starfsaöstöðu hér heima, fyrirhugaðar breytingar á læknaskipun og heilbrigðismál- um og hvetja þá til þess að koma til starfa á tslandi. Það er enginn vafi á þvi að þessar ferðir, þær höfðu nokkur áhrif I þá átt að tengja þá lækna, sem langdvölum höfðu verið er- lendis, við islenska heilbrigðis- þjónustu að nýju og hafði þvi þeg- um lagaákvæðum siðar breytt og þar með minnkaði gildi þeirra. t ráöherratiö Magnúsar lauk heildarendurskoðun á lögum um atvinnuleysistryggingarog ný lög um atvinnuleysistryggingar öðl- uðust gildi vorið 1973 og leystu af hólmi eldri lög hér að lútandi. Mjög snemma i ráðherratið Magnúsar kom i ljós áhugi hans á mengunarvörnum og má i þvi sambandi minna á að jafnframt þvi að vera heilbrigðis- og trygg- ingamálaráöherra var hann iðn- aðarráðherra. Hann hafði mikinn áhuga á að settar yrðu strangar reglur um varnir gegn mengun af völdum eiturefna og hættulegra efna og setti á laggir nefnd til að gera tillögur um það hvernig aö þvi máli skyldi staðið. Arangur þess nefndarstarfs varð reglugerð um varnir gegn mengun af völdum eiturefna og hættulegra efna, sem tók gildi i júni 1972. Akvæöi þessarar reglugeröar hafa haft gifurlega þýöingu i sambandi viö allt eftirlit með mengunarmálum og mengunar- vörnum og hefur þetta sérstak- lega haft þýðingu i sambandi við byrjunaruppbyggingu stóriöju- fyrirtækja hér á landi, en einnig almennt i sambandi við mengun- armál. Þessi reglugerð hefur verið i gildi óbreytt siðan hún var sett og hefurkomiðað tilætluöum notum. Það mætti að sjálfsögðu æra óstöðugan að telja upp allar þær reglur og reglugerðir, sem settar eru i ráðuneyti, en ég get ekki lát- ið hjá liöa að minnast hér á eina viðmiöunar i sambandi við upp- byggingu sjúkrastofnana hér á landi og er enn i meginatriöum viö hana stuðst i sambandi við áætlanagerö um þörf sjúkrarým- is. 1 ráðherratlð Magnúsar Kjart- anssonar tiökaöist það að heil- brigðis- og félagsmálaráöherrar Noröurlanda hittust annað hvert ár og bærú saman bækur sinar. Ráðherrafundur af þessu tagi var haldinn hér á landi i júli 1973 og kom það i hlut Magnúsar að halda framsöguerindi á þessum ráðherrafundi þar sem rætt var um framtiðarfyrirkomulag elli- tryggingarmála. Þennan fund sóttu allir ráðherr- ar, sem þá fóru með félagsmál á Noröurlöndum. I erindi sinu á þessum fundi, þá lagði Magnús fyrst og fremst áherslu á nauðsyn þess að elli- tryggingarmál á Islandi yrðu samræmd svipaö þvi sem gerst hefur á öðrum Norðurlöndum og lagði áherslu á frekari útfærslu þess tvöfalda bótakerfis, grunn- lifeyris og tekjutryggingar, sem þá nýlega hafði verið lögfest hér á landi. Strax frá upphafi sýndi Magnús málefnum geðsjúkra mikinn áhuga. Hann skipaði tvær nefndir til undirbúnings bygginga fyrir geð- sjúkra, aðra sem undirbjó bygg- ingu vegna áfengissjúklinga að Vifilsstöðum og er löngu tekin til starfa, og hina sem undirbjó byggingu geðdeildar á Landsspit- ala, en um það mál urðu sem kunnugt er harðar deilur. sjónarmið haft að leiöarljósi, þá kemstoft meira i verk en annars og þvi varö samstarfiö við Magnús bæði ánægjulegt og til- breytingarrikt. Vissulega verður aö geta þess að á ráðherraárum Magnúsar hafði uppbygging heilbrigöismál- anna meiri byr en hún viröist hafa nú með ráðamönnum og jafnvel með þjóðinni allri og eng- inn ræddi á þeim árum um að of miklu fé væri eytt til heilbrigöis- mála eins og æ oftar heyrist nú til dags. Meginhluta ráöherratiðar sinnar gekk Magnús Kjartansson ekki heill til skógar, en við sem unnum með honum urðum þessa sjaldan vör og töldum raunar á tim.abili að tekist heföi aö yfir- buga sjúkleika hans. Svo reyndist þó ekki og afleið- ingar sjúkdómsáfalla urðu til þess að hann hætti þingmennsku á árinu 1978 og átti við mikla van- heilsu og örorku að striöa siðustu árin. Sjúksdómsreynsla Magnúsar opnaði augu hans betur en áður hafði veriö fyrir þvi, hve þjóð- félagið haföi litið sinnt málefnum öryrkja og siðustu árin var hann ötull talsmaöur hvers konar um- bótamála i þeirra þágu enda þótt honum fyndist hægt ganga og skilningsleysi hinna heilbrigðu með ólikindum. Enginn vafi er þó á þvi að greinar hans og ræður hans um málefni öryrkja hafa vakið ýmsa til umhu'gsunar um málefni þessara þegna þjóð- félagsins, sem svo oft verða af- skiptir og fá ekki tækifæri til að burtsofnaður og ekki tækifæri framar til aö eiga við hann skoðanaskipti, en eftir lifir minningin um ánægjuleg sam- starfsár og áratugs viðkynningu. Við Guðrún sendum Kristrúnu og fjölskyldunni allri samúðar- kveðjur og biðjum Guö að styrkja þau i sorginni, þvi þau hafa misst mikið. Páll Sigurðsson. Þegar æskufólk er að vakna til vitundar um þjóðfélagsmál ráöa mörg atvik og margir menn þvi hvert hugurinn leitar. Fáeinir þessara manna hafa miklu meiri áhrif en aðrir, jafnvel þótt kynni manns af þeim séu fremur litil. Samtöl viö þá, ræður þeirra eða blaðagreinar opna hugann, vekja áhuga á framandi atriðum og ljá manni skynsamleg rök. Sú kynslóð islenskra náms- manna sem varð fyrir djúptækum áhrifum umrótsins i námsmanna- og stjórnmálahreyfingunni 1968-1972 átti sér marga áhrifa- menn. Námsmannauppreisnir, striðið I Indóktna, kinverska menningarbyltingin, herstööva- baráttan og álsamningar komu róti á hug æskufólks. Skörp skoð- anabarátta geisaði i Islensku þjóðlifi og þeir vigreifu menn sem tóku þar framsækna afstöðu fengu virðingu æskufólks að laun- um. Magnús Kjartansson var einn þessara manna — liklega sá sem stóð okkúr óróleikagemsunum næst — bæði fyrir orðkynngi sina

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.